Morgunblaðið - 28.01.2010, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.01.2010, Qupperneq 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 ✝ Jóhannes BekkIngason fæddist á Ísafirði 9. desember 1955. Hann lést á heimili sínu á Sel- tjarnarnesi fimmtu- daginn 21. janúar sl. Foreldrar hans eru hjónin Ingi Einar Jó- hannesson frá Dynj- anda í Grunnavík- urhreppi, f. 19. janúar 1932, og Gunnur Guð- mundsdóttir (Gógó) frá Oddsflöt í Grunnavíkurhreppi, f. 15. mars 1934, d. 8. desember 2007. Bræður Jóhannesar eru 1) Elvar Guðmundur f. 23. janúar 1959, maki Dagný Selma Geirs- dóttir f. 26. maí 1959, börn a) Gunn- ar Ingi f. 14. janúar 1986. b) Dag- björt Sunna f. 13. maí 1995. 2) Brynjar f. 27. maí 1966, maki Guð- björg Ragnheiður Jónsdóttir f. 5. ágúst 1969, börn a) Sævar Þór f. 4. ágúst 1992. b) Víðir Kári f. 3. apríl 1995. c) Laufey Lóa f. 2. júní 1997. Jóhannes giftist 7. júlí 1991 í Staðarkirkju í Grunnavík eftirlif- andi eiginkonu sinni Öldu Svanhildi Gísladóttur frá Hausthúsum í Eyja- hreppi, f. 17. febrúar 1953, kennara við Hagaskóla. Foreldrar hennar voru Gísli Sigurgeirsson, f. 18. júní arnesi að undanskildum árunum 1988-1997 þegar þau voru á Varma- landi í Borgarfirði þar sem Alda var aðstoðarskólastjóri við Varma- landsskóla. Jóhannes hóf þá nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst þaðan sem hann útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræðum. Að námi loknu starfaði Jóhannes í Borgarnesi þar til þau Alda fluttu aftur á Seltjarnarnesið. Eftir það starfaði hann við tryggingaráðgjöf þar til hann hóf kennslu, fyrst við Valhúsaskóla og síðustu árin við Austurbæjarskóla. Síðustu árin vann hann auk kennslunnar við rútubílaakstur og þá mest hjá Kynnisferðum ehf. Árið 1989 komu þau Jóhannes og Alda sér upp sum- arbústað í landi Helgavatns í Borg- arfirði sem síðan hefur verið sælu- reitur fjölskyldunnar. Þar hafa skapast hefðir sem leitt hafa til þess að þar hefur oft á tíðum verið margmenni ættingja og vina. Síð- ustu tvö árin naut hann þess að eiga lítinn skemmtibát með Jóni Þór syni sínum sem veitti fjölskyldunni mikla ánægju. Þá hafði Jóhannes mikla ánægju af ferðalögum, bæði innanlands sem utan. Útför Jóhannesar Bekk fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar 1915, d. 12. ágúst 1994, og Auðbjörg Bjarnadóttir, f. 27. júlí 1915, d. 7. júní 1993, ábúendur í Hausthúsum. Sonur Jóhannesar og Öldu er Ingi Einar, f. 10. maí 1983, sambýlis- kona hans er Aðal- björg Sigurðardóttir, f. 16. apríl 1984. Alda var áður gift Þorleifi Alexander Jónssyni frá Þverá í Eyja- hreppi, f. 14. janúar 1950, d. 17. febrúar 1980, og áttu þau soninn Jón Þór, f. 7. september 1974, sem Jóhannes gekk í föð- urstað. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum og bræðrum í Túngötunni á Ísafirði og stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Á Ísafirði stundaði hann öll almenn störf samhliða námi og eftir það, meðal annars við fiskvinnslu og í kjötvinnslu. Jóhannes var við nám í Samvinnuskólanum á Bifröst 1976- 1978 og flutti eftir það til Reykja- víkur. Þar starfaði hann hjá Sveini Björnssyni hf. og síðar hjá tölvu- deild Sambandsins. Jóhannes og Alda bjuggu allan sinn búskap á Lambastaðabraut 13 á Seltjarn- Elsku pabbi minn, nú er þessum kafla lokið og eitthvað nýtt tekur við hjá okkur öllum. Fyrir 30 árum tókst þú að þér lítinn ofdekraðan dreng og lagðir þitt af mörkum til að gera þennan dreng að stoltum manni. Og … já, ég er stoltur maður í dag og ekki síst stoltur af þér. Fyrirgefningin er eitt það sem þú kenndir mér að væri mikilvægur hluti af lífinu. Það var þér mikið kappsmál að vera ekki ósáttur við neinn. Ég sé það núna hversu mikils virði það er fyrir okkur öll að þú hélst þig við þetta mottó allt fram á síðasta dag og kvaddir heiminn í fullri sátt við alla. Þetta lífsmottó þitt ætla ég að tileinka mér og ég veit að þá mun ég skilja jafn sáttur og þú við þennan heim. Tvímælalaust voru okkar stundir um borð í Stóra Vísundi þær stundir sem við náðum langbest saman. Ferð- ir okkar um Ísafjarðardjúpið voru okkar bestu stundir þar sem „kallinn“ kenndi guttanum. Það er ekki spurn- ing að þú munt vera með mér í anda í hvert sinn sem ég sigli hér eftir og mun ég auðvitað nýta hvert tækifæri sem gefst til að sigla inn í Lónafjörð. Að lokum finnst mér nauðsynlegt að þakka þeim hjá Hjúkrunarþjón- ustunni Karitas fyrir ómetanlega hjálp og stuðning. Án þeirra hefðu þessar síðustu vikur okkar saman aldrei verið eins ljúfar og þær voru. Elsku pabbi, ég veit að þér líður betur núna og þarft ekki að berjast. Við hin munum passa upp á hvert annað og vitum að þú munt fylgjast með okkur. Ég hlakka mikið til að hitta þig aft- ur. Þinn, Jón Þór. Fimm eða sex ára drengur „nuðar“ í stóra bróður sínum um að spila plöt- urnar með uppáhaldslögunum sínum, þar sem Ævintýri og bláa safnplata Bítlanna eru fremstar í flokki. Sæl- ustundir þegar stóri bróðir gefst upp á „nuðinu“ og setur plöturnar á fón- inn. Þegar hann er ekki heima stelst drengurinn í að spila sitt uppáhald þó að það hafi verið harðbannað. Þá og síðar á lífsleiðinni reynir stóri bróðir með lagni að koma öðrum lögum að og uppfræða drenginn og síðar full- orðinn manninn um sína uppáhalds- tónlist, helst á töluverðum styrk. Drengnum finnst hún þó á köflum vera helst til tormelt fyrir sinn smekk en tekur þó sönsum með flest af þessu þegar fram líður og margt af því smýgur inn og er þar enn. Tólf ára drengurinn flýgur einn til Reykjavíkur í boði stóra bróður og eyðir með honum páskafríinu. Farið er út um allt á Mini-inum sem drengnum finnst þó varla geta tekið neitt annað en bílstjórann. Margt ber fyrir augu og eyru og drengnum eru sýnd hin ýmsu undur og stórmerki stórborgarinnar. Til dæmis Bleiki pardusinn í bíó og síðan skundað á Fjarkann þar sem stóri bróðir pantar „hammara“, franskar, sósu og kók, setur fyrir framan drenginn og segir honum að borða. Drengurinn sem fram að þessu hafði lítið upplifað ann- að en hefðbundnar afurðir sjávar og sveita þorir ekki annað en að hlýða. Stóri bróðir sem sótt hafði um inn- göngu í háskóla „uppí sveit“ ýtir við drengnum, sem nú er orðinn fullorð- inn, um að sækja um inngöngu í sama skóla. Stóri bróðir býr ásamt sinni fjölskyldu í aflögðum Húsmæðra- skóla ekki langt frá og sækir skólann þaðan. Tengsl bræðranna verða sterkari og ýmislegt er brallað innan og utan skólans og með fjölskyldu stóra bróður. Þarna myndast „Varmelandsafdeling“ og Óli skans fer að festa sig í sessi sem árlegur við- burður. Ótímabært andlát Jóa bróður hefur undanfarna daga leitt fram fjölda minninga um samferð okkar í gegn- um lífið, allt frá barnæsku minni fram á síðasta dag. Þrátt fyrir aldursmun einkenndust samskiptin ávallt af hlýju og virðingu í garð hvor annars og aldrei minnist ég þess að við höfum skilið ósáttir. Hann vildi heldur aldrei skilja ósáttur við neinn fengi hann einhverju ráðið þar um. Væntum- þykja einkenndi alltaf Jóa og þegar hann hitti og kvaddi fólk beið alltaf faðmlag og kossar. Árin okkar í Borg- arfirðinum efldu og dýpkuðu tengslin og vináttuna. Þar kom betur í ljós hvað við vorum líkir með margt og vorum um margt svipað þenkjandi. Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar og erfitt er að sætta sig við að þú skulir vera farinn. En mest finnst mér þó um vert að þið fjölskyldan á Nesinu skylduð hafa náð að vera sam- an þennan tíma þegar vitað var að hverju stefndi og að ég skyldi ná að kveðja þig, Jói minn, áður en þú fórst. Ég sakna þess að hafa ekki lengur tíma til að ræða það sem var órætt okkar á milli og ógert það sem við ætl- uðum og vildum hafa gert. En við finnum stað og stund til þess þó að síðar verði. Hvíl í friði, elsku Jói minn. Þinn bróðir, Brynjar. „Hæ gæ!“ Er kallað á móti mér þegar ég kem inn um dyrnar á Lambastaðabrautinni, lög með Jimi Hendrix eru á fullu inni í tölvuher- bergi og við tölvuna situr Jói frændi og segir við mig að nú skuli ég fara að fíla almennilega tónlist í staðinn fyrir þetta rusl sem ég sé búinn að vera að hlusta á. Ég fæ mér sæti og eftir dá- góða stund höfum við í sameiningu hlustað á og skoðað vel valin lög og vídeó með hinum ýmsu tónlistar- mönnum og hljómsveitum sem hann náði síðan að stimpla inn í hausinn á mér með ýmsum brögðum. Þetta var aðeins ein af þeim mörgu stundum sem við áttum saman og eru þær ógleymanlegar. Jói var sá sem ég gat alltaf leitað til þegar ég þurfti að fá einhver svör – hann hlustaði á allt sem mér lá á hjarta, sama hvað það var – þó svo að það væri ekki nema að hlæja saman og gera grín hvor að öðrum. Ég leit mikið upp til hans og geri það enn, hann var gull í mínum augum. Það var alltaf hægt að stóla á að hann væri til staðar, traustur vinur og fyrirmyndar frændi sem tók á móti manni með opnum örmum hvenær sem var. Elsku Jói frændi, þín verður sárt saknað. Þinn, Gunnar Ingi. Ég hef þekkt Jóhannes Bekk frá því ég man fyrst eftir mér. Við höfum verið samferða í gegnum lífið og þeg- ar komið er að leiðarlokum er sökn- uðurinn sár. Þessi glæsilegi, hug- djarfi vinur og frændi skilur eftir sig margar fallegar minningar sem mig langar að þakka lítillega fyrir og minnast. Jóhannes Bekk, eða Jói Bekk eins og hann var yfirleitt kallaður, ólst upp á Ísafirði. Foreldrar hans voru þau Ingi Einar Jóhannesson frá Dynj- anda í Jökulfjörðum og Gunnur Guð- mundsdóttir frá Oddsflöt í Grunna- vík, en hún er látin. Þau byggðu sér heimili á Ísafirði og var Jói elstur af þremur bræðrum. Elvar Guðmundur næstur í röðinni og Brynjar yngstur. Í febrúar á síðasta ári greindist Jói með æxli og var það tekið og kom þá í ljós við rannsókn að það reyndist ill- kynjað en talið var að tekist hefði að koma í veg fyrir útbreiðslu þess með aðgerðinni. Nú í nóvember fór Jói að finna aftur til og kom í ljós að æxli var farið að myndast aftur og byrjaði hann í lyfjameðferð í desember og var í meðferð þegar hann lést. Ekki átti maður von á því að þú færir svona fljótt, frændi minn. Við hjónin sátum hjá þér síðasta sunnu- dag sem þú lifðir og spjölluðum sam- an um heima og geima. Rifjaðir voru upp gamlir tímar, sögur sagðar og skemmtum við okkur yfir ýmsum at- burðum og atvikum sem átt höfðu sér stað. Þremur dögum seinna varstu allur. En nú ertu laus við þjáningarn- ar og tekinn við nýju hlutverki. Það er erfitt að horfa á eftir kærum vini og minningarnar hrannast upp. Mikið var brallað þegar við vorum púkar á eyrinni. Bátur smíðaður og róið á Pollinum. Ætli við myndum treysta okkar börnum að róa á Lífsháska eins og báturinn var síðar nefndur og bar hann nafnið með rentu. Stórhættuleg fleyta. Einnig var oft farið á skíði fyrir ofan gamla dagheimilið áður en farið var upp í Stóru-Urð. Síðar fullorðnir menn og alltaf var Jói mættur þegar verið var að fagna hjá mér hvort sem það var við fæðingu frumburðarins eða önnur tækifæri. Hann birtist bara allt í einu, öllum að óvörum og lífgaði upp á tilveruna. Ég er þakklátur frænda mínum fyrir að hafa notið órofinnar vináttu hans þessa rúmu hálfu öld sem við áttum samleið, og jafnframt þakka ég og fjölskylda mín allar samveru- stundir nú þegar komið er að kveðju- stund. Ekkju hans, Öldu Svanhildi Gísladóttur, sonum og tengdadóttur vottum ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Einar Rósinkar Óskarsson. Fallinn er frá langt um aldur fram kær frændi minn og vinur Jóhannes Bekk Ingason. Frá því ég fyrst man eftir mér var Jói hluti af lífi mínu. Við ólumst upp eins og bræður og vorum saman öllum stundum. Í uppvextin- um á Ísafirði hittumst við nær dag- lega og brölluðum ýmislegt eins og stráka er háttur. Við sulluðum í fjör- unni, fórum í fjallgöngur og tókum þátt í leikjum og jafnvel styrjöldum milli efri- og neðribæjar. Góðar minningar frá æskudögum norður í Jökulfjörðum við veiðiskap og leiki ylja mér á þessum erfiðu tímamótum, en fjölskyldur okkar voru með þeim fyrstu sem lögðu leið sína á hverju sumri í eyðibyggðirnar norðan Djúps, þangað sem ræturnar lágu. Við vorum ekki háir í loftinu þegar við fórum eitt sinn tveir í fjall- göngu inn í Dynjandisfjall og fórum upp undir Brattahjalla þar sem við sátum drykklanga stund og fylgd- umst með tveimur kjóum gera at- rennu hvað eftir annað að haferni, sem sveimaði í uppstreyminu hring eftir hring. Þeir glefsuðu í risastóra vængina og fipaðist þá risanum flugið stutta stund, en alltaf rétti hann sig af og hnitaði tígulega hringi þar til næsta atrenna hófst. Okkur fannst eins og við værum að horfa á orrustu- þotur í návígi við fljúgandi virki. Löngu seinna hvarflaði að okkur að ef til vill hefði assa haft augastað á okk- ur sjálfum sem góðum bita fyrir unga sína. Líklegt má telja að návígið við náttúruna í Fjörðunum og leiðbein- ingar eldra fólksins hafi mótað barns- hugann þannig að ferðalög og nátt- úruskoðun voru jafnan ofarlega á baugi hjá Jóa. Ég trúi að hann hafi notið sín í störfum sínum við akstur með ferðamenn um landið. Eins og gengur lágu leiðir okkar í sitt hvora áttina á unglings- og full- orðinsárum, en ávallt hélst vináttan sú sama. Við fundum það vel nú síð- ustu vikurnar í baráttunni að það þurfti ekki að hafa mörg orð til að tjá væntumþykju á milli okkar. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Jói var vinmargur og frændrækinn með afbrigðum. Hann kom sér sér- lega vel við börn og unglinga, sem sóttust eftir návist hans, talaði við þau sem jafningja með hæfilegri blöndu af fróðleik og græskulausu gamni. Ég tel að hann hafi verið kominn á rétta hillu í lífinu við kennslu unglinga síð- ustu árin. Börnin mín minnast hans sem góðs vinar og félaga og veit ég að svo er um fleiri. Ég vil þakka Jóa fyrir samfylgdina, hann hafði mikil áhrif á líf mitt og minnar fjölskyldu. Foreldrum mínum reyndist hann vel og veit ég að faðir minn saknar góðs vinar. Um leið og ég kveð frænda minn og bið honum Guðs blessunar, færum við fjölskylda mín Öldu, Jóni Þór, Inga Einari, Að- albjörgu og Inga innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Kr. Eydal. Kveðja frá Koníaksklúbbnum Í dag er lagður til hinstu hvíldar góður drengur, vinur okkar og félagi Jóhannes Bekk Ingason. Hann varð að játa sig sigraðan eftir stutta en af- ar snarpa baráttu. Jóhannes var litríkur karakter og sannkallaður gleðigjafi. Hann um- luktu jákvæðir straumar enda lundin létt og litrík. Hann var uppfinninga- samur, átti auðvelt með að sjá að- stæður í kómísku ljósi og bjó yfir af- burða skemmtilegri frásagnargáfu, þegar Jói sagði frá lagði fólk við hlust- ir. Hann var Vestfirðingur og var mjög stoltur af þeim uppruna, hafði sterkar rætur og öflugt bakland. Hann var skemmtilegur maður og hrókur alls fagnaðar. Honum var ein- hvern veginn eiginlegt að grípa at- hygli viðstaddra ómeðvitað og fyrir- hafnarlaust, hvar sem hann var, t.d. í margfrægum vísindaferðum, ferðum á erlenda grund, þorrablótum eða öðrum þeim samkomum af ýmsum toga sem viðhafðar voru. Landsfræg- ar eru fyrir löngu orðnar síðsumar- veislur Jóa og Öldu á sumarsetri þeirra í Þverárhlíð þar sem bóndinn stóð við baunasúpupottinn í öllu sínu veldi og sauð í gesti sína sem gjarnan voru taldir í tugum. Það fór ekki framhjá neinum að þar fór maður sem kunni sitt fag og vissi hvað matur var. Kynni okkar hófust á Bifröst fyrir rúmum 22 árum í fyrstu (og jafnframt bestu) frumgreinadeild sögunnar þar á bæ. Við rifjum upp allar skemmtilegu dellurnar sem hann leyfði okkur að deila með sér. Áhugi á danskri menn- ingu, Kim Larsen, Jibbí Larsen, Varmalandsafdelingen, Gammel dansk. Allt upp á dönsku – keyrt í skólann daglega með Kim Larsen á fóninum. „Vinnufundir“ jafnvel um helgar og þar voru dönsk áhrif í heiðri höfð í mat og drykk, að ógleymdum rússnesku karlakórunum. Okkar félagsskapur hefur staðið óslitið í þessi rúmlega tuttugu ár og er nú stórt skarð fyrir skildi. Við höfum allan þennan tíma haldið góðu sambandi og árshátíðir koníaks- klúbbsins hafa frá upphafi verið afar vel heppnaðar. Síðasta árshátíð var haldin 9. janúar sl. og þó svo að þá hafi verið nokkuð ljóst í hvað stefndi, tók Jói þátt í henni eftir fremsta megni. Í framhaldi fórum við í Borgar- fjarðarferð 16 janúar sl. þar sem kom- ið var við á helstu stöðunum, þ.e. gömlu óbreyttu setustofunni á Bif- röst, Sumarhúsi Öldu og Jóa, fjósinu á Helgavatni og loks var endað í Hjarðarholti. Við vissum öll að þetta gat vel orðið síðasta ferðin okkar sam- an og verður hún öllum ógleymanleg. Þú ert hér þó hljóðni rödd um stund, hlátur þagni og grallarastrik bíði, þín minning er um góðan gleðifund og glettna sögu, – við sjáumst í næsta stríði. Takk fyrir samveruna góði vinur, við vitum að þú bíður okkar við Gullna hliðið þegar þar að kemur og býður okkur velkomin með þínum hætti. Kannski með baunasúpu, Gammel dansk og góðri sögu. Fjölskyldu Jóhannesar sendum við hugheilar samúðarkveðjur og treyst- um því að góður Guð styrki ykkur við erfiðar aðstæður. Minningin um góð- an dreng lifir. Sigurður Jack og Anna, Ívar og Sesselja, Stefán og Guðlaug, Helgi og Helga, Þorvaldur og Hrefna. Væntumþykja er voldugt tvíeggjað sverð því um leið og hún getur fært ómetanlega gleði og ánægju getur hún falið í sér sársauka sem engu er líkur. Þrátt fyrir það dylst engum að hver sá sem opnar hjarta sitt og getur látið sér þykja vænt um aðra er ríkur. Jóhannes Bekk Ingason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.