Morgunblaðið - 28.01.2010, Side 26

Morgunblaðið - 28.01.2010, Side 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 NÝLEGA sendi Landlæknisembættið frá sér greinargerð um mat á stöðu öryggis- mála varðandi mönnun á Landspítala. Í grein- argerðinni eru dregnar ályktanir um stöðu ör- yggismála á Landspít- ala út frá gögnum um meðalstöðugildi hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða á legu- deildum, þróun lykiltalna úr sjúk- lingaflokkunarkerfinu þrjú síðastliðin ár, yfirliti yfir hlutfall sjúkraliða í raunmönnun og fjölda at- vikaskráninga árin 2008 og 2009. Nið- urstaða Landlæknisembættisins er sú að álag hafi ekki aukist og atvikum hafi heldur ekki fjölgað, raunveruleg- ur hjúkrunartími á hvern sjúkling hafi í heildina aukist og að reynt hafi verið að gæta þess að niðurskurður bitni ekki á öryggi sjúklinga. Jafn- framt er sagt frá tveimur könnunum frá árunum 2006 og 2009 sem gerðar voru á starfsumhverfi og streitu hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um. Í niðurstöðum þeirra kannana kemur fram að staðan á Landspítala sé óbreytt á milli áranna 2006 og 2009, álag í starfi sé mikið og streita þónokkur. Sjúklingaflokkunarkerfið sem vísað er til í greinargerðinni er frá árinu 1994. Samningi á milli Landspítala og fyrirtækisins sem sá um uppfærslu kerfisins var sagt upp árið 2004 og hefur það ekki verið upp- fært síðan. Sjúklingaflokkunin byggðist á spá um þá hjúkrun sem sjúklingur kemur til með að þurfa, en segir lítið til um hvaða hjúkrun sjúk- lingur fékk eða hvort hann fékk þá hjúkrun sem spáð var fyrir um að hann þyrfti. Vegna fyrirhugaðs flutn- ings á sjúklingabókhaldi á Landspít- ala í nýtt kerfi var sjúklingaflokkun og þar með mælingu á hjúkr- unarþyngd hætt í nóvember 2009. Í greinargerð Landlæknisembætt- isins er ekki getið um hvort í sjúk- lingaflokkuninni komi fram að sú hjúkrun sem veitt er sé meiri eða minni en æskilegt hefði verið að veita. Út frá þeim ályktunum sem höfundar greinargerðarinnar draga má hins vegar lesa að hjúkrunin sem veitt er sé nægjanleg eða of mikil miðað við það sem æskilegt er. Slíkt stangast á við niðurstöður þeirra kannana sem getið er hér að ofan. Þetta gefur að áliti undirritaðra til kynna að sjúklingaflokkunarkerfið skorti réttmæti, það er að það hafi ekki verið að mæla það sem það átti að mæla. Þá er í greinargerðinni sagt frá viðtölum við hjúkrunardeild- arstjóra á þremur deildum á Land- spítala. Ungliðadeild Sjúkraliða- félags Íslands taldi í áliti sínu til Landlæknisembættisins að á þessum deildum, auk annarra, væru sjúkra- liðar undir miklu álagi. Val á deildum í þessari greinargerð vekur ákveðna athygli. Á tveimur af þremur deildum sem skoðaðar voru, það er á Slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi og á Bráða- móttöku barna var sjúklingaflokkun ekki framkvæmd. Sjúklingaflokkun var aðeins framkvæmd á einni þeirra deilda sem heimsóttar voru. Upplýs- ingar frá fleiri legudeildum þar sem sjúklingaflokkun var framkvæmd hefðu gefið gagnlegar upplýsingar um réttmæti sjúklingaflokkunarkerf- isins og gefið til kynna hvort álag á starfmenn kæmi raunverulega fram í kerfinu. Árið 2008 hófst undirbúningur á Landspítala fyrir upptöku á nýju sjúklingaflokkunarkerfi sem ætlað var að leysa af hólmi það kerfi sem nú hefur verið aflagt. Um er að ræða finnskt sjúklingaflokkunarkerfi RAFAELA. Það kerfi mælir þá hjúkrun sem sjúklingurinn hefur fengið, mat hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á vinnuálagi og er mönnun á deildum miðuð út frá niðurstöðum þessara mælinga. Upptaka slíks kerf- is gæfi því góða mynd af þeirri hjúkr- un sem verið er að veita á Landspít- ala og á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Einnig myndi kerfið gera mögulegt að bera hjúkrunarþyngd og vinnu- álag á Landspítala saman við sömu þætti á sjúkrahúsum í Finnlandi og í öðrum löndum þar sem kerfið er not- að. Vegna gengisfalls krónunnar og niðurskurðar á Landspítala var upp- töku kerfisins frestað og ekki er vitað um hvort og þá hvenær nýtt kerfi verður tekið í notkun. Eins og staðan er í dag fer því engin skráning fram á Landspítala til þess meta hjúkr- unarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er. Undirrituð lýsa áhyggjum sínum af því að við vinnslu greinargerðar Landlæknisembættisins hafi ekki verið notast við áreiðanleg eða rétt- mæt gögn til þess að komast að þeim niðurstöðum sem komist er að, það er að álag hafi ekki aukist og að reynt hafi verið að gæta þess að nið- urskurður bitni ekki á öryggi sjúk- linga. Framundan er aukinn nið- urskurður á Landspítala og er hætta á að slíkur niðurskurður komi niður á hjúkrun og öryggi sjúklinga. Því er mikilvægt að til séu á Landspít- alanum mælitæki til þess að meta þá hjúkrun sem veitt er og vinnuálag á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum þannig að auðveldara sé að tryggja öryggi sjúklinga og draga áreið- anlegar ályktanir um stöðu öryggis- mála varðandi mönnun á Landspít- ala. Undirrituð hvetja því til þess að vinna við upptöku nýs sjúklingaflokk- unarkerfis á Landspítala verði hafin sem fyrst þannig að tryggt sé að Landlæknisembættið geti sinnt vel lögbundnu eftirlitshlutverki sínu. Í tilefni af greinargerð Landlæknis- embættisins um öryggi á LSH Eftir Gunnar Helgason og Elsu B. Friðfinnsdóttur » Í dag fer engin skráning fram á Landspítala til þess að meta hjúkrunarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er. Gunnar Helgason Gunnar er hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild LSH og situr í stjórn Fíh og Elsa er formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Elsa B. Friðfinnsdóttir „INNBROT á heimili ungra hjóna, miklu stolið, þau voru ótryggð.“ „Potturinn gleymdist á eldavélinni, hættunni boðið heim.“ Fréttir í fjöl- miðlum birtast af og til af tjóni sem fólk hefur orðið fyrir vegna innbrota eða bruna og tjónin fást ekki bætt þar sem viðkomandi var ótryggður. En hefði það einhverju breytt þó svo að þessir aðilar hefðu ver- ið tryggðir? Ég stórefa það, reyndar veit ég ekki hvernig bú- ið var um gluggann sem þjóf- arnir komust inn um hjá ungu hjónunum, spenntu þeir hann upp eða brutu þeir hann? Ég var svo óheppin að brotist var inn á heimili mitt, sem er raðhús á einni hæð. Rótað var í öllum hirslum og stolið miklu af skartgripum, tveimur sjón- vörpum, veskjum og fleiri per- sónulegum munum. Þetta var mikið áfall fyrir mig, sem sjálf- sagt allir vita sem reynt hafa. Ekki bara það að missa hluti sem voru mér mikils virði, meðal annars erfðagripi frá móður minni, heldur einnig að ókunnug- ir menn voru gramsandi í skáp- um og skúffum á heimili mínu og vaðandi um allt hús. En ég var svo „heppin“ að vera með trygg- ingu, búin að vera með vel tryggt í mörg ár og borga fúlgu fjár á hverju ári svo að allt væri nú öruggt ef einhverja vá bæri að dyrum. En nei! Ég fæ ekkert bætt úr tryggingum þar sem þjófarnir brutust inn um glugga, sem var með smá rifu á til að fá loft inn. Tekið skal fram að glugginn var festur í krækju og með storm- járni, og auðséð var á ummerkj- um að verkfæri var notað til að spenna upp gluggann. Tjónaeft- irlitsmaður frá „mínu“ trygg- ingafélagi (VÍS) mætti á staðinn, og sagði strax að þetta yrði ekki bætt ég hefði svo gott sem boðið þessum náungum inn. Málið fór fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum (kostnaður fyrir mig var 6.000 kr.), þar var sama sagan, ekkert bætt! Nú líður mér eins og ég hafi verið rænd í annað sinn. Hvet ég fólk til að skoða hvaða tryggingar það er með og hvers eðlis þær eru. Það er óþarfi að fjölmiðlar taki fram, þegar fjallað er um eldsvoða, innbrot eða annað tjón sem hinn almenni borgari hefur orðið fyrir, að viðkomandi sé tryggður eða ótryggður. Það skiptir engu máli þar sem örygg- ið er falskt, þú færð tjón þitt ekki bætt. Ef tryggingarnar hefðu bætt skaðann hefðu einungis 5% af tryggingaupphæðinni verið greidd vegna skartgripanna sem stolið var. Eftir þessa reynslu mína tel ég enga ástæðu til að eyða peningum í að tryggja sig í bak og fyrir. Virðingarfyllst, KAREN ARADÓTTIR þjónustufulltrúi. Þar sem tryggingar snúast um fólk Frá Karen Aradóttur Karen Aradóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Stórfréttir í tölvupósti Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Eyrnalokkagöt Tíska og förðun Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 19.febrúar 2010. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 15. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2010 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Blaðið verður á 60 gramma hvítum pappír í sömu stærð og Morgunblaðið. Tískublaðið verður dreift með Morgunblaðinu en mun auk þess liggja frammi í völdum snyrtivöru- verslunum, apótekum og líkamsræktarstöðvum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.