Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 4
Raufarhöfn
Þórshöfn
Sævarland
Ósland
Þ
i s
t i
l f
j ö
r ð
u r
L a
n g
a n
e s
B
a k
k a
f l
ó i
M
e
l r
a
k
k
a
s
l é
t t
a
Kl. 15.40
Ísbjörninn er felldur rétt
norðan við eyðibýlið Ósland
Kl. 13.00 (u.þ.b.)
Ísbjörninn sést við
bæinn Sævarland
Um 6 km
í loftlínu
Um 11 km
í loftlínu
Ísbjörn í Þistilsfirði
Eftir Jón Pétur Jónsson, Kristján
Jónsson og Líneyju Sigurðardóttur
LÖGREGLAN í Þingeyjarsýslum
og Umhverfisstofnun sendu frá
sér tilkynningu í gærkvöldi þar
sem fólk á Norðausturlandi var
beðið um að hafa allan vara á sér
á ferðum úti við, í ljósi þess að
hvítabjörn var felldur í Þistilfirði
síðdegis í gær. Um ungt dýr hefði
verið að ræða og því ekki hægt að
útiloka þann möguleika að það
hefði verið í fylgd með fullorðnu
dýri. Landhelgisgæslan myndi
leita úr lofti á svæði með strönd-
inni strax í birtingu í dag.
„Það er búið að fella það,“ sagði
Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri
á Þórshöfn, í samtali við mbl.is í
gær, um tveimur stundum eftir að
fyrst sást til dýrsins. Bjarndýrið
sást fyrst við bæinn Sævarland við
Þistilfjörð um kl. 13 þegar Svan-
hvít Geirsdóttir, íbúi á bænum,
kom auga á það þegar hún ætlaði í
fjárhús. Hún náði sér í sjónauka
til að vera alveg viss og lét síðan
neyðarlínuna vita.
Var að nálgast sauðfé
Jón sagði að bjarndýrið hefði
verið komið í námunda við sauðfé
rétt áður en það var skotið. Það
var fellt um kl. 15:40. Þegar
skytta kom á vettvang ásamt öku-
manni svipuðust þeir um niðri við
ós Svalbarðsár en misstu sjónar á
dýrinu, sem fór mjög hratt yfir,
en dimmt él gekk þá yfir og
skyggni var því lélegt. Ökumað-
urinn Sigurður Jens Sverrisson
fór aftur heim að bænum og að-
stoðaði Svanhvíti við að setja féð í
fjárhúsin og loka þeim. Bjarndýrið
var svo fellt nokkru austar,
skammt frá eyðibýlinu Óslandi í
Þistilfirði. Það var birna, ekki
mjög stór en hún virtist vel á sig
komin og kviðfull.
Ekki góðar aðstæður
til að ná dýrinu lifandi
Reynt var með miklum tilkostn-
aði að fanga lifandi björn, sem
gekk á land, í búr árið 2008 en
það mistókst. Umhverfisstofnun
segir að ákvörðun um að fella
björninn að þessu sinni hafi verið
tekin á grundvelli niðurstöðu
starfshóps sem vann skýrslu um
viðbrögð við landgöngu hvíta-
bjarna fyrir umhverfisráðherra.
Niðurstaða hópsins var sú að fella
bæri hvítabirni sem ganga á land.
Til þess að reyna björgun þurfa
aðstæður að vera ákjósanlegar.
Fólki má ekki standa hætta af
dýrinu, skyggni þarf að vera gott
og tryggt að dýrið sleppi ekki út í
vatn eða sjó. Aðstæður í Þistilfirði
voru ekki ákjósanlegar til þess að
reyna björgun, segir stofnunin.
Geta flutt með sér
hættuleg sníkjudýr
Starfsmenn Umhverfisstofnunar
munu nú rannsaka hræ bjarn-
arins, innyflin verða tekin og bein-
in varðveitt. Þorvaldur Björnsson,
starfsmaður stofnunarinnar, átti
eftir að skoða dýrið sjálfur en
hann sagði að ekki væri um full-
vaxta dýr að ræða. Hann sagði lík-
legt að dýrið yrði stoppað upp.
Dýrin tvö sem felld voru 2008
voru greinilega búin að synda
lengi en hafís var langt frá landi
eins og núna. Þorvaldur bendir á
að dýrin séu oft illa útleikin eftir
volkið í hafinu. Annað dýrið var að
sögn Karls Skírnissonar dýrafræð-
ings illa haldið af varasömum
sníkjudýrum sem gætu vel breiðst
út hér á landi.
Annar björn gæti verið á ferli
Morgunblaðið/Líney
Fallinn Hvítabjörninn sem felldur var í Þistilfirði um 20 mínútur fyrir fjögur í gær. Talið var að um unga birnu væri
að ræða, litla en vel á sig komna. Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, sést hér gæta að birnunni.
Gæslan mun að ósk lögreglunnar í Þingeyjarsýslum leita úr lofti við norðausturströndina í dag þar sem
fullorðið dýr gæti hafa verið í fylgd með ísbirninum sem felldur var í gær við Ósland í Þistilfirði
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
25-60%
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
10
einfaldlega betri kostur
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is
NALÚT AS
ER Í FULLUM GANGI
AF VÖLDUM VÖRUM
YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI
SVANHVÍT Geirsdóttir á Sævar-
landi við Þistilfjörð varð fyrst vör við
björninn, það var um klukkan eitt.
„Ég var á leiðinni upp í fjárhús sem
eru líklega um 25 metra frá íbúðar-
húsinu og sá þá björninn koma utan
af Rauðanesi sem er í um 100 metra
fjarlægð,“ segir Svanhvít.
„Hann kom gangandi eftir kinda-
götunni og fór meðfram girðingunni
fyrir ofan bæinn og fram á þjóðveg.
Hann var frekar lítill og mér fannst
hann óttalega ræfilslegur. Ég heyrði
engin hljóð í honum við fjárhúsið. En
hann var ekki nema um 10 metra frá
mér og ég flúði inn í íbúðarhúsið, ég
ætlaði alls ekki að verða á vegi hans.
Maður veit aldrei hvernig þessi dýr
bregðast við og þau eru fljót að
hlaupa.
Hann fór í kollhnís hérna í gömlum
rabarbaragarði við fjárhúsið, hefur
víst rekist á girðingu. Hann hnaut
bara, þetta var ekki leikur í honum,
ég horfði á hann út um gluggann.
Ég hugsaði með mér að ég yrði að
láta vita af þessu hvort sem nokkur
tryði mér eða ekki. Hann margspurði
mig, sá sem svaraði í 112, og hringdi
aftur í mig til að sannreyna þetta en
hringdi svo í lögregluna, sem mætti
birninum svo á veginum við Sval-
barðsárbrúna.“
Björninn flýði undan lögreglubíl
Jóns Stefánssonar, hljóp niður í gil
fyrir neðan bæinn og niður að árósn-
um og hvarf.
– Veltirðu fyrir þér hvort dýrið
væri mjög soltið og gæti reynt að
komast inn í húsið?
„Já, ég passaði að hann myndi ekki
geta náð mér. Ég fór upp á háaloft
þegar ég var búin að hringja, ég hélt
að hann ætlaði að dyrunum, þangað
upp hefði hann ekki komist.“
Svanhvít er fædd og uppalin á
Sævarlandi og býr þar með bróður
sínum Geir sem ekki var heima í gær.
Svanhvít var einmitt að hugsa um að
fara í heilsubótargöngu en hætti við
fyrir tilviljun. Ef hún gert það hefði
hún lent beint í fanginu á dýrinu,
sagði hún. kjon@mbl.is
Björninn fór í kollhnís í
gömlum rabarbaragarði
„Maður veit aldrei hvernig þessi dýr bregðast við“
Um 19
stofnar ís-
bjarna eru
til í heim-
inum, flestir
í Kanada en
einnig á
Grænlandi
og í Síberíu,
alls 22.000
dýr. Að
sögn Karls Skírnissonar dýra-
fræðings hafa verið gerðar
miklar rannsóknir á tegund-
inni. Venjulegir skógarbirnir og
ísbirnir geta, fræðilega séð,
eignast frjó afkvæmi.
Ísbirnir eru á svonefndum
válista Alþjóðanáttúruvernd-
arsamtakanna, IUCN, sem
merkir að svo geti farið að
stofnunum verði ógnað vegna
breyttra skilyrða. Er þá eink-
um átt við hlýnandi loftslag
og mengun. Tegundin er hins
vegar alls ekki í útrýming-
arhættu, veiða má um 800 dýr
á ári.
Ekki í neinni
útrýmingarhættu
Minnst
500 hvíta-
birnir hafa
sést hér
við land frá
upphafi Ís-
lands-
byggðar.
Fram kem-
ur á vef
Náttúru-
fræðistofnunar að elsta heim-
ildin sé frá því um 890 þegar
Ingimundur gamli, landnáms-
maður í Vatnsdal, sá birnu
með tvo húna og að sögn varð
þá til örnefnið Húnavatn í
Þingi í Austur-Húnavatns-
sýslu.
Einkum var mikið um birni
á 19. öld. Sum ár hafa komið
hingað til lands tugir hvíta-
bjarna sem oftast eru nú kall-
aðir ísbirnir.
Oft gestir á Íslandi
Ljósmynd/Gréta Bergún Jóhannesdóttir
Bitið Tennurnar í birninum eru
vígalegar eins og í fleiri rándýrum.