SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 45

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 45
26. september 2010 45 Lífsstíll Þ að er skemmtileg tómstundaiðja að fylgjast með fólki, horfa á fólk, tala við fólk og hlusta á fólk. Þetta hljómar sannarlega dálítið und- arlega á prenti en lítið í eigin barm. Hverjum finnst ekki gaman að sitja t.d. á kaffihúsi og fylgjast með iðandi mannlífinu fyrir utan? Það bæði dreifir huganum og gefur mann innsýn í hvern þann stað sem dvalið er á fyrir sig. Stundum getur maður alveg lifað sig inn í það sem er að gerast og er farinn að móta aðstæður og samtöl í huganum. Jafnvel farinn að hreyfa varirnar með þannig að aðrir gestir kaffihúsins eru farnir að horfa skringilega á mann … En það er bara svo gaman að fylgj- ast með fólki og sjá það eiga í sam- skiptum hvað við annað, heilsast, kveðjast, fagna, rífast og þar fram eftir götunum. Það getur líka verið áhugavert (og örugglega frábær hug- myndabanki fyrir rithöfunda) að fylgjast með fólki á flugvöllum. Þar eru ástvinir jafnan að heilsast eða kveðja og verður oft mikill handagangur í öskjunni við slíkt. Ýmist skellihlegið eða grátið nema hvort tveggja sé á víxl. Sum samskipti eru óvænt á meðan önnur eru næstum eins og fyrirfram æft atriði á milli tveggja eða fleiri einstaklinga sem þekkst hafa í lengri tíma. Það er bæði gaman og gott að þekkja fólk sem maður heldur enn góðu sambandi við þó allir hafi breyst og þroskast í sína átt. Við ræddum þetta einmitt í notalegu hádegisverðar- boði nýlega menntaskólavinkonurnar. Allar höfum við breyst og þroskast í gegnum árin, farið ólíkar leiðir í lífinu en eigum það sameiginlegt að leita mikið hver til annarar og halda reglulegum samskiptum sem bæði næra okkur og efla. Einhvern veginn höfum við allar farið á bólakaf í lauginni en samt komið á margan hátt upp á sama stað við bakkann. Við tölum mikið og oft hver yfir aðra, höldum jafnvel uppi nokkrum samræðuþráðum í einu en þó tekst okkur alltaf að tengja þræðina saman og veltast um af hlátri eða gapa af undrun, reiði eða einstaka sinni hneykslun, enda erum við allar sið- prúðar og dannaðar ungar konur. Þannig líða ljúfar stundir yfir góðum mat og drykk og yngsti meðlim- urinn hjalar eða grætur undir á meðan. Nú fer nefni- lega að koma að okkur að búa til næstu kynslóð sem mun vefja sig saman með ótal mismunandi þráðum, glitrandi og glansandi, litríkum og fallegum. Litríkir þræðir Fólk er forvitið um annað fólk og þannig hefur það löngum verið. Mannleg samskipti eru ákveðin list, oftast skemmtileg og gefandi en stundum líka óvænt og flókin. María Ólafsdóttirmaria@mbl.is ’ Stundum getur maður alveg lif- að sig inn í það sem er að gerast og er farinn að móta að- stæður og samtöl í huganum. Sumum finnst óþægilegt að brydda upp á styttrisamræðum, t.d. þegar beðið er eftir strætó eða þegar fólk er einhvers staðar þar sem það þekkir fáa. En ósköp lítið þarf til að gera mikið, veðrið er alltaf gott umræðuefni eða bara eitthvað sniðugt sem var í sjónvarpinu í gær. Prófaðu þetta nokkrum sinnum og þá ættir þú að vera kominn í góða æf- ingu við að spjalla um daginn og veginn. Sé hins vegar verið að tala í fyrsta skipti við einstakling sem þú hrífst af þá bregst sjaldnast að bregða fyrir sig fyndnari fætinum ef svo má segja. Um daginn og veginn Skólastúlkur á skemmtilegu spjalli. Í dag eiga flestir tölv- ur og margir nota mikið samskiptaforrit á borð við msn og Facebook. Sveitasím- inn heyrir fortíðinni til og í staðinn fyrir að senda skeyti eða handskrifað bréf sendum við sms með nýjustu fréttum og setjum skilaboð á vegginn okkar á Face- book. Þó er gott að gleyma ekki al- gjörlega gömlu, góðu samskiptaháttunum eins og að hringja í heimasímann eða bara kíkja í stutta heimsókn. Það er nefnilega alls ekki eins að eiga samskipti í gegnum tölvu eða síma og augliti til auglitis. Gleymum okkur ekki algjörlega í tækninni og reynum líka að sjá framan í hvort ann- að öðru hvoru til að efla tengslin, rabba saman og fá nýjustu fréttir. Það þarf ekki að tjalda öllu til og halda veislu heldur er alveg nóg að fara t.d. saman út að ganga, elda og borða eitthvað einfalt saman eða jafnvel sitja í rólegheitunum í heita pottinum. Góðar samskiptaleiðir Margir eru næstum alltaf í far- símanum. Stundum er sagt að eitt bros geti dimmu í dagsljós breytt og það er sannarlega rétt. Fallegt bros til þeirra sem við mætum lífgar upp á daginn og gefur frá sér vinsamlegri skilaboð en ef maður grettir sig og setur í brýrnar. Til eru ýmiss konar skemmtilegar staðreyndir um bros og hér fylgja með nokkrar slíkar. Brostu framan í heiminn Bros er þekkt um víða veröld sem tákn fyrir hamingju og þekkist sem slíkt í nærri öllum samfélögum heims. Til eru yfir 18 tegundir af brosum sem notuð eru við mismunandi samfélags- legar aðstæður. Brosið getur bæði verið notað til að heilsa en líka til að tjá skilning viðkomandi á einhverju málefni. Fleiri vöðva þarf til að búa til grettu en bros en þó þarf allt frá 5 til 53 vöðva í að kalla fram bros. Brosið losar líka um endorfín í líkamanum og lætur manni líða betur, jafnvel þó að brosið sé ekki ekta. Maðurinn er fæddur með þann eiginleika að geta brosað og brosið er því ekki eitthvað sem við hermum eftir. Þetta sýnir sig meðal annars í því að jafnvel blind ungbörn brosa. Einnig hefur það sýnt sig að ungbörn halda frekar upp á brosmilt fólk. Svo er hægt að lesa ým- islegt út úr brosinu en fólk getur oft greint á milli þess hvort um alvöru eða tilbúið bros er að ræða með því að líta í augu viðkomandi. Brostu framan í heiminn Litlum krílum líkar betur að láta brosa framan í sig.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.