Morgunblaðið - 28.01.2010, Page 24

Morgunblaðið - 28.01.2010, Page 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Í TENGSLUM við loftslagsþingið í Kaup- mannahöfn í desem- bermánuði síðast- liðnum hafa farið fram miklar umræður um hlýnun jarðar og sýnist sitt hverjum. Í við- ræðum samninga- manna og þjóð- arleiðtoga á loftslagsþinginu var almennt gengið út frá því að hlýnun jarðar sé stað- reynd sem bregðast þurfi við og spár vísindamanna eru notaðar sem við- mið þegar rætt er um aðgerðir til þess að aðlagast óumflýjanlegri hlýnun og draga úr hlýnun eftir því sem unnt er. Í umræðunni hafa komið fram fullyrðingar um að kenningar um hlýnun loftslags séu byggðar á ýkj- um og jafnvel á víðtæku samsæri vísindamanna og umhverfisvernd- arsinna. Erfitt er fyrir almenning að átta sig á því hvað er satt og logið í þessari umræðu vegna þess að ýms- ir fréttamenn, álitsgjafar og vís- indamenn hafa sent frá sér ummæli sem stangast á. Fulltrúar beggja sjónarmiða í þessari umræðu hafa jafnframt ásakað andstæðinga sína um að stjórnast af annarlegum hvöt- um og blekkja almenning og stjórn- völd. Hér verður ekki plássins vegna farið út í rekja fréttir af stolnum tölvupósti frá loftslagsrannsókn- arstofnun í Bretlandi eða mistök í umfjöllun um Himalajajökla í síð- ustu skýrslu milliríkjanefndar Sam- einuðu þjóðanna (IPCC) um lofts- lagsbreytingar en látið duga að fullyrða að þessar fréttir eru fjarri því að vera tilefni til ályktana um víðtækt samsæri vísindamanna né heldur gefa þær til kynna að gögn um hlýnun loftslags frá veðurstofum eða rannsóknarstofnunum séu röng eða misvísandi. Hins vegar viljum við koma á framfæri nokkrum stað- reyndum um loftslag og loftslags- breytingar sem almennt sam- komulag er um meðal veðurfræðinga og vísindamanna á sviði veðurfarsrannsókna. Nokkrar staðreyndir um gróður- húsaáhrif og hlýnun jarðar: 1. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif í lofthjúpi jarðar hafa áhrif á loftslag. Um þetta atriði er enginn ágrein- ingur meðal vísindamanna. 2. Koltvísýringur og ýmsar aðrar lofttegundir sem eru í litlu magni í lofthjúpnum valda hluta af gróður- húsaáhrifunum. Fjölmargar mæl- ingar á jörðu niðri og úr gervihnött- um á braut um jörðu sýna þetta óyggjandi. 3. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist verulega vegna losunar mannsins. CO2 hefur aukist um 35-40%, CH4 hefur meira en tvöfaldast, N2O hefur aukist um 15%, O3 í veðrahvolfinu hefur einnig aukist svo og nokkrar aðrar loftteg- undir sem valda gróðurhúsaáhrifum í lofthjúpnum. 4. Auðvelt er að meta breytingar í geislunarbúskap sem leiða af aukn- um styrk gróðurhúsalofttegunda. Talið er að tvöföldun á styrk CO2 leiði til aukningar á geislun til yf- irborðs upp á um 4 W/m2. Heild- arbreyting á geislunarbúskap af völdum aukins styrks gróðurhúsa- lofttegundanna, sem nefndar voru í lið 3, frá því fyrir iðnbyltingu er nú um 3 W/m2. Nettóbreytingin (að teknu tilliti til kælandi endurkasts frá ögnum í lofthjúpnum og nokk- urra annarra þátta) er um 1,5 W/m2. 5. Næmi loftslags gagnvart geisl- unarbreytingu sem samsvarar tvö- földun í styrk CO2 er metin um 3°C. Næmi loftslags er breyting í með- alhita jarðar þegar jafnvægi er náð af völdum breytingar í geisl- unarbúskap. Hún er talin liggja á bilinu 2-4,5ºC, besta mat er 3°C. 6. Meta má loftslagsbreytingu með því að margfalda saman breyt- ingu á geislunarbúskap og næmi loftslags. Sú breyting á geisl- unarbúskap sem nú er orðin sam- svarar meðalhlýnun upp á 1,2ºC þegar nýju hitajafnvægi er náð. Þessi hitabreyting er ekki að fullu orðin sökum þess að höfin eru lengi að ná hitajafnvægi. Hluti hlýnunar af völdum gróðurhúsalofttegunda sem þegar hafa verið losaðar upp í andrúmsloftið á þannig eftir að koma fram þótt styrkur gróð- urhúsalofttegunda breytist ekki um- fram það sem orðið er. Þessi óorðna hlýnun sem mannkynið „á inni“ er talin um 0,5ºC. Ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í and- rúmsloftið er talið að hlýna kunni um 3 til 5ºC til viðbótar þegar öll áhrif losunar sem vænta má á þess- ari öld eru fram komin. Ekkert bendir til þess að ofan- greindar staðreyndir verði dregnar í efa með rökum sem samræmast al- mennri vísindalegri þekkingu á eðl- is- og veðurfræði. Allt bendir til þess að loftslag jarðarinnar breytist nú hratt af völdum þeirrar losunar mannkyns á gróðurhúsaloftteg- undum sem þegar er orðin. Ekki þarf annað en að fylgjast með hörf- un jökla hérlendis og á fjölmörgum öðrum stöðum til þess að sannfær- ast um það að hlýnunin er ekki bara fræðileg umræða á þingum og í fjöl- miðlum heldur áþreifanleg þróun sem þegar hefur mikil áhrif á nátt- úrufar. Fréttirnar sem að ofan voru nefndar og hafa verið ofarlega á baugi í fjölmiðlum að undanförnu breyta engu um þau meginatriði sem hér hafa verið rakin. Á þessum staðreyndum þarf að byggja um- ræður um loftslagsbreytingar og pólitísk viðbrögð við þeim. Ýtarlegri útgáfu af þessari grein er að finna á vef Morgunblaðsins (www.mbl.is/ greinar) og vef Veðurstofu Íslands (http:// www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/ nr/1805). Meira: www.mbl.is/greinar Nokkrar staðreyndir um loftslag og loftslagsbreytingar Eftir Tómas Jóhannesson og Halldór Björnsson » Almennt samkomu- lag er meðal veð- urfræðinga og vísinda- manna á sviði veðurfarsrannsókna um að jörð sé að hlýna vegna vaxandi gróður- húsaáhrifa. Tómas Jóhannesson Höfundar eru jarðeðlisfræðingar á Veðurstofu Íslands og hafa setið í vís- indanefndum umhverfisráðuneytisins um loftslagsbreytingar. Halldór Björnsson NIÐURSKURÐ- UR hins opinbera bitnar á öllum og er óhjákvæmilegur. Niðurskurðurinn sem nemur 35% lækkun framlaga til kvikmyndasjóðs á fjárlögum 2010 er fordæmalaus. Sam- kvæmt fjárlaga- frumvarpinu verða framlög til Kvikmyndasjóðs skorin úr þeim 700 milljónum, sem þau eiga að vera í samkvæmt samningi rík- isins við greinina, niður í 450 millj- ónir króna. Ásættanlegur nið- urskurður væri svipaður og í öðrum listgreinum, eða á bilinu 0-10%. Það er óskiljanlegt að yfirvöld stefni að því að skera enn meira niður í kvik- myndageiranum sem hefur loksins náð sér almennilega á strik á Íslandi. Síðan kemur rothöggið frá RÚV sem kýs að beita kvikmyndagerð- armönnum fyrir sig til að pressa á stjórnvöld um aukafjárframlög til stofnunarinnar. Við hinsvegar neit- um því að vera bitbein á milli stjórn- valda og Ríkisútvarpsins. Afleiðingarnar verða þær að framleiðsla á leiknu efni sem hefur tekið gífurlegum framförum á síð- ustu misserum mun dragast saman og hugsanlega leggjast alveg af og útilokað verður að framleiða heim- ildarmyndir. Viðfangsefnin blasa við okkur sem höfum það hlutverk að fjalla um samtímann bæði í leiknu efni og heimildarefni, fjalla um hrun- ið og afleiðingar þess. Það er einmitt í þessum verðmætum sem hags- munir okkar allra liggja og munu marka spor sín á sögu okkar og þjóðfélag. Kvikmyndagerð er öflugt vopn í erfiðri baráttu Íslands í miðju efnahagshruni. Við erum að berjast við að skapa atvinnugrein sem hefur mikla mögu- leika á að verða ein af stoðum þess samfélags sem hér þarf að byggja. Einmitt sú tegund framleiðslu sem við ættum að hlúa að og nota til að vinna okkur út úr kreppunni. Það er staðreynd í þessum bransa að þeir fram- leiðendur sem ekki hafa vilyrði um sýn- ingu í sjónvarpi eiga enga möguleika á að sækja um styrki ann- ars staðar frá. Því mun niðurskurður í fram- leiðslu íslenskra kvik- mynda og annars efnis verða tvöfalt meiri en sá niðurskurður sem verður á fjárframlagi ríkisins. Meira en helmingur þess fjár sem fer í framleiðsluna kemur frá einkaað- ilum og frá útlöndum. Óþarft er að taka það fram að það færir gjaldeyri til landsins. Kvikmyndagerð skilar því beinum hagnaði, má þá benda á að flestar eða allar þær leiknu bíó- myndir eða sjónvarpsþáttaraðir sem framleiddar voru hér undanfarin ár hafa verið seldar til erlendra sjón- varpsstöðva. Þessi niðurskurður vinnur þvert gegn stefnu stjórnarinnar á öðrum sviðum. Iðnaðarráðuneytið hefur verið að auka endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu í samkeppni við önnur lönd til að fá hingað kvik- myndaverkefni, endurgreiðslan er því tekjuöflunartæki ekki styrkur til kvikmynda. Þessi niðurskurður mun koma til með að kosta fjöldamörg störf. Hvað getum við þá gert með allt okkar fagfólk sem hefur byggt upp þekkingu sem skilar íslensku hugviti út í samfélagið bæði hér heima og erlendis? Fagið er enn ungt hér á landi. Íslensk kvikmynda- fyrirtæki hafa í góðri trú með þann samning sem í gildi er við mennta- mála- og fjármálaráðuneytið til dæmis fjárfest í eftirvinnslu kvik- mynda sem nú fer að mestu leyti fram innanlands í kjölfar tækniþró- unar sem gerir það mögulegt. Með þessum gjörningi er verið að kippa fótunum undan þessari grein. Við höfum allan þann búnað, þekkingu og kraft sem til þarf til að halda batt- eríinu gangandi. Ein ástæða þess að erlend kvikmyndafyrirtæki hafa treyst sér til að koma hingað með stór verkefni er sú að til staðar er vel menntað kvikmyndagerðarfólk sem kann til verka. Með þriðjungs fækkun starfa í greininni verður þessu ekki lengur til að dreifa. Ég vil taka það sérstaklega fram að stétt kvikmyndagerðafólks hefur lengi verið láglaunastétt. Flestir vinna þar af hugsjón. Við berum mikla ábyrgð og erum sendiherrar Íslands um heim allan. Kvikmyndir okkar eru sú landkynning sem við þurfum á að halda núna. Rann- sóknir hafa sýnt að beint samband er á milli sýninga íslenskra kvik- mynda erlendis og ferðamanna- straums frá viðkomandi landi hing- að. Hér er því ekki aðeins um almenna landkynningu að ræða heldu beinharða hagsmuni. Við er- um ekki stétt sem þekkt er fyrir væl og viljum við svo sannarlega ekki byrja á því núna. Flestir sem ég þekki í greininni lepja dauðann úr skel og halda áfram að harka þrátt fyrir mótlæti. Við ætlum ekki að sitja undir þessari óréttmætu skerðingu þegjandi og hljóðalaust heldur berjast fyrir tilverurétti okk- ar eins og svo oft áður. Við viljum ekki berjast við stjórnvöld fyrir hönd Ríkisútvarpsins enda finnst okkur meiri þörf á því núna en nokkurn tíma að þeir sem vinna að framgangi íslenskrar menningar taki höndum saman og sýni skyn- semi og sanngirni á þessum erfiðu niðurskurðartímum. Niðurskurður kvikmynda- og sjónvarpsefnis Eftir Veru Sölvadóttur »… stétt kvik- myndagerðarfólks hefur lengi verið lág- launastétt. Flestir vinna þar af hugsjón. Við berum mikla ábyrgð og erum sendi- herrar Íslands um heim allan. Vera Sölvadóttir Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. BÆJASTJÓRN Kópa- vogs hefur lagt fram fjárhagsáætlun er var einróma samþykkt af öll- um bæjarfulltrúum. Gunnar Birgisson, fyrr- verandi bæjarstjóri, hef- ur gagnrýnt að eldri borgurum er þar gert að greiða fyrir sundferðir sínar; virðing og hefð fyrir félagslegum gildum virt að vettugi. Tveir bæjarfulltrúar hafa svarað í Morgunblaðinu: Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokki (15.1.) og Guðríður Arnardóttir Sam- fylkingu (6.1.) Þeirra sterkustu rök eru að eldri borgarar greiði sama og börn. Börn greiða ekki í sund heldur fá foreldrar þeirra frítt fyrir þau til sex ára aldurs og skólasund innifalið í kennslu skólanna. Þá fá börn/ unglingar styrk til íþróttaiðkunar en það getur ekki verið neinn sam- anburður um hvers vegna eldri borg- arar greiða fyrir sundferðir eða var nauðsynlegt til bjargar fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar. Samfylking og Vinstri grænir settu velferðarkerfið á oddinn í síðustu kosningum en eftir valdatöku í stjórn landsins hefur slíkt „smámál“ vikið til hliðar og gengið á kjör eldri borgara sem aldrei fyrr. Guðfríður Arn- ardóttir, oddviti Samfylkingar í bæj- arstjórn Kópavogs, fylgir „nýju vinstristefnunni“ trúverðuglega og stærir sig af samstöðu bæjarstjórnar í málefnum bæjarins; að eldri borgarar voru sviptir þeim rétti að geta sótt sund án þess að greiða fyrir eftir 67 ára aldur. Núverandi formaður Íþrótta- og frí- stundaráðs, Ragnheiður Kristín Guð- mundsdóttir, ætti að horfa inn á við og íhuga siðferðileg samfélagsgildi til áhrifa innan íþróttahreyfingarinnar, ekki síður mikilvægt en líkamlegar æf- ingar. Þótt hún þekki nokkra eldri borgara er telja sig ekki muna um gjaldið eru kjör eldri borgara almennt rétt til hnífs og skeiðar; ekki gert ráð fyrir tómstundaiðju. Eldri borgarar eru vel að því komnir að bæta lífi við árin með hollri hreyf- ingu sér til lífsfyllingar og heilsubótar og geta að auki sparað bæjarsjóði/ velferðarkerfinu umtals- verðar fjárhæðir í sam- félagslegri umönnun. Að eldri borgarar fái frítt í sund að loknum starfsdegi er prinsippmál um að halda siðferðileg gildi í heiðri fyrir velferð framtíðarinnar, jafnframt skilaboð út í samfélagið, ekki síst til ungu kynslóðarinnar. Núverandi eldri borgarar eru sú kynslóð er byggði upp efnahagslega kjölfestu og velferðarkerfi er ennþá heldur þrátt fyrir kreppuna; rafmagn um öll byggðarlög, góðar samgöngur, blómlegan landbúnað, tæknivæddan fiskveiðiflota, orkuver; er gefur gjald- eyri í þjóðarbúið og mun bjarga þjóð- inni út úr kreppunni. Þá felldi bæjarstjórn Kópavogs nið- ur árshátíð starfsmanna sinna í sparn- aðarskyni, en hefði ekki heldur mátt minnka tilkostnað? Flestir þekkja sög- una um naglasúpuna er varð dýrindis máltíð, viðkomandi til mikillar gleði eftir að hafa yfirstigið nískuna er kom í veg fyrir að gleðjast saman, er það ekki mergurinn málsins? Vonandi verður Gunnar Birgisson leiðtogi í bæjarmálum enn um sinn, hann hefur mikla yfirsýn, bæði fé- lagslega og fjárhagslega, manna lík- legastur til að finna sparnaðarleiðir án þess að skerða grunngildi í velferð bæjarbúa og hafa samfélagsleg gildi umfram allt að leiðarljósi. Bæjarstjórn Kópavogs sendir röng skilaboð Eftir Sigríði Laufeyju Einarsdóttur Sigríður Laufey Einarsdóttir »… flestir þekkja sög- una um naglasúpuna er varð dýrindis máltíð, viðkomandi til mikillar gleði eftir að hafa yfir- stigið nískuna … Höfundur er BA í guðfræði/djákni, fé- lagskona eldriborgarafélags Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.