SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 32
32 9. maí 2010
un í faginu. Upp úr því var farið að nota
öndunarvélar og síðan síblástur í vax-
andi mæli við meðferð lungnasjúkdóma
og lífslíkur fyrirbura bötnuðu mikið.
Hér á landi varð notkun lyfsins
lungnablöðruseytis almenn í kringum
1990 en lyfið hindrar að lungu barnsins
falli saman. Um svipað leyti var farið að
nota barkstera fyrir fæðingu í þeim til-
gangi að flýta fyrir lungnaþroska fóst-
ursins en lungun eru síðust líffæra að
þroskast í móðurkviði. Á undanförnum
árum hafa einnig orðið framfarir á öðr-
um sviðum nýburagjörgæslu, svo sem
með bættum tækjabúnaði og betri fæð-
ingarhjálp.
Orsakir fyrirburafæðinga
Sektarkennd er algengur fylgifiskur for-
eldra sem eignast barn sitt fyrir tímann.
Tilfinningin getur verið yfirþyrmandi og
sumir fara yfir það í huganum aftur og
aftur hvað hafi valdið fæðingunni og
hvort hefði verið hægt að koma í veg
fyrir hana með breyttri hegðun.
Orsakirnar eru yfirleitt af lífeðlislegum
toga sem erfitt getur reynst að fyr-
irbyggja. Algengar ástæður fyr-
irburafæðinga eru sýkingar, með-
göngueitrun, hár blóðþrýstingur,
ótímabært belgjarrof, fjölburameðganga,
vaxtarskerðing fósturs, leghálsbilun,
fylgjulos, eða aðrir þættir sem snúa að
fylgjunni, svo sem blæðing frá fylgju eða
staðsetning hennar. Sýking móður sem
framkallar skyndilega fæðingu á við í um
60% tilfella. Í stórum hluta tilvika er or-
sök óþekkt. Þá ber fæðinguna oft brátt
að og lítið svigrúm myndast til að und-
irbúa foreldrana fyrir yfirvofandi fyr-
irburafæðingu.
Mun barnið mitt lifa?
„Er hún að deyja?“ spurði ég skelfingu
lostin og krafði lækninn um svör. Mér
hafði verið tilkynnt að dóttir mín hefði
tvisvar sinnum farið í öndunarhlé um
nóttina. Öndunarstopp, hugsaði ég, þá
hlýtur maður að deyja. Yfirvegaður
læknirinn útskýrði fyrir mér að önd-
unarhlé eða apnea væri þekkt fyrirbæri á
meðal fyrirbura. Þetta stafaði einkum af
vanþroska í öndunarstjórnstöðvum heil-
ans og lýsti sér þannig að barn hætti að
anda tímabundið og stundum hægðist á
hjartslætti í kjölfarið.
Á vökudeild eru flest börn tengd við
sírita sem gefur frá sér aðvörunarhljóð
þegar lífsmörk barns verða óstöðug. Píp-
in frá tækjunum voru yfirþyrmandi en
veittu mér jafnframt öryggi. Sama dag
tilkynnti læknirinn mér að þeir ætluðu
að óma höfuðið á dóttur minni til þess að
útiloka að blætt hefði inn á heila við
fæðingu. Þrír læknar og hjúkrunarkona
birtust með framandi tækjabúnað.
Læknirinn var þögull. Hjartsláttur minn
þyngdist og ég fann tárin leka niður
þreytulegt andlitið. Þetta voru erfiðustu
mínútur lífs míns. „Engin blæðing, þetta
lítur vel út,“ sagði hann að vel athuguðu
máli og allir önduðu léttar.
Góðar lífslíkur
Eftir því sem læknavísindum fleygir
fram hafa lífslíkur íslenskra fyrirbura
batnað verulega og teljast nú mjög góð-
ar. Á árunum 1999-2007 lifðu 92%
barna, sem lögðust inn á vökudeild
Barnaspítala Hringsins, sem voru á
bilinu 1000-1500 grömm að fæðing-
arþyngd. Þá lifðu 88,2 % þeirra barna
sem vógu minna en 1000 grömm við
fæðingu. Yngsta barn sem lifað hefur
hérlendis sem um er vitað fæddist eftir
23 vikna og fimm daga meðgöngu og það
léttasta vó rétt innan við 500 grömm. Nú
er svo komið að meirihluti minnstu fyr-
irburanna lifir, eftir allt að 23-24 vikna
meðgöngulengd.
Batahorfur og lífslíkur fyrirbura ráðast
að mestu af meðgöngulengd, fæðing-
arþyngd og þroska barns í móðurkviði.
Fjölburameðgöngur eru áhættusamari og
áhættan er meiri hjá eineggja tvíburum.
Meðgöngulengd er sterkasti áhrifaþátt-
Í ljósameðferð vegna nýbura-
gulu. Ef meðhöndla þarf nýbura-
gulu er oftast gripið til ljósa-
meðferðar. Ísgerður Esja var í
þrjá sólarhringa í ljósameðferð.
Hjá pabba. Ísgerður Esja á góðu augnabliki með föður sínum, Nóa Steini Einarssyni.