SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Síða 41
9. maí 2010 41
H
var á maður eiginlega
að byrja þegar maður
ætlar að fjalla um vínin
frá Ítalíu? Landinu sem
er um margt vagga vínmenning-
arinnar. Það voru Rómverjar sem
komu með vínviðinn til Frakklands,
Þýskalands, Austurríkis og fleiri
svæða og þeir þróuðu fram margar
af grunnaðferðum víngerðarinnar,
s.s. tunnugerjun og átöppun á
flöskur. (Við skulum svo ekki hafa
mjög hátt um það að Grikkir
kynntu Rómverjum víngerð til að
byrja með.)
Vandinn með ítölsku
vínin – en kannski líka
það sem gerir þau svo
heillandi – er hinn gíf-
urlegi fjölbreytileiki.
Ítalía á engin vínhéruð
sem hafa sigrað heim-
inn og orðið fyrirmynd
vínstíla um allan heim
líkt og í Frakklandi.
Það má frekar færa rök
fyrir því að mögn-
uðustu vín Ítalíu – vín á
borð við Barolo, Bru-
nello og Súper-
Toskana-vínin – hafi
stælt Bordeaux-vínin
en orðið öðrum fyrir-
mynd.
Meira að segja Spán-
verjar og Portúgalar
eiga afgerandi vínstíla
þar sem eru sérrí og púrtvín. Hvað
eiga hins vegar Ítalir? Ætli svarið sé
ekki allt og ekkert.
Vínstílar Ítalíu eru jafn ólíkir,
einstakir, heillandi og unaðslegir og
Ítalía sjálf. Í alpahéruðunum Trent-
ino og Alto Adige eru ræktuð fersk
og titrandi hvítvín. Í Piedmont eru
framleidd ótrúleg rauðvín úr þrúg-
unni Nebbiolo á svæðunum Barolo
og Barbaresco og ekrur eru skil-
greindar niður í minnstu frum-
eindir – næstum því eins og í Búrg-
und.
Í Veneto í kringum Verona er að
finna einhvern flottasta vínstíl
heimsins, Amarone, þar sem vínið
er gert úr þrúgum sem eru vind-
þurrkaðar að lokinni tínslu. Ein-
stakur vínstíll sem á ekki sinn líka í
heiminum.
Og veit einhver um betri matar-
vín en þau frá Toskana? Þegar vel
tekst til með Sangiovese-þrúguna
eru fá vín sem smella betur að góðri
steik, pasta eða nánast hverju sem
er. Hvort sem vínin eru frá Chianti
Classico, Montalcino eða Montepul-
ciano. Vilji menn smáskammt af
frönskum þrúgum með vantar ekki
ofurvínin, s.s. Tignanello, Cepp-
arello, Sassicaia, Solaia, Ornellaia,
Siepi eða Casalferro.
Á Suður-Ítalíu magnar heit sólin
upp bragð þrúgna á borð við Primi-
tivo og Nero d’Avola. Vínin þaðan
voru lengi drasl en eru smám saman
að færast upp gæðastigann og bestu
vínin eru að verða þvílíkir boltar að
það hálfa væri nóg. Einnig er þar að
finna einstakar þrúgur á borð við
Aglianico sem er með þeim van-
metnari á Ítalíu. Frábær þegar best
lætur.
Og ekki eru hvítvínin síðri. Ein-
hver bestu hvítvín sem hægt er að
hugsa sér koma t.d. frá Friuli frá
framleiðendum á borð við Vie di
Romans og Jehrman. Svæðin Soave
og Alto Adige eiga líka sína frábæru
fulltrúa og við austurströndina nær
þrúgan Verdicchio stundum svaka-
legum hæðum.
Suðrið er síðan eitt magnaðasta
tromp Ítalíu í hvítvínum. Fiano
d’Avellino-vínin frá Kampaníu eða
Greco di Tufo. Og svo Sikileyj-
arþrúgurnar Grillo, Cataratto og
Grecanico.
Ekki eru allar þrúgur ítalskar.
Chardonnay kemur að sjálfsögðu
víða við sögu og Sauvignon Blanc.
Þannig gnæfir Chardonnay-vínið
Cervaro della Sala yfir önnur vín
svæðisins sem eru flokkuð sem Or-
vieto.
Freyðivín Ítalíu eru kannski ekki
jafnþekkt og virt og þau frá Champ-
agne í Frakklandi. Ítalir eru hins
vegar snillingar í að gera aðgengileg
freyðivín, t.d. úr þrúgunni Pro-
secco. Mörg af bestu freyðivínum
landsins koma frá Franciacorta og
sömuleiðis geta Lambrusco-vínin
verið mjög athyglisverð.
Rétt eins og ítalska matargerðin
er einfaldari en sú franska eru
ítölsku vínin ekki eins uppskrúfuð
og þau bestu frönsku. Vínin frá Ítal-
íu eru hins vegar svo full af ítalskri
lífsgleði að það er ekki
annað hægt en að falla
fyrir þeim og elska þau.
Næst: Spánn
Ítalski marg-
breytileikinn
Vín 101
Sjöundi þáttur
Steingrímur Sigurgeirsson
Sikiley. Þaðan kom þrúgurnar Grillo og Cataratto.
Morgunblaðið/hag
„Ég fyrirlít sveppi og get
ekki borðað þá undir nokkr-
um kringumstæðum,“ segir
Hjalti Nönnuson.
Hjalti leggur áherslu á að fólk láti langa
innihaldslista í uppskriftum ekki fæla sig frá
því að elda indverskan mat. Slík elda-
mennska sé miklu einfaldari en hún sýnist.
120 g kókosmjöl (eða 60 g og ein dós kók-
osmjólk)
8-12 heil þurrkuð chili
u.þ.b. þumlungsbútur af engifer
6 vænir hvítlauksgeirar
3 tsk paprikuduft
3 tsk kóríanderduft
4 piparkorn
2 lárviðarlauf
10 cm kanilstöng
6 negulnaglar
1 tsk kumminfræ
1 tsk birkifræ
½ tsk fennelfræ
3 msk olía (ekki ólífuolía)
2 stórir laukar, saxaðir
500-1000 g lambakjöt, skorið í gúllasbita
3 saxaðir tómatar eða 1 tómatdós (saxaðir)
Ef kókosmjólk úr dós er ekki notuð er best
að byrja á að búa hana til. Það er miklu betra
bragð af heimatilbúinni kókosmjólk og það
er sæmilega fljótlegt. Helmingurinn af kók-
osmjölinu er settur í matvinnsluvél eða
blandara ásamt 400 ml af heitu vatni og
blandað saman í hálfa mínútu. Síað mjög vel
og vökvinn geymdur. Chili er sett í skál með
örlitlu heitu vatni til að mýkja það. Afgang-
urinn af kókosmjölinu (eða allt ef dósamjólk
er notuð) er ristaður á heitri, þurri pönnu þar
til hann hefur tekið örlítinn lit. Best er að hafa
pönnuna ekki of heita til að brenna kókosinn
ekki. Ristaði kókosinn, chili, hvítlaukur,
engifer og allt kryddið sett í matvinnsluvél,
blandara eða töfrasprota og saxað í fínt mauk.
Galdurinn er að hafa maukið nógu fínt, og
líklega þarf að bæta örlitlu vatni saman við til
að það sé ekki of þykkt.
Olían er hituð á pönnu og laukurinn brún-
aður. Þá er maukinu bætt við og látið krauma
við lágan hita í 10-15 mínútur. Hrærið í öðru
hvoru og bætið vatni við ef uppgufun er mikil.
Kjötinu er bætt út í, hitinn hækkaður og
steikt saman í fimm mínútur, hrærið vel í á
meðan. Tómatarnir eru settir saman við og
þetta látið malla í aðrar fimm mínútur. Saltað
eftir smekk.
Ef kjötið er seigt að einhverju marki er vatni
hellt út í og það látið krauma undir loki við
lágan hita. Þegar kjötið er orðið nógu meyrt er
kókosmjólkin hrærð saman við og kjötið aftur
látið krauma í nokkrar mínútur. Þá er þetta
tilbúið og borið fram með hrísgrjónum og/eða
brauði, s.s. chapati, roti eða naan.
Madras-lambakarrí