Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
✝ Jón Gísli Þór-arinsson fædd-
ist í Reykjavík 16.
ágúst 1920. Hann
andaðist á hjarta-
deild Landspít-
alans sunnudaginn
17. janúar síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Þórarinn
Jónsson skipstjóri,
f. 24. maí 1894, d.
13. apríl 1937 og
Sigríður Gísladótt-
ir, f. 14. apríl 1892,
d. 10. ágúst 1980. Systkini Jóns
voru Sigþór Karl, Gyða Þórdís,
Kristbjörn Borgþór og Hrefna
Bryndís. Þau eru öll látin.
Jón kvæntist 18. desember
1943 Helgu Jónsdóttur, f. 5. febr-
úar 1916. Börn þeirra eru Sigrún
hljóðfæri við University of To-
ronto 1959-1960, og nám í org-
elleik við Staatliche Hochschule
für Musik Hamburg 1965 og
1967. Jón var söngkennari við
Miðbæjarskólann 1953-1969.
Kenndi við Álftamýrarskóla og
Laugarnesskóla 1969-1971. Við
Kvennaskólann í Reykjavík
1958-1965 og 1969-1983. Við
Barnamúsíkskólann 1958-1961,
og skólastjóri þar 1961-1962. Við
Kennaraháskóla Íslands 1971-
1987. Jón var organisti Bústaða-
sóknar 1952-1973 og Grens-
ássóknar 1973-1982. Einnig
starfaði hann við kirkju Óháða
safnaðarins og á fleiri stöðum.
Jón var félagi í Karlakórnum
Fóstbræðrum og Útvarps-
kórnum, einnig stjórnaði hann
um árabil Lúðrasveitinni Svan.
Jón verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, fimmtu-
daginn 28. janúar, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
Stella, Þórarinn og
Magnús Þór.
Barnabörn Jóns og
Helgu eru fjögur
og barna-
barnabörnin níu.
Jón ólst upp í
Reykjavík, stund-
aði ungur sjó-
mennsku og sölu-
mennsku auk
annarra starfa.
Hann lauk söng-
kennaraprófi frá
Kennaraskóla Ís-
lands 1953, nam
orgelleik við Söngskóla þjóð-
kirkjunnar 1952-1954, og org-
elleik við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1954-1957. Jón stund-
aði nám í kennslufræðum í Den-
ver í Colorado 1957-1958, nám í
kennslu á blásturs- og slagverks-
Mig langar að kveðja og þakka
tengdaföður mínum fyrir löng og góð
kynni. Hann hefur nú kvatt þennan
heim eftir langt og farsælt ævistarf.
Strax vakti hann athygli mína hve há-
vaxinn og fyrirmannlegur hann var.
Fljótlega við nánari kynni áttaði ég
mig á því að þessi maður var búinn
mörgum eftirsóknarverðum hæfileik-
um og mannkostum. Hann hafði ungur
að árum orðið fyrir sárri reynslu, þeg-
ar hann missti föður sinn, sem tók út af
togaranum Snorra goða árið 1937, og
fátæk móðir hans stóð ein eftir með
stóran barnahóp. Þá strax komu í ljós
mannkostir hans. Hann lagði hart að
sér og veitti móður sinni allan þann
stuðning sem hann mátti og frestaði
öllum framtíðaráformum sínum.
Draumar hans voru að mennta sig
og þá helst á sviði tónlistar. Þeir
draumar rættust þó ekki fyrr en hann
hafði stofnað heimili og þá gat hann
hafið tónlistarnám sitt og lauk námi frá
tónlistarskóla með orgelleik sem aðal-
fag undir handleiðslu Páls Ísólfssonar.
Síðar, þegar aðstæður leyfðu, hélt
hann til frekara náms erlendis. Hann
þurfti að leggja hart að sér því ekki
voru námslánin á þessum árum. En
þess má þó geta að hann fékk náms-
tyrk og var hann fyrsti Íslendingurinn
sem fékk Fulbright-styrk.
Með kennslunni, organistastörfum
og kórstjórn tók hann að sér marg-
vísleg aukastörf til að drýgja tekjurnar
til frekara náms, t.d. var hann starfs-
maður Sanitas, strætisvagnastjóri,
veiðivörður, sá um tónlistartíma fyrir
börn í útvarpi, stjórnaði lúðrasveit og
eitt sumarið kom hann með trilluna
sína til Ólafsfjarðar og gerðist trillu-
karl, þannig að hann hefur víða komið
við á lífsleiðinni.
Jón hafði mikinn áhuga og ánægju
af hestamennsku og lét verða af því á
efri árum að fá sér hesta og heyjaði
sjálfur og annaðist allt sem að því laut.
En þegar Jón veiktist snögglega og
þurfti í mikla hjartaaðgerð í London í
desember 1990 urðu kaflaskipti í lífi
þeirra hjóna. Þau seldu hesta og hest-
hús og keyptu sér sumarhús á Spáni
(Reynistað). Næstu 12 árin nutu þau
dvalarinnar þar meðan heilsan leyfði
og kynntust þar fámennum en einstak-
lega góðum hópi Íslendinga. Á Reyni-
stað áttu þau margar ánægjustundir.
Jón var fljótur að ná tökum á spænsk-
unni og gat oft orðið öðrum að liði þeg-
ar á reyndi. Ég veit að þessi tími í lífi
þeirra hjóna var þeim ákaflega dýr-
mætur.
Það var gaman að fylgjast með Jóni
hvað hann var opinn og fylgdist vel
með því sem var að gerast í þjóðfélag-
inu, þótt aldurinn væri orðinn hár.
Hann dreif sig t.d. á tölvunámskeið 84
ára gamall og var fljótur að ná tökum
á þeirri tækni. Þá var hann á allra síð-
ustu dögum lífs síns að spila og taka
upp með sínum eigin tækjum orgel-
verk og setja á geisladiska, sem er fyr-
ir þá sem eftir lifa góð minning um
mætan listamann.
Fyrir mig hafa það verið forréttindi
að eiga jafn yndislega tengdaforeldra
og þau Jón og Helgu. Alla tíð hafa þau
verið mér fyrirmynd. Ég hef dáðst að
þeim kærleika og ást sem þau hafa
sýnt hvort öðru alla tíð. Ég sendi ást-
vinum Jóns og Helgu mínar bestu
kveðjur og bið guð að blessa minningu
Jóns G. Þórarinssonar.
Jón Þorvaldsson.
Það var dóttir mín, Ragnheiður,
sem hringdi og færði mér þau tíðindi
af mági mínum, Jóni G. Þórarinssyni,
að hann hefði fengið hjartastopp en
verið kallaður til lífsins aftur og að bú-
ast mætti við að hann ætti stutt eftir
ólifað. Það varð og raunin, því sólar-
hring síðar hringdi sonur hans, Þór-
arinn, og tilkynnti mér andlát föður
síns.
Jón G. Þórarinsson, orgelleikari og
söngstjóri, kom inn í mína fjölskyldu
þegar hann um 1945 kynntist systur
minni, Helgu. Ég held að segja megi
að það hafi verið gæfa þeirra beggja.
Jón var menntaður orgelleikari og
tónlistarkennari. Hann sótti skóla í
Þýskalandi og Kanada þangað sem
fjölskyldan flutti meðan á námi hans
stóð.
Við töluðumst oft við í síma á síðari
árum og sagði hann mér fréttir af líð-
an systur minnar, sem misst hafði
báða fætur og var því hreyfihömluð. Í
síðasta samtali okkar fyrir um tveimur
vikum sagði hann mér að hann hefði
fengið sér rafmagnsorgel og ætlaði að
spila inn verk og eiga. Þá lék lífið við
mág minn og gaman að vera til. Þannig
man ég mág minn, glaðan og ánægðan.
Árið 1948 keypti Jón tjónabíl af ein-
hverju tryggingafélagi og þá hófst
uppbyggingarstarf í gömlum bragga í
Laugarnesinu. Ég hafði unnið við bíla-
sprautun uppi á Skaga en réttingin var
meira mál eins og síðar átti eftir að
koma í ljós. Allt hafðist þetta samt og
eftir nokkurra mánaða kvöld- og helg-
arvinnu birtist amerískur Plymouth,
nýsprautaður og fínn að okkar mati.
Um sumarið fóru Jón og Helga ásamt
okkur Hallberu, kærustu minni, í lang-
ferð norður í land og austur á hérað
eða eins langt og komist varð á þessum
tíma. Í ferðinni komumst við að því að
réttingunni á bílnum var eitthvað
ábótavant. En í þessari ferð, sem tók
um tvær vikur, kynntumst við raun-
verulega og þau kynni urðu bara betri
með árunum.
Kæri vinur og mágur, við trúum því
að þér líði vel og sért ánægður. Þú
gerðir allt sem þú gast til að hlúa að
Helgu þinni síðustu mánuðina svo ekki
var hægt að gera betur. Farðu í friði,
kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Við Hallbera vottum systur minni
og fjölskyldunni allri innilega samúð.
Ríkharður Jónsson.
Látinn er Fóstbróðir, Jón Gísli Þór-
arinsson. Jón gekk til liðs við kórinn
árið 1945 og starfaði með honum til
ársins 1954. Jón var vel lærður tónlist-
armaður og því fengu Fóstbræður að
kynnast er Jón raddæfði kórinn á
stundum og kom þá vel í ljós hvílíkum
tónlistargáfum hann var gæddur. Jón
nam píanóleik og tónfræði hjá Róbert
A. Ottóssyni og stundaði nám í Söng-
skóla þjóðkirkjunnar. Hann tók söng-
kennarapróf frá KÍ og lauk burtfar-
arprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Þar var aðalgrein hans org-
elleikur. Hann stundaði einnig nám við
Háskólann í Toronto í Kanada og lagði
sérstaka stund á hljóðfærakennslu í
skólum, söngstjórn og hljómsveitar-
stjórn og stundaði líka framhaldsnám í
orgelleik hjá dr. Charles Packer í To-
rontó. Hann var við framhaldsnám í
orgelleik og skólatónlist í Hamborg
um tveggja ára skeið.
Af þessari stuttu upptalningu má
glöggt sjá að hér fór listamaður sem
setti mark sitt á allt sitt umhverfi. Jón
stundaði kennslu í nokkrum skólum og
var sömuleiðis orgelleikari í nokkrum
kirkjum.
Karlakórinn Fóstbræður kveður
gamlan vin og félaga og sendir fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Karlakórsins Fóst-
bræðra,
Gunnlaugur V. Snævarr
formaður.
Jón G. Þórarinsson
HINSTA KVEÐJA
Jón G. Þórarinsson var stór-
brotinn maður, ekki einasta á
velli heldur og að innri gerð.
Þess fengum við að njóta.
Við kveðjum hann með hjart-
ansþökk fyrir ævarandi vináttu
og tryggð við okkur og okkar
fólk.
Jóna Ágústa og Margrét
Elín Ragnheiðardætur.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÍÐUR O. EGILSDÓTTIR
kennari,
Austurströnd 12,
Seltjarnarnesi,
sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 20. janúar, verður jarðsungin frá
Neskirkju föstudaginn 29. janúar kl. 15.00.
Þórður Adolfsson, Sigrún Haraldsdóttir,
Agla Jael Friðriksdóttir,
Kjartan Jónatan Friðriksson,
Egill Moran Friðriksson,
Soffía Kristín Þórðardóttir,
Þórdís Ögn Þórðardóttir,
Sölvi Þórðarson
og langömmubörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BENEDIKT EGILSSON
fyrrv. bóndi á Kópareykjum II,
Reykholtsdal,
til heimilis Brekkubyggð 51,
Garðabæ,
lést á heimili sínu sunnudaginn 17. janúar.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju, Reykholti í
Borgarfirði, laugardaginn 30. janúar kl. 13.00.
Sigríður K. Jónsdóttir,
Helga Benediktsdóttir,
Margrét Benediktsdóttir,
Indriði Benediktsson, Gerður S. Ólafsdóttir,
J. Eygló Benediktsdóttir, Svanberg Guðmundsson,
Egill S. Benediktsson, Guðrún B. Guðmundsdóttir,
Guðrún Benediktsdóttir, Helgi J. Buch,
Sigrún Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
KRISTJÁN ELDJÁRN ÞORGEIRSSON
bóndi í Skógsnesi,
verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugar-
daginn 30. janúar kl. 14.00.
Magnús Kristjánsson, Guðrún Arnarsdóttir,
Erlingur Kristjánsson, Dóra Hlín Ingólfsdóttir,
Þórdís Kristjánsdóttir, Ingvar Jónsson,
Þóroddur Kristjánsson, Elín Tómasdóttir,
Þorgeir Kristjánsson, Sigríður Einarsdóttir,
Davíð Kristjánsson, Drífa Eysteinsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
GUÐRÚNAR STURLUDÓTTUR,
Hjallaseli 41,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á B4 bráðaöldrunar-
lækningadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Kristín Þórisdóttir, Þorkell Samúelsson,
Reynir Þormar Þórisson, Sveinborg Jónsdóttir.
✝
Útför okkar ástkæru
OLGU Þ. HALLGRÍMSDÓTTUR
verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
2. febrúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar-
stofnanir.
Hallgrímur Óskar Guðmundsson, Helga Pálsdóttir,
Sylvía Guðmundsdóttir,
barnabörn og aðrir vandamenn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og útför ástkærs bróður okkar, móðurbróður
og frænda,
EGGERTS KRISTMUNDSSONAR
bónda,
Efri-Brunnastöðum,
Vatnsleysuströnd.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Garðvangi, Garði, fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Elín Kristmundsdóttir,
Anna Scheving Kristmundsdóttir,
Hallgrímur Kristmundsson,
Gísli Scheving Kristmundsson,
Skarphéðinn Scheving Einarsson,
Hannesína Scheving Skarphéðinsd., Guðmundur Steingrímsson,
Svanur Már Skarphéðinsson, Brynja Hafsteinsdóttir,
Kristmundur Skarphéðinsson, Ingunn Lúðvíksdóttir,
Elín Kristín Skarphéðinsdóttir.