SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Qupperneq 55
9. maí 2010 55
B
láa minnisbókin er
ekki fyrir þá sem eru
með lítið hjarta. Í
henni segir frá ind-
versku stúlkunni Batuk sem
fæðist inn í fátæka fjölskyldu á
landsbyggðinni á Indlandi. Hún
er hluti af stórum barnahópi og
verður fyrir valinu þegar faðir
hennar þarf að greiða skuld sem
hann safnaði upp með ólifnaði.
Hún er aðeins lítil stúlka þegar
faðir hennar fer með hana til
Mumbai og selur í kynlífs-
þrælkun.
Sagan á sér stað þegar Batuk er
orðin fimmtán ára og þekkir
varla annað líf en vændislífið í
fátækrahverfi Mumbai. Þar er
hún lokuð inni í klefa í vænd-
ishúsi ásamt öðrum börnum,
m.a. Puneet sem er ungur strák-
ur og vinsælasta afurðin í vænd-
ishúsinu sem er stýrt af hinni
þrýstnu Mamiki sem gerir vel við
börnin ef þau afla vel.
Batuk kemst yfir skrifblokk og
skriffæri og fer að skrá sögu sína
og silfureyga hlébarðans, en hún
er læs og skrifandi eftir dvöl á
berklahæli í barnæsku.
Saga Batuk er hræðileg en þar
sem þetta er orðið hennar hvers-
dagslíf lýsir hún óhugnaðinum af
fordómalausu sakleysi. Hún er
saklaust barn sem hefur samt
glatað sakleysi sínu á svo hræði-
legan hátt að maður getur ekki
annað en hatað fullorðið fólk
fyrir grimmd sína gagnvart sér
vanmáttugum þegar maður les
sögu hennar. Það er von í skrif-
um Batuk en hún er fyrir löngu
búin að láta bugast, sætta sig við
hlutskipti sitt þótt hún horfi til
fortíðarinnar þegar hún var frjáls
í sveitinni hjá fjölskyldu sinni og
til framtíðar þar sem hana
dreymir um að vera prinsessa í
skrautlegri höll.
Batuk gengur í gegnum nokk-
ur stig vændis í sögunni; mey-
dómur hennar er boðinn upp í
karlahópi í byrjun, þá er hún
send á hálfgert munaðarleys-
ingjahæli þar sem hún er „skól-
uð“ til af glæpalýð og svo fer hún
í hreiðrið til Mamiki, undir lok
sögunnar er hún seld til ríkra
manna á lúxushóteli þar sem svo
virðist sem prinsessudraumar
hennar rætist en taumlaust of-
beldi ofdekraðra ríkisbubba
verður til þess að hún endar á
sjúkrahúsi þar sem hún virðist
loksins ætla að fá „frelsi“.
Höfundur bókarinnar, James
A. Levine, er læknir sem kynnt-
ist hlutskipti indverskra götu-
barna þegar hann var við störf í
Mumbai. Ég velti fyrir mér við
lesturinn af hverju Levine hefði
skrifað þessa ógnvekjandi sögu,
ógeðslegu sögu sem er samt svo
uppfull af von og sakleysi. Hann
er líklega að reyna að láta mann-
skepnuna horfast í augu við
sjálfa sig, kannski með von um
að geta breytt einhverju í heim-
inum, bætt hann, jafnvel komið í
veg fyrir barnavændi. Ég veit
ekki hvað Levine ætlar sér með
sögunni en eitt er víst að hún er
vel skrifuð og hreyfir óþyrmilega
við lesandanum.
Óhugnanleg saga sakleysingja
Bókmenntir
Bláa minnisbókin
bbbmn
Eftir James A. Levine
Guðni Kolbeinsson þýddi.
JPV-útgáfa 2010.
Bláa minnisbókin
Ingveldur Geirsdóttir
Þetta er síðasta heila helgin áður en
við leggjum í hann til Noregs. Á
föstudagskvöldið höldum við fjöl-
skyldan upp á 12 ára afmæli dóttur
minnar. Við tökum vinkonur henn-
ar með út að borða og gerum svo
eitthvað skemmtilegt á eftir. Ég er
annars með nokkur verkefni sem ég
þarf að klára áður en til „Eurovisi-
onlands“ verður haldið en vonandi
næ ég smá afslöppun um helgina
með fjölskyldunni. Á laugardag
kemur út nýja platan hennar Heru
Bjarkar og það verður heilmikið
húllumhæ í Smáralindinni milli 14
og 16 í tengslum við það. Allur
Eurovisionhópurinn kemur fram og
þá þarf ég að sjá um að hljóðið sé
í lagi. Ætli ég og frúin hendum
okkur svo ekki fyrir framan
sjónvarpið á laugardagskvöldið
og horfum á einhverja bíó-
mynd. Á sunnudaginn ætlum
við sem förum út til Noregs
á Eurovision að hittast með
börnum okkar og maka og
grilla og hafa það gott sam-
an. Á sunnudagskvöld fer ég
svo í fótbolta. Við erum góður
hópur og höfum hist á þessum
sama tíma í 10 ár og spilað.
Horfi svo á 60 mínútur og
Silfur Egils áður en ég fer að
sofa.
Helgin mín Örlygur Smári tónlistarmaður
Heilmikið húllumhæ -
Eurovisonannir,
grillveisla og fótbolti
Hefð er fyrir því í Kanada að
fluttur er fyrirlestur, kenndur
við Vincent Massey, forðum
landstjóra Kanada, og þykir
upphefð að vera valinn til þess
arna. Alla jafna eru fyrirlesarar
kanadískir fræði- eða lista-
menn, þó stöku stjörnur ann-
arrra þjóða hafi fengið að fljóta
með frá því fyrirlestrunum var
komið á fyrir tæpum fimm ára-
tugum.
Kanadíska rithöfundinum
Douglas Coupland var falið að
flytja fyrirlestur þessa árs, en í
stað þess að leggja fram hefð-
bundinn fyrirlestur skilaði hann
skáldsögu. Skáldsagan, sem
segir frá nítján ára stúlku sem
alist hefur upp á netinu, er um
50.000 orð. Það tekur eðlilega
tíma að lesa slíkt upphátt og
fyrir vikið verður fyrirlesturinn
fluttur í fimm hlutum og hver
hluti um klukkutími að lengd.
Coupland er annars þekktastur
fyrir bækurnar Generation X:
Tales for an Accelerated Culture,
Girlfriend in a Coma, Hey Nost-
radamus! og jPod.
Fyrirlestur eða skáldsaga?
Kanadíski rithöfundurinn Douglas
Coupland flytur 5 daga fyrirlestur.
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til
Menning og samfélag í 1200 ár.
Endurfundir
Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!
Opið alla daga 10-17.
Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is - s. 530 2200
Söfnin í landinu
13. mars - 9. maí 2010
Í barnastærðum
Sunnudag 9. maí kl. 15
- Samtal við nemendur LHÍ
og síðasti sýningardagur
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Næstu sýningar:
ÓNEFND KVIKMYNDASKOT, Cindy Sherman 15.5. - 5.9. 2010
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, 2010
ÁFANGAR, verk úr safneign 15.5. 2010 - 31.12. 2012
EDVARD MUNCH 15.5. - 5.9. 2010
SAFNBÚÐ
FERMINGAR- OG ÚTSKRIFTARTILBOÐ á listaverkabókum.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og
Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna.
Myndgerð: Páll Steingrímsson.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Völlurinn
Bátasafn Gríms Karlssonar:
100 bátalíkön
Bíósalur: Verk úr safneign
Listasafns Reykjanesbæjar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com