SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Page 34
34 9. maí 2010
Stafrænn myndarammi, 3G, sem hægt er að setja upp í
heimahúsi, til dæmis hjá ömmu og afa. Þá er hægt að senda
myndir úr fríinu beint í rammann, því hann tekur við mynd-
skilaboðum. Viðtakandinn þarf að samþykkja sendinguna, en
hann sér á skjánum ef ný mynd hefur borist. Og svo rúlla þær
myndir á skjánum sem samþykktar hafa verið.
E
nn er samfélagið að umbyltast
vegna tækniframfara. Nú eru
það farsímarnir sem opna nýjar
samskiptaleiðir, þar sem gáttir
Netsins eru að opnast og þar með óþrjót-
andi möguleikar.
Útibú á Facebook
Það segir sína sögu að símafyrirtækið
Nova heldur úti heimasíðu á Fésbókinni,
sem ekki er aðeins hugsuð til markaðs-
setningar, heldur einnig sem þjónustuú-
tibú. Viðskiptavinir rata um gáttina úr
tölvum og farsímum.
„Þangað berast fyrirspurnir frá núver-
andi viðskiptavinum og mögulega nýj-
um,“ segir Liv. „Þetta hefur ekki áður
verið hægt á Netinu. Nova var eitt af
fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að nýta
Facebook með þessum hætti. Eitt af því
sem við bjóðum upp á, er að fólk getur
sett SMS-box á heimasíðuna sína, þar sem
stendur: „Sendu mér SMS“.
Ef fólk gefur upp símanúmerið sitt, þá
geta allir hjá Nova nýtt sér þá þjónustu og
sent ókeypis símaskilaboð. Kosturinn við
að bjóða þessa þjónustu á Facebook er
rekjanleikinn, þar eru allir skráðir inn og
því fylgir alltaf nafn með skilaboðunum.
Þess vegna eru líka flest allar vefsíður
komnar með tengingu við Facebook þar
sem hægt er að deila myndböndum og
öðru efni. Facebook er sú vefsíða sem fær
langflestar heimsóknir úr farsímum okkar
viðskiptavina. Þar sem fólk er ekki við
tölvu allan daginn, þá getur það notað
farsímann til að uppfæra síðuna og fylgj-
ast með vinum sínum.“
Breytt samskiptamynstur fyrir
tilstuðlan Facebook og fleiri sam-
skiptasíðna hefur ýmsar breytingar í
för með sér. Tíðindi á Facebook fara
sem eldur í sinu um samfélagið. „Ef
t.d. auglýst er partí fyrir ball og einn
setur það í statusinn, þá geta skila-
boðin á örskotsstundu borist til þús-
unda,“ segir Liv. „Tengslanet ungs
fólks hefur snertingu við ótrúlega
marga. Ég heyrði sögu af því, að ung-
lingur hefði farið með foreldrum sín-
um í Kringluna og upplýst þá um að sjö
skólasystkin sín væru þar á sama tíma að
kaupa fermingarfötin – hann hafði séð
það á Facebook. Þau fylgjast stanslaust
með vinum sínum.
Bylting með Netinu
„Fólk myndi aldrei uppfæra Facebook-
síðuna sína ef það kostaði formúu að fara
inn á Netið í farsímanum,“ segir Liv.
„Það var dýrt í gsm-kerfum, en þriðja
kynslóð farsíma, 3G, er netkerfi og
þess vegna er það orðið ódýrara og
hraðinn meiri.“
Engu að síður hefur farsímareikn-
ingurinn ekki lækkað að meðaltali,
sumum til nokkurs hugarangurs, en
Liv bendir á að þjónustan sé alltaf að
aukast. „Fyrst var bara hringt úr sím-
unum, svo var hægt að senda SMS
símaskilaboð og núna er Netið komið í
farsímann, þar sem gagnamagnið og
hraðinn er alltaf að aukast. Um leið
verður þörfin sífellt meiri, næst fáum við
4G og þannig eykst gagnamagnið stöðugt
fyrir sama pening.“
Hvernig
farsímar
breyta
heiminum
Enn er tæknin að breyta samfélaginu. Nú er það
vegna nýrra möguleika tækis, sem er nánast eins
og utanáliggjandi líffæri á nútímamanninum,
nefnilega farsímans. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri
Nova, og Harald Pétursson, sölustjóri, ræða
heimana í farsímanum.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Mikil samkeppni er hafin um kortaþjónustu í farsímum, enda
geta símnotendur nýtt sér hana til að velja veitingastaði,
leita að söfnum eða rata að öðru leyti um framandi slóðir.
Með tilkomu Skype í
farsíma geta símnot-
endur dregið veru-
lega úr kostnaði
við símtöl.
Öryggisaugað sem byggist á myndsímtölum. Þá er hægt að hringja í
augað og skoða á skjánum það sem augað beinist að. „Í raun er
þetta vefmyndavél,“ segir Harald. „En myndum er þó ekki hlaðið
niður í gegnum vefinn. Fólk setur þessi tæki upp í sumar-
bústaðnum hjá sér, sem lítið öryggiskerfi, og einnig í hesthúsin.
Flestar myndavélarnar hafa þó verið seldar til hundaeigenda,
sem vilja fylgjast með því hvernig þeir hafa það á daginn.“