SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 48
48 9. maí 2010
F
lestir geta víst tekið undir það að
fátt skiptir meira máli fyrir líðan
okkar í táradalnum en ástin.
Þegar vel tekst til getur hún til
muna fækkað tárunum í þeim dimma dal.
Það er líka alkunna að fólk á öllum tím-
um hefur viljað á viðkvæmum stundum
tjá ástmeynni eða elskhuganum þessa
ljúfu tilfinningu með orðum. Það er ein-
mitt þá sem vandinn tekur að vaxa. Orð-
in, sem lengstum hafa þótt brúklegust á
þessum augnablikum, hafa nefnilega fallið
í gildi – misst slagkraft sinn ef svo má að
orði komast.
Um langt skeið hefur fólk notað sögnina
að elska um þessa kennd og ekki annað að
sjá en hún hafi nýst elskendum vel: Ég
elska þig. Nú hefur það hins vegar gerst að
þessi sögn, sem forðum daga beindist ein-
göngu að mannfólkinu, tekur til miklu al-
mennara sviðs. Menn geta sem sé elskað
hvað sem er, kýr og kindur og jafnvel
kókosbollur (það er náttúrlega miklu
öruggara að elska kókosbollur en fólk
enda varla dæmi um að þær ástir bregð-
ist). Það liggur í augum uppi að þessi nýja
notkun sagnarinnar leiðir til þess að ást-
arjátningin Ég elska þig verður minna
virði en í gamla daga. Gæti eiginlega
merkt: Þú ert mér jafnmikils virði og kók-
osbolla.
Þessi vandi hlýtur fyrr eða síðar að
valda því að fólk leitar annarra leiða. Gall-
inn er þó sá að íslenskt mál er fremur fá-
tækt er kemur að þessu sviði mannlífsins.
Það er líka áberandi að á öðrum orðum
um fyrirbærið hvílir slíkur blær forneskju
að vart verður við unað í ástum nútíma-
fólks. Hætt er við að margir skilji þau ekki
eða misskilji, fyrtist við og hverfi af vett-
vangi.
Við getum hugsað okkur aðstæður sem
þessar í leikverki:
Karl og kona eru tvö á sviðinu og láta
vel hvort að öðru. Manninn fýsir að tjá ást
sína.
Maður (herðir tökin og segir lágt): Ég
ann þér.
Kona (færir sig frá manninum, losar
tökin, undrandi): Ha?
Maður (vandræðalegur): Ég ann þér
sko, þú veist.
Konan (sár): Er eitthvað að þér? (Konan
snýr sér á hina hliðina. Maðurinn teygir
sig í bók).
Sami vandi blasir raunar við er kemur
að andhverfunni – sögninni að hata. Nú er
það ein af margri gæfu minni í lífinu að ég
hata engan og veit ekki til þess að neinn
hati mig. Ef maður hatar einhvern hlýtur
sá hinn sami að hafa gert eitthvað veru-
lega mikið á hlut manns. En það var í
gamla daga. Fyrir sögninni að hata fór
nefnilega alveg eins og fyrir sögninni að
elska; hún missti mátt sinn og megin. Fólk
hatar sem sé hvað sem er. Síðasta dæmið,
sem ég heyrði um þetta nýja hatur, var við
matborð þar sem frábær skata var borin
fram. Ung stúlka horfði með skelfingu á
veislukostinn og lýsti andúð sinni á þess-
um geðþekka fiski þannig, ærið ófrýn á
svip:
Ég hata skötu.
Öllum er ljóst að skata getur aldrei gert
á hlut nokkurs manns. Því hefði ekki ver-
ið nokkur leið fyrir nokkrum árum að
hata skötu. Umrædda unga stúlkan átti
náttúrlega við: Mér þykir skata vond eða
Mér býður við skötu.
Svona þróast nú tungumálið okkar og
fátt við því að gera; orðin missa vægi sitt,
verða máttlítil eða -laus – en önnur koma
í staðinn, fyrr eða síðar.
Þetta vandamál með sagnirnar að elska
og hata er innflutt. Enskumælandi fólk
elskar og hatar hvað sem er, ekki einungis
aðra menn. Okkur, sem ólumst upp við
annað, finnst þetta e.t.v. ekki gott en
fáum ekki að gert, hvort sem við erum
foreldrar eða kennarar. Það eina, sem við
getum gert, er að halda áfram að elska
annað fólk (og reyna að hata engan).
Máttlitlar ástir -
og andúð
’
Menn geta sem sé
elskað hvað sem er,
kýr og kindur og
jafnvel kókosbollur (það er
náttúrlega miklu öruggara
að elska kókosbollur en fólk
enda varla dæmi um að þær
ástir bregðist).
Þessir félagar hafa greinilega dálæti á kæstri skötu, en líklega ofsagt að þeir elski hana.
Morgunblaðið/Ómar
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
S
aga hjónanna Amadou og Mariam
er sveipuð miklum ævintýra-
ljóma. Bæði eru þau blind en þau
felldu saman hugi er þau voru
saman á stofnun fyrir ungt blint fólk í Malí.
Tónlistarlegan áhuga áttu þau líka sameig-
inlegan en fyrstu verk þeirra komu út eftir
1980.
Það var síðan platan Sou Ni Tile (1998)
sem kom þeim á kortið, en fyrst um sinn
voru þau eingöngu þekkt í heimstón-
listarkreðsunni. Hægt og sígandi fóru fleiri
að sperra upp eyru og árið 2005 tók hinn
kunni Manu Chao upp með þeim plötuna
Dimanche a Bamako. Með henni sló parið í
gegn og er platan ein af mest seldu afrísku
plötum allra tíma. Platan Welcome to Mali
(2008) hnykkti svo en frekar á vinsæld-
unum en þar leggur Damon Albarn, sem er
sérlegur áhugamaður um malíska tónlist-
arhefð, gjörva hönd á plóg.
Parið býr nú í París á milli þess sem
þau halda tónleika um heim allan. Vegferð
þeirra er mikil, m.a. spiluðu þau fyrir Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseta við afhend-
ingu Nóbelsverðlaunanna í Ósló, þau
munu koma fram á opnunahátíð heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu sem
haldin verður í Suður-Afríku í sumar og
Matt Groening, guðfaðir Simpsons, hefur
valið þau til að spila á hinni víðfrægu tón-
listarhátíð All Tomorrows Parties, en þar
tíðkast að einhver frægur einstaklingur eða
hljómsveitir sjái um að velja listamenn inn
á dagskrána.
Tónleikar Amadou & Mariam hér-
lendis verða lokahnykkur tónleikaferða-
lags þeirra um Evrópu, en á tónleik-
unum, sem fara fram í Laugardalshöll,
verður fjölskrúðug hljómsveit þeim til
fulltingis.
Órofa bönd
Blaðakona sló á þráðinn til Amadou og sat
hann þá í friði og spekt á kaffihúsi í París.
Réttast var auðvitað að byrja spjallið á
byrjuninni, sem sagt hvað hefði eiginlega
gerst þarna í upphafi er þau fundu hvort
annað á stofnuninni.
„Við vorum reyndar bæði orðin tón-
listarmenn þegar við hittumst en Mariam
var farin að koma fram og syngja,“ segir
hann með þykkum, afrískum hreim.
Franskan er þó á sama tíma hlý og inni-
leg. Amadou heldur áfram og lýsir því
hvernig tónlistin hafi tengt þau órofa
böndum, og á endanum giftu þau sig. En
hvernig gengur svo að tvinna þetta sam-
an; þ.e. tónlistina og ástina?
„Það gengur bara mjög vel,“ segir
hann hlýrri röddu. „Þegar maður elskar
sömu hlutina horfir maður í sömu átt.“
Hvaðan kemur tónlistin ykkar? Með
hvaða stefnur og strauma eruð þið helst
að vinna?
„Tónlistin kemur auðvitað fyrst og
fremst frá Malí. Þessi malíski blús eins og
Vesturlandabúar þekkja hann. En við
blöndum hinu og þessu við, við hlustum
líka á rokk eins og Pink Floyd, Led Zep-
pelin, Jimi Hendrix og James Brown. En
svo höfum við hlustað mjög mikið á
franska tónlist; sérstaklega Mariam sem
er mjög innblásin af slíkri tónlist.“
Við horfum
í sömu átt
Malísku hjónin Amadou og Mariam hafa hlotið
heimsathygli fyrir tónlist sína undanfarin ár.
Þau leika á opnunartónleikum Listahátíðar í
Reykjavík næstkomandi miðvikudag.
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir moheidur@gmail.com
Lesbók
Mér er sama hvort frýs eða sólin skín,
tilveran verður samt verri án þín.
Hvort sem lognið er milt eða látlaus hríð,
er alltaf jafn notaleg návist þín blíð.
Hvort sem regnið er þétt eða rosafrost,
í örmum þér lifi ég langbestan kost.
Hvort sem úti er hlýtt eða alltof kalt,
með kossunum þínum er kátara allt.
Hvort sem hitinn er bál eða bannsett rok,
þá vil ég eiga með þér leiðarlok.
Hvort sem þokan er dimm eða þæfingssnjór,
sendi ég vorkveðju. Vertu sæl, Þór.
Ljóðið er endurbirt vegna mistaka við birtingu í liðinni viku.
Ljóð Þór Stefánsson
8. apríl
Til þín