Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 TÓLF manns gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í Garðabæ næsta vor. Prófkjörið fer fram laug- ardaginn 6. febrúar nk. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér: Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoð- arframkvæmdastjóri og kennari, Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, íþrótta- fulltrúi, Björn Már Ólafsson, nemi, Dagmar Elín Sigurðardóttir bókari, Er- ling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Jóna Sæmundsdóttir lífeindafræðingur, Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Ragný Þóra Guðjohnsen, lögfræðingur og doktorsnemi, Sigurður Guð- mundsson, lögfræðingur og forstöðumaður, Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Sturla Þorsteinsson grunnskólakennari og Þorvaldur Finnbjörnsson sviðsstjóri. Tólf gefa kost á sér í Garðabæ ÖRN Jónasson við- skiptafræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-4. sæti í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í Mos- fellsbæ sem fram fer laugardaginn 6. febrúar næst- komandi. Örn Jónasson sæk- ist eftir 2.-4. sæti GUÐMUNDUR Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og doktor í stjórn- málafræði, gefur kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Hafnarfirði sem fram hinn 30. janúar nk. Guðmundur Rúnar stefnir á 1. sæti HÖRÐUR Þor- steinsson, við- skiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Hafnarfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk. Hörður Þorsteins- son vill 1. sæti BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnarness efnir til prófkjörs vegna vals fram- bjóðenda á Neslistann fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí samkvæmt ákvörðun félagsfundar. Prófkjörið fer fram 20. febrúar næstkomandi. Framboðsfrestur rennur út á hádegi mánudaginn 1. febrúar. Niðurstaða í prófkjörinu er bindandi fyrir tvö efstu sætin. Stjórn félags- ins gerir að öðru leyti, í samvinnu við prófkjörsnefnd, tillögu um framboðs- lista á grundvelli niðurstöðu prófkjörsins. Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram Neslistann frá árinu 1990 og er nú með tvo bæjarfulltrúa af sjö á Seltjarnarnesi. Heimasíða Neslistans er: http://www.xn.is Neslistinn verður með prófkjör VALDIMAR O. Hermannsson, bæjarfulltrúi og oddviti sjálfstæð- ismanna í bæj- arstjórn Fjarða- byggðar, gefur kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Fjarðabyggð. Valdimar sækist eftir 1. sæti SIGURLAUG Anna Jónsdóttir verkefnisstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í Hafn- arfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk. Sigurlaug Anna stefnir á 2.-3. sæti ELÍN Sigurð- ardóttir, verkefn- isstjóri og doktor í kynja- og fé- lagsfræði, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fram fer hinn 6. febrúar nk. Elín Sigurðardóttir stefnir á 3.-4. sæti HELENA Þ. Karlsdóttir, lög- fræðingur og bæj- arfulltrúi á Ak- ureyri, gefur kost á sér í 3. sæti í raf- rænu og opnu prófkjöri Samfylk- ingarinnar á Akureyri sem fram fer dagana 29.-30. janúar nk. Helena Þ. Karls- dóttir vill 3. sæti JÓN Grétar Þórs- son, formaður Ungra jafn- aðarmanna í Hafn- arfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 7. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk. Jón Grétar vill 7. sæti í Hafnarfirði JENS Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Fjarðabyggð. Jens Garðar vill 1. sæti í Fjarðabyggð ÁRNI Björn Óm- arsson verkefn- isstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-4. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Hafn- arfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk. Árni Björn vill 1.-4. sæti í Hafnarfirði HJÚKRUNARRÁÐ Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, HSS, lýsir í nýrri ályktun furðu sinni á vinnu- brögðum sem viðhöfð voru við gerð skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvestur- horninu sem heilbrigðisráðuneytið lét gera. Hlutdrægni sé augljós við lestur skýrslunnar þar sem skýrslu- höfundar séu eingöngu starfsfólk heilbrigðisráðuneytisins og Land- spítalans. Átelur hjúkrunarráðið vinnubrögð heilbrigðisráðuneytis- ins. Jafnframt var samþykkt ályktun á fundi hjúkrunarráðsins þar sem lýst er áhyggjum af niðurskurði sem framundan er á HSS. Stofn- unin fái mun minna fé úthlutað til rekstrar á hvern íbúa en sambæri- legar heilbrigðisstofnanir á landinu. Framkvæmdastjórn HSS sé gert að skera niður útgjöld á þessu ári um 86,5 milljónir króna. Þjónusta á hættustig „Þjónusta við íbúa svæðisins hef- ur verið í lágmarki undanfarin ár hvað heilsugæsluna varðar og er á þessum tímapunkti komin á hættu- stig og álag á starfsfólk er mikið, þrátt fyrir að starfsfólk stofnunar- innar hafi náð að anna stórum hluta skjólstæðinga fyrir minna fé en aðrar stofnanir,“ segir í ályktun- inni. Bendir ráðið á að með fyrirhug- uðum niðurskurði verði sykursýki- móttöku lokað, skurðdeild lokað, sem valdi skerðingu á starfsemi fæðingardeildar, sál- og félagsleg þjónusta verði skert eða henni hætt og lengri tímabundnar lokanir verði á líknar- og endurhæfingardeild. „Stjórn hjúkrunarráðs HSS telur brýnt að koma því til skila að með áðurnefndum aðgerðum er þjónusta við sjúklinga verulega skert, öryggi þeirra ógnað og þjónustu við íbúa svæðisins stefnt í hættu,“ segir að endingu í ályktun ráðsins. bjb@mbl.is Telja hlutdrægni aug- ljósa í sjúkrahúsaskýrslu Hjúkrunarráð HSS gagnrýnir heilbrigðisráðuneytið harðlega » Átelja vinnubrögð » Óttast niðurskurð » Deildum lokað » Þjónusta skert » Öryggi ógnað DAGSKRÁ Atorka Group hf • Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 kl. 15:00 Hótel Hilton Reykjavik Nordica Stjórn Atorku Group hf. Í framhaldi af hluthafafundi sem haldinn var þann 22. janúar 2010 þar sem að lánadrottnar yfirtóku hlutafé í Atorku er hér með boðað til hluthafafundar nýrra hluthafa í félaginu. 1. Breyting á samþykktum félagsins Tillaga er gerð um að samþykktum félagsins verði breytt í þá veru að varamenn verði ekki kjörnir í stjórn og ákvæði 17. gr. samþykkta félagsins breytt til samræmis við það. 2. Kosning nýrrar stjórnar Dagskrá fundarins og tillögur í samræmi við framangreint munu liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins frá og með 28. janúar 2010. Upplýsingar um framboð til stjórnar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins eigi síðar en 2. febrúar 2010. KOSIÐ verður til sveitarstjórna hér á landi í maí næstkomandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar árið 2010 STUTT SÖNGGLÖÐ börn frá Seltjarnarnesi færðu í gær Barna- spítala Hringsins peninga að gjöf sem þau söfnuðu sjálf með tónleikum í haust. Um er að ræða Barnakór Mýrarhúsaskóla og Seltjarn- arneskirkju og sönghóp stúlkna í 10. bekk Valhúsaskóla. Kórarnir héldu tónleika saman 15. nóvember í Félags- heimili Seltjarnarness og var ákveðið að allur ágóðinn rynni til Barnaspítala Hringsins. Um leið og pen- ingagjöfin var afhent sungu börnin nokkur lög. Stjórnandi kóranna er Inga Björg Stefánsdóttir, tón- menntakennari Mýrarhúsaskóla, og undirleikari er Frið- rik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju. SÖFNUÐU PENINGUM FYRIR HRINGINN Morgunblaðið/Heiddi ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, þáði boð Alþjóðaefna- hagsþingsins um að sitja ársþing þess í Davos í Sviss. Þingið hófst í gær og tók forsetinn þátt í umræðum um viðbrögð stjórn- valda við hinni alþjóðlegu fjármála- kreppu og hvernig hægt væri að leggja grundvöll að auknum stöðug- leika í framtíðinni. Þingið sækir fjöldi forystumanna ríkja víða að úr veröldinni, fjölmenn sveit áhrifa- manna í fjármálum, atvinnulífi og fjölmiðlun, sem og margir stjórnend- ur viðskiptabanka og seðlabanka, segir í tilkynningu frá forsetaemb- ættinu. Forsetinn fór til Davos Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.