Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 27
Umræðan 27KOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 FRAMUNDAN eru mikilvægar bæj- arstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Meirihluti Samfylkingarinnar ræð- ur augljóslega ekki við hlutverk sitt. Ákvarð- anafælni og stöðug skuldasöfnun vegna vanhugsaðrar fram- kvæmdagleði hefur því miður komið bæj- arfélaginu í afar erfiða fjárhags- stöðu. Fulltrúar meirihlutans reyna nú að verjast af veikum mætti og kenna efnahagshruninu um, en hafa ekki getað svarað því af hverju staðan er svona slæm í Hafnarfirði samanborið við önnur sveitarfélög. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins höfum á kjörtímabilinu ítrekað gagnrýnt framkvæmda- gleðina og bent á að á þenslutím- um ættu opinberir aðilar eins og sveitarfélög að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ábendingar okkar um ráðdeild þóttu gam- aldags og leiðinlegar. En nú þarf tiltektin að hefjast! Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins. Eftir setu mína í bæj- arstjórn síðastliðin ár hef ég öðlast dýrmæta og nauðsynlega reynslu og þekkingu á mál- efnum bæjarins. Hlúum að fjölskyldunum Bæjarbúar eiga kröfu á að skynsamlega sé forgangsraðað þegar sameiginlegum fjármunum þeirra er ráðstafað. Ég mun leggja áherslu á að yfirvofandi hagræðing eða niðurskurður í skólakerfinu muni ekki bitna á þjónustu við börn og fjölskyldur og standa þarf vörð um velferð- arkerfið. Öflugt íþrótta- og æsku- lýðsstarf er ekki síst mikilvægt á tímum sem þessum en einnig ber að hlúa vel að eldri borgurum sem eiga rétt á lífsgæðum eftir drjúgt dagsverk. Hagur Hafnarfjarðar Góður hagur fyrirtækjanna er hagur Hafnarfjarðar því næg at- vinna er undirstaða alls. Þetta bentum við bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins kröftuglega á í að- draganda íbúakosningarinnar um álversstækkunina fyrir tæpum þremur árum. Kjarkleysi kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar þá hafði margra milljarða króna tekjur af bæjarfélaginu og ýmsum fyrirtækjum bæjarins. Ég hvet Hafnfirðinga til að fjölmenna í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn og hafa áhrif á skip- an framboðslistans. Það er kominn tími á nýtt fólk við stjórnvölinn í Hafnarfirði. Veljum sigurstrang- legan lista í Hafnarfirði Eftir Rósu Guðbjartsdóttur Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði og sækist eftir 1. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. REKSTRARFORSENDUR sveitarfélaga eru gjörbreyttar frá því sem verið hefur síð- ustu ár. Undanfarin ár hefur Mosfellsbær kappkostað að veita íbúum sínum góða þjón- ustu og svo mun verða áfram. Síðustu ár hafa verið nýtt til að greiða upp skuldir sem gerir sveitafélaginu auðveldara um vik að bregðast við miklum samdrætti í tekjum nú. Í stað þess að auka á skattbyrðar íbúa og hækka þjónustugjöld hefur bærinn ákveðið að leggja fyrst og fremst áherslu á hagræðingu og for- gangsröðun verkefna. Í því starfi er mik- ilvægt að standa vörð um grunnþjónustuna og þjónustu við börn og ungmenni. Jafnframt er nauð- synlegt að horfa til framtíðar og varast skamm- tímalausnir sem kalla á enn meiri útgjöld síðar. Við verð- um að leggja okkur fram við að hlúa að þjónustu við alla bæjarbúa af ráðdeild og skynsemi. Samstaða og samvinna kjörinna fulltrúa Á síðustu árum hafa landsmenn fengið sig fullsadda af pólitísku karpi kjörinna fulltrúa. Í Mosfellsbæ hefur tek- ist að mynda þverpólitíska sátt um fjárhags- áætlanir 2009 og 2010 en þær voru lagðar fram sameiginlega af öllum flokkum. Slík samvinna kallar á breytt vinnubrögð og sam- starfsvilja hjá öllum aðilum. Allir sem gefa sig í störf fyrir samfélagið eiga að hafa það að leiðarljósi að standa vörð um góða hluti og leitast við að gera enn betur. Stundum greinir okkur á um hvaða leiðir eru bestar, um það snúast stjórnmál, en það þýðir ekki að við get- um ekki náð samkomulagi um farsælar lausn- ir fyrir heildina. Kjörnum fulltrúum ber að leita leiða til að vinna saman með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi og leggja við það til hliðar flokkspólitískan ágreining. Nýir tímar kalla á ný vinnubrögð þar sem fólk á að koma sam- an og kappkosta að vinna að hagsmunum bæjarfélagsins sem samstillt heild. Frekari upplýsingar um mig og áherslur mínar má finna á www.bryndisharalds.is Ráðdeild og skynsemi í rekstri bæjarins Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar ættu að hafa verulegar áhyggjur af horfum í ís- lenskum kvikmyndaiðn- aði en nafn borgarinnar er órjúfanlega tengt kvikmyndahátíðum á við Reykjavík Film Festival, íslensk og erlend kvik- myndaverk draga hingað erlenda gesti og flest fyr- irtæki í kvikmyndaiðn- aðinum eru búsett í Reykjavík. Í kvikmyndageiranum felast ekki að- eins tækifæri til mikillar atvinnu- og verðmætasköpunar heldur búa þar líka ósagðar sögur okkar og sjálfs- mynd. Það er því erfitt að horfa þegjandi upp á þessari mikilvægu atvinnu- grein teflt fram sem peði í refskák útvarpsstjóra við ríkisvaldið um meiri peninga fyrir RÚV. Af yfirlýs- ingum hans mætti ætla að stærsti hluti útgjalda stofnunarinnar færi til kaupa á dagskrárefni frá íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum. Því fer fjarri. RÚV hafði 4,4 milljarða tekjur á liðnu ári. Af útgjöldum fóru á bilinu 120 til 150 milljónir í innkaup á íslensku efni. Brotabrot af útgjöldum stofnunarinnar. Millj- ónirnar 150 sem RÚV ætlar nú að skera burt nema um 3,4% af rekstrarfé síðasta árs. Sparnaðurinn er því sáralítill en ákvörðunin setur í gang dóm- ínóeffekt sem ekki sér fyrir endann á. RÚV hefur greitt eftir geðþótta fyrir sýningarrétt á íslensku efni, bæði heimildarmynda og kvik- mynda. Fyrir heimildarmyndir að jafnaði eina milljón og á bilinu tvær til fjórar milljónir fyrir kvikmyndir. RÚV hefur því nærst á kvikmynda- iðnaðinum en ekki öfugt, því áratug eftir áratug hefur íslenski kvik- myndageirinn lagt stofnuninni til dagskrárefni á spottprís. Hags- munir beggja aðila hafa verið tryggðir með ákveðinni samvinnu. Samningur við RÚV, hversu smán- arlegur sem hann hefur verið fjár- hagslega, opnar aðgengi að fram- leiðslufjármagni og samstarfsaðilum annars staðar frá – bæði innlendum og erlendum. Íslensk framleiðsla getur ekki þrifist án þessa fyr- irkomulags. Menn geta ekki leyft sér að taka íslenska kvikmyndagerð í gíslingu eins og hér er gert. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að málin séu leyst með öðrum hætti. Refskák Dofri Hermannsson Dofri Hermannsson Höfundur býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. TAKIÐ eftir starfs- aðferðum Samfylking- arinnar í Kópavogi. Það er forvalsfundur í Smáraskóla og hefst með skráningu kl. 10 fyrir alla sem hafa skráð sig í Samfylk- inguna fyrir 23. janúar kl. 18. Berið þetta sam- an við opið prófkjör sjálfstæðismanna hinn 20. febrúar. Þarna mega menn kjósa Guðríði Arnardóttur í 1. sætið þar sem búið er að ganga frá því að enginn annar býð- ur sig fram í það sæti. Sömuleiðis býður bæjarstarfsmað- urinn Hafsteinn Karlsson skólastjóri sig fram í annað sætið án teljandi samkeppni, því settur er í mót- framboð lítt þekktur óbreyttur fót- gönguliði Þorsteinn Ingimarsson, sem varla á nokkra möguleika á því sæti. Flestir aðrir vilja svo 3. sætið. Ánægju vekur að bæjarstarfsmað- urinn Jón Júlíusson gefur ekki kost á sér enda löngu tímabært að pólitísk- um afskiptum hans sem bæjarstarfs- manns í Kópavogi ljúki. Það er því fyrirfram búið að gefa í þessum kapli Samfylkingarinnar, sem með þeirra eigin orðum lítur á bæj- arstjórnarstörf sem ígildi þess að flokkur sitji „sem fastast við kjötkatl- ana hér í bæ …“ eins og lesa má á for- síðu „Kópavogs“ . Og væna þar með Framsóknarflokkinn og Sjálfstæð- isflokkinn um að starfa ekki fyrir bæj- arbúa heldur sjálfa sig og svelta aum- ingja Samfylkinguna. Já, svöng hljóta þau Guðríður og Hafsteinn að vera orðin. Akkúrat það, að éta upp úr opinber- um kjötkötlum hefur löngum verið tal- in helsta hugsjón kratanna. Helm- ingaskiptareglan, sem þeir kratar hafa alltaf tönnlast á um framsókn og íhaldið er ekki til, því þeir gleyma því alltaf að kratar hafa alltaf setið við op- inberu kjötkatlana og veitt upp úr þeim fyrir sig. Mestöll stjórnsýslu- störf hins opinbera hafa verið á þeirra höndum svo sem við blasir ef litið er yfir sviðið og stærstu útgjaldastofn- anir landsins. Þar hafa kratar yf- irburðaþátttöku. Dæmigerður fulltrúi þeirra alikrata hér í Kópavogi er bæj- arstarfsmaðurinn Haf- steinn Karlsson skóla- stjóri. Hann vill skiljanlega vera yf- irmaður sjálfs sín í bæj- arstjórn til þess að geta varið það að sem skóla- stjóri hefur hann huns- að fjárhagsáætlanir Kópavogskaupstaðar ítrekað eftir eigin vali. Það er auðveldara hjá honum að kveða alla gagnrýni niður sitjandi sem yfirmaður sjálfs sín og komast þannig frá því sem undirmaður að hlýða sjálfum sér sem yfirmanni og meðhöfundi fjárhagsáætlunar. Það væri óskandi að samfylkingarmenn áttuðu sig á því að Hafsteinn Karls- son ætti annaðhvort að vera bæj- arfulltrúi eða skólastjóri. Ekki hvort tveggja. Það er líklega til of mikils mælst að Hafsteinn átti sig á þessu sjálfur héðan af. En við Kópavogsbú- ar eigum því láni að fagna að eiga úr- vals skólastjóra í bænum. Guðríður Arnardóttir er hins veg- ar starfsmaður Garðabæjar sem kennari. Hún á auðvitað heldur ekki að vera í bæjarpólitík þó að hún sé tæknilega ekki starfsmaður Kópa- vogs heldur vinni hinum megin við línuna. Opinberir starfsmenn eiga ekki að sitja báðum megin borðsins þegar verið er að semja um hluti eins og kaup og kjör bæjarstarfsmanna. Annars er þetta bara fríður og föngulegur listi hjá Samfylkingunni og margt um ágætis einkaframtaks- fólk sem vert er að kjósa umfram aðra. Vonandi meta kjósendur Sam- fylkingarinnar þetta út frá réttum forsendum, þó að góð tilraun hafi verið gerð til að handjárna þá við flokkseigendurna. Samfylkingin í Kópavogi Eftir Halldór Jónsson Halldór Jónsson » Berið saman próf- kjör sjálfstæð- ismanna og handröðun Samfylkingarinnar. Höfundur er verkfræðingur. SÍÐASTLIÐINN föstudag kom það skýrt fram í Spegli Ríkisútvarpsins hjá Ei- ríki Svavarssyni, tals- manni Indefence, að samtökin gera ekki ágreining um þá nið- urstöðu að Íslend- ingum beri að ábyrgj- ast innstæður á Icesave-reikningum í Landsbankanum. Sam- tökin telja einnig að greiða beri lág- markstryggingu. Þar með eru Inde- fence samstiga stjórnvöldum. Eftir stendur aðeins ágreiningur um kjörin á því láni sem Íslendingar þurfa að taka, fyrst og fremst um vextina. Eftir heils árs hörðustu deilur um nokkurt mál í manna minnum kemur í ljós að aðeins er deilt um vaxtakjör. Bretar tóku lán til þess að greiða inn- stæðueigendum og endurlána Íslend- ingum með föstum 5,5% vöxtum, óverðtryggt. Mismunurinn er liðlega 1%. Betri lánakjör bjóðast ekki ann- ars staðar. Deilan stendur þá fyrst og fremst um þennan vaxtamun, eitt prósent. Samtökin söfnuðu undir- skriftum tuga þúsunda kjósenda og kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu út af einu prósenti. Icesave-innstæðurnar voru um 1.250 milljarðar króna. Ríkið ábyrgist einungis um 52% af þeirri fjárhæð. Eignir þrotabús Lands- bankans munu duga fyr- ir um 90% af þeirri upp- hæð. Niðurstaðan verður þá, ef það gengur eftir, að um 75 millj- arðar króna falla á ríkið. Vextir af þessari skuld geta orðið umtalsverð fjárhæð. Rétt eins og af 300 milljarða króna tapi Seðlabankans sem ætla má að beri um 9% vexti. Líklega mun stjórn- arandstaðan á Alþingi styðja afstöðu Indefence. Valið í þjóð- aratkvæðagreiðslunni er þá um þessa kosti: samþykkja samninginn með þeim möguleika að geta síðar leitað eftir betri lánakjörum eða fella hann og hafa engan samning og ekkert í hendi. Kannski árum saman. Það ástand mun kosta skattgreiðendur gríðarlegar fjárhæðir. Það ber að horfa til þjóðarhags fremur en flokks- hags og varast að gera illt verra. Aðeins eitt prósent Eftir Kristin H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson »Eftir heils árs hörð- ustu deilur um nokk- urt mál í manna minn- um kemur í ljós að deilt er um vaxtakjör, eitt prósent. Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.