SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 48
48 26. september 2010
F
yrir nokkrum árum fékk
stúlkubarn nokkurt í Noregi það
verkefni hjá kennara sínum að
rita nokkur orð um Viktoríu
drottningu í Englandi. Stúlkan hóf verk
sitt með þessum orðum:
Viktoría var lengsta drottning í Evr-
ópu.
Þetta þótti að vonum ekki góð vísa.
Viktoría var að sögn einhver alstysta
drottning veraldar – en um það snerist
náttúrlega ekki lýsing stúlkunnar. Það
sem hún hafði í huga var að benda á að
Viktoría drottning hafði ríkt öðrum
drottningum lengur. Það sem henti
stúlkuna var að hún ruglaði saman
tveimur orðflokkum, lýsingarorði og at-
viksorði. Enginn núlifandi Íslendingur
hefur komist hjá því einhvern tíma æv-
innar svo vitað sé. Orðin, sem brengl-
uðust í ritun stúlkunnar, voru lýsing-
arorðið langur og atviksorðið lengi.
Ólánsamur íþróttaritari villtist um
daginn í rangölum málfræðinnar og gerði
atviksorðið oft að lýsingarorði þegar
hann greindi frá því að einhver snilling-
urinn hefði komið oftastur fyrstur í
mark. Lýsingarorðið oftur oftari oftastur
verður víst seint viðurkennt sem falleg
viðbót í móðurmálinu.
Þegar ég fylgdi syni mínum til sunnu-
dagaskólans í gamla daga sungum við
hátt og snjallt og af sannfæringu Jesús er
besti vinur barnanna og sem betur fer
eiga blessuð börnin marga vini. En óvin-
irnir láta sig heldur ekki vanta. Meðal
þeirra ófyrirleitnustu er íslenska mál-
fræðin þegar hún er illa kennd. Foringi
óvinahersins þar er atviksorðið.
Ekki síst eru atviksorðin illviðráðanleg
þegar í ljós kemur að stundum er ekki
annað að sjá en þau geti oft verið lýsing-
arorð og hefur mörgu saklausu barninu
brugðið illilega við þau ótíðindi.
Margir munu enn minnast þess er ís-
lenskukennarinn benti á að ýmist gæti
t.d. orðið hátt verið lýsingarorð eða at-
viksorð:
Fjallið er hátt: hátt er lýsingarorð
Kristinn Sigmundsson syngur hátt:
hátt er atviksorð.
Nú þýddi ekkert að benda á að orðið,
sem lýsti söng Kristins, stigbreyttist:
Kristinn söng hátt, Kristinn söng hærra,
Kristinn söng hæst – og því hlyti þetta
hátt að vera lýsingarorð. Kennarinn
varðist fimlega og tilkynnti að fjöldi at-
viksorða stigbreyttist á sama hátt og lýs-
ingarorð. Það þarf sterk bein til að fallast
ekki hendur við slíkar fréttir.
Atviksorðin eru það sem kallað er op-
inn orðflokkur, þ.e. hann getur sífellt
bætt við sig nýjum orðum. Þetta eðli at-
viksorðanna hafa margir, ekki síst ung-
lingar, fært sér í nyt á skapandi hátt og
fært okkur ný atviksorð eða dustað rykið
af gömlum og úreltum. Þannig fengum
við atviksorðið ýkt fyrir nokkrum árum
og gátum þá t.d. sagt: Þessi kvikmynd er
ýkt leiðinleg.
Segja má því með sanni að ný atviksorð
komi á færibandi. Sum komast í tísku um
skeið eins og útvíðar gallabuxur, en
verða síðan hallærisleg rétt eins og galla-
buxurnar og falla í gleymsku og dá.
Nokkur festast í sessi.
Sumar nýsmíðarnar orka tvímælis eða
eru hörmulega (ýkt) ljótar, ekki síst sú að
bæta viðskeytinu -lega við ágæt nafnorð
til að mynda atviksorðið. Um slíkt höfum
við hundruð dæma, t.d.:
Reynslulega stendur Jón vel að vígi.
Fótboltalega er Fram í góðum málum.
Markaskorunarlega stendur KR vel.
Gardínulega séð er þessi stofa falleg.
Þetta eru náttúrlega dæmi um ljóta
notkun tungunnar. En viti menn! Stund-
um geta menn fært sér í nyt það sem
óhæft er talið – og komið á óvart. Dæmi
þess er vísa eftir Benedikt Gröndal:
Mér er sem ég sjái hann Kossút
á sinni meri reka hross út.
Sína gerir svipuna upp vega
séraStefánsáMosfellilega.
Sumir telja síðustu línuna lengsta at-
viksorð á Íslandi – eða heiminum.
Orðflokkadrættir
’
Lýsingarorðið oftur
oftari oftastur verður
víst seint viðurkennt
sem falleg viðbót í móð-
urmálinu.
Lengsta drottning í Evrópu?
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Hvort söng Kristinn hátt, hærra eða hæst?
H
ann er auðþekkjanlegur
innan um höggmyndirnar í
Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar. Hárið úfið, augun
skörp. Erlingur Jónsson er kominn
heim frá Noregi með yfirlitssýningu á
verkum sínum í farteskinu. Og stað-
setningin er engin tilviljun, Sigurjón
heitinn var lærimeistari og velunnari
Erlings á árum áður. Um hann þarf Er-
lingur aðeins að hafa eitt orð: „Ynd-
islegur“.
Yfirskrift sýningarinnar er til-
vitnun í meistarann: „Erlingur minn,
hvað ertu nú að gera?“ og þykir Birg-
ittu Spur, forstöðukonu safnsins, hún
hæfa tilefninu. „Með hversdagslegri
setningu er lýst einstöku sambandi
milli þessara tveggja listamanna,
trausti, vináttu og skilningi, og því
sem ekki er hægt að segja með orðum
en stundum í höggmyndum,“ segir
Birgitta í aðfaraorðum í sýningarskrá.
Erlingur lítur svo á að hann standi
í ævinlegri þakkarskuld við meistara
sinn og í seinni tíð hefur hann unnið
gott starf við að tryggja að mörg verka
Sigurjóns öðlist framhaldslíf í göfugu
og veðurþolnu efni.
Erlingur áréttar að hann hafi lítið
þurft fyrir sýningunni að hafa, Birgitta
hafi sett hana upp. „Hefði ég gert það
væri hún mun ruglingslegri,“ segir
hann kíminn.
Fimmfaldur Fönix
Við nemum fyrst staðar við mikið verk
í neðri sal safnsins, Fuglinn Fönix.
„Það þekkja allir söguna um fuglinn
Fönix sem reis úr rústunum. Hérna
legg ég út af henni,“ útskýrir Erlingur.
„Fuglarnir eru fimm eins og heimsálf-
urnar og sansarnir. Þetta gætu líka
verið manngerðar orrustuþotur sem
óskandi væri að flygju fram á við inn í
betri heim. Vonandi verður líka fljót-
lega hægt að spegla efnahagsbatann í
verkinu.“
Á efri hæð safnsins kennir margra
grasa. Þar er guðinn Njörður sem þarf
ekki að bíða eftir byr eins og kóng-
arnir, heldur blæs sjálfur í sín segl. Það
er heppilegt. Þar er líka brjóstmynd af
Vigdísi Finnbogadóttur. „Stórmerkileg
kona,“ segir Erlingur.
Svo er það lágmynd af sjálfu nób-
elsskáldinu sem er í miklum metum
hjá listamanninum. „Ég kynntist stíl-
snilld Halldórs fyrst tíu ára gamall, las
þá formála hans að myndabók eftir
Kjarval. Þar er hermt af draumi
vetrarrjúpunnar um þetta huglæga og
hlutlæga. Það er svo merkilegt að ég
skildi hvað hann var að fara og fannst
sjálfum að meira væri að marka hið
huglæga og hefur fundist það allar göt-
ur síðan. Börn skynja þessa hluti oft
vel og eru jafnvel móttækilegri en hinir
fullorðnu.“
Eins og að eignast stóran bróður
Upp frá þessu las Erlingur allt sem
Halldór Laxness hafði skrifað. „Það var
eins og ég hefði eignast stóran bróð-
ur,“ segir Erlingur sem kynntist nób-
elsskáldinu persónulega síðar og sótti
það reglulega heim á Gljúfrastein.
Það eru ekki bara fjölbreytt efnistök
sem vekja athygli á sýningunni, heldur
ekki síður fjölbreytt efni. „Mér er alveg
sama í hvaða efni ég vinn. Það eru ekki
síst áhrif frá Sigurjóni. Hann var af-
Að
spyrja
efnið
Yfirlitssýning á verkum Erlings Jónssonar
myndhöggvara verður í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar, lærimeistara Erlings, til 28. nóv-
ember. „Mér er alveg sama í hvaða efni ég vinn,“
segir hann. „Það eru ekki síst áhrif frá Sigurjóni.
Hann var afskaplega forvitinn í sambandi við
allt efni. „Erlingur minn, þú verður bara að
spyrja efnið,“ var hann vanur að segja við mig.“
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Lesbók