Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2010
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*+,-.
*/.,0)
))1,+2
*2,/22
*),+-+
)+,23+
)*),..
),2**.
)13,.0
)+1,/-
456
4 *+" 7
85 */)/
)*+,..
*/+,/)
)*/,/1
*2,))2
*),3/)
)+,0-3
)**
),2*.3
)11,*2
)+1,0-
*-2,.*0+
%
9: )*+,1.
*/+,0)
)*/,22
*2,)32
*),3.0
)+,031
)**,-2
),2-)
)11,3-
)3/,/-
Heitast 4°C | Kaldast -8°C
Norðlæg átt, 5-8 m/s.
Skýjað að mestu og
sums staðar dálítil él
en léttir heldur til
seinnipart dags. »10
Tímaleysið sem flest
okkar glíma við dag-
lega rænir okkur
mikilli upplifun, seg-
ir í pistli um lífs-
listina. »44
AF LISTUM»
Listin mikla
að lifa
TÓNLIST»
Það er uppselt á tvenna
tónleika KK. »45
Jón Tryggvi er eink-
um undir áhrifum
bandarískrar þjóð-
lagatónlistar og
heldur útgáfu-
tónleika í kvöld. »44
TÓNLIST»
Silkimjúk er
syndin
TÓNLIST»
Hvar er „mojo“ Corinne
Bailey? »43
FÓLK»
Deyn og Franco slá sér
upp. »41
Menning
VEÐUR»
1. EM: Líður eins og svikara
2. Búið að skjóta ísbjörninn
3. Björgvin: Held að kærastan …
4. Tilkynnt um ísbjörn
Íslenska krónan veiktist um 0,2%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Í nýjasta tímariti
kvikmyndablaðsins
Filmmaker Magaz-
ine er tekið saman
álit lesenda blaðs-
ins á því sem stóð
upp úr á áratug-
inum og var klipp-
ing Valdísar Óskarsdóttur á
Eternal Sunshine of the Spotless
Mind valin sem besta klipping ára-
tugarins. Valdís er annars að leggja
lokahönd á klippinguna á Kóngavegi
7 um þessar mundir, en hún verður
frumsýnd 26. mars.
KVIKMYNDIR
Valdís Óskarsdóttir besti
klippari áratugarins
Til stóð að slá danstónlistarþátt
þjóðarinnar, Party Zone, af dagskrá
Rásar 2 en hætt hefur verið við þau
áform vegna fjölda áskorana frá
hlustendum og velunnurum þátt-
arins. Þátturinn færist nú á fimmtu-
daga og verður á milli kl. 23 og 1 en
hann var áður á dagskrá á laugar-
dagskvöldum.
Umsjónarmenn þáttarins verða
eins og áður þeir Helgi Már
Bjarnason og Kristján Helgi
Stefánsson og má búast við ýms-
um breytingum og nýjungum.
ÚTVARP
Party Zone heldur áfram
á Rás 2 á nýjum tíma
Dagur Sigurðs-
son, landsliðsþjálf-
ari Austurríkis, var
í gær úrskurðaður í
sex mánaða skil-
orðsbundið keppn-
isbann af Hand-
knattleikssambandi
Evrópu, EHF, og sektaður um 2.000
evrur vegna rauða spjaldsins sem
hann fékk í leik Austurríkis og
Króatíu í fyrradag.
Bannið gildir í alþjóðlegri keppni
og tekur aðeins gildi ef Dagur gerist
aftur sekur um svipaða framkomu
næsta árið.
HANDBOLTI
Dagur fékk sex mánaða
skilorðsbundið bann
SENDIHERRAHJÓNIN í Austurríki, Stefán
Skjaldarson og Birgit Nyborg, buðu for-
ráðamönnum HSÍ, eiginkonum og unnustum
leikmanna landsliðsins og íslenskum frétta-
mönnum til móttöku í ráðherrabústaðnum í Vín-
arborg í gær. Íslenska landsliðið mætir Norð-
mönnum kl. 15 í dag í úrslitaleik um sæti í
undanúrslitum og verða íslensku konurnar að
sjálfsögðu á meðal áhorfenda. Frá vinstri: Eivor
Pála Blöndal, kona Alexanders Peterssonar,
Kristín Þorsteinsdóttir, kona Ólafs Stefáns-
sonar, Svala Sigurðardóttir, kona Róberts Gunn-
arssonar, Ingibjörg Vilbergsdóttir, kona Loga
Geirssonar, Hanna Steina Arnarsdóttir, kona
Ingimundar Ingimundarsonar, Karen Einars-
dóttir, kona Björgvins Gústavssonar, og G. Þóra
Þorsteinsdóttir, kona Guðjóns Vals Sigurðs-
sonar.
Landsliðið þarf á öllum sínum styrk að halda í landsleiknum gegn Noregi
Stelpurnar styðja strákana sína
Morgunblaðið/Kristinn
BÖRKUR Sig-
þórsson kvik-
myndagerðar-
maður vinnur nú
að gerð stutt-
myndarinnar
Come to Harm,
með Birni Thors
og Þrúði Vil-
hjálmsdóttur í
aðalhlutverkum.
Handrit að myndinni skrifaði Stu-
art Beattie en hann á að baki hand-
rit að þekktum Hollywood-myndum
á borð við Pirates of the Caribbean
og Collateral. | 40
Vinnur eftir
handriti Beattie
Börkur Sigþórsson
BUBBI Morthens ætlar að fagna 30
ára útgáfuafmæli sínu í ár með því
að leika fyrir nemendur 24 fram-
halds- og háskóla víða um land.
Bubbi mun bjóða upp á fría hádeg-
istónleika í skólunum og verða þeir
fyrstu haldnir í dag í Borgarholts-
skóla. „Þarna eru tengslin við kvik-
una og grasrótina,“ segir Bubbi um
tónleikaferðina. Tónleikaferðinni
lýkur 9. mars í MR. | 45
Bubbi leitar aftur
í ræturnar
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
HEIMSÓKNUM í sundlaugar
Reykjavíkur fjölgaði talsvert í fyrra
frá árinu áður. Samanlagt voru kom-
ur í laugarnar 1.834.103 á síðasta ári,
sem er 11,5% aukning frá árinu áður.
Árið 2008 voru heimsóknir 1.645.579
sem er svipaður fjöldi og árin á und-
an.
Ódýr afþreying
Steinþór Einarsson, skrifstofu-
stjóri íþróttamála hjá Reykjavíkur-
borg, segist telja að kreppan skýri að
hluta þennan aukna fjölda gesta í
laugarnar. „Fólk sér þetta sem
ódýra afþreyingu sem öll fjölskyldan
getur stundað saman,“ segir hann og
bætir við að samdráttur í utanlands-
ferðum hafi einnig sitt að segja.
Stök sundferð í Reykjavík kostar
360 krónur fyrir fullorðna en 110
krónur fyrir börn, og segir Steinþór
gjaldið ekki hafa hækkað síðan í lok
árs 2006.
Aukinn fjöldi ferðamanna hingað
til lands á einnig þátt í fleiri heim-
sóknum í laugarnar, segir Steinþór,
en sem kunnugt er sótti metfjöldi Ís-
land heim í sumar. Hann segir ferða-
menn hafa mætt vel í sundlaugarnar,
sérstaklega Laugardalslaug, enda
fjölgaði heimsóknum hvergi eins
mikið og í Laugardalslaug, eða um
22,2% frá árinu áður.
Komum fjölgaði milli ára í allar
sundlaugar borgarinnar nema Klé-
bergslaug og Sundhöllina, en sú síð-
arnefnda var lokuð hluta sumarsins.
Synda í kreppunni
Slæmt efnahagsástand og aukinn fjöldi ferðamanna veldur
fjölgun heimsókna í sundlaugar Reykjavíkurborgar
Í HNOTSKURN
» Heimsóknum í sundlaugarReykjavíkur fjölgaði um
11,5% á milli ára.
» Auking varð í öllum mán-uðum frá því árið áður,
nema í júní og desember.
» Komum fjölgaði í allarlaugar nema Klébergslaug
og Sundhöllina.
» Mest fjölgaði komum íLaugardalslaug, um
22,2%, og þangað komu einnig
flestir gestir, 739.307 talsins.
Aðsókn í sundlaugar
Reykjavíkur
2006 2007 2008 2009
Fjöldi heimsókna
1.
64
0.
27
2
1.
64
8.
4
61
1.
64
5.
57
9
1.
83
4
.1
0
3