Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 – meira fyrir áskrifendur ÍS L E N S K A /S IA .I S /S A L 48 08 9 11 .0 9 er borinn út með Morgunblaðinu á laugardögum og kemur þér strax í sunnudagsskap. er fullur af nýju efni, fréttskýringum, viðtölum og pistlum og með honum færðu hina sívinsælu Lesbók og spennandi barnablað. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Sunnudagur tvo daga í röð ÍSLAND er komið í hóp þeirra landa sem veita skattaívilnanir vegna þessara mála. Af um 30 löndum innan OECD hafa rúmlega 20 þeirra komið á skat- taívilnunum vegna rannsókna og þróunar á einn eða annan hátt. Markmið laganna er „að bæta samkeppn- isskilyrði nýsköp- unarfyrirtækja og efla rannsóknir og þróunarstarf, með því annars vegar að veita nýsköpunarfyr- irtækjum rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköp- unarverkefni og hins vegar að hvetja til þess að menn og lögaðilar fjár- festi í þeim að uppfylltum tilteknum skilyrðum“. Í lögunum er gerður greinarmunur á skattfrádrætti ann- arsvegar og skattafslætti hinsvegar. Skattfrádráttur er frádráttur frá álögðum tekjuskatti eða endur- greiðsla á honum á meðan skattaf- sláttur er frádráttur frá tekjuskatts- stofni vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtæki. Hugmyndin að skattfrádrætti er að einhverju leyti byggð á reynslu Norðmanna. Þeir gera ráð fyrir að fyrirtæki sem leggja fé til rannsókna og þróunar fái ákveðna endurgreiðslu af tekju- skatti. Hafi fyrirtækið hinsvegar ekki greitt slíkan skatt fær það samt sem áður greitt úr ríkissjóði sam- svarandi hlutfall. Slíkt kerfi mis- munar fyrirtækjum minna en flest önnur kerfi, þar sem fyrirtæki sem uppfyllir skilyrði laganna getur reiknað með að fá greidda ákveðna upphæð úr ríkissjóði. Fyrst er því lækkaður skattur með frádrættinum og ef hann er greiddur upp með þessu er restin greidd út til fyrirtækisins. Lögin heimila því öllum sem sannarlega stunda rannsóknir og þróun að fá skattafrádrátt. Þetta er því fremur jákvætt kerfi fyrir nýsköp- unarfyrirtæki sem stunda rannsóknir og þróun. Nýsamþykkt lög eru byggð á sömu stoðum; ef frádráttur er hærri en álagður tekjuskattur skal greiða mismuninn til nýsköpunarfyrirtækisins. Til að fyr- irtæki geti fengið skattfrádrátt þarf að leita staðfestingar Rannsókn- armiðstöðvar Íslands, Rannís, á því að fyrirtækið sé nýsköpunarfyr- irtæki í skilningi laganna. Fyrirtæki þurfa að vinna að verkefnum sem auka virði vöru eða þjónustu og að hafa lagt fram viðskiptaáætlun. Ný- sköpunarfyrirtæki þurfa að hafa lagt 5 til 50 milljónir króna til rannsókna og þróunar á viðmiðunarárinu. Þó má hækka hámarkið í 75 milljónir ef um er að ræða aðkeypta þjónustu frá viðurkenndum aðila. Heimilt er að veita skattafrádrátt að upphæð 15% af viðurkenndum útgjöldum miðað við ofangreinda upphæð. Ný- sköpunarfyrirtæki þurfa að sýna fram á að verkaferlar séu vel skil- greindir og hæfi starfsfólks. Fyr- irtæki sem hyggjast sækja um skattafrádrátt eða skilgreiningu sem nýsköpunarfyrirtæki þurfa að halda rannsóknar- og þróunarkostn- aði aðskildum í bókhaldi sínu. Þar sem árið 2010 er fyrsta rekstrarárið sem lögin taka til er mikilvægt að huga að bókhaldsmálum strax í upp- hafi árs. Til að fyrirtæki eða einstaklingar geti fengið skattafslátt vegna fjár- festingar í nýsköpunarfyrirtæki þarf einnig að leita staðfestingar Rannís um að um sé að ræða nýsköp- unarfyrirtæki. Skilyrði er að rann- sóknar- og þróunarkostnaður und- anfarin tvö ár af þremur næst á undan hafi verið meira en 1,5% af veltu eða að minnsta kosti 40 millj- ónum króna hafi verið varið í þennan málaflokk. Einnig þarf að gera grein fyrir því að fyrirtækið hafi skil- greinda ferla og hæft starfsfólk til að sinna þessum málum. Að auki þarf hluthafafundur að ákvarða hluta- fjáraukningu og upplýsingagjöf til fjárfesta þarf að vera tryggð. Sá að- ili sem fjárfestir í nýsköpunarfyr- irtæki sem fengið hefur staðfestingu Rannís getur dregið andvirði keyptra hlutabréfa frá skatti, með ákveðnum takmörkunum þó. Ný- sköpunarfyrirtæki sem óskað er skattaafsláttar vegna fjárfestingar í þarf ekki endilega að vera staðsett á Íslandi. Hægt er að fara fram á skattaafslátt vegna fjárfestingar í fyrirtækjum á EES-svæðinu, í öllum EFTA-löndum og í Færeyjum. Við- komandi nýsköpunarfyrirtæki skal þó hafa staðfestingu stofnunar sem er sambærileg Rannís. Íslensk stjórnvöld hafa sýnt skilning á mál- efnum rannsókna og þróunar á síð- ustu árum. Þetta hefur m.a. leitt til þess að íslensk fyrirtæki eru fram- arlega í samanburði við önnur lönd hvað varðar nýsköpunarvirkni. Ís- lensk stjórnvöld hafa aukið framlög til sjóða sem styðja við rannsóknir og þróunarstarf, verulega á síðari árum. Skattaívilnun er leið rík- isvaldsins til að lækka kostnað fyr- irtækja við nýsköpun. Þá hafa mörg ríki einnig beitt opinberum inn- kaupum við nýsköpun (public proc- urement). Þessi leið er vel til þess fallin að styðja við nýsköpun þar sem opinberir aðilar beina kaupum á nýjungum til þekkingarfyrirtækja og taka einnig beinan þátt í þróun nýrra lausna. Dæmi um þetta er þegar hið opinbera þarf sérstakar lausnir á tilteknu sviði og leitar til fyrirtækis um að þróa lausn. Op- inberi aðilinn leggur fram fé og ráð- gjöf um viðkomandi lausn á meðan fyrirtækið leggur fram aðstöðu og færni starfsmanna og margt fleira. Með þessu er kaupandinn að koma að nýsköpun mun fyrr en áður og getur með því komið í veg fyrir óþarfa tafir á verkefnum. Íslenskt stuðningskerfi nýtir sér því þrjár leiðir; framlög úr sjóðum, skattaí- vilnanir og opinber innkaup við ný- sköpun. Skattalækkun vegna rannsókna og þróunar Eftir Þorvald Finnbjörnsson » Í desember síðast- liðnum samþykkti Alþingi lög um skattaí- vilnanir til nýsköp- unarfyrirtækja sem stunda rannsókna- og þróunarstarf. Þorvaldur Finnbjörnsson Höfundur er sviðsstjóri á greiningarsviði Rannís. Dæmi um skattafrádrátt í milljónum Fyrirtæki A Fyrirtæki B Fyrirtæki C Kostn. v. rannsóknir og þróun 10 10 10 Álagður tekjuskattur 0 1 2 15% skattafrádráttur 1,5 1,5 1,5 Tekjuskattur til greiðslu 0 0 0,5 Útgreiddur frádráttur 1,5 0,5 0 Í dæminu hér fá fyrirtæki A og B greiðslu frá ríkissjóði á meðan fyrirtæki C fær eingöngu lækkun á álögðum tekjuskatti. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.