SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Síða 44
44 9. maí 2010
Hljómsveitin Deftones tók forskot á sæluna
í vikunni þegar hún frumflutti nýjustu plöt-
una sína Diamond Eyes á heimasíðu sinni,
en platan fer í almenna sölu þriðja maí.
Deftones endurtekur því leikinn frá því fyr-
ir tíu árum, þar sem hún frumflutti sína vin-
sælustu plötu White Pony á netinu. Þær
upptökur eru nú orðnar fáanlegar í gegnum
vefsíðu sveitarinnar. Auk Diamond Eyes-
tónleikanna er þar að finna viðtöl við með-
limi sveitarinnar þar sem þeir svara spurn-
ingum aðdáenda og upplýsa hvaða lög á
plötunni séu í mestu uppáhaldi hjá þeim.
Deftones frumflytur
nýja plötu á netinu
Félagarnir frá Sacramento í Deftones end-
urtaka leikinn með Diamond Eyes.
John Frusciante er hættur að gera tónlist
sem hann og aðrir græða á.
Í desember síðastliðnum tilkynnti gítarleik-
arinn John Frusciante að hann væri ekki
lengur meðlimur Red Hot Chili Peppers og
að nokkuð væri síðan hann hefði hitt aðra
meðlimi sveitarinnar. Síðan þá hefur ekki
heyrst mikið úr herbúðum gítarleikarans
snjalla, þangað til nú.
Frusciante hefur fengið til liðs við sig Om-
ar Rodriguez, gítarleikara úr Mars Volta, og
hafa þeir félagar nú sent frá sér sjö laga
plötu. Plötuna er hægt að nálgast frítt á net-
inu, en fólk er hvatt til að gefa þess í stað til
góðgerðamála. Segir Frusciante að hann sé
hættur að búa til tónlist fyrir sjálfan sig eða
aðra til að græða á.
Frusciante og Ro-
driguez með plötu
Best er að ég viðurkenni það
strax að áður en ég fékk plötuna
Octopus með Gentle Giant frá
1972 í hendurnar fyrir nokkrum
dögum, var ég ekkert alltof vel
að mér í fræðum sveitarinnar;
hvað þá tónlistinni. En ef ég
ætti að dæma hana út frá plötu-
umslaginu einu og sér þá fær hún fullt
hús og sennilega meira ef það er hægt.
Heldur ófrýnilegur kolkrabbi situr fastur
í einskonar tilraunakrukku og reynir allt
til að komast úr prísundinni. Þau verða
bara ekki mikið flottari umslögin en
þetta.
Octopus er fjórða plata bresku progg-
sveitarinnar sem stofnuð var 1970 af
þeim bræðrum Derek og Ray Shulman í
slagtogi við Gary Green, Kerry
Minnear og trommarann Mart-
in Smith. Á þessum árum voru
það risahljómsveitir á borð við
Emerson Lake & Palmer, Ge-
nesis, Jethro Tull og Yes sem
báru höfuð og herðar yfir aðrar
proggsveitir áttunda áratug-
arins. Og var það oft hlutskipti þeirra fé-
laga í Gentle Giant að starfa í skugga
þessara risa. Sveitin fékk oft meiri athygli
fyrir frumleg plötuumslög en tónlistina
sem umslögin innhéldu. Á Octupus náðu
þeir félagar að blanda þessu tvennu listi-
lega vel saman. Umslagið öskrar á fólk og
dregur það til sín, nákvæmlega það sem
öll bestu umslögin eru hönnuð til þess að
gera. Stemning umslagsins heldur svo
áfram þegar platan er komin í spilun.
Lögin eru mörg hver alveg hreint frábær
dæmi um þá oft furðulegu en stór-
skemmtilegu tilraunastarfsemi sem
proggtónlistin hefur fært okkur. Smá
óreiða hér og þar, sérstaklega þegar þeir
félagar taka upp á því að spila á fleiri en
þrjú hljóðfæri hver í nokkrum laganna.
En þegar hlustað er vel á lykil-
útsetningarnar smellur þetta allt saman.
Niðurstaðan er plata sem hefur svo
sannarlega elst vel, sem kannski ekki
allir bjuggust við á sínum tíma. Eftir
nokkra hlustanir á Octopus get ég fullyrt
að þetta er plata sem á eftir að lifa góðu
lífi hjá tónlistarunnendum framtíð-
arinnar.
Matthías Árni Ingimarsson
Poppklassík Octopus - Gentle Giant
Fá fullt hús fyrir umslagið og tónlistina
J
ohn Grant var áður í hljómsveitinni Czars
sem sendi frá sér fjórar fínar breiðskífur sem
nutu takmarkaðrar hylli. Sveitin sú varð til
er Grant sneri aftur til heimaborgar sinnar,
Denver, frá Þýskalandi þar sem hann hafði búið
um hrið. Hann fékk til liðs við sig Chris Pearson á
bassa, Jeff Linsenmaier á trommur og Andy Mon-
ley á gítar, en Granty sá sjálfur um söng og laga-
smíðar.
Fyrsta platan kom út hjá nýstofnuðu fyrirtæki,
Bella Union, sem orðið er ein helsta útgáfa á for-
vitnilegu nýju rokki. Skífan, Before ... But Longer,
kom út 2000 og fékk fína dóma, og það að verð-
leikum, en seldist lítið og ekki gekk betur að selja
næstu plötu, The Ugly People Vs. the Beautiful
People, sem kom árið síðar. Síðasta hljóðversskífa
hljómsveitarinnar hét því viðeigandi nafni Good-
bye, þó hún hafi líklega ekki verið hugsuð sem
hinsta kveðja.
Goodbye kom út 2004 og skömmu síðar hætti
sveitin. Hún gaf þó út eina plötu til sem er hreint
afbragð, Sorry I Made You Cry, en á henni gefur að
heyra lög eftir aðra sem Czars hafði tekið upp á
sinni stuttu ævi og notað sem uppfyllingu á stutt-
skífur; lög eins og Black is the Colour, My Funny
Valentine, I Fall to Pieces og Cocteau Twins-
slagarann Song to the Siren, sem verður að teljast
viðeigandi í ljósi þess hver stofnaði og á Bella
Union. Frábær plata þrungin depurð, enda af nóg-
um leiðindum að taka því Grant hefur átt erfiða
ævi og þurfti meðal annars að glíma við það að
vera hafnað af fjölskyldu sinni fyrir að vera sam-
kynhneigður.
Við svo búið fluttist Grant til New York í leit að
nýjum ævintýrum og réð sig í tónleikaspila-
mennsku með Flaming Lips og Midlake, sem er
einmitt Bella Union-sveit. Svo vel varð Grant Mid-
lake-mönnum til vina að þeir tóku að taka upp
saman, enda átti hann nóg af lögum í farteskinu.
Midlake-félaga buðu Grant í heimahljóðver sitt í
Denton í Texas og þar bjó hann á meðan Midlake
tók upp sína eigin skífu og plötuna hans eftir því
sem færi gafst. Midlake-skífan, The Courage of
Others, kom svo út í febrúar síðastliðnum en
Queen of Denmark um miðjan apríl.
John Grant er með óhemju heillandi rödd og þó
tónlist Czars hafi vissulega verið fjölsnærð og
skemmtileg lyfti röddin henni á æðra plan. Svo er
og á sólóskífunni góðu; lögin afbragð og útsetn-
ingar Midlaker-manna frábæra eins og þeirra var
von og vísa, en röddin samt í aðalhlutverki. Þegar
við bætast textar þar sem Grant sýnir okkur svarta
vonskubletti hjartans er platan komin á stall með
því besta sem heyrst hefur á árinu.
Hjartans svörtu
vonskublettir
Spurt er: Er ný sólóskífa John Grant, The Queen
of Denmark, besta Midlake-platan til þessa?
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
John Grant hefur átt erfiða daga, en í erfiðleikana sækir hann tregaskotna gleði.
Hér til hliðar er getið um hljómsveitina
Midlake, sem ættuð er frá Denton í Texas.
Fimm ungir djassgeggjarar stofnuðu
sveitina, en hún spilaði þó ekki djass
lengi heldur sneru þeir sér að framsæknu
þjóðlagakrydduðu rokki. Fyrsta platan
kom út 2004, Bamnan and Slivercork,
og svo meistaraverkið The Trials of Van
Occupanther 2006.
The Courage of Others, sem sveitin tók
upp samhliða því sem unnið var að plötu
Johns Grants, kom út 1. febrúar síðastlið-
inn og hefur fengið afbragðsdóma, þó
hún þyki heldur tormeltari en The Trials
of Van Occupanther.
Umslag The Courage of Others er
hylling kvikmyndar Tarkovskíjs.
Mögnuð Midlake
Tónlist
Sænska söngmærin Jenny Wilson fer nýjar
leiðir í tónlistarsköpun sinni þessa dagana.
Hún hefur nefnilega fengið til liðs við sig
samlanda sína í gospelkórinn Tensta Gospel
Choir og eru tuttugu meðlimir hans á tón-
leikaferðalagi með Wilson í Evrópu þessa
dagana.
Segir Wilson að með þessu sé hún að
reyna saman tvö tónlistarform: Það lág-
stemmda sem hún hefur sjálf unnið með
undanfarin ár og svo gospeltónlist.
Jenny Wilson fær tuttugu manna kór með
sér á tónleikaferðalag.
Gospeltónlist frá
Jenny Wilson