Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Páll Vilhjálmsson er mikið lesinnpistlahöfundur. Hann fer ekki í launkofa með sínar skoðanir og sjálfsagt skrifa ekki allir lesendur hans fyrirvarlaust upp á hverja nið- urstöðu. En textinn er lipur og leik- andi og röksemdafærslan meitluð. Í pistli í gær seg- ir Páll: „Syst- urflokkar Vinstri grænna á Norð- urlöndum eru ekki á því að láta Hol- lendinga og Breta ákveða hvort lána eigi Íslendingum. Meiri reisn er yfir norrænum vinstri grænum en for- manni flokksins hér heima sem nán- ast biður Breta og Hollendinga að lemja ærlega á Ís- lendingum til að bjarga pólitískum ferli formannsins sem nú situr í stól fjármálaráðherra. Steingrímur J. er kominn út í horn.“     Þetta er sláandi frásögn hjá PáliVilhjálmssyni. En fáeinum dög- um fyrr hafði hann skrifað: „Stein- grímur J. stendur í vegi fyrir nýjum Icesave-samningi. Hann ber aðal- ábyrgðina á þeim fyrri og hefur margítrekað að betri samning sé ekki hægt að fá. Steingrímur hefur pólitíska hagsmuni af því að ekki fá- ist betri samningur.“     Þessi athugasemd er vissulegamikið umhugsunarefni og rök- semdafærslan er sannarlega ekki út í bláinn.     Og það er rétt að hafa í huga aðPáll Vilhjálmsson lýsti yfir stuðningi við Vinstri græna fyrir síðustu kosningar og hvatti aðra til að kjósa þann flokk einnig. Þá taldi hann og margur annar að Stein- grími J. Sigfússyni og hans flokki vær best treystandi til að gæta hags- muna Íslands gagnvart þeim sem vilja selja landið inn í Evrópusam- bandið. Þá varðstöðu Steingríms þekkja menn orðið vel. Páll Vilhjálmsson Pólitískt umhugsunarefni Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14 Þarftu að losa um verðmæti? Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Ennfremur erum við sífellt að leita að verkum gömlu meistaranna fyrir viðskiptavini okkar. Listmunasala hefur gengið vel undanfarið Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 5 skýjað Lúxemborg -2 heiðskírt Algarve 14 léttskýjað Bolungarvík 5 skýjað Brussel 0 skýjað Madríd 2 snjókoma Akureyri 3 skýjað Dublin 9 skýjað Barcelona 11 léttskýjað Egilsstaðir -2 heiðskírt Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 2 skýjað London 4 heiðskírt Róm 11 heiðskírt Nuuk 3 alskýjað París 1 heiðskírt Aþena 5 skúrir Þórshöfn 2 alskýjað Amsterdam 2 súld Winnipeg -17 skafrenningur Ósló -7 léttskýjað Hamborg -4 snjókoma Montreal -2 léttskýjað Kaupmannahöfn -4 snjóél Berlín -7 skýjað New York 2 heiðskírt Stokkhólmur -2 snjókoma Vín -4 léttskýjað Chicago -9 skýjað Helsinki -16 skýjað Moskva -19 skýjað Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 28. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.46 3,7 11.12 0,8 17.15 3,5 23.23 0,6 10:20 17:02 ÍSAFJÖRÐUR 0.29 0,5 6.42 2,2 13.16 0,5 19.10 1,9 10:44 16:49 SIGLUFJÖRÐUR 2.28 0,5 8.45 1,3 15.18 0,2 21.45 1,2 10:27 16:31 DJÚPIVOGUR 1.55 1,9 8.15 0,5 14.11 1,6 20.17 0,3 9:54 16:27 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjart- viðri og víðast þurrt. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á laugardag Norðan 10-13 m/s og él aust- antil á landinu, en annars hæg- ari vindur og skýjað með köfl- um. Kólnar lítið eitt. Á sunnudag Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hiti um frostmark vest- ast, en annars frost 2 til 10 stig. Á mánudag og þriðjudag Útlit fyrir austlæga átt. Skýjað með köflum og él á stöku stað. Hiti breytist lítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-8 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él en léttir heldur til seinnipart dags. Hiti að 5 stigum við suð- ur- og vesturströndina en ann- ars hiti um og undir frostmarki. Eftir Andra Karl andri@mbl.is PATTSTAÐA er í kjaradeilu FÍA og Icelandair og leysist hún ekki kemur til verkfalls flugmanna eft- ir slétta viku. Að sögn formanns samninganefndar flugmanna stranda viðræður aðallega á tveimur atriðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir fé- lagið harma verkfallsboðunina. Komið hafi verið til móts við flugmenn en ekki sé hægt að ganga að ýtrustu kröfum þeirra. Samningafundur hjá ríkis- sáttasemjara er boðaður í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, segir að félagið hafi boðið flugmönnum, sem almennt búa við góð starfskjör, sambæri- legan samning við það sem aðrar stéttir innan Ice- landair hafa samið um, og sé í takt við samninga á almennum vinnumarkaði. „Að auki komum við til móts við ýmsar aðrar kröfur þeirra sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir félagið. Við getum ekki gengið að ýtrustu kröfum FÍA um aukin fríð- indi þessu til viðbótar.“ Guðjón segir það von félagsins og vissu að úr deilunni verði leyst með farsælum hætti, og for- ystumenn flugmanna gangi til samninga á þeim nótum sem sátt er um í samfélaginu, og ekki komi til verkfalls. Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair, segir að enn beri nokkuð á milli. „Enginn ágrein- ingur er uppi um launaliðinn en það eru tvö önnur atriði,“ segir Örnólfur og á þar við kröfur um tvær helgar í frí annan hvern mánuð og leiðréttingar á einhliða breytingum Icelandair á tryggingaskil- málum hóplíftryggingar og túlkun á rétti þeirra sem láta af störfum til líftryggingar. Flugmenn boða verkfall eftir viku Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að komið hafi verið til móts við flugmenn NOKKUR hnuplmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu í gær en að sögn lögreglu er slíkt orðið nánast daglegt brauð. Í gær var kona tekin fyrir þjófnað í verslunarmiðstöð og var ung dóttir hennar með í för. Lögreglan segir að þjófar ásælist m.a. snyrtivörur og fatnað. Þá séu þjófarnir á öllum aldri, allt frá börnum og upp í aldraða. Þannig hafi fólk á bæði níræðis- og tíræð- isaldri verið staðið að hnupli að undanförnu. Þá var brotist inn í allnokkra bíla í Reykjavík, Kópavogi og á Álfta- nesi í gær en sjö slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. GPS-tækjum var stolið úr tveimur þeirra en fjölda slíkra tækja hefur verið stol- ið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið. Hnuplmál nánast daglegt brauð Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.