Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 anna verður saknað, sérstaklega á jólum. Vertu blessuð, elsku amma Svana, við söknum þín. Kveðja, snúllurnar þínar, Ethel María Haukdal Jónsdóttir, Eyrún Arna Haukdal Jónsdóttir. Elsku amma Svana, mikið sakna ég þín. Þegar ég fékk símtalið og var sagt að þú værir farin dofnaði ég upp. Ég trúði því ekki að þú vær- ir í alvöru dáin. Þú varst búin að vera veik undanfarið og við vissum svo sem öll hvað væri framundan. Þess vegna sögðu líka margir „mik- ið var nú gott að hún fékk hvíldina“ eða „loks fékk hún að fara bless- unin“. Ég veit að þú vildir ekki vera veik og undir það síðasta varstu að hverfa, þegar ég horfði í augun þín fann ég þig ekki alltaf, ég veit að þú varst farin að þrá að fara og hitta afa. Ég er fegin þín vegna að þú hefur fengið hvíld og þarft ekki að þjást lengur, en mín vegna er ég ekki fegin því ég sakna þín. Í sjálfs- elsku minni óskaði ég þess að þú myndir hressast nógu mikið til að geta farið aftur heim á Laufvang- inn. Ég vil bara hafa þig hjá okkur áfram. Það var alltaf svo yndislegt að koma í kaffi til þín. Eftir að ég flutti í Hafnarfjörðinn var það sjálf- gefið að kíkja til þín eins oft og færi gafst, aldrei sjaldnar en einu sinni í viku. En þótt ég kæmi ekki í kaffi á hverjum degi leið aldrei langt á milli símtala. Þegar ég var barn var ég mikið hjá þér og afa, ég man ekki mikið eftir þeim tíma en er nokkuð viss um að sá tími lagði grunn að þeirri miklu vináttu sem við áttum seinna meir. Þú varst ekki bara amma mín, þú varst vinkona mín, svo ótrúlega sönn og trú, alltaf til staðar með góð ráð og hreinskilin með eindæmum. Við töluðum um allt sem skipti máli og það sem engu máli skipti. Það var svo gott að tala við þig og sjá hvernig þú ljómaðir þegar þú talaðir um afa Siffa og um barnabarna- börnin ykkar. Fjölskyldan skipti þig miklu máli og við vorum á einu máli um það að fjölskyldan og tími með henni væri mun meira virði en ver- aldlegir hlutir. Enda elskum við þig ótrúlega mikið, eins og þú okkur. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir það hvernig síðasta árið og síðustu vikurnar þínar voru í faðmi fjöl- skyldunnar. Þú brostir allan hringinn á af- mælisdaginn þegar við fengum okk- ur kaffi á Laufvanginum með allri fjölskyldunni. Mömmu þótti mikil- vægt að þú fengir að eyða deginum heima og það var rétt. Mamma þekkti þig líka svo vel. Við töluðum líka mikið saman um hana mömmu, þér þótti undurvænt um hana og varst afskaplega stolt af henni. Nú tek ég við því mér finnst hún líka vera svo ótrúlega flott, ég átti ykkur tvær, nú á ég hana og ég skal passa hana fyrir þig því ég veit að hún verður alltaf litla barnið þitt. Elsku amma Svana, mikið sakna ég þín. Ég man þig ávallt og ég man afa. Armbandið sem þið gáfuð mér hef ég ekki tekið af mér öll þessi ár og mun ekki taka það af mér, það er hjá mér sem hluti af ykkur. Amma ég elska þig og ég bið svo vel að heilsa afa. Saknaðarkveðja, Anna Dagmar. Amma var yndisleg kona, góður vinur, gjafmild og vildi alltaf að öll- um liði vel. Þegar ég hugsa um ömmu mína sé ég hana brosa, hún var alltaf brosandi og með dökk- rauðan varalit, það var hennar að- alsmerki. Þegar ég – Aron Örn – var í Iðnskólanum fór ég oft til ömmu ef ég var í eyðu. Hún var allt- af gestrisin og borðið svignaði und- an kræsingum. Hún tók líka alltaf vel á móti mér og vinum mínum, hvort sem hún hafði hitt þá áður eða ekki. Eftir matinn var afskaplega gott að hvíla sig á sófanum hennar meðan amma heklaði eða horfði á sjónvarpið. Þegar amma frétti að ég – Tinna Sif – væri á leiðinni í Háskólann varð hún svo hamingjusöm, amma fékk ekki mörg tækifæri til mennt- unar og óskaði þess að við fengjum þau tækifæri sem hún fór á mis við. Hún var svo stolt af stelpunni sinni sem hafði loks tekið ákvörðun um að ganga menntaveginn. Þegar ég kláraði stúdentinn gaf hún mér gull- armband sem ég ber á hverjum degi og minnist ömmu minnar. Hún var góð kona og var löngum stundum heima hjá okkur. Það verður skrítið að rekast ekki lengur á hana heima, að taka til, strauja og spyrja hvort maður hafi nokkuð borðað. Amma var svo góð og vildi allt fyrir börnin sín gera, þegar við gistum hjá ömmu var allt leyfilegt og okkar óskir voru í fyrirrúmi. Þar var eng- inn neyddur til neins, eins og að borða mat sem maður ekki vildi. Nei hún amma spurði hvað okkur lang- aði í og það fengum við, hvort sem það var ferð á KFC eða að amma hreinlega lærði að elda nýtískumat sem við óskuðum eftir svo sem bur- rito eða pítsu. Og alltaf var svo boð- ið upp á barnvænan morgunmat eins og Cocoa puffs og jógúrt sem ekki var í boði annars staðar. Hún amma mín var nefnilega þannig að hún krafðist þess aldrei að við lög- uðum okkur að henni heldur lagði hún sig fram um að aðlagast okkur, það eina sem hún fór fram á var að njóta samvista við okkur og það var auðvelt að verða við því. Við amma áttum það líka sameig- inlegt að vera miklir aðdáendur handbolta og ég veit að hún hefði notið þess að fylgjast með strákun- um keppa þessa dagana. Síðasta kvöldið hennar ömmu sátum við systkinin með ömmu á spítalanum og horfðum á handboltann, en mamma reyndi að upplýsa ömmu um hvað væri að gerast því hún gat ekki fylgst með. Amma elskaði okkur mikið og var ómissandi hluti fjölskyldunnar og heimilislífsins. Í öllum minningum um jól, afmæli, útskriftir, veislur og síðast en ekki síst um hversdagslíf fjölskyldunnar okkar þar er alltaf hún amma Svana með brosið sitt. Elsku amma Svana við eigum eft- ir að sakna þín óskaplega, takk fyrir allt sem þú gafst og kenndir okkur. Saknaðarkveðjur, Tinna Sif Daníelsdóttir, Aron Örn Daníelsson. Jæja þá fékkstu loks hvíldina, elsku amma. Þú hefur verið mikið í mínu lífi síðustu árin. Og þá sér- staklega þegar þú tókst að þér það verkefni að passa yngri son minn, hann Stefán Atla aðeins 9 mánaða gamlan. Og það sem hann dýrkaði þig og fannst gott að kúra hjá ömmu og fá puttann. Þú varst með hann alveg þar til hann komst á leikskóla. Og var það yndislegur tími fyrir hann. En eftir það komstu oft og sast yfir drengjunum mínum þeim Stefáni Atla og Kristni Inga. Og þetta gerðir þú alveg þar til þú varst greinilega orðin veik en vildir ekki viðurkenna það. En mínar eigin minningar eru margar og góðar. Sérstaklega þegar og afi bjugguð á Markarflötinni. Þar fékk ég að valsa um og stundum var farið niður að læk eða stungið af út í hraun. En svo fluttuð þið í Lauf- vanginn þar sem þú bjóst til ævi- loka. Alltaf varstu til staðar þegar á þurfti að halda. Og það sem við eig- um eftir að sakna eru kökurnar og pönnukökurnar sem þú bakaðir fyr- ir okkur öll jól og afmæli. Og góðar voru þær. Mig langar til að þakka fyrir allar þær samverustundir sem við áttum saman síðustu árin og nú ertu búin að hitta afa aftur. Og sameinuð eruð þið. Stefán Atli og Kristinn Ingi sakna þín mikið, en vita að nú líður þér mikið betur Megi þú hvíla í friði. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Svanhildur. Í huga mínum himinninn er fjarri og held ég fái að vera hér um sinn. Þó englar Guðs mér þrái að vera nærri þeir fá þó bara að svífa um huga minn. Þín návist Guð mér gefur allt svo mikið og gakkt þú með mér ævi minnar veg. Ég vild’ þú gætir aldrei frá mér vikið og bið þú verndir mig meðan ég er. Það veit ei nokkur ævi sína alla og án þín Guð er lífið búið spil. Því á þig einhver engillinn mun kalla þá endar þetta líf ef rétt ég skil. Þá endar þetta líf ef rétt ég skil. (Ólafur Sveinn Traustason) Takk fyrir mig. Þinn vinur, Jón Haukdal. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og þá langar mig sérstaklega að minnast á litlu jólin okkar. Ég held að við eig- um næstum 10 litlu jól að baki. Það voru sannarlega góð jól. Á aðfanga- dag upp úr hádegi var ég mætt í herbergið til Siggu til að aðstoða við að taka upp pakkana og lesa jóla- kortin með henni. Í pökkunum leyndist oft súkkulaði, já eða sérrí, það þótti okkur gott því við þurftum auðvitað að smakka á þessu öllu. Sigga mín giftist nú aldrei og hún hafði verulegar áhyggjur af því að ég væri ekki búin að finna mér mann. Og núna fyrir stuttu þegar ég kvaddi hana, hún lá bara uppi í rúmi en sagði þegar ég fór: „Ég bið ekk- ert að heilsa bóndanum, þú átt víst engan!“ Mér varð orða vant þegar hún skaut þessari snilldarsetningu á mig. Jæja Sigga mín, núna ertu loksins komin til Theódórs, Helgu, Þórhalls, Bjössa og afa. Ég vona að þau hafi tekið á móti þér með opnum örmum. Takk fyrir allt. Halla Rún Tryggvadóttir. „Ég finn hvergi til.“ Þannig svar- aði Sigríður frænka mín öllum fyr- irspurnum um líðan sína síðustu æviár sín. Raddblærinn og hljóm- fallið gaf til kynna undrun yfir að allt væri þrátt fyrir allt í lagi og svo var þetta alltaf sagt í hálfum hljóð- um, eins og best væri að vekja ekki athygli máttarvaldanna á að þeim hafi sést yfir Siggu þegar algengum raunum eldra fólks er úthlutað. Og svo var líka stolt í undirtón- unum þegar Sigga sagði manni frá ágætu heilsufari sínu. Sigga var stolt kona. Hún var hreykin af forfeðrum sínum, ætt- ingjum, systkinum og afkomendum þeirra. Sjálf átti hún ekki börn, en stúdentsmyndir af sumardvalar- strákum á Halldórsstöðum áttu æv- inlega heiðurssess í híbýlum henn- ar. Í stofunni heima á Halldórsstöðum, á Baughólnum á Húsavík og að lokum í vistlega her- berginu hennar á dvalarheimilinu Hvammi innan um myndir af ætt- ingjum og glæsileg dæmi um hand- verk fjölskyldumeðlima og hennar sjálfrar. Sigríður fylgdist vel með sínu fólki og gladdist yfir framgangi þess í heiminum. Fyrir vikið var hún góð- ur hlustandi. Og hún tók vel á móti nýbúum í sinni ætt. Samband henn- ar við konu mína og dóttur hennar var innilegt frá upphafi og áhuginn einlægur á því sem á daga þeirra dreif. Stoltið náði einnig til þeirra. Ég man hvernig hún hreyfði sig. Alltaf kvik, allar hreyfingar fullar af orku og lífsgleði. Hvort sem hún var að raka dreif, hræra deig eða bara teygja úr sér vegna þess að hún gat það og naut þess. Þessi eiginleiki hélt áfram að einkenna Siggu þó svo hraðinn og getan minnkaði. Afstað- an var jákvæð. Ég man hvað hún var flink að hlusta. Sigga var tónelsk og kröfu- hörð á tónlist. Mikil var hneykslan hennar þegar óraddaður söngur fór að ryðja sér til rúms í kirkjum. Kannski var það íhaldssemi en mér finnst allt eins sennilegt að hún hafi skynjað kraftaverkið sem sam- hljómur raddanna er og fundist að þannig sé því réttast að vegsama sköpunarverkið. Nú er Sigga frænka mín horfin á vit samhljómsins. Og finnur hvergi til. Þorgeir Tryggvason. Sigga á Halldórsstöðum var merkisberi hinnar þingeysku há- menningar sem blómstraði á seinni hluta 19. aldar og bar ávöxt í lifandi hugsjón um fagurt mannlíf í sveit- um – listiðkun, bústörf og félagslíf í samvinnu þeirra sem deildu jörð- inni. Hún skreytti heimili og kirkju með handavinnu sinni, tók þátt í kórastarfi og kvenfélagi, og umvafði hvern einasta viðskiptavin Spari- sjóðs Kinnunga með kaffi, góðgjörð- um, ástúð, vináttu og hlýju. Hún tók á móti lömbum, mjólkaði kýr, rakaði heyi og ræktaði tré og grænmeti, skrautblóm, rósir og vínvið. Frá henni stafaði ást, fjör og gleði sem laðaði fólk að henni framyfir miðjan tíræðisaldur. Hvílíkur hefur sá þokki ekki verið á yngri árum? Öll hennar verk hafa á sér mynd- arbrag gæfukonu sem lagði gott til allra á langri ævi. Á mælikvarða nú- tímaþjóðfélags er þó margt í lífs- hlaupi Siggu sem stangast á við væntingar okkar. Hún komst ekki að heiman nema einn vetur til að mennta sig til kvennastarfa á Laug- um. Þar vaknaði hrifning á manns- efni úr annarri sveit en skyldur við foreldra voru miklar á þessum árum þannig að heimdraganum var ekki hleypt. Hún var kyrrsett heima og bjó þar uns hún fór með uppeld- isbróður sínum Birni Böðvarssyni til Húsavíkur eftir skyndilegt fráfall Þórhalls eldri bróður síns. Þangað fluttu þau myndarskapinn frá Hall- dórsstöðum með sér og loks áfram inn á heimilið í Hvammi þar sem Húsvíkingar búa öldruðum fagurt ævikvöld. Sigga missti þannig af flestum þeim tækifærum sem nú teljast sjálfsögð, til menntunar og frelsis um eigin örlög. Hún hvatti börnin sem léku sér í götunni hennar á Húsavík til að láta þetta ekki henda sig heldur taka saman og eignast önnur börn eins fljótt og þau gætu til að pipra ekki eins og hún. Þetta sagði hún um leið og hún hló og faðmaði fólk að sér. Undir bjuggu tregi og sorg yfir missi margra ná- kominna – systkina, ættingja og ást- vina sem dóu langt um aldur fram og Gastons sem hún var ekki fyrr tekin saman við en hann veiktist af liðagigt sem dró hann til dauða. Á eftir öllum horfði hún yfir í sælli veröld og fögnuð sem hún vissi að Drottinn allsherjar hafði búið þeim og biði hennar þegar að því kæmi. Þegar ég kom inn í líf Siggu fyrir 40 árum sem tíu ára kaupamaður átti hún að því er mér fannst langa og viðburðaríka ævi að baki. Eftir á að hyggja var ævin ekki nema rétt liðlega hálfnuð og Sigga átti eftir að blómstra vel og lengi, ekki síst í nýju kaupstaðarumhverfi eftir að hún varpaði af sér búskyldum. Hennar fyrsta uppeldisverk gagn- vart mér í sveitinni var að stappa í mig stálinu að taka sjálfstæða ákvörðun sem hlaut þó að ganga gegn fyrirskipunum móður minnar sem hafði lagt ríka áherslu á að ég væri í ullarnærfötum fyrir norðan. Í þingeysku júníblíðviðri, með 20 stiga hita á hverjum morgni þegar gengið var til fjósverka, hlaut hlýðni við þetta boðorð að verða til mikils ama sem ég þorði þó ekki annað en að láta yfir mig ganga. Líklega hef- ur Sigga haft dýpri skilning en mig grunaði þá á því hvað það gat verið erfitt fyrir barn að brjótast undan slíku valdi. Gísli Sigurðsson. Í síðustu heimsókn minni til Siggu um áramótin mátti sjá að af henni var nokkuð dregið og hún hafði á orði að nú væri víst alveg að slokkna á sér. Gott ef hún sagði þetta ekki hálfhlæjandi. Það var henni líkt. Þegar við hittumst fyrst fyrir hartnær tuttugu árum var mér strax ljóst að þar fór kona sem tal- aði tæpitungulaust. Ég kann því vel, sér í lagi þegar meðlætið er jafn- framt dillandi húmor og hlýja. Þannig voru mín kynni af Siggu. Það var spjallað um menn og mál- efni af einurð, hlegið heil ósköp, faðmað og kysst, blessunarorð hvísl- uð í eyra og jafnvel kölluð á eftir manni langt út á stétt. Undir spjall- inu var svo ævinlega boðið upp á ís og ískex, stundum tekin upp dós af blönduðum ávöxtum svona til há- tíðabrigða og eitt staup eða tvö af sérríi, sem var ófrávíkjanleg regla. Ég þakka Siggu móttökurnar og bið henni góðrar ferðar á himin- brautum. Hulda B. Hákonardóttir. Minningar á mbl.is Guðrún Guðmundsdóttir Höfundur: Björn Hákon Sveinsson. Jóhannes Bekk Ingason Höfundar: 1955-árgangurinn frá Ísafirði. Þórður Guðbjörnsson. Bekkjarsystkini úr Samvinnuskólanum á Bifröst. Friðþór, Hrefna, Steinar Örn, Helena Rós og Tinna Björg. Jón G. Þórarinsson Höfundar: Þórunn Þórisdóttir. Helgi Jónsson. Hulda Gústafsdóttir. Katrín Jakobsdóttir Smári Höfundur: Marta Guðrún Jó- hannesdóttir. Kristrún Guðjónsdóttir Höfundar: Heiðrún Perla Heiðarsdóttir. Karitas Rán Garðarsdóttir. Trausti Steinsson. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn- ingargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.