Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég fékk úthlutað plássi ííbúð með tveimur prýð-ismönnum, þeim PhilippeMeijers og Anthony Nol- an, en það vill svo skemmtilega til að Anthony er Breti og Philippe er Hol- lendingur. Við vorum svo sem ekk- ert að spá í það fyrr en örfáum dög- um eftir að ég kom hingað út, þá kom Philippe, sá hollenski, storm- andi til mín með tölvuna sína og skelfingarsvip á andlitinu. Hann sýndi mér þar tölvupóst sem honum hafði borist með þeim ógnartíð- indum að forseti Íslands hefði neitað að samþykkja Icesave-samninginn. Hann frétti þetta á undan mér og honum var verulega mikið niðri fyr- ir, hann hafði miklar áhyggjur af því hvernig þetta færi fyrir Hollend- inga,“ segir Einar Kári Björg- vinsson sem nú er staddur í Skot- landi á sex vikna köfunarnámskeiði. Táknræn friðarþrenna „Ég stóð þarna sem fulltrúi minn- ar neitandi þjóðar og tjáði Philippe mína hlið á málinu. Sagði honum að ég gæti alveg skilið hans viðhorf en ég væri óbreyttur Íslendingur sem hefði engan áhuga á að borga klúður einhverra manna sem höfðu verið að reka einkafyrirtæki, og að ég kærði mig ekki um að þessar skuldir lentu líka á börnunum mínum. Ég út- skýrði fyrir honum hvernig málið liti út frá mínum bæjardyrum séð og hann tók það gott og gilt. Við rifumst ekki eða neitt slíkt en þetta hefur ekki verið rætt síðan. Þetta var óneitanlega svolítið skondin uppá- koma og eftir á að hyggja er ótrúleg tilviljun að við þrír, fulltrúar þessara deilandi þjóða, skulum hafa lent saman í íbúð sem við eigum að deila í sex vikur. En þessir íbúðarfélagar mínir eru yndislegir menn, báðir tveir, alveg frábærir félagar. Við, þetta kostulega þríeyki, erum þá kannski ágæt fyrirmynd, táknræn friðarþrenna, því það fer svo vel á með okkur. Þetta snýst kannski allt- af um að tala saman og koma hreint fram og virða sjónarmið allra aðila.“ Hafdjúpin eru vinnustaðurinn Einar Kári hefur verið í fullri vinnu hér heima á Íslandi sem at- vinnukafari undanfarin 12 ár. Hann segir atvinnukafara sinna fjöl- breyttum störfum, nánast öllu sem viðkemur köfun. „Þetta er mjög fjölbreytt starf og engir tveir dagar eins. Við sinnum hafnarviðgerðum, skipaviðgerðum, losum til dæmis netadræsur úr skrúfum skipa og gerum við skips- skrúfur. Við sinnum líka viðgerðum fyrir raforkuverin og þá þurfum við meðal annars að kafa ofan í lón, þrífa til dæmis ísgrindur sem eru skadd- aðar þar sem inntökin eru. Núna vinn ég hjá fyrirtæki sem heitir Köf- unarþjónustan en hún er með marga kafara á sínum snærum sem sendir eru í þau verkefni sem til falla. Áður en ég hóf störf hjá Köfunarþjónust- unni tók ég líka þátt í því að leita að fólki sem hafði drukknað í sjó eða vötnum, en ég geri það ekki lengur.“ Draumurinn að komast á olíuborpall í Noregi Einar hefur oft farið á hin ýmsu námskeið að tileinka sér sérþekk- ingu í starfi. „Á námskeiðinu hér í Skotlandi er ég núna að næla mér í þekkingu til að geta unnið sem kaf- ari við olíuborpalla. Alls konar tæki og tól eru neðansjávar á þessum pöllum, til dæmis eru akkeri sem halda pöllunum föstum og það þarf að vera stöðugt eftirlit með þeim. Svo sest þari og gróður á allt sem er neðansjávar og það þarf að þrífa reglulega. Borholan sjálf þarf líka viðhald og eftirlit, við þurfum að setja upp lagnir úti um allt í sjónum og ýmislegt fleira. En hér í Skotlandi er mikil áhersla lögð á að kenna okk- ur að bjarga öðrum kafara í háska af því að það getur alltaf komið upp á,“ segir Einar og bætir við að kaf- ararnir vinni ekki á pöllunum sjálf- um, heldur hjá ákveðnum fyr- irtækjum sem eru með kafara á sínum snærum sem hafa sérhæft sig í borpöllum. Þessi fyrirtæki eru með báta þar sem öll tæki og búnaður er til staðar og selja sína þjónustu til pallafyrirtækjanna. „Ég fór á þetta námskeið til að geta fengið vinnu við olíuborpalla og draumurinn er að komast til Nor- egs.“ Ekkert vesen og ekkert stress Þó að námskeiðið standi yfir alla virka daga frá fimm til níu, segir Einar að þetta sé á vissan hátt eins og frí fyrir hann. „Þetta er búinn að vera alveg frá- bær tími og það er gott að vera hér í Skotlandi og allir mjög almennilegir. Ég hef ofboðslega gaman af þessu, hér er ekkert vesen og ekkert stress. Og það er gaman að læra nýja hluti og kynnast nýju fólki. Við erum tólf saman í mínum bekk og allt strákar, en oftast eru tvær til þrjár stelpur á kafaranámskeiðum. Þetta er frábær hópur og enginn áberandi leið- inlegur eða erfiður eins og oft vill vera í svona hóp. Ég er eini Íslend- ingurinn en mest eru þetta Skotar, Írar og Bretar og svo Hollending- urinn, vinur minn.“ Þeir vilja íslenska ull Flestir á námskeiðinu eru um þrí- tugt en þó eru nokkrir um tvítugt, en á þeim aldri má byrja að stunda köf- un í Bretlandi. „Við erum tveir sem deilum því að vera þeir elstu, 37 ára,“ segir Einar og bætir við að vin- ir hans tveir, Hollendingurinn og Bretinn sem hann deilir íbúð með, séu aðaldriffjaðrirnar í hópnum. „Það er allt að gerast í kringum þá, þeir eru alltaf að bjóða mönnum í mat og partí. Þeir eru félagslega virkastir allra í hópnum.“ Einar segir heldur hafa verið kalt í Skotlandi, frost yfir tíu gráðum en hann er að sjálfsögðu með íslenska lopapeysu, sokka og vettlinga með sér. „Og nú eru félagar mínir þeir Phil- ippe og Anthony búnir að sannfær- ast um ágæti íslensku ullarinnar og þeir eru svo hrifnir af lopaplöggum mínum að þeir hafa beðið mömmu mína um að prjóna á þá lopapeysur og sokka.“ Icesave-deila hamlar ekki vinskap Íslendingur, Breti og Hollendingur kafa saman í undirdjúpunum Á tímum óleystra Icesave-mála getur verið skondin staða fyrir Íslending að deila íbúð með Breta og Hol- lendingi í sex vikur. Einar Kári kafari lét það ekki á sig fá og varði stöðu hins íslenska almúgamanns. Þríeykið góða Saman á borpallanámskeiðinu í Skotlandi. Einar Kári situr á milli Anthonys og Philippes. Atvinnukafari Einar Kári að störfum neðansjávar við viðgerðir. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FRÆ ársins, verðlaun Háskólans í Reykjavík (HR) fyrir lífvænleg nýsköpunarverkefni, voru veitt í fyrsta sinn í gær. Verðlaunin Fræ ársins 2010 hlutu þeir Ingólfur Harðarson, flugvirki og rafeindavirki, og Jóhannes Loftsson, efna- verkfræðingur og byggingarverkfræðingur. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í nýbyggingu HR. Verðlaunin eru fjár- hagslegur stuðningur og aðstoð við að koma verðlaunaverkefnunum áfram. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að verkefni þeirra Jóhannesar og Ingólfs séu metnaðarfullar tækninýjungar og að þau geti leitt til verulegra umbóta í samfélaginu, sér í lagi varðandi orkunotkun, kostnað og um- hverfi. Uppfinning Jóhannesar er mjög þunnur loft- ræstibúnaður fyrir hús. Búnaðurinn var þróað- ur í samvinnu við bandarískan samstarfsaðila. Þessi búnaður er allt að því tíu sinnum þynnri en tæki sem eru sambærileg að afköstum og eru nú á markaði. Gert er ráð fyrir að búnaður- inn verði aðeins tveggja til sex sentimetra þykkur. Hægt verður að hengja hann upp í loft eða setja inn í veggi og jafnvel gluggakarma. Búnaðurinn á að veita fersku lofti inn í bygg- ingar, leysa rakavandamál og auka heilnæmi húsnæðis. Hann sparar einnig orku miðað við nútíma loftræstitæki. Einkaleyfishugmynd fyrir vöruna er þegar tilbúin. „Ég er að hugsa um að nota verðlaunaféð til að stofna íslenskt fyrirtæki um hugmyndina,“ sagði Jóhannes. „Næsta skref er að byggja frumgerð með einstaka eiginleika. Við höfum þegar smíðað hluta búnaðarins. Þegar frum- gerð er tilbúin kemur til greina að selja notk- unarleyfi á tilteknum svæðum. Einnig að halda vöruþróun áfram og fara síðan út í eigin fram- leiðslu og er ég að leita að fjársterkum sam- starfsaðila sem sér tækifæri í þessu.“ Uppfinning Ingólfs, „Nuevo Vehicles“, er ný tegund af undirvagni fyrir rafknúna bíla. Und- „Ég held að þetta breyti öllu“ Morgunblaðið/Heiddi Fræ ársins 2010 Ingólfur Harðarson (t.v.) og Jóhannes Loftsson við verðlaunaafhendinguna. Verðlaun veitt fyrir nýsköpunarverkefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.