Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fædd- ist á Kópaskeri 14. apríl 1922. Hún lést á Landakotsspítala 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson, f. 1. júní 1884 á Víkingavatni í Kelduhverfi, d. 18. desember 1965, og Björg Indriðadóttir, f. 18. ágúst 1888 í Keldu- nesi í Kelduhverfi, d. 22. janúar 1925. Al- systkini Guðrúnar voru: Árni og Indriði, sem létust í frumbernsku, Jónína Sigurveig, f. 1916, d. 2006, og Björn, f. 1918, d. 2006. Hálfsystk- ini hennar voru: Kristján, f. 1933, d. 1975, Árni Ragnar, f. 1935 og Björg, f. 1944. Guðrún ólst upp á Víkingavatni í Kelduhverfi og á Kópaskeri. Hún varð gagnfræðingur frá Mennta- skólanum á Akureyri 1941. Eftir gagnfræðapróf vann hún við hús- mæðraskólann á Ísafirði en fluttist til Reykjavíkur 1943. Hún vann um nokkurt skeið á skrifstofu Olíu- verslunar Íslands í Reykjavík. Í lok ársins 1948 hóf Guðrún störf við bókhald hjá Áfengis- og lyfjaverslun ríkisins, síðar Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins. Hún var að- albókari frá 1957 til starfsloka 1992. Guðrún var mikill unnandi klassískrar tónlistar. Um nokk- urra ára skeið stund- aði hún nám í píanó- leik, söng, tónfræði og tónlistarsögu við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún var um tíma í Samkór Reykjavíkur og var ein af stofnendum Söngsveitarinnar Fílharmóníu, þar sem hún söng í nokkur ár. Eiginmaður Guðrúnar var Eggert Eggertsson, f. 14. ágúst 1909, aðalgjaldkeri hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þau hófu sambúð um 1960 en hann lést 11. febrúar 1969. Eftir fráfall Eggerts hélt Guðrún heimili með systur sinni Jónínu Sigurveigu, allt þar til Jónína lést sumarið 2006. Eftir það bjó hún ein í íbúð þeirra systra á Dalbraut 16. Útför Guðrúnar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, fimmtudag- inn 28. janúar, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku Gúgú mín nú ertu komin á betri stað þar sem ég veit að þér var tekið opnum örmum. Þú varst mér eins og önnur amma, tókst allt- af vel á móti mér og varst alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Mér þótti alltaf gaman að koma til þín, spjalla og segja þér frá hvað ég hefði verið að bralla. Ég sakna þín sárt og er afar þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig og njóta umhyggju þinn- ar og ástúðar. Ég er ánægð með að þú gast komið í skírn beggja dætra minna og fékkst að kynnast þeim aðeins. Ég kveð þig nú með söknuði og mun varðveita minningu þína um ókomna framtíð. Guð geymi þig, elsku Gúgú. Árdís. Árin sem við Guðrún, mágkona mín, erum búnar að þekkjast eru nú orðin 65. Það er býsna langur tími, allt að því heil mannsævi. Ég man þó ekki eftir því að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða, enda var hún ekkert nema gæðin í minn garð og fjölskyldu okkar Björns. Alltaf var hún boðin og bú- in að hjálpa ef eitthvað bjátaði á og börnunum okkar var hún eins og besta móðir. Það kom því ósjaldan fyrir að litlir hnokkar struku að heiman og fundust eftir mikla leit heima hjá Gúgú og Nonnínu, eins og við kölluðum þær, en þær syst- urnar bjuggu þá saman. Þá var nú borgin okkar minni en hún er nú. Ég minnist með ánægju allra ferðanna sem við fórum saman, bæði innanlands og utan, og sér- staklega voru ferðirnar í sumarhús- in vinsælar hjá börnunum. Árin hafa liðið hratt og margs er að minnast þegar litið er til baka. Forlögin höguðu því svo, að á efri árum okkar lentum við Björn í ná- býli við systur hans, Gúgú og Nonnínu, á Dalbraut 16. Þau Björn og Nonnína kvöddu okkur fyrir fjórum árum og er þeirra sárt saknað. Við Gúgú höfum því verið hér tvær saman í fjögur ár og reynt að styðja hvor aðra eftir bestu getu. En allt tekur enda og nú, þegar hún kveður þetta líf, vil ég þakka henni einstaka samveru sem aldrei bar skugga á. Hvíli hún í friði. Jónína Sigurborg Jónasdóttir. Guðrún föðursystir okkar eða Gúgú, eins og við systkinin köll- uðum hana alltaf, hefur nú fengið hvíldina, sem hún var farin að þrá. Gúgú var búin að vera heilsulítil lengi og hafði það oft á orði, til hvers væri eiginlega verið að teygja lopann. Síðustu mánuðina eftir að krafta þraut dvaldi hún á Landa- koti. Gúgú og Nonna, systir hennar, voru báðar barnlausar og litu á okkur systkinin nánast eins og börnin sín. Í uppvexti okkar voru þær alltaf til staðar fyrir okkur, til- búnar að passa, leyfa okkur að gista og spila við okkur. Sóttum við og mjög til þeirra, sum jafnvel í leyfisleysi. Sumarbústaðaferðirnar með þeim í gamla daga eru okkur ofarlega í minni en þá var oft glatt á hjalla, spilað, leikið, farið í göngu- túra og ekki síst stunduð handa- vinna. Eftir að við eignuðumst börn nutu þau sömu umhyggju og ást- úðar þeirra systra. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að njóta sam- vista þeirra og erum við öll þakklát fyrir það. Skömmu eftir að Gúgú kynntist Eggerti, eiginmanni sínum, fluttust þau í íbúð sína í Sólheimum. Heim- ili þeirra var fallegt og gaman að heimsækja þau þangað. Sum okkar systkinanna dvöldu hjá þeim um skemmri tíma og þá dekraði Gúgú við okkur og Eggert tók okkur sem besti frændi og skemmti með kímni sinni. Eftir fráfall Eggerts bjó Gúgú um tíma í Goðheimum, sömu götu og við. Var þá mikill sam- gangur milli heimilanna og mikið hlustað á klassíska tónlist. Hún hef- ur ótvírætt mótað tónlistarsmekk okkar. Auk þess hvatti hún okkur óspart til að afla okkur sem mestr- ar menntunar. Sjálf hafði hún ekki haft sömu tækifæri. Gúgú var ekki há vexti, en hafði stórt hjarta sem rúmaði mikla ást og væntumþykju til sinna nánustu. Hún átti það til að vera dómhörð og snögg upp á lagið og sagði sína meiningu þótt það félli ekki alltaf í kramið hjá öðrum. Oftast var þó undirtónninn glettinn og glampi í augum hennar. Gúgú hafði ákveðnar skoðanir á öllu og stóð fast á þeim. Hún tjáði sig til dæmis óspart um frammi- stöðu og útlit fjölmiðlafólks og vakti það oft kátínu í kringum hana. Klassísk tónlist átti hug hennar allan og sjálf hafði hún góða söng- rödd. Það var unun að fylgjast með henni njóta fallegrar tónlistar. Hún lygndi aftur augunum og lifði sig inn í þann heim. Hún var kröfuhörð og hafði mjög sterkar skoðanir á því hverjir væru góðir söngflytj- endur og hverjir ekki, enda vel menntuð í þeim efnum. Hún var mikil hannyrðakona og gaf lista- verkin sín í allar áttir. Það eru ófá- ar flíkurnar, útsaumsverkin og dúk- arnir sem hún hefur prjónað, heklað og saumað í gegnum tíðina. Að leiðarlokum kveðjum við Gúgú með miklum söknuði og þökkum henni allar góðu samveru- stundirnar, gæskuna og umhyggj- una fyrir okkur og börnum okkar alla tíð. Við þökkum móður okkar alla þá aðstoð og umhyggju sem hún sýndi Gúgú síðustu árin. Starfsfólki á deildum K1 og L1 á Landakoti flytjum við okkar bestu þakkir fyrir góða umönnun síðustu vikurnar. Hvíl þú í friði, elsku Gúgú, og þakka þér fyrir allt, við munum ætíð geyma bjarta minningu þína. Sigurbjörg, Guðmundur, Björg og Sigrún Þóra. Söknuður fylgir fráfalli Guðrún- ar, frænku minnar, eða Gúgúar eins og hún var kölluð meðal okkar í fjölskyldunni. Hún var samvisku- söm, nett og snyrtileg kona og var fljótt falið að gegna ábyrgðarstörf- um. Náin tengsl móður minnar Kristveigar og Ástu systur hennar, við þær systur, Gúgú og Nonnínu voru mikil, en þær voru systkina- börn og voru hluti af fjölskyldunet- inu sterka frá Víkingavatni. Sam- leið mín með Gúgú byrjaði því snemma og voru jólaboðin á jóladag mjög minnisstæð, en þær systur voru um árabil með fjölskyldu minni á heimili afa og Ástu frænku. Þá var til siðs að fara í jólaleiki, sem var mjög skemmtilegt. Nonn- ína frænka stjórnaði þeim af mikl- um myndarbrag. Minnist ég einnig samveru um jólin með Birni bróður þeirra og hans fjölskyldu. Það var ávallt mjög gaman að hitta þær systur og var mikið spjallað um menn og málefni. Minnist ég Spán- arferðar með þeim og fleiri ætt- mennum, aðstoðar í kosningakaffi í Glaumbæ í gamla daga, setu í kjör- deild í kosningum og óteljandi ferða í berjamó, en í fjölskyldunni reyn- ast vera margir berjasjúkir einstak- lingar og gátum við legið tímunum saman í móunum. Þær systur komu oft í heimsókn í sumarhús foreldra minna og ömmu og afa og var margt spjallað. Eftir að ég eign- aðist mína fjölskyldu og börn, var Gúgú áfram þátttakandi í viðburð- um okkar og barna, Bryndísar, Jó- hanns og Baldvins. Hún var þeim ákaflega kær og sýndi málefnum þeirra mikinn áhuga. Eiga þau margar góðar og hlýjar minningar um hana. Gúgú, frænka mín, var mjög tón- elsk og hafði næmt tóneyra. Hún söng um árabil í kórum og var ein af stofnendum Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Ekki má gleyma handavinnu hennar og sá maður þær systur sjaldnast sitja auðum höndum. Heimili þeirra systra, en þær bjuggu saman hin síðari ár, var ávallt hreint og snyrtilegt og handbragð þeirra víða innan um fallega muni. Hin síðari ár er heilsa þeirra systra var farin að gefa sig, átti ég oft erindi til þeirra, enda bjuggu þær í nálægð við mig. Til Gúgúar kom ég oft á Dalbrautina í spjall og kaffisopa. Gaman var að ræða við hana, hafði hún sterkar skoðanir og sagði umbúðalaust hvað henni fannst um menn og mál- efni. Hennar lán var að búa við hlið mágkonu sinnar Jonnu og höfðu þær mikinn félagsskap hvor af ann- arri eftir að þær urðu einar. Merkja mátti sorg og söknuð vegna móðurmissis, en hún varð móður- laus aðeins á þriðja ári. Hún kveið ekki umskiptunum og beið endur- funda við Eggert maka sinn, sem hún missti alltof snemma. „Hjá honum mun ég hvíla og þar á ég minn stað,“ sagði hún við mig skömmu fyrir andlát sitt. Síðustu mánuði dvaldi hún á spítala og beið vistunar á hjúkrunarheimili. Það átti ekki vel við hana. Heimsóknir til hennar urðu tíðar og bað hún oft Baldvin, eiginmann minn, að koma og spjalla, sem þau gerðu umbúða- laust og fór vel á með þeim. Við Baldvin og börnin okkar þökkum Gúgú gæði og trygglyndi. Sendum Jonnu, bróðurbörnum og afkom- endum, sem voru hennar fjölskylda, okkar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín, kæra frænka. Sigríður Jóhannsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir ✝ Svanþrúður(Svana) Frí- mannsdóttir fæddist í Hafnarfirði 7. janúar 1930. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 20. janúar sl. Foreldrar Svan- þrúðar voru hjónin Frímann Þórðarson, málari í Hafnarfirði, f. 23. apríl 1893, d. 3. júní 1979, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 16. febrúar 1893, d. 9. júní 1979. Systkini Svanþrúðar eru Gróa, f. 1919, Ólafur, f. 1921, d. 1987, Elín, f. 1924, d. 2006, Þorsteinn, f. 1926, d. 1982, Guðjón, f. 1928, og Einar Frímannsson, f. 1931, d. 2004. Eiginmaður Svanþrúðar var Sig- urvin Snæbjörnsson bygginga- meistari úr Vestmannaeyjum, f. 29. mars 1926, d. 16. janúar 1997. Börn þeirra eru: 1) Guðný, f. 28. nóvember 1947, maki Kristinn Atlason, börn þeirra eru Svanhild- ur, Aðalbjörg Sif og Kjartan Geir. 2) Guðný Ó., f. 1950, maki Kaare Solem, börn hennar eru Steinunn (Viðarsdóttir) Poulsen, Sigurvin (Joshua) Viðarsson og Helga Madsen. 3) Sif, f. 5. desember 1951, maki Jón L. Sigurðsson, sonur þeirra er Sigurvin. 4) Ethel Brynja, f. 29. maí 1956, maki Daní- el Sigurðsson, börn þeirra eru Anna Dag- mar, Svanur, Tinna Sif og Aron Örn. Auk þess á Svanþrúður 14 barnabarnabörn. Svanþrúður ólst upp í Hafnar- firði en fluttist ung til Vestmanna- eyja með verðandi eiginmanni sín- um og hóf þar búskap. Þau giftust 10. janúar 1948, eignuðust börn sín í Eyjum og fluttust til Hafnar- fjarðar 1959 þar sem maður henn- ar starfaði við húsamíði. Svan- þrúður vann við aðhlynningu á Vífilsstöðum og á Landspítala Ís- lands. Útför Svanþrúðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, fimmtudaginn 28. janúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma Svana. Alltaf þegar við keyrum í búðina vil ég kíkja í heimsókn því þannig var rúnturinn alltaf, ef við fórum í Samkaup kom- um við í kaffi til þín. Ég sakna þín og ég er nokkuð viss um að þar sem þú ert farin til Guðs hafir þú tekið húsið þitt með þér og nú sé ekkert hús á Laufvangi lengur. Mér finnst heldur ekki sanngjarnt að ég fái ekki aftur að kyssa þig og knúsa. Ég dansaði alltaf fyrir þig og þótti svo skemmtilegt að fá að leika með þér. Þú lést börnunum líða eins og það væri ekkert annað sem þyrfti að gera, það var ekkert til nema þau og þú gafst þeim þig alla. Mömmu er einstaklega minnisstætt þegar þú komst í sumarbústaðinn með okkur síðasta sumar og ég bað þig að koma út að leika, þegar mamma svo leit út sátum við saman í mölinni, þriggja ára pían og áttræð konan, að skoða blóm. Ótrúlega flottar saman. Þú varst alltaf tilbúin til að passa okkur og meira að segja rétt áður en þú varst lögð inn á spítala léstu mömmu vita eins og svo oft áður að það væri minnsta málið að vera með okkur stelpurnar. Undanfarin ár bættust líka fjöl- mörg barnabörn í hópinn og það nýjasta aðeins 19 dögum áður en þú kvaddir, þú varst orðin svo spennt að hitta litlu dísina og það er svo gott að það gekk eftir, annars er ég nokkuð viss um að þú hefðir beðið eftir henni. Þú varst nefnilega alltaf svo þolinmóð og tilbúin að bíða eftir börnunum þínum. Þegar þú hittir pabba minn tókstu honum opnum örmum og eins og hefur svo vel komið í ljós mynduðust milli ykkar sterk tengsl og mamma veit að þér hefði ekki þótt vænna um hann þótt hann hefði verið af þínu eigin holdi og blóði. Hann hikaði heldur aldrei við að gantast í þér og þú í honum, mömmu fannst oft eins og þið vær- uð unglingar við eldhúsborðið þitt. Þar var mikið hlegið við hlaðið borð af smákökum auk ógleymanlegu brúnkökunnar þinnar með hvíta kreminu. Hennar og vanilluhringj- Svanþrúður Frímannsdóttir ✝ Sigríður KarítasKristjánsdóttir fæddist 28. mars 1913 á Halldórsstöðum í Kinn. Hún lést á dval- arheimilinu Hvammi, Húsavík föstudaginn 22. janúar sl. Foreldrar hennar voru Kristján Annas Sigurðsson, bóndi á Halldórsstöðum, f. 1858, d. 1952, og Guð- rún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1875, d. 1937. Sigríður var næstyngst fimm systkina. Þau voru Theódór, f. 1899, d. 1928, Helga, f. 1905, d. 1951, Þórhallur, f. 1907, d. 1981, og Finnur Frímann, f. 1916, d. 1994. Uppeldisbróðir þeirra var Björn Böðvarsson f. 1911, d. 1998. Þegar Guðrún móð- ir hennar lést tók Sig- ríður við húsmóð- urhlutverkinu á Halldórsstöðum. Við andlát Kristjáns föð- ur hennar tóku Sig- ríður og Þórhallur við búinu ásamt Birni, uppeldisbróður sín- um. Við fráfall Þór- halls fluttu Sigríður og Björn til Húsavík- ur og bjuggu þar til dauðadags, síðustu árin á dval- arheimilinu Hvammi. Útför Sigríðar fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag, fimmtudaginn 28. janúar, og hefst athöfnin kl. 14. Sigga stórfrænka mín og góð vin- kona er dáin. Þar verður til stórt skarð sem erfitt verður að fylla upp í. Ég var tíður gestur hjá Siggu minni, fyrst á Baughólnum hjá henni og Bjössa og síðar hjá þeim á dvalarheimilinu Hvammi. Og eftir að Bjössi dó var það bara Sigga sem ég heimsótti, eða ekkert bara, hún var mér kær frænka og ekki síður vinkona eða eins konar amma kannski. Alltaf var jafn gott að sjá hana Siggu mína. Við sátum og spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar, stundum í smástund og stundum lengi lengi. En hún gerði aldrei neina kröfu um að maður stoppaði lengi eða kæmi oft. Hún sagði alltaf að henni þætti vænt um heimsókn- irnar en tók það jafnframt fram að ég ætti ekki að koma nema ég hefði tíma til þess. Ég hef oft sagt að ég heimsótti Siggu frænku ekki af skyldurækni, heldur af því mér þótti gaman að heimsækja hana og það var ljúft að koma til hennar. Hún var yndisleg kona. Sigríður Karítas Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.