Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Þessi í nýju umbúðunum bráðnar alveg jafn hratt. Ég tók tímann! eftirfyrir rifinn mozzarellaostur í nýjum umbúðum Þú finnur girnilegar uppskriftir með mozzarellaosti á www.gottimatinn.is NÝJAR UMBÚÐ IR Mozzarell a er nú hlu ti af Gott í m atinn línunni H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 0 7 1 LANDHELGISGÆSLAN hefur fylgst með siglingu norska gas- flutningaskipsins Arctic Princess sem kom inn í eftirlitskerfi stjórn- stöðvar um 100 sjómílur austur af landinu. Skipið sigldi ekki inn fyrir íslenska landhelgi en það er á sigl- ingu frá Noregi til Bandaríkjanna. Arctic Princess er 121 þúsund tonn að stærð og 288 metrar. Það er fjór- falt stærra en íslensku varðskipin, að því er segir í tilkynningu. Fjórfalt stærra en íslensku varðskipin TEKIN verður ákvörðun um það eftir tvær vikur hvort atkvæða- greiðslu um Icesave-lögin verður frestað, en þá er talið að það verði orðið skýrara hvenær skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis verður tilbúin. Þetta kom fram á fundi for- manna flokkanna í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokk- arnir settu sig ekki á móti því að skýrslan yrði birt eftir kosning- arnar um Icesave. Byrjað að kjósa Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði eftir fundinn að stjórnvöld hefðu rætt við Breta og Hollendinga um hvort þjóðirnar væru tilbúnar til að ræða um nýjan Icesave-samning. Hún sagði að menn „væru að nálgast niðurstöðu“ um það mál. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla um Icesave-lögin hefst í dag. egol@mbl.is Rætt um að færa kosningadaginn Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HJÁLMAR R. Bárðarson, fyrrver- andi siglingamálastjóri, sem lést 2009, arfleiddi sex stofnanir og félög að öllum eigum sínum. Um er að ræða eitt af stærri dánarbúum sem ánafnað hefur verið. Hjálmar átti mjög góða eign og land í Garðabæ þegar hann lést. Hann átti enga lögerfingja. Hjálmar arfleiddi Byggðasafn Ísa- fjarðar, Þjóðminjasafn Íslands, Land- græðslusjóð, Landgræðslu ríkisins, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Fugla- verndarfélag Íslands að öllum eignum sínum. Ekki er búið að gera upp dán- arbúið og ekki vitað hversu arfurinn er stór, en giskað er á að hann gæti verið 170 milljónir. Eiríkur Páll Jörundsson, forstöðu- maður Sjóminjasafnsins, segir það muna miklu fyrir safnið að fá þessa höfðinglegu gjöf. Fjármunirnir hafi verið notaðir til að gera endurbætur á safninu, en þar hefur verið komið upp Hjálmarsstofu, og til að gera endur- bætur á dráttarbátnum Magna sem Hjálmar teiknaði. Magni var notaður í Reykjavíkurhöfn í áratugi, en hann var fyrsti stálbáturinn sem byggður var hér á landi. 10% arfsins fara til Fuglaverndar- félags Íslands. Jóhann Óli Hilmars- son, formaður félagsins, segir að fé- lagið hafi aldrei átt svona mikla peninga áður. Það sé mikill heiður fyrir félagið að fá þessa gjöf, en Hjálmar var félagi í Fuglaverndar- félaginu. Arfleiddi söfn, félög og stofn- anir að öllum eigum sínum Arfurinn er talinn vera samtals á annað hundrað milljónir króna STARFSMENN embættis sér- staks saksóknara yfirheyrðu í gær Lýð og Ágúst Guðmundssyni, for- svarsmenn Exista, en í fyrradag voru gerðar umfangsmiklar hús- leitir hjá Exista, Bakkavör og fleiri aðilum vegna gruns um lög- brot. Efnahagsdeild ríkislögreglu- stjóra lánaði yfirheyrsluherbergi og þar var Lýður Guðmundsson yfirheyrður. Ágúst, bróðir hans, var yfirheyrður hjá embætti sér- staks saksóknara við Laugaveg. Eftir því sem næst verður komist hafa forstjórar Exista, þeir Er- lendur Hjaltason og Sigurður Val- týsson, ekki enn verið yfirheyrðir. Ágúst vildi lítið segja við frétta- menn þegar yfirheyrslu lauk í gær. Hann sagði þó að hann hefði ekki brotið nein lög og að hann væri ekki í farbanni. egol@mbl.is Bræðurnir yfirheyrðir Morgunblaðið/Ómar Yfirheyrður Ágúst Guðmundsson vildi lítið segja þegar hann kom úr yfirheyrslu hjá saksóknara síðdegis í gær. Ágúst Guðmunds- son neitar því að hafa brotið lög Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson skipaverkfræðingur fæddist á Ísa- firði árið 1918 og lést á síðasta ári, rúmlega níræður að aldri. Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1939 og útskrifaðist síðan sem skipaverk- fræðingur frá Tekniske Højskole í Kaupmannahöfn 1947. Hann hóf störf hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík 1948, þar sem hann hannaði og stóð fyrir smíði fyrsta íslenska stálskipsins. Árið 1954 var Hjálmar skipaður skipaskoðunarstjóri og síðar sigl- ingamálastjóri og gegndi hann því embætti til 1985, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hjálmar var afkastamikill áhugaljós- myndari og gaf út tólf ljós- myndabækur um Ísland og náttúru þess, auk tveggja bóka um íslensk fiskiskip. Eiginkona hans var Else Sørensen Bárðarson. Stóð fyrir smíði fyrsta stálskipsins á Íslandi Hjálmar R. Bárð- arson RÚMLEGA ársgamalt barn brenndist á Selfossi í gær þegar það fékk yfir sig stíflueyði. Ekki feng- ust upplýsingar um málsatvik eða líðan barnsins. Málið er til rann- sóknar hjá lögreglunni á Selfossi. Í stíflueyði eru ætandi efni sem geta valdið alvarlegum brunasár- um komist efnið í snertingu við hör- und. egol@mbl.is Lítið barn fékk stíflueyði á sig MARGIR eru ánægðir með hið milda veðurfar sem ríkt hefur á landinu undanfarið en þó eru fáir eins ánægðir og Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar Reykjavíkur. Vegna hlýinda og snjóleysis sparast verulegar fjár- hæðir fyrir Reykjavíkurborg. Og ekki veitir af. Á hálkudegi lætur borgin bera um 30-40 tonn af salti á göturnar en þegar hefur snjóað er um 100 tonn- um eða meira sturtað á göturnar. Hvert tonn af salti kostar um 20.000 krónur þannig að ljóst er að saltdreifingin er dýr. Saltið sem þarf á einum hálku- degi getur því kostað 600-800.000 krónur en ef það snjóar nemur kostnaðurinn tveimur milljónum eða meira. Á einu meðalári getur borgin notað um 4.000 tonn af salti fyrir um 80 milljónir. Saltið er keypt frá Spáni og hefur verðið augljóslega hækkað með geng- isfallinu. „Við þökkum fyrir hvern dag sem er svona góður,“ segir Guðni. Vegagerðarmenn eru sömuleiðis kátir. „Færðin er óvenjulega góð miðað við árstíma og hefur verið það meira og minna í allan vetur,“ segir Jón Hálfdán Jónasson hjá Vegagerðinni. Jón Hálfdán segir að það sem af er vetri hafi færðin ver- ið verst í kringum jólin. Enn gæti þó verið von á ófærð í vetur, segir hann, enda hafi febrúar og mars oft verið erfiðir mánuðir hvað færðina varðar. Veðrið sparar verulega Morgunblaðið/Ómar Dýrt Ef það snjóar getur þurft að bera salt fyrir tvær milljónir á göturnar.  Í hálku er salt fyrir 600-800.000 krónur borið á götur borg- arinnar  Yfirverkstjórinn þakkar fyrir hvern góðan dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.