SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Page 53

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Page 53
9. maí 2010 53 Margir muna eflaust eftir hetjunni Mo- desty Blaise sem barðist við óþokka í Dag- blaðinu og Vísi á níunda áratugnum, en höfundur hennar, Peter O’Donnell, lést í vikunni. O’Donnell skapaði Modesty Blaise og skrifaði teiknimyndasögur og bækur um hana í um fjóra áratugi, en Mo- desty lagði byssuna á hilluna 2001 þegar O’Donnell komst á níræðisaldur. Modesty Blaise birtist fyrst á prenti í bresku dagblaði 1963 með Willie Garvin, sem var hægri hönd hennar, og náði svo mikilli hylli að hún gekk samfellt í fjóra áratugi og gat af sér þrettán skáldsögur og smásagnasöfn, sjónvarpsþætti og kvik- myndir. Teiknari framan af var Jim Hol- daway, en hann fékk hjartaáfall í miðjum klíðum, sat við að teikna þegar hann hné niður örendur. Það var mjög umdeilt meðal aðdáenda Modesty að í Cobra Trap, síðustu bókinni sem O’Donnell skrifaði, farast þau bæði, Modesty og Willie. Peter O’Donnell allur Sögulok Modesty Blaise Eymundsson 1. Nine Dragons eftir Michael Connelly 2. 8th Confession eftir James Patterson 3. Ford County eftir John Grisham 4. Pirate Latitudes eftir Michael Crichton 5. Italian Shoes eftir Henning Mankell 6. Purge eftir Sofi Oksanen 7. Blindman’s Bluff eftir Faye Kellerman 8. Fear The Worst eftir Linwood Barclay 9. The Legend of Sigurd and Gudrún eftir J.R.R. Tolkien 10. About Face eftir Donna Leon New York Times 1. Deliver Us From Evil eftir David Baldacci 2. The Help eftir Kathryn Stockett 3. The Double Comfort Safari Club eftir Alexander McCall Smith 4. This Body of Death eftir Elizabeth George 5. Lucid Intervals eftir Stuart Woods 6. The Shadow of Your Smile eftir Mary Higgins Clark 7. Burning Lamp eftir Amanda Quick 8. Every Last One eftir Anna Quindlen 9. Eight Days to Live eftir Iris Johansen 10. Changes eftir Jim Butcher Waterstone’s 1. The Short Second Life of Bree Tan- ner eftir Stephenie Meyer, Stephenie Meyer 2. Burned - House of Night #7 eftir P.C. Cast & Kristin Cast 3. Tempted - House of Night #6 eftir Kristin Cast & P.C. Cast 4. The Return: Shadow Souls - Vampire Diaries #6 eftir L.J. Smith 5. Kiss of Death - Morganville Vampires #8 eftir Rachel Caine 6. Dead in the Family: A True Blood Novel eftir Charlaine Harris 7. How Not to Grow Up: A Coming of Age Memoir. Sort of. eftir Richard Herring 8. Lover Mine - Black Dagger Brotherhood Series #8 eftir J.R. Ward 9. The Lost Symbol eftir Dan Brown 10. House Rules eftir Jodi Picoult Bóksölulisti Í mér skelfur tilgangsleysið,“ segir gamli maðurinn í nýrri skáldsögu Guðbergs Bergssonar, þegar læknir ráðleggur honum að fá sér hund því röddin í gamalmennum fari að titra ef þau hafa engan til að tala við. Gamli maðurinn segist aldrei sofa en hann vakir ekki heldur og sér sjálfan sig liggja í rúminu milli svefns og vöku. Þar kynnist lesandinn honum, hugsunum, brotum úr lífi hans og hans nánustu, og lífi gamals manns sem sér ekkert nema tilgangsleysið. „Það sem sótti á hann var ekki þunglyndi heldur bölvun sem fylgir ellinni, ekki söknuður, ekki eftirsjá, bara dapurleiki í sinni hreinustu mynd.“ Skáldsagan Missir er sögð „stuttsaga“ og höfundur hefur afar styrk tök á formi og innihaldi í knappri framsetningunni. Suðið í hraðsuðukatli gamla mannsins, þar sem suðan virðist ýmist aldrei ætla að koma upp eða vera alveg að koma upp, er leiðarstef í verkinu, einskonar taktur lífsins eða hjartans sem enn höktir. Meðan ketillinn suðar birtast lesanda hugsanir og frásögn, rétt eins og gufa sem puðrast úr katlinum sem mað- urinn heyrir í þar sem hann mókir. Athyglisvert er að bera lýsingar á gömlu fólki í eldri bókum Guðbergs, eins og Önnu og Tómasi Jónssyni - metsölubók, saman við myndina af gamla manninum í Missi. Umfjöllunar- efnið er í grunninn náskylt, gamli mað- urinn hér, gamla konan í Önnu og Tóm- as sjálfur. Í eldri bókunum er sjónarhornið iðulega afar gróteskt og frásögnin er toguð og teygð af óhaminni frásagnargleði. Vissulega má sjá grótesk- ar lýsingar í Missi, eins og þegar fitan tekur mesta höggið af sjúkri eiginkonu sögumanns þegar hún fellur í gólfið. Þá eru hinar sérstöku og nákvæmu lýsingar á smáatriðum og viðbrögðum fólks, sem má sjá um allt höfundarverk Guðbergs, hér til staðar: þegar maðurinn vaknaði einn morgun með konuna látna í rúm- inu við hliðina á sér hafði hann „snert annað brjóstið á henni og klipið í geir- vörtuna“. Nálgunin er hinsvegar öll hóf- stilltari hér en í eldri verkunum, stíllinn meitlaðri, og skilningurinn á persónum og því sem þær glíma við allt annar; hér má finna ákveðna samkennd og skilning á örlögum gamalmennis. Vitaskuld hefur stíllegur og frásagnarlegur þroski höf- undar mikið að segja; Guðbergur hefur hér meistaraleg tök á efninu og frásögn- inni allri. Missir er tvímælalaust eitt af hans áhrifameiri verkum, knappt og meitlað og vekur lesendann til umhugs- unar. Umfjöllunarefnið í verkinu er í senn viðkvæmt og mikilvægt. Einsemd, lífs- gæði og aðbúnaður aldraðra. Í sögunni birtist oft harla kaldranaleg sýn á þenn- an veruleika: „Ellin er versti og magn- aðasti saur lífsins. Ellin nær til allra sem lifa lengi. Langlífi er æskilegt en ekki ellin.“ Dapurleiki í sinni hreinustu mynd Bækur Missir bbbbm Skáldsaga eftir Guðberg Bergsson. 128 bls. JPV útgáfa 2010. Einar Falur Ingólfsson Í Missi fjallar Guðbergur Bergsson um ellina og það sem henni fylgir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ég var að byrja á Pride and Prejudice and Zombies eftir Jane Austen, með viðbótum eftir Seth Grahame-Smith. Bókin er ná- kvæmlega eins og titillinn segir. Eliza- beth Bennet og systur hennar berjast við uppvakninga og ástarsorg. Það er spurn- ing hvort brandarinn endist í 300 síður, en hingað til er mér verulega skemmt. Það er bara eitthvað við uppvakninga sem ávallt heillar. Sérstaklega á þessum væmnu vampírutímum. Annars les ég fátt annað en myndasög- ur. Um daginn hakkaði ég í mig The Los- ers eftir Andy Diggle. Það er svolítið eins og að lesa hasarmynd, enda er búið að framleiða eina slíka eftir bókinni. Hér segir frá útlægri sérsveit, þjálfaðri í her- kænsku, sem ákveður að hefna sín á fyrr- verandi vinnuveitendum sínum, þ.e.a.s. leyniþjónustu BNA. Persónurnar eru afar hnyttnar og gaman verður að sjá hvaða one-linerar enda í myndinni. Vonandi þessi: „I’m the black McGyver. Black- yver!“ Annað sem á hug minn allan þessa dag- ana er hið epíska Dark Reign-ævintýri sem er í fullum gangi í Marvel-ofur- hetjuheiminum, sem er svo margþættur og flókinn að til eiga við hann má maður helst ekki lifa einhvers konar lífi. Hver hetja er með sína eigin bók, og maður þarf helst að lesa allavega þrjár í einu til að ná almennilegri heildarmynd yfir þetta. Í Dark Reign berst langveikur Iron Man ásamt nýupprisum Kapteini Ameríku (hann var ráðinn af dögum fyrir um þremur árum) gegn spilltum yfirvöldum. Inn í þetta blandast almáttuga ofurhetjan Sentry sem einnig er haldinn ofurmann- legum geðklofa. Vonandi að hann drepist í lokin, enda takmarkast þessar allra máttugustu ofurfígúrur fljótt sem per- sónur. Ég bíð með öndina í hálsinum eftir lokaheftinu. Ég sá í nýlegri ferð minni í Nexus, bestu myndasögubúð Norðurlanda, að indí- myndasögumeistararnir Peter Bagge (Hate) og Daniel Clowes (Ghost World) voru báðir að senda frá sér nýjar bækur. Ég verð að lesa þær sem fyrst, enda má ég ekki bara lesa spandex. Other Lives eftir Bagge er mannlegt grín-drama um net- nörda. Óskandi er að sagan virki sem for- vörn á mig, því ég eyði sjálfur óæskileg- um tíma á netinu. Wilson eftir Clowes segir frá miðaldra einfara sem talar við hundinn sinn. Ætli það verði ekki ágæt forvörn líka. Þó ég myndi nú frekar fá mér kött. Lesarinn Hugleikur Dagssson rithöfundur Uppvakningar heilla Hroki og hleypidómar og uppvakningar = un- aðsstund.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.