SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 49
9. maí 2010 49
Undanfarin misseri hafa Google og bóka-
útgefendur eldað saman grátt silfur
vegna átaks Google í að koma öllum
heimsins bókum á stafrænt snið. Fyrir
stuttu náðist loks sátt í þeirri deilu, sem
reyndar á eftir að staðfesta, en varla var
blekið þornað þegar fréttist að Google
ætlaði að byrja bóksölu á netinu.
Amazon hefur forystu í sölu á bókum á
stafrænu sniði, en Apple hefur sótt hart
að því á undanförnum mánuðum og Bar-
nes & Noble sömuleiðis. Öll eru fyr-
irtækin hvert með sína gerð af lestrartæki
eða rafrænan lesara, Amazon með
Kindle, Barnes & Noble með Nook og
Apple með iPad. Google hyggst aftur á
móti bjóða upp á bækur sem hægt verður
að lesa í hvaða tóli og tölvu sem er og ætl-
ar ekki heldur að setja upp eina bókabúð
á netinu, heldur bjóða útgefendum að
selja á eigin vefsetrum og hvaða bókabúð
sem er að setja upp stafræna sjoppu.
Google kallar þjónustuna Google Edi-
tions og byggir hana á bókaleitinni sem
fyrirtækið hefur byggt upp á undan-
förnum árum, en í henni er unnt að leita í
texta bóka sem fyrirtækið hefur skannað
inn en ekki bara í heiti eða lýsingu. Þegar
einstaklingur síðan finnur bók sem hann
vill kaupa sér Google um að afgreiða bók-
ina úr gagnagrunni sínum, en útgefand-
inn og Google skipta með sér afrakstr-
inum, útgefendur fá 63% af söluverði (og
greiða höfundi sinn hluta), Google 37%.
Ekki er ljóst hvor Google hyggst skipta
sér af verðlagningu bókanna líkt og Ama-
zon hefur gert, en Amazon hefur þvingað
útgefendur til að selja bækurnar á lægra
verði en prentútgáfur þeirra.
Bækurnar verður hægt að lesa í vafra
yfir netið, en ekki er ljóst hvort búnar
verða til sérstakar útgáfur fyrir Kindle,
Nook eða iPad og ekki heldur hvort og þá
hvaða höfundarréttarvörn verður notuð.
Samkvæmt upplýsingum frá Google
verða 500.000 titlar til sölu í fyrstu úgáfu
Google Editions, en bækur sem eru utan
höfundarréttar verða stór hluti af því,
þ.e. bækur þar sem höfundarréttur á ekki
við.
Bókabúðin Google
Sameiningartákn
Hversu mikilvægt er það fyrir ykkur að
spila utan heimalands ykkar?
„Fyrir okkur er tónlistin alþjóðleg,“ seg-
ir Amadou og trúir því auðheyranlega – og
einlæglega – að tónlistin virði engin landa-
mæri.
„Við getum spilað okkar malísku tónlist
alls staðar, því að ef fólk elskar heiminn þá
finnur það sig í tónlist okkar. Ef fólsk elskar
Evrópu þá finnur það sig í okkar tónlist.
Þeir sem elska popptónlist finna sig í tónlist
okkar. Og svo framvegi s…“
Nú eruð þið þekkt á heimsvísu, áttuð
þið von á þessari miklu velgengni?
„Nei. Alls ekki. Þegar við vorum að spila
í Malí þótti okkur frábært að við vorum
orðin þekkt í Vestur-Afríku. Svo urðum
við þekkt í Frakklandi og það var fínt. En
að við yrðum þekkt á heimsvísu gátum við
ekki gert okkur í hugarlund.“
Manu Chao á ekki lítinn þátt í því að
koma ykkur á framfæri. Hvernig var að
vinna með honum?
„Samstarf okkar við Manu Chao var
mjög gott og hann opnaði á vissan hátt fjöl-
margt fyrir okkur. Það var mjög einfalt að
vinna með honum, hann var lítið fyrir að
flækja hlutina og gekk beint til verks. Hann
hjálpaði okkur mikið og við erum mjög
hrifin af tónlist hans, hann er óhræddur við
að blanda saman ólíkum þáttum í tónlist
sinni, en við leggjum okkur eftir svipuðum
hlutum. Okkur finnst gott að vinna með
fólki sem horfir í sömu átt en fyrst og
fremst þurfa kannski þessir tónlistarmenn
að vera hrifnir af okkar tónlist svo við get-
um unnið saman. Yfirleitt þegar um gagn-
kvæma hrifningu á tónlist er að ræða þýðir
það að við náum saman í henni; þar er tón-
listin er sameiningartákn.“
Hugrekki
Getur þú sagt mér eitthvað um hvernig
tónlistarsenan í Malí er í dag?
„Hún er auðvitað mjög fjölbreytt. Það er
mikið af þjóðlagatónlist, í upphafi sungum
við t.d. aðeins á bambara en við fórum að
bæta fleiru við er fram liðu stundir, bættum
við tónlist á malinke og fleiri málum en
tungumálin heima í Malí eru fjölmörg og
menningin sem þeim fylgir fjölbreytt. Í dag
eru margir í Malí að vinna með ólíka
strauma í malískri tónlist og blanda þeim
saman. Það er margt hæfileikaríkt ungt
fólk sem er að koma fram, margir staðir þar
sem hægt er að koma fram. Hins vegar er
geisladiska- og kassettumarkaðurinn
næstum enginn. En þó þetta sé erfitt finn
ég fyrir miklu hugrekki hjá ungu fólki;
fólk langar til að spila og það fer oft æði
langt til að sjá þá drauma sína rætast.“
-En þið hljótið að vera mikil fyrirmynd
í malísku tónlistarsenunni. Fólk heima
lítur upp til ykkar eða hvað?
„Já, okkur hefur tekist að láta malíska
tónlist heyrast utan landamæranna en þar
fyrir utan þá er ég formaður félags mal-
ískra tónlistarmanna og svo er ég líka for-
maður félags malískra listamanna. Þannig
að ég fylgist mjög vel með þróun lista og
tónlistar í heimalandi mínu.“
Svona að lokum, hvernig líst ykkur á
að ferðast norður í kuldann?
„Mariam er ekkert sérlega vel við kuld-
ann en mér líður vel í honum. Við höfum
farið nokkrum sinnum til Noregs, Sví-
þjóðar og til Írlands. En þetta er auðvitað í
fyrsta sinn sem við komum til Íslands og
við hlökkum til.“
Blaðakonan fullvissar Amadou um að
hér sé komið vor, þó auðvitað sé formlega
komið íslenskt sumar.
„Það verður léttir fyrir Mariam,“ segir
hann þá og hlær við. „Ég er sannfærður
um að Íslendingar eigi eftir að finna sig í
tónlist okkar og efast ekki um að kvöld-
stundinni verði breytt í fallega, innilega
hátíð.“
’
Þegar við vorum að
spila í Malí þótti okk-
ur frábært að við
vorum orðin þekkt í Vest-
ur-Afríku. Svo urðum við
þekkt í Frakklandi og það
var fínt. En að við yrðum
þekkt á heimsvísu gátum
við ekki gert okkur í hug-
arlund
Malíska söngparið Amadou Bagayoko og Mariam Doumbia lofa fallegri og innilegri kvöldstund á miðvikudag.