Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Það er margt lífið sem lifaðer. Það er mörg listin í líf-inu. Og Kleppur er víða.
Þetta eru þrjú af mörgum þeim
spakmælum sem vert er að hafa í
huga í dagsins amstri.
Við erum sífellt að óskapast yf-
ir einhverju sem aðrir gera öðru-
vísi en okkur hugnast. Hvort sem
það er hvernig þeir kjósa að lifa
sínu lífi eða hvernig þeir koma
fram í list sinni.
Við erum líka fljót að dæma
marga listina sem eitthvert
ómerkilegt rugl af því að hún
rúmast ekki innan þess sem er
opinberlega samþykkt sem list.
Og stundum er þetta alveg á
hinn veginn. Hver hefur ekki lent
í því að standa fyrir framan
myndlistarverk eða sitja úti í sal
og horfa á leikrit og hugsa: Nú
er verið að hafa mig að fífli. En
þora ekki að segja það upphátt,
af því að allir hinir (og líka hin
háæruverðuga elíta) segir:
Þetta er frábært meist-
arastykki.
Listin í grjóninu og plastinu
AF LÍFSLISTINNI
Kristín Heiða Kristinsdóttir
»Hver hefur ekki lentí því að standa fyrir
framan myndlistarverk
eða sitja úti í sal og
horfa á leikrit og hugsa:
Nú er verið að hafa mig
að fífli.
Reuters
List Fagurlega uppraðaðir grjónasekkir og drengur með plast.
Stundum er svo ágætt að fáhvíld frá því sem hefur
fengið stimpilinn LIST og opna
augun, heilann og hjartað fyrir
listinni á ólíklegustu stöðum.
Listinni í drullunni í kjallara-
tröppunum, formfögrum frost-
rósunum á bílrúðunni á morgn-
ana, listinni í ruslinu sem fýkur
um með þokka á bílastæðinu, í
uppröðun gámanna á höfninni,
hreyfingum handar sem fiktar í
hári einhvers á næsta borði, sí-
breytilegri birtunni á himn-
inum …það er endalaus lista-
veisla allt í kringum okkur alla
daga.
Það er gott að vera minnturreglulega á að horfa betur
í kringum sig. Nota nefið bet-
ur.
Góður vinur minni hringdi í
mig um daginn og minnti mig á
að gleyma nú ekki að finna ilm-
inn af andartakinu. Hann var
staddur á Mokka, því listakaffi-
húsi sem er einn af þeim fáu
stöðum sem hafa fengið að
halda sér nokkuð óbreyttir.
Hann bað hógværlega um að-
eins eina og hálfa mínútu af
mínum dýrmæta tíma til að
spjalla við mig.
Eins og við manninn mælt
tókst honum að láta mig
gleyma mér í miklu lengra en
mjög ánægjulegu samtali.
Ævinlega þegar ég á sam-
skipti við fólk af þessari sjald-
gæfu tegund, fólk sem talar
hægt og virðist hafa allan tím-
ann í heiminum á sínu valdi,
fer ég að velta fyrir mér hvað
tímaleysið sem flest okkar
glíma við daglega, rænir okkur
mikilli upplifun.
Það er full ástæða til að
minna fólk sem oftast á að gefa
sér tíma til að staldra við
augnablikið, af því að:
„Life is what happens.....w-
hile your making other plans,“
eins og Lennon komst svo
ágætlega að orði.
khk@mbl.is
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG MUN spila plötuna í heild, frá
fyrsta lagi til þess síðasta og aukalög
ef salurinn óskar þess,“ segir tónlist-
amaðurinn Jón Tryggvi sem heldur
tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld í
tilefni útkomu plötunnar Silkimjúk er
syndin.
Platan, sem er fyrsta sólóplata
Jóns Tryggva, kom út í byrjun des-
ember og eru öll lögin á henni eftir
hann. „Ég hafði alltaf í huga að gefa
út plötu með tónsmíðum mínum og er
meira að segja með aðra í maganum
núna,“ segir Jón Tryggvi. Hann á
einnig textana við tíu lög af tólf á
plötunni, tveir þeirra eru ljóð eftir
Davíð Stefánsson og Stein Steinarr.
„Davíð Stefánsson er í sérstöku
uppáhaldi hjá mér og ég sæki mikinn
innblástur í hann. Ég var síðan beð-
inn um að semja lag við ljóð Steins
Steinarr, „Í draumi sérhvers manns“,
og fannst það heppnast svo vel að ég
ákvað að hafa það með á plötunni,“
segir Jón Tryggvi sem kemur vana-
lega fram einn með kassagítarinn en
er með heila hljómsveit sér til full-
tingis á plötunni. Sama hljómsveit
kemur fram með honum á tónleik-
unum í kvöld.
Í tónsmíðum sínum segist Jón
Tryggvi aðallega vera undir áhrifum
bandarískrar þjóðlagatónlistar en
sæki líka í þá íslensku. „Ég hlusta
mikið á Johnny Cash, Neil Young og
aðra slíka. Blúsgítarleikarar eru
hetjurnar.“
Tónlistin hefur átt hug og hjarta
Jóns Tryggva lengi, eða frá því hann
byrjaði að læra á fiðlu sjö ára gamall.
„Ég lagði fiðluna á hilluna þegar
ég var þrettán ára og fékk raf-
magnsgítar. Síðan fór ég yfir í kassa-
gítarinn um tvítugt og byrjaði um
svipað leyti að skrifa texta og setja
melódíu við.“
Útgáfutónleikar Jóns Tryggva
hefjast kl. 20.30 í Salnum í kvöld.
Miðaverð er 1.500 kr. og hægt er að
nálgast miða á midi.is og salurinn.is.
Blúsgítarleikarar eru hetjurnar
Jón Tryggvi heldur útgáfutónleika í kvöld í Salnum
Undir áhrifum bandarískrar þjóðlagatónlistar
Jón Tryggvi Hetjurnar hans eru
Johnny Cash og Neil Young.
www.jontryggvi.bandcamp.com
TILNEFNINGAR til NME-tónlistar-
verðlaunanna voru nýlega kynntar.
Það er hljómsveitin Arctic Monkeys
sem fer fremst í flokki með flestar
tilnefningar, eða sex talsins. Kasabi-
an fylgir þeim fast eftir með fimm
tilnefningar. Hljómsveitirnar tvær
eigast við í flokkunum besta breska
hljómsveitin, besta tónleikabandið,
besta platan, besta myndbandið og í
nýjum flokki þar sem veitt eru verð-
laun fyrir þá hljómsveit sem er í
bestum tengslum við aðdáendur
sína. Arctic Monkeys eru einnig til-
nefndir fyrir besta lagið, „Crying
Lightning“.
Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi
hætt á síðasta ári er Oasis tilnefnd til
þrennra verðlauna. Oasis var valin
besta hljómsveitin á verðlaununum í
fyrra, kosin af lesendum tónlistar-
tímaritsins. Muse er tilnefnd til
fernra verðlauna en ásamt Kasabi-
an, Arctic Monkeys, Oasis og Biffy
Clyro er Muse tilnefnd í flokknum
besta hljómsveitin.
Green Day, Kings of Leon, Para-
more, Vampire Weekend og Yeah
Yeah Yeahs eru tilnefndar sem
besta alþjóðlega hljómsveitin.
Í flokki bestu sólólistamannana
eru m.a. tilnefndar Florence and the
Machine og Lady GaGa. NME-
verðlaunin fara fram í Brixton Aca-
demy í London 24. febrúar.
Tónlistartímarit tilnefnir
Arctic Monkeys Alex Turner.
Reuters
Kasabian Tom Meighan.
VINSÆLASTA MYNDIN Á
ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ!
SÝND Í ÁLFABAKKA
FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER
ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS!SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
ELLEN PAGE úr
JUNO er stórkost-
leg í þessari
frábæru mynd Vertu þín eigin hetja
HHHH
“ELLEN PAGE ER STÓRKOSTLEG”
- NEW YORK DAILY NEWS
HHH
“MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ”
- ROGER EBERT
SÝND Í ÁLFABAKKA
BEST PICTURE
BROADCAST FILM CRITICS
BEST PICTURE
NEW YORK FILM CRITICS
BEST DIRECTOR
LOS ANGELES FILM CRITICS
"PERFECT CASTING, BRILLIANT
WRITING, FLAWLESS TONE.
A TIMELESS MOVIE OF HUMOR,
HEART AND MIND."
- THE WASHINGTON POST
"GEORGE CLOONEY GIVES THE
PERFORMANCE OF HIS CAREER."
- NEW YORK POST
WINNER! BEST PICTURE
NATIONAL BOARD OF REVIEW
BEST ACTOR
George Clooney
BEST SUPORTING
ACTRESS
Anna Kendrick
BEST ADAPTED
SCREENPLAY
YFIR 50 HHHH DÓMAR
STÓRKOSTLEG MYND
SEM SLEGIÐ HEFUR RÆKILEGA Í GEGN
GEORGE CLOONEY, VERA FARMIGA OG ANNA KENDRICK FARA
Á KOSTUM Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND
TILNEFND TIL 6 GOLDEN
GLOBE VERÐLAUNA
TILNEFND TIL 6 BAFTA
VERÐLAUNA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA Á MIDI.IS
HHHH
„IT’S PROBABLY THE MOST PURELY FUN FILM EXPERIENCE
I’VE HAD ALL YEAR. SEE IT AS SOON AS YOU CAN“
- WWW.JOBLO.COM
HHH
„BÍÓMYND SEM UNDIRRITAÐUR
GETUR MÆLT MEÐ...“
„SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA
BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“
- KVIKMYNDIR.IS – T.V.
HHHH
-NEW YORK DAILY NEWS
FRÁ LEIKSTJÓRA ROCK‘NROLLA
& SNATCH – GUY RITCHIE
Robert Downey Jr. og Jude Law
eru stórkostlegir í hlutverki
Sherlock Holmes og Dr. Watson
HHH
„FYNDIN OG VEL LEIKIN“
- S.V. – MBL.
Besti leikarinn,
Robert Downey Jr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HHHH
„REITMAN HEFUR TEKIST Í ÞRIÐJA SINN AÐ GERA EINA BESTU, SKEMMTILEGUSTU
OG FERSKUSTU MYND ÁRSINS. ÉG HVET ALLA SEM HAFA ÁNÆGJU AF BÍÓFERÐUM AÐ
SETJA UP IN THE AIR EFST Á ÓSKALISTANN.“
- S.V.,MBL
HHHH
„HITTIR Á ALLAR RÉTTU
NÓTURNAR... HÚN ER
FYNDIN, SNJÖLL, HRÍF-
ANDI, ÓFYRIRSJÁANLEG
OG BLESSUNARLEGA
KLISJULAUS.”
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
/ KRINGLUNNI
SHERLOCK HOLMES kl. 6D - 8D - 9D - 10:10 - 10:40D 12
PLANET 51 m. ísl. tali kl. 5:50D L
BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 8 L
/ ÁLFABAKKA
UP IN THE AIR kl. 5:40 - 8 - 10:20 L WHIPIT kl. 8:20 10
PLANET 51 m. ísl. tali kl. 5:50D L DIGITAL SORORITYROW kl. 10:40 16
SHERLOCK HOLMES kl. 6 - 8D - 10:40D 12 DIGITAL THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:50 (Síðustu sýningar) 12
SHERLOCK HOLMES kl. 5:20-8-10:40 LÚXUS VIP
BJARNFREÐARSON kl. 6 - 8:20 - 9 - 10:40 L