Morgunblaðið - 28.01.2010, Page 37

Morgunblaðið - 28.01.2010, Page 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Sudoku Frumstig 2 8 7 9 1 8 5 3 2 9 6 7 1 2 8 3 9 3 6 7 5 1 1 5 6 2 9 8 6 7 7 9 7 8 9 1 2 3 5 2 6 1 3 7 9 1 5 6 5 7 3 7 1 2 5 8 4 1 1 5 6 4 8 3 6 8 2 4 1 3 7 5 6 4 1 6 8 7 9 3 2 5 4 3 7 4 2 5 6 9 8 1 2 9 5 8 4 1 7 6 3 5 4 1 9 3 8 6 7 2 7 2 9 6 1 4 8 3 5 6 8 3 5 2 7 1 4 9 4 3 6 1 7 9 5 2 8 8 1 2 3 6 5 4 9 7 9 5 7 4 8 2 3 1 6 5 1 4 6 2 3 7 9 8 6 2 7 9 8 1 3 5 4 3 9 8 4 7 5 6 1 2 1 8 6 7 5 2 4 3 9 4 5 2 3 1 9 8 7 6 9 7 3 8 4 6 1 2 5 7 6 1 5 9 4 2 8 3 2 3 5 1 6 8 9 4 7 8 4 9 2 3 7 5 6 1 7 2 6 1 9 3 8 5 4 1 5 4 6 2 8 9 7 3 8 9 3 7 4 5 1 6 2 6 4 5 8 1 2 7 3 9 2 8 9 5 3 7 6 4 1 3 7 1 9 6 4 5 2 8 9 6 2 3 7 1 4 8 5 4 1 8 2 5 6 3 9 7 5 3 7 4 8 9 2 1 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 28. janúar, 28. dagur ársins 2010 Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3, 14.) Starfshópur um heildarend-urskoðun á áfengislöggjöfinni hefur lagt fram tillögur um breyt- ingar. Áfengi er einhver mesti bölv- aldur íslensks samfélags. Ekki er hægt að meta tjónið, sem rekja má til áfengra drykkja, en það er gríð- arlegt. Áfengi kostar árlega nokkur mannslíf í umferðinni. Um hverja helgi eiga sér stað líkamsmeiðingar og limlestingar, sem rekja má beint til áfengisneyslu. Áfengissýki er erfið viðureignar, tærir upp líkamann og varpar skugga á líf margra fjöl- skyldna. Breytingar á áfengislöggjöf- inni eru því ekkert léttúðarmál. x x x Nefndin vill endurskoða áfeng-iskaupaaldur. Ljóst er að flestir Íslendingar byrja að drekka á barns- aldri. Einnig er ljóst að drykkja hefur mikil áhrif á þroska barna og ung- linga. Því þroskaðra sem ungt fólk er þegar það byrjar að drekka, því betra. Þess vegna er nauðsynlegt að varast aðgerðir, sem gætu leitt til þess að drykkjualdurinn færist niður. x x x Einnig er talað um að heimila aug-lýsingar á áfengi, en með mikl- um takmörkunum. Þetta á að gera eftirlit skilvirkara og eyða óvissu. Nú þegar flæða áfengisauglýsingar yfir allt og það er látið óátalið, en hvað ætti að koma í veg fyrir að rýmkun heimilda til að auglýsa áfengi skapi ný vandamál og nýja óvissu? x x x Væri ekki nær að afnema inn-byggðan stéttahroka í álagningu á áfengi? Nú er málum þannig háttað að áfengisgjald er föst upphæð miðuð við áfengismagn. Það þýðir að dýra, fína vínið er jafnvel á hagstæðu verði miðað við það sem gerist úti í heimi, en ódýrt vín margfalt dýrara. Halda mætti að yfirvöld treystu láglauna- fólki ekki til að fara vel með áfengi og vilji hafa vit fyrir því, en hinir tekju- meiri, sem geta leyft sér meiri mun- að, séu slíkt sómafólk að þeir þurfi ekki á forsjárhyggjunni að halda. Er þetta ekki úrelt hugsun? víkverji@m- bl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 útgjöld, 8 þrautir, 9 vesæll, 10 óvild, 11 harma, 13 blóð- sugan, 15 kjökra, 18 urga fram og aftur, 21 gagn, 22 gamansemi, 23 ávinningur, 24 leika á. Lóðrétt | 2 mjólkuraf- urð, 3 nauti, 4 óhreink- aði, 5 mergð, 6 guðs, 7 fall, 12 megna, 14 mán- uður, 15 næðing,16 dögg, 17 ilmur, 18 vinna, 19 fjáður, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fegin, 4 kelda, 7 lemur, 8 múgur, 9 núa, 11 ræna, 13 barr, 14 fossa, 15 hagl, 17 krók, 20 ann, 22 káf- ar, 23 aftur, 24 rýrar, 25 tærar. Lóðrétt: 1 fælir, 2 gaman, 3 norn, 4 káma, 5 lygna, 6 akrar, 10 únsan, 12 afl, 13 bak,15 hákur, 16 gæfur, 18 ritar, 19 kórar, 20 arar, 21 naut. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Bf4 a6 6. Be2 Df6 7. Be3 Bc5 8. c3 Dg6 9. Bf3 Rf6 10. Rd2 Re5 11. 0-0 Rxf3+ 12. Dxf3 d5 13. exd5 Rxd5 14. Hfe1 b5 15. Re4 Bxd4 16. Bxd4 0-0 17. h4 f5 18. Rc5 He8 19. He5 Hb8 20. Hae1 Hb6 Staðan kom upp á alþjóðlegu ung- lingamóti sem Taflfélagið Hellir hélt fyrir skömmu í Kópavogi. Jón Krist- inn Þorgeirsson (1.647) hafði hvítt gegn Brynjari Steingrímssyni (1.437). 21. Dxd5! Bb7 svartur hefði orðið mát eftir 21. … exd5 22. Hxe8+ Kf7 23. H1e7#. Framhald skák- arinnar varð eftirfarandi: 22. Rxb7 exd5 23. Hxe8+ Dxe8 24. Hxe8+ Kf7 25. Bxb6 Kxe8 26. f4 Kd7 27. Bd4 g6 28. Rc5+ Kc6 29. Rxa6 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Loðin svör. Norður ♠K1053 ♥G652 ♦K64 ♣K6 Vestur Austur ♠D72 ♠6 ♥ÁKD109 ♥74 ♦G10 ♦D9873 ♣D85 ♣109742 Suður ♠ÁG984 ♥83 ♦Á52 ♣ÁG3 Suður spilar 4♠. Á að taka trompin strax eða bíða með það? Byrjendur vilja afdráttarlaust svar, en því miður er svarið við þessari spurn- ingu bæði loðið og teygjanlegt. Stundum á að aftrompa mótherjana strax, stund- um ekki. Hvað segja menn til dæmis um spil dagsins – á að taka trompin strax? Vestur hefur sagt frá hjartalitnum og hefur vörnina með ♥Á-K-D. Suður var reyndur spilari. Hann trompaði þriðja hjartað, toppaði spaðann og svínaði svo ♣G í von um niðurkast fyrir tígulinn. Ekkert gekk og samning- urinn fór einn niður. Var þetta illa spil- að? Ekki svo. En þó er til nokkuð skotheld leið sem byggist á því að hreyfa ekki spaðann. Sagnhafi trompar fjórða hjart- að og ♣G í borði, sendir svo vörnina inn á þriðja tígulinn og þá mun ♠D koma sjálf- krafa í leitirnar. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Sá sem alltaf er tilbúinn til átaka við aðra verður að reikna með misjöfnu gengi. Innst inni leiðist þér fyrirsjáanleg rútínan og þú leitar eftir spennu og ein- hverju óvenjulegu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur allt sem til þarf til að fram- kvæma stóra hluti og margir sækjast eftir að fá að taka þátt í þeim með þér. Not- færðu þér það skynsamlega. Hvaðeina sem þú snertir verður að gulli. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur afskaplega gaman af því að leika þér með börnum og full- orðnum. Gefðu sjálfum/sjálfri þér tíma til að sinna áhugamálunum og fjölskyldunni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ábyrgð þín á börnum liggur þungt á þér enda er einhver svartsýni að angra þig. Ekki gleyma að sýna sjálfri/sjálfum þér mildi. Ekki draga að leita læknis ef þú hefur áhyggjur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er tími til kominn að setja vélar og tæki í viðgerð í dag. Ættingi reynir á þolrifin, settu þig í hans spor, sýndu þol- inmæði. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú umgengst fólk sem er erfitt að ná til tilfinningalega en þú getur það ef þú reynir. Haltu ótrauð/ur áfram á sömu braut. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er orðið tímabært að þú hafir samband við vini þína þótt þeir hafi látið vera að hafa samband við þig. Afgreiddu deilumál strax og á heiðarlegan hátt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð tækifæri til að læra sitthvað um þig með því að gaumgæfa samskipti þín við aðra. Áhugi þinn á náunganum á eftir að gagnast þér vel. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú átt aldrei eftir að sjá eftir þeim tíma sem þú verð til menntunar. Settu þér markmið og fórnaðu öllu fyrir þau, þá stendur þú uppi sem sigurvegari. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert í essinu sínu í félagsskap annarra. Skrepptu í bústað með vinum og njóttu lífsins. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú verður að sætta þig við að allt gengur ekki í dag eins og þú vilt að það gangi. Kannski er það fyrir bestu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þig langar mest til að gera upp- reisn og brjóta allar brýr að baki þér. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagn- aðar. Stjörnuspá 28. janúar 1815 Innsigli Reykjavíkur (Sigillum civitatis Reikiavicae) var sam- þykkt af stjórnarráðsskrifstof- unni í Kaupmannahöfn. 28. janúar 1907 Sláturfélag Suðurlands, SS, var stofnað sem samvinnu- félag bænda. Það hét fyrst Sláturfélag Árnesinga og Rangæinga. 28. janúar 1912 Íþróttasamband Íslands, „bandalag íslenskra íþrótta- og fimleikafélaga“, var stofn- að í Bárubúð (á þeim stað er nú Ráðhús Reykjavíkur). Tólf félög stóðu að stofnun ÍSÍ, sem nú ber heitið Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands. 28. janúar 2009 Lögregla beitti piparúða og handtók sex mótmælendur framan við Nordica-hótelið í Reykjavík, en þar var haldinn fundur á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Margrét Marý, Agla Jóna og Auð- ur sem eru í 4. bekk í Kópavogs- skóla héldu tombólu við verslunina Nóatún í Hamraborg og gáfu af- raksturinn til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hlutavelta „ÞAÐ er umfram allt að nota öll tækifæri sem bjóðast til þess að gera eitthvað óvenjulegt eða skemmtilegt, ferðast og annað þess háttar, bæði í vinnu og tómstundum.“ sagði Þóroddur F. Þór- oddsson, jarðfræðingur og söngmaður, sem fagn- ar 60 ára afmæli í dag. Hann hefur sungið mikið um ævina og verið í mörgum kórum. Nú hittir hann nokkra gamla kunningja vikulega til að taka lagið. Eins syngur hann með Kammerkór Reykja- víkur sem æfir nú perlur úr kirkjutónlist sem ætl- unin er að flytja í vor hér heima og í júní á Ítalíu. Þóroddur er búinn að bjóða vinum og ættingjum í gleðskap á laugardagskvöldið kemur. En má þá ekki eiga von á að það verði mikið sungið í afmælinu? „Jú, vonandi. Það er engin skemmtun án söngs,“ sagði Þóroddur. Auk söngsins hefur Þóroddur lagt mikla stund á útivist. „Ég hefði viljað byrja miklu fyrr að ganga á fjöll og að fara á skíði,“ sagði Þór- oddur. „Ég keypti mér raunar gönguskíði 1971 en notaði þau ekkert svipað þá og ég hef gert undanfarin fimm ár. Fyrst þekkti maður ekki það að ganga á skíðum í spori og minna var um að lögð væru spor. Það er firnagaman líka að fara í ferðalög á skíðum.“ gudni@mbl.is Þóroddur F. Þóroddsson jarðfræðingur 60 ára Engin skemmtun án söngs Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.