SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 35
26. september 2010 35 É g hef lifað sannkölluðu ævintýralífi,“ segir Lilla Rowcliffe við blaðamann. Það er ekki ofsagt. Þessi kona flíkar ekki óvenjulegri fortíð sinni en eftir að hafa eytt tíma með henni á bökkum Laxár í Aðaldal, hefur eitt og annað úr sögu hennar komið í ljós og hún fyllir nú upp í myndina. Faðir Lillu var hinn hollenski Henri Deterding, sem varð einn áhrifamesti maður olíuiðnaðarins á fyrri hluta tuttugustu aldar. Skömmu áður en hann lést árið 1939 kom út um hann bókin „The Most Powerful Man in the World - The Life of Sir Henri Deterding“, en hann hafði hlotið riddaratign fyrir að aðstoða Breta dyggilega á tím- um fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hann sá flota þeirra fyrir olíu og vann þá náið með Winston Churchill. Lillu og systur hennar, Olgu, eignaðist Sir Deterding með annarri eiginkonu sinni, hinni rússnesku Lydiu Koudoyarov, sem var kunn fyrir að stunda samkvæm- islíf heldra fólks í Evrópu af krafti. Fjölskyldan bjó við mikla auðlegð, á stórum landareignum í Bretlandi og í glæsihýsi í St. Moritz í Sviss. Dæturnar höfðu einka- kennara og lærðu heima, en ekki þótti þorandi að senda þær í skóla sökum mannránshótana. „Faðir minn var á sextugsaldri þegar við systir mín fæddumst,“ segir Lilla. „Faðir hans hafði verið skipstjóri á stóru hollensku kaupfari sem sigldi til Austurlanda. Skipið fórst og fjölskyldan tapaði öllu. En faðir minn hafði gengið í háskóla og var mjög góður í reikningi. Hann var sendur af hollenskum banka til Jövu, þar sem hann varð útibússtjóri, og þar farnaðist honum vel. Maður nokkur kom til hans og vantaði fé til að flytja olíu til Evrópu. Faðir minn lánaði honum, með veð í olíunni, og það gekk vel. Síðan fóru þeir saman út í rekstur og stofnuðu fyrirtækið Royal Dutch sem síðar sameinaðist Shell og varð eignarhaldsfélag þess. Þetta var félag búið til úr engu en það óx og óx, enda var faðir minn snill- ingur í reikningi og viðskiptum,“ segir Lilla. Eftir rússnesku byltinguna tók Sir Deterding að hatast mjög við bolsévikka og gyðinga – nákvæmlega hver ástæðan var fyrir því hatri segist Lilla aldrei hafa skilið. Þegar breskir ráðamenn vildu ekki vinna með Deterding að baráttunni við bolsévikka, tók hann að halla sér að þeim ráðamanni Evrópu sem deildi svipuðum skoð- unum, Adolf Hitler í Þýskalandi. Hálfbróðirinn bjargaði þeim frá Þýskalandi Þegar foreldrar Lillu skildu, þegar hún var 11 ára og Olga systir hennar 9 ára, kvæntist Sir Deterding þýskum rit- ara sínum, sem var náinn vinur Hitlers og fyrrverandi einkaritari hans. Sir Deterding keypti þá gríðarstóra landareign utan við Berlín og flutti þangað ásamt dætr- unum, þar sem hann varð, að talið er, virkur þátttakandi í undirbúningi Þriðja ríkisins við stríðsundirbúninginn. Þetta voru furðulegir tímar, að sögn Lillu. Í Þýskalandi gengu þær systur í fyrsta skipti í skóla, þar til faðir þeirra lést af hjartaáfalli, 72 ára gamall, þar sem hann var í setri sínu í St. Moritz. Útförin var gerð við nasistakveðju á óðali fjölskyldunnar. „Þarna voru allir þessir Þjóðverjar segjandi Sieg Heil, Heil Hitler, og skógarverðirnir höfðu þakið alla veggina loðfeldum þannig að allt hljóð var svo sérkennilega dempað. Það var algjör þögn þarna. Við Olga urðum að ganga á eftir kistunni með vondu stjúpmóður okkar og kasta mold á kistuna. Við vorum svo miður okkar og hræddar, og þarna voru allir þessir nasistar, alveg hryllilegt andrúmsloft,“ segir Lilla og hryllir sig þegar hún rifjar upp þessa löngu liðnu daga. Hálfbróðir systranna frá fyrsta hjónabandi Sir Deter- dings var við útförina og hann bjargaði þeim, tók þær með sér heim til Englands, segir Lilla. Það var ævin- týralegt ferðlag, þau flugu yfir Ermarsundið í tvíþekju með fullar töskur af hlutabréfum föður þeirra í Royal Dutch - Shell og verðbréfum, sem bróðirinn var svo for- sjáll að taka með sér af setri föður þeirra í Þýskalandi. Unglingsár systranna Lillu og Olgu liðu að mestu í stórum heimavistarskólum, án mikils ástríkis, því sam- kvæmisljónið móðir þeirra hirti ekki mikið um þær. Eft- ir að hafa starfað sem aðstoðarkona fallhlífarhermanna í síðari heimsstyrjöldinni stofnaði Lilla heimili með fyrsta eiginmanni sínum, en þau skildu nokkrum árum síðar. Seinni tveir eiginmenn hennar létust með nokkurra ára millibili. Í dag býr hún á stórri landareign skammt utan við Lundúnir og ræktar nautgripi. Hún á sex börn og annast ein dóttir hennar búreksturinn með henni. Dauði föðurins ráðgáta Lilla segist hafa verið afar hænd að föður sínum, enda var hann þeim systrum góður faðir. Hún segir dauða hans vera mikla ráðgátu og hún þrái enn í dag að finna út hvað gerðist í raun – hana gruni nefnilega að Hitler hafi látið ráða hann af dögum þar sem þeir voru ekki sam- mála um baráttuna gegn bolsévikkum. „Faðir minn var aldrei veikur, hann reið daglega út á viljugum hrossum, synti og svo var hann giftur þessari ungu þýsku konu sem hann hafði barnað tvisvar á tveimur árum áður en hann lést,“ segir hún. „Þegar hann var í húsinu okkar í St. Moritz var hann vanur að fara klukkan 11 í setustofuna og fá sér þar appelsínu. Það gerði hann líka daginn sem hann lést en þegar komið var að honum, lá hann látinn fram á borðið. Það var sagt að hann hefði fengið hjartaáfall en hann var aldrei krufinn heldur fluttur beint heim og grafinn á þessari stóru landareign okkar skammt fyrir utan Berlín. Mér finnst svo merkilegt að pabbi lést á nákvæmlega sama tíma og Hitler kom öllum á óvart með því að gera friðarsamning við Rússa. Pabbi flutti til Þýskalands vegna þess að hann vildi berjast við Rússana og vera í liði með Þjóðverjum, vegna þess að þeir voru óvinir Bolsé- vikka. Já, það er meira en lítið skrýtir að hann skyldi deyja á sama tíma og þessi samningur var gerður.“ Grunar Lillu að faðir hennar hafi verið myrtur? „Mér finnst það ekki ólíklegt,“ svarar hún. Lilla Rowcliffe með 18 punda lax sem hún veiddi í Laxá í Aðaldal á dögunum. Hún hefur veitt þá nokkra um og yfir tuttugu pund á Nessvæðinu gegnum tíðina, en hún vill frekar landa fáum stórum en mörgum smálöxum. Churchill, Hitler og Deterding. Olíuauður og ævin- týralegt lífshlaup Ljósmynd/Árni Pétur Hilmarsson hvað mér finnst fyndið? Hér áður sást eða heyrðist í veiðifréttum að ensk frú hefði veitt 20 punda lax en nú er aldur minn alltaf nefndur á undan aldri fisksins: 83 eða 84 ára kona veiddi 20 pundara.“ Lilla skellir upp úr. „Mér finnst það verulega fyndið. Ætli ég verði ekki bara að veiða 80 punda fisk til að snúa þessu við.“ Aftur hlær hún dillandi hlátri. Telur græjurnar ekki mikilvægar í veiði Lilla Rowcliffe segist alltaf verða jafn spennt þegar hún setur í stóran fisk. „Svo sannarlega er það spennandi,“ segir hún ákveðin. „Gríðarlegt adrenalínflæði.“ Hún segir sögu frá dögunum sem hún eyddi við veið- ar í Vatnsdalsá áður en hún kom í Aðaldalinn að þessu sinni. „Lax var tregur að taka og eina leiðin til að fá hann upp var í agnarsmáar hitstúpur með króka númer tíu, á stærð við nöglina á litlafingri. Ég var í Hnausastreng og þar tók þessi tröllvaxni lax. Hann hvolfdi sér yfir flug- una og lagðist síðan, það var eins og ég væri með flenni- stórt bjarg á línunni. Fylgdarmaður minn sagði: „Lilla, hann er risastór þessi!“ Og það var hann. Hann fór síðan nokkuð hratt niður hylinn og það var engin leið að stöðva hann. Að lokum hrökk flugan úr honum. En það var ólýsanlega spennandi að sjá þetta skrímsli koma úr djúpinu og taka fluguna í yfirborðinu. Ég hugsa aftur og aftur til fiska sem sleppa, ætli ég muni ekki betur eftir þeim en fiskunum sem maður hef- ur hendur á. Ég veit ekki hvers vegna, en ég held það sé sama sagan með flesta veiðimenn, þeir halda áfram að hugsa um þá sem sluppu. Ég spyr mig aftur og aftur hvort ég hafi gert eitthvað rangt eða hvort ég hefði átt að bregðast öðruvísi við … Þetta tekur af og til yfir hugsunina og truflar við hið daglega amstur.“ Veiðitækin og flugurnar halda þó ekki vöku fyrir Lillu. „Ég kem til Íslands með tvær stangir, stóra og litla, og flugurnar mínar. Ekkert aukadót. Ég hugsa ekkert um það hvernig línur eru á hjólinu. En ég er sífellt að hitta veiðimenn sem eru með öll þessi tól á hreinu, ég hef engan áhuga á þeim þætti veiðinnar. Ég þekki þó flug- urnar mínar, eins og aðrir veiðimenn, og þegar fiskur hefur tekið vissa flugu á vissum stað, þá reynir maður oft að endurtaka leikinn, ekki satt? En stundum hitti ég hér á Íslandi veiðimenn sem eru með ofboðslega mikið af veiðidóti en veiða ekkert.“ Glott færist fram á varirnar. „Þeir fara aftur út, með allt dótið, en veiða samt ekkert. Þótt það sé kvikindislegt get ég haft lúmskt gaman af því, því mér finnst sumir þeirra vera alveg óðir. Einn kom hingað með átta stang- ir og níu hjól! Ég er alltaf með sama hjólið. Ég er einfald- lega ekki mikil græjukona – er heldur ekki með mörg tæki í eldhúsinu heima. Ég held að allar þessar græjur séu ekki mikilvægar í veiði.“ Lilla segist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna áhugamál eins og stangveiði getur skipt fólk svo miklu máli. „Enginn hefur skýringu á því,“ segir hún. „En það er eitt af því sem er svo ánægjulegt við laxveiðar, hvað þetta er óskiljanlegt. Fólk spyr mig oft að því hvernig ég fari að því að ná stórum fiskum og ég vildi gjarnan geta sagt að ég geri þetta eða hitt, en staðreyndin er sú að ég hef ekki hugmynd um það! Og það er heillandi. Ég fer bara út að ánni, kasta og geri það sem ég geri venjulega, stundum fæ ég ekkert en í annað skipti fæ ég kannski stóran fisk. Hvað gerði ég öðruvísi? Ég hef ekki hug- mynd um það. En laxinn er svo falleg skepna – sem betur fer setjum við hann aftur út í ána. Ég óska þess eins að hann megi halda áfram að vaxa og dafna hér á landi, og gleðja veiðimenn um ókomin ár,“ segir Lilla og stendur upp. Klukkustund er eftir af veiðitímanum og nú á að freista þess að setja í enn einn stóran í Laxá. ’ Stundum hitti ég hér á Íslandi veiðimenn sem eru með of- boðslega mikið af veiðidóti en veiða ekkert. Þeir fara aftur út, með allt dótið, en veiða samt ekkert. Þótt það sé kvikindislegt get ég haft lúmskt gaman af því, því mér finnst sumir þeirra vera alveg óðir. Einn kom hingað með átta stangir og níu hjól! Ég er alltaf með sama hjólið. Ég er einfaldlega ekki mikil græjukona .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.