SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Page 36
36 9. maí 2010
Morgunblaðið/Golli
Bjarni Guðjónsson KR-ingur skýtur að marki FH úr
aukaspyrnu. Gera má ráð fyrir að félögin berjist á
toppi úrvalsdeildarinnar í sumar.
K
arlalið KR hefur verið mjög afgerandi í vetur,
segir Víðir, enda Vesturbæjarliðið með geysi-
legan sterkan hóp leikmanna. Ástæða þess að
KR-ingum sé nú spáð sigri sé ekki sú sama og
stundum á árum áður; til þess að setja sérstaka pressu á þá
– heldur sé raunveruleg innistæða fyrir spánni. „FH-ingar
hafa verið í basli vegna meiðsla og eru með minni hóp,
Breiðablik og Keflavík komast líklega næst því að ógna
þessum liðum en ég held það sé mjög rökrétt að spá KR-
ingum meistaratitlinum,“ segir Víðir Sigurðsson.
Hann nefnir að KR-ingar séu varkárir
í tali. „Logi [Ólafsson þjálfari] fæst varla
til að segja að félagið stefni á meistaratit-
ilinn. Þeir eru varkárir vesturfrá og passa
sig mjög vel á því hvað þeir segja.“
Víðir telur að helsta vandamál Loga í
sumar verði að halda öllum sáttum ef
leikmenn liðsins sleppa allir við meiðsli.
„Þá verður hann með fjóra, fimm eða
jafnvel sex góða leikmenn á vara-
mannabekknum; leikmenn sem yrðu í lykilhlutverkum
hjá öðrum félögum. Það verður líka mikil áskorun hjá lið-
inu að standa undir þessari pressu frá byrjun móts og
sumarið verður því ekki síður bardagi við sjálfan sig en
aðra.“
Margir efnilegir leikmenn
Það er sígilt að nýliðum sé spáð erfiðleikum, eins og Víðir
kemst að orði og því sé skiljanlegt að Selfyssingum og
Haukum sé spáð falli. „Liðin komu bæði töluvert á óvart í
fyrra en fóru svo upp á sannfærandi hátt og með mikilli
stemningu. Leikmennirnir koma inn í deildina blautir á
bak við eyrun og við eigum eftir að sjá hvort þeir ná að
halda sömu stemningu því stökkið upp í úrvalsdeild er
mjög stórt.“
En engan skyldi afskrifa, segir Víðir og bendir á
Stjörnuliðið í fyrra. „Þá gerðu allir ráð fyrir því að Stjarnan
færi beint niður aftur, með nánast sama lið og komst upp
árið áður, en svo lék liðið frábærlega í fyrri umferðinni,
kom öllum á óvart með leiftrandi sóknarleik, en fékk svo
bara tvö stig seinni hluta sumars. Ef Haukar og Selfoss ná
að byrja af krafti og ná sér í slatta af stigum í maí og júní
gæti það farið langt með að duga til þess að halda sér
uppi.“ Allir sem tengist nýliðunum hljóti þó að gera sér
grein fyrir því að gífurlega erfitt sumar sé framundan.
Spurður hverra hann muni helst sakna úr deildinni frá
því í fyrra nefnir Víðir fyrst Davíð Þór Viðarsson, fyrirliða
FH, sem farinn er til Öster í Svíþjóð. „Það verður erfitt
fyrir FH að fylla í skarð hans, hann er áberandi leikmaður
og sterkur karakter. Þá má nefna Símun Samúelsen sem
átti geysigott tímabili með Keflvíkingum í fyrra en er far-
inn heim til Færeyja. Svo held ég að það hefði verið gott
fyrir Blikana að hafa Arnar Grétarsson eitt ár í viðbót en
hann fékk mjög freistandi starf í Grikklandi og skiljanlegt
að hann færi. En það verður sjónarsviptir að honum.“
Hann nefnir einnig Bjarna Ólaf Eiríksson, sem fór frá Val
til Stabæk.
„Þetta eru fjögur helstu nöfnin sem hafa farið en jafn
margir góðir hafa komið í staðinn; og þannig vill til að þeir
fóru allir í KR.“ Þar á Víðir við Viktor Bjarka Arnarsson,
Guðjón Baldvinsson og Kjartan Henry Finnbogason – sem
allir voru áður í KR – og Guðmund Reyni Gunnarsson,
sem var reyndar með KR seinni hluta sumars í fyrra. Hann
er á mála hjá GAIS í Svíþjóð en verður í láni hjá Vesturbæj-
arliðinu aftur í sumar.
Fjöldi efnilegra leikmanna verður á ferðinni í sumar.
Víðir nefnir Jón Guðna Fjóluson Framara, sem stóð sig
mjög vel í fyrra, Ingimundur Óskarsson í Fylki hafi átt
mjög gott síðasta tímabil og spennandi verði að sjá hvort
hann haldi áfram á sömu braut, „og ungu strákarnir í
Breiðabliki, sem hafa staðið sig mjög vel á síðustu árum,
gætu fest sig enn frekar í sessi. Alfreð Finnbogason sló í
gegn í fyrra, Finnur Orri Margeirsson er ekki eins áber-
andi en ég er mjög hrifinn af honum og þá er Elfar Freyr
Helgason líka góður.“
Hann segir Keflvíkinga eiga mjög efnilega leikmenn,
sem springi kannski ekki út fyrr en að ári, fólk ætti að
fylgjast vel með Guðmundi Þórarinssyni í Selfossliðinu –
litla bróður Ingó Veðurguðs, sem einnig er í liðinu – „og
annar sem gæti sprungið út í sumar er Marco Valdimar
Stefánsson hjá Grindavík sem slasaðist í fyrra. Það er
strákur sem hefur burði til að verða topp-varnarmaður.“
Breiddin aukist gríðarlega
Knattspyrnukonur hafa færst upp á annan og hærri stall
hérlendis á síðustu árum. Víðir segir 1:0 sigur á Frökkum
árið 2007 mikilvægan í því samhengi. „Hlutirnir hafa
þróast mjög hratt. Á þremur árum eru leikmenn kvenna-
landsliðsins orðnir einhverjar bestu fyrirmyndir íslensks
íþróttafólks; við sigurinn á Frökkum uppgötvaði þjóðin
landsliðið og kvennafótboltann og aðsókn að leikjum hef-
ur aukist mikið. Einna mestur vaxtarbroddur er í stúlkna-
fótbolta og leikmenn eru ekki bara fyrirmyndir hjá stelp-
um heldur krökkum almennt; það hefði verið óhugsandi
fyrir nokkrum árum að Margrét Lára Viðarsdóttir – eða
einhver önnur knattspyrnukona – þætti flottasta fyr-
irmynd ungra fótboltastráka,“ segir Víðir Sigurðsson.
„Þetta hefur breyst geysilega hratt og það hefur verið
gaman að fylgjast með þróuninni. Konurnar eru komnar í
fremstu röð og eru í raun vinsælli á meðal þjóðarinnar en
karlarnir eins og staðan er núna.“
Af einstaklingum sem stærstan þátt hafa átt í aukinni
velgengni kvenna á þessum vettvangi nefnir hann fyrst
Ásthildi Helgadóttur. „Hún sýndi á síðustu árum ferilsins,
þegar hún lék í Svíþjóð, að hún var einn fremsti leikmaður
heims. Hún sýndi Íslendingum hve langt er hægt að ná.
Hún var einn markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeild-
arinnar og var valin einn af bestu leikmönnunum þar; var
t.d. tekin fram yfir [brasilíska leikmanninn] Mörtu sem
síðar var kjörin best í heimi.“
Víðir nefnir líka Margréti Láru „sem við bíðum eftir að
slái í gegn erlendis. Hún hefur glímt við erfið meiðsli síð-
ustu tvö ár en ég er sannfærður um að ef hún hefði verið
laus við þau hefði hún brillerað í Svíþjóð síðustu tvö ár.
Meiðslin hafa hindrað þroska hennar sem leikmanns og
framfarir. Svo er Hólmfríður Magnúsdóttir að gera það
mjög gott í bandarísku atvinnumannadeildinni.“
Síðast, en ekki síst, nefnir hann Katrínu Jónsdóttur,
fyrirliða Vals og landsliðsins. „Hún er frábær leiðtogi sem
átti glæsilegan feril í Noregi á sínum tíma; varð Nor-
egsmeistari áður en farið var að fylgjast eins vel með og nú
er gert. Þá var norska deildin ein sú besta í Evrópu og hún
einn besti leikmaðurinn.“
Víðir hallast að því að mjög erfitt verði að koma í veg
fyrir að Valskonur verði Íslandsmeistarar enn eitt árið í
kvennaflokki. „Þær eru með mjög öflugt lið. Valsmenn
þurfa að misstíga sig til að aðrir eigi raunhæfa möguleika
en samt er ánægjulegt að breiddin hefur aukist mikið.
Breiðablik, Fylkir, Þór/KA og Stjarnan eru allt lið sem
veita Val verðuga keppni í hverjum einasta leik. Þá er
spurning hvort KR-ingar nái að stíga skref fram á við á ný
í sumar og blanda sér í hóp þessara liða. Í fyrra voru fjögur
lið sem áttu möguleika á meistaratitlinum þegar komið
var á lokasprettinn sem var skemmtilegt og sýndi hve
breiddin hefur aukist.“
Flautað
til leiks
Ekki kemur á óvart að KR og Val
sé spáð Íslandsmeistaratitli í
knattspyrnu að mati Víðis Sig-
urðssonar. Hann fylgist jafnan
grannt með og er nú byrjaður á
30. bindi bókaraðarinnar um
íslenska knattspyrnu.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Katrín Jónsdóttir fyrirliði
Vals með Íslandsbikarinn
í fyrrahaust.
Morgunblaðið/Kristinn
’
Það hefði verið óhugsandi fyrir
nokkrum árum að knatt-
spyrnukona þætti flottasta
fyrirmynd ungra fótboltastráka
Víðir Sigurðsson
„Þegar ég horfi til baka um þau 30 ár sem liðin eru
síðan ég byrjaði að skrifa um knattspyrnu held ég
að Skagaliðið 1993 sé það sterkasta sem komið
hefur fram,“ segir Víðir Sigurðsson.
Guðjón Þórðarson var þjálfari Skagamanna á
þessum tíma og í liðinu kempurnar Ólafur Þórð-
arson, Haraldur Ingólfsson, Mihajlo Bibercic, Lúkas
Kostic, Þórður Guðjónsson, Alexander Högnason,
Kristján Finnbogason, Ólafur Adolfsson, Sig-
ursteinn Gíslason, Sturlaugur Haraldsson og Theo-
dór Hervarsson – að ógleymdum Sigurði Jónssyni,
sem kjörinn var leikmaður ársins.
„Þetta var firngott lið sem sýndi sig vel þegar það
sigraði Feyenoord í Evrópukeppninni hér heima.
Maður sá hreinlega ekki fyrir sér að annað lið yrði
Íslandsmeistari á öldinni en 1996 fór liðið að dala
eftir að það varð Íslandsmeistari fimm ár í röð.“
Hann nefnir einnig Framliðið frábæra undir stjórn
Ásgeirs Elíassonar á síðari hluta níunda áratugars-
ins þar sem Pétur Ormslev var í aðahlutverki, lið KR
um aldamótin og FH-inga síðustu ár.„Valsmenn og
Vestmannaeyingar hafa líka átt sína spretti, en ég
er á því að Skagaliðið standi upp úr.“
Lið ÍA 1993 öflugast