SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 28

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 28
28 9. maí 2010 A ðalverðbréfavísitala Bandaríkjanna hrundi fyrir fáeinum dögum. Annað eins bakslag hafði ekki sést í háa herrans tíð. Nú er talið að kveikjan hafi verið misvísandi skilaboð og jafnvel hrein mistök, sem leiddu til viðskiptafyrirmæla sem tóku til tugmillj- arða dollara. Þetta er nógu alvarlegt í sjálfu sér. En slík „tæknileg“ mistök hefðu ekki haft slíkar af- leiðingar nema óróleiki, vantraust og óvissa væri fyrirferðarmikil á markaðnum. Og þannig er stað- an núna. Hinn nýi ótti Óvissan er síst minni en áður, en vettvangur óttans hefur færst til. Hið fyrra efnahagshrun var fylgi- fiskur efnahagsstefnu stærstu seðlabanka heims í bland við áhættusækni fjármálamanna, og óglöggra skila á milli fjárfestingarbankastarfsemi og við- skiptabankastarfsemi innan sömu stofnana. Snúnir og þó einatt innihaldssnauðir fjármálagerningar urðu undirstaða fjármálabólu, sem margur hagn- aðist gegndarlaust á, en aðrir töpuðu miklu og jafn- vel öllu sínu, þar sem hún hlaut að springa með al- varlegum afleiðingum fyrir allan fjöldann. Þær afleiðingar voru þó mildaðar með stórkostlegum inngripum ríkisvaldsins um veröldina þvera og endilanga. Menn önduðu léttar. Hin samhæfðu viðbrögð og afl ríkissjóða og seðlabanka sáu til þess að lausafjárvandinn varð ekki að alvarlegri og var- anlegri heimskreppu. Það héldu menn að minnsta kosti. Næsta lota En nú hafa efasemdirnar látið á sér kræla. Óttinn fer vaxandi og hann á aðra rót en fyrr, eins og áður sagði. Nú hugsar margur maðurinn, að í næstu lotu verði ekki hægt að treysta á ríkisvaldið. Ekki vegna þess að viljann muni vanta. Getan verður ekki fyrir hendi. Samhliða gríðarlegri innspýtingu fjár úr rík- issjóðum og að hluta úr hirslum seðlabanka og þá að lokum úr prentvélum þeirra var vanda banka- stofnana slegið á frest í fyrri hrinunni. Dæmin voru ekki gerð upp. Það átti að bíða þar til um hægðist og traustið væri orðið meira. Stórir bankar og þekktir eru því með fjölmargar kröfur í fórum sín- um, sem ekki eru jafn góðkynja og lestur reikninga bankanna virðist staðfesta. Með öðrum orðum þá er eignastaða þeirra mun lakari en endurskoðaðir reikningar þeirra gefa til kynna. Ekki er þó ætlandi að sú staða sé jafn ömurleg og var hjá gömlu ís- lensku bönkunum og endurskoðendur þeirra virt- ust ekki átta sig á eða kusu að líta fram hjá. Þetta þýðir að í næstu lotu kreppunnar verða þessir bankar berskjaldaðir. Og ríkissjóðir margra burðu- gustu ríkja heims eru einnig komnir að endimörk- um getu sinnar. Ríkissjóðshalli í stærri stíl en þegar er orðinn fái ekki staðist. Staðan í Bandaríkjunum er þekkt. Evrópusambandið, og þá einkum sú innri deild þess sem býr við evru, á augljóslega fullt í fangi með lítið hagkerfi eins og það gríska. Er það þó aðeins um 2% af hagkerfi evrusvæðisins. Sum- um evruríkjum sem illa standa er gert að fara út á markaðinn og slá lán á óhagstæðum kjörum svo þau geti tekið þátt í hjálp við Grikki, samkvæmt fyrirmælum Frakka og Þjóðverja. Það mun auka þeirra vanda og flýta því að þaðan berist hjálp- arbeiðnir. Þessi kapall minnir á annan íslenskan sem kallaður var langavitleysa. Hann var ýmist endalaus eða fékk illan endi. Athyglin beinist að Bretlandi Um hríð hafa menn beint sjónum að þeim ríkjum sem skjálftamælar efnahagslífsins benda til að muni gjósa næst á eftir Grikkjum. Portúgal, Spánn, Ítalía og Írland eru á þeim athugunarlista og staða þeirra hefur versnað á undanförnum mánuðum. En nú horfa menn æ oftar til Bretlands, sem er jafn skuld- ugt og Grikkland. Þar er ekki útlit fyrir styrka og samheldna stjórn í augnablikinu, og lítið má út af bera. Merkel, kanslari Þýskalands, hefur í senn þurft að verja og afsaka ákvörðun sína um að Evrópu- sambandið geri tilraun til að hjálpa Grikklandi. Hún tekur fram að samúð hennar með því landi ráði ekki för. Það mætti hennar vegna sigla sinn sjó, því engu geti það um ógöngur sínar kennt nema sjálfu sér. Nei, hún sé nauðbeygð til að rétta Grikk- landi lánsfé og pína önnur evruríki til að gera slíkt hið sama, því annars liðist myntsamstarfið í sundur. Þær staðhæfingar segja sitt um grundvöll mynt- samstarfsins. Tilraunin felst í því að beita miklu afli til að takmarka öngþveitið og upplausnina við Grikkland eitt með eins konar efnahagslegum mæðiveikigirðingum. Slíka aðferð þekkjum við Ís- lendingar vel. Og við vitum að líkurnar á að sú að- gerð heppnist versna til muna þegar í ljós kemur að hin efnhagslega riða hefur þegar komið fram víða utan girðingarinnar. Og eins og framan greinir fer ekki á milli mála að þannig er ástandið á nágranna- bæjum Grikklands. Íslendingar berskjaldaðir Og hvernig munu þessar ótryggu aðstæður birtast okkur Íslendingum? Það ætti að vera okkar styrkur að hafa tekið bankaskellinn fyrir nærri tveimur ár- um. En vandinn er sá að tíminn hefur verið illa nýttur, svo ekki sé meira sagt. Íslensk yfirvöld eru enn að beita neyðarlögum 18 mánuðum eftir að þau voru sett. Yfirgnæfandi líkur eru á að dómstólar muni ekki líða slíka framgöngu og að síðbúnar að- gerðir í málefnum sparisjóða með vísun í 18 mánaða gamallt neyðarástand verði taldar ólögmætar, með alvarlegum skaða fyrir efnahagslífið og ríkissjóð. Tveir af þremur bönkum hafa verið „einkavæddir“ með aðferðum sem enginn skilur, þeir settir í hend- urnar á mönnum, sem er sagt að yfirvöldin viti ekki hverjir séu, og verður næstu fimm árin stjórnað af mönnum sem bera ekki ábyrgð gagnvart neinum og segjast starfa í umboði aðila sem þeir geti ekki upp- lýst hverjir séu, því þeir viti það ekki. Annar bank- anna, Arion banki, er svo í einkakeppni um það hvort hann nái að verða spilltari banki en gamla Kaupþing á skemmri tíma en hinum gamla banka tókst. Þetta er háleitt markmið, en ekki verður bet- ur séð en vinningslíkur Arionbanka aukist dag frá degi. Ríkisbankinn, Landsbanki Íslands, leggur sig Reykjavíkurbréf 07.05.10 Glataður tími

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.