Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is YFIRVÖLD á Srí Lanka tilkynntu í gær að Mahinda Rajapaksa, forseti landsins, hefði verið endurkjörinn með 57,9% atkvæða í kosningum á þriðjudag eftir mjög harðvítuga bar- áttu við gamlan bandamann sinn, Sarath Fonseka, fyrrverandi yfir- mann hersins. Fonseka var sagður hafa fengið 40,1% atkvæðanna en hann kvaðst ekki viðurkenna úrslitin og ætlar að leita til dómstóla. Tugir hermanna umkringdu hótel í Colombo þar sem hann dvaldi með stuðningsmönnum sínum og hann kvaðst óttast að reynt yrði að ráða hann af dögum. Voru nánir bandamenn Rajapaksa forseti og Fonseka hershöfðingi voru álitnir þjóðhetjur eftir að stjórnarher landsins sigraði uppreisnarhreyfingu Tamíla, LTTE, og batt þar með enda á nær 30 ára borgarastyrjöld sem kostaði um 80.000-100.000 manns lífið. Forsetinn og Fonseka voru nánir bandamenn í stríðinu en urðu erki- óvinir eftir að hershöfðinginn ákvað að gefa kost á sér í forsetakosning- unum og hét því að uppræta spill- ingu í stjórnkerfinu. Allt að hundrað hermenn, vopn- aðir vélbyssum, umkringdu lúxus- hótel í Colombo þar sem Fonseka dvaldi ásamt fleiri stjórnarand- stöðuleiðtogum. Talsmaður hersins sagði að hermennirnir hefðu verið sendir þangað eftir að herinn hefði fengið upplýsingar um að Fonseka væri þar með um 400 menn, meðal annars „liðhlaupa“ úr hernum. Talsmaðurinn sagði að herliðið væri þarna aðeins í varúðarskyni og Fonseka gæti farið frá hótelinu hve- nær sem hann vildi. Fonseka sagði hins vegar við fréttamenn að ráðamennirnir væru að reyna að fjarlægja lífverði hans til að hægt yrði að ráða hann af dögum. „Þeir hegða sér eins og morðingjar,“ sagði hann. „Ég viðurkenni aldrei þessar kjörtölur. Við ætlum að vé- fengja þær fyrir rétti.“ Stjórn Srí Lanka hafði áður sakað Fonseka um að hafa komið sér upp einkaher sem skipaður væri lið- hlaupum úr hernum. Stjórnarand- staðan segir ekkert hæft í þeirri ásökun. Erkifjandi forsetans neitar að viðurkenna úrslitin  Óttast að reynt verði að ráða hann af dögum  Herlið umkringdi hótel hans 50 km * Áætlaður ** Neysluverðsvísitala Colombo Heimildir: Seðlabanki Srí Lanka, CIA World Factbook 04 05 06 07 08 09* 0 2 4 6 8 10 Hagvöxtur % 3,5-4,5%* 04 05 06 07 08 09* 0 6 12 18 24 % (hlaupandi meðaltal á 12 mán.) Verðbólga Ný vísiltala (CCPI**) 5-6%* % Atvinnuleysi 0,0 2,5 5,0 7,5 10,0 12,5 04 05 06 07 08 5,2% SRÍ LANKA Colombo Indlands- haf Jaffna INDLAND KOSNINGAR Á SRÍ LANKA UPPLÝSINGAR UM LANDIÐ Mahindra Rajapaksa, forseti Srí Lanka, var í gær sagður hafa farið með sigur af hólmi í forsetakosningum, sem fram fóru á þriðjudag, eftir harða baráttu við gamlan bandamann sinn, fyrrverandi yfirmann hersins. Stærð: 65.610 ferkm Íbúafjöldi: 21.324.791 (áætlaður, m.v. júlí sl.) Þjóðernishópar: Sinhalar 73,8% Srílankskir márar 7,2% Indverskir Tamílar 4,6% Srílankskir Tamílar 3,9% Aðrir 10,5% Mahinda Rajapaksa, 64 ára Sameinaða frelsisbandalagið Sarath Fonseka, 59 ára Nýja lýðræðisfylkingin Forseti frá árinu 2005 og sóttist eftir endurkjöri Kominn af stjórnmála- mönnum og hefur starfað við stjórnmál í fjóra áratugi Nýtur mests stuðnings meðal Sinhala á dreifbýlinu Kjörinn á þing1970, var þá yngsti þingmaðurinn Vinnumálaráðherra 1994 Forsætisráðherra 2004 Var yfirmaður hersins þegar hann sigraði uppreisnarhreyfingu Tamíla, LTTE Margir Srí Lanka-menn líta á hann sem þjóðhetju vegna framgöngu hans í stríðinu Lifði af sprengjuárás LTTE árið 2006 Er með dvalarleyfi í Bandaríkjunum Sagði af sér í fyrra til að bjóða sig fram til forseta ÍSLAND er í efsta sæti á lista þar sem löndum er raðað eftir frammistöðu í umhverfismálum. Landið fær þar einkunnina 93,5 af 100 mögu- legum. Sérfræðingar við Yale og Columbia-háskóla í Bandaríkjunum gefa listann út á tveggja ára fresti. Að sögn The New York Times er góð frammistaða Íslands einkum rakin til þess að nánast öll orkan sem notuð er í landinu komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Blað- ið hefur eftir Daniel C. Esty, einum sérfræðinganna við Yale-háskóla, að efnahagshrunið á Íslandi kunni einn- ig að hafa stuðlað að því að landið kom svo vel út úr matinu. Listinn byggist að miklu leyti á upplýsingum sem ríkin senda sjálf Sameinuðu þjóðunum og Alþjóða- bankanum. M.a. er lagt mat á vernd- un heimkynna dýra og jurta, árang- ur í baráttunni gegn loftmengun og skógrækt. Hægt er að lesa listann á vefsíðu Yale: epi.yale.edu. Ísland efst á umhverfis- verndarlista Daniel C. Esty Frammistaðan í um- hverfismálum metin ANDLITSMYND af Jósef Stalín verður á flöskum nýs gosdrykkjar sem verður settur á markað í Rúss- landi í næsta mánuði, að sögn rúss- neska dagblaðsins Komsomolskaja Pravda í gær. Stalínsgosið, freyð- andi drykkur með sítrónubragði, er á meðal nokkurra drykkja sem verða seldir í tilefni af 67 ára afmæli sigurs Rússa í orrustunni um Stalín- grad í síðari heimsstyrjöldinni. „Ég tel að það verði eftirspurn eftir þessum drykk,“ sagði forstjóri fyrirtækisins Pivovar, sem fram- leiðir drykkinn. Stalínsgos á markað Mahinda Rajapaksa forseti nýtur mikilla vinsælda meðal Sinhala á Srí Lanka, einkum í dreifbýlinu, þótt hann hafi verið sakaður um spillingu og frændhygli. Rajapaksa skipaði þrjá bræður sína í mikilvæg embætti eftir að hann komst til valda árið 2005. Hann skipaði einnig Sarath Fon- seka sem yfirmann hersins og hampaði honum sem „besta hers- höfðingja í heiminum“ eftir sigur stjórnarhersins á uppreisnarhreyf- ingu Tamíla, Tamíl-Tígrunum, í maí á liðnu ári. Forsetinn hefur einnig verið sak- aður um að hafa notað opinbert fé og stofnanir, meðal annars ríkis- fjölmiðlana, til að tryggja sér sigur í forsetakosningunum. Þá hefur hann verið sakaður um að bera ábyrgð á alvarlegum stríðs- glæpum, m.a. árásum sem talið er að hafi kostað um 7.000 óbreytta borgara úr röðum Tamíla lífið síð- ustu mánuði stríðsins. Sakaður um spillingu og stríðsglæpi HÆSTIRÉTTUR Bretlands hefur úrskurðað að sérstök fyrirmæli breska fjármálaráðuneytisins um frystingu eigna meintra hryðju- verkamanna séu ólögleg. Dómarar réttarins komust að þeirri niðurstöðu að breska ríkis- stjórnin hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að frysta eignir fimm manna sem eru grunaðir um aðild að hryðjuverkastarfsemi. Stjórnin hefði átt að óska eftir samþykki þingsins fyrir frystingarreglum ráðuneytisins í stað þess að setja þær sjálfkrafa. Mennirnir fimm, sem skutu mál- inu til hæstaréttar, hafa yfirleitt að- eins fengið 10 pund (rúmar 2.000 krónur) á viku og þurft að fá sér- staka heimild frá fjármálaráðuneyt- inu til að fá peninga fyrir öðrum út- gjöldum. Dómstóllinn veitti stjórninni mán- aðarfrest til að breyta lögunum þannig að hægt yrði að frysta eign- irnar með löglegum hætti. Þangað til verða eignir fimmmenninganna áfram frystar, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Dómararnir sögðu að ef stjórnin vildi grípa til „víðtækra aðgerða“ í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi þyrfti hún að fá samþykki þingsins. Gordon Brown frysti eignir mann- anna með tveimur tilskipunum árið 2006 þegar hann var fjármálaráð- herra. Tilskipanirnar voru gefnar út á grundvelli laga sem sett voru til að koma ályktunum öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna í framkvæmd. Báð- ar tilskipanirnar urðu hluti af bresk- um lögum án umræðu á þinginu, að sögn fréttavefjar BBC. Frysting Einn mannanna fimm sem leituðu til hæstaréttar Bretlands. Hæstiréttur Breta úrskurðar eigna- frystingu ólöglega BANDARÍSKIR hermenn á Haítí björguðu þessum manni úr rústum í höfuðborginni Port-au-Prince í fyrrakvöld. Þeir sögðust hafa verið furðu lostnir þegar þeir fundu manninum í rústunum og talið er að hann hafi legið þar í tólf daga. Maðurinn er 31 árs, var þakinn ryki, fótbrotinn og með vessaþurð en þótti furðuvel á sig kominn miðað við aðstæður. Björgunarmennirnir sögðu að maðurinn hefði ekki grafist undir rústunum í jarðskjálftanum mikla 12. jan- úar, heldur í eftirskjálfta tveimur dögum síðar. Ekkert lát er á eftirskjálftunum á hamfarasvæðinu. Mikil skelfing greip um sig í tjaldbúðum fyrir heimilis- laust fólk í höfuðborginni í gær þegar tveir snarpir eftirskjálftar riðu yfir. Bandarískir skjálftafræðingar spáðu áframhaldandi jarðskjálftum á svæðinu næstu fjórar vikur. A.m.k. 150.000 manns fórust í stóra skjálftanum. Reuters Bjargað eftir 12 daga bið í rústunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.