Morgunblaðið - 28.01.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 28.01.2010, Síða 29
Að finna fyrir skilyrðislausri vænt- umþykju annarra er ein besta og mikilvægasta tilfinning sem nokkur manneskja getur fundið. Jóhannes Bekk kom, sem fóstur- faðir, snemma inn í líf Jóns Þórs, eins allra besta vinar míns. Eins og ótal dæmi eru um er síður en svo sjálfsagt að slík sambönd þróist á heillavæn- legan hátt. Þetta samband bar gæfu til þess. Þeim þótti vænt hvorum um annan. Þeir deildu gleði og sorg, þeir studdu hvor annan í leik og starfi. Þeir mynduðu lið. Sambandið skipti þá báða miklu máli og veitti þeim gleði. En nú er komið að leiðarlokum. Annar liðsfélaginn er fallinn eftir hetjulega baráttu. Hans skarð verð- ur ekki fyllt. Sársaukinn er engu lík- ur. Mig langar til að þakka Jóhannesi Bekk innilega fyrir fyrir þann kjark og manndóm að láta sér þykja vænt um Jón Þór, minn góða og kæra vin, og vera honum styrk stoð í ölduróti lífsins. Elsku Jón Þór, Alda og Ingi. Fyrir hönd okkar Laugu og Guðrúnar sendi ég okkar dýpstu samúðaróskir og megi almættið halda verndar- hendi yfir ykkur og styrkja nú sem alltaf. Páll Jakob Líndal. Mig langar með örfáum orðum að minnast góðs vinar sem kvaddi þenn- an heim fyrir stuttu. Ég var nýflutt til Reykjavíkur þegar ég kynntist fjölskyldunni á Lambastaðabraut. Mér var strax tekið sem einni af fjöl- skyldunni enda með annan fótinn á neðri hæðinni þar æ síðan! Jói var einstaklega hlýr maður sem hugsaði vel um fjölskyldu sína og vini, gaf mikið af sér og oftar en ekki var tekið á móti manni með heitu og góðu Jóa-faðmlagi. Það var líka alltaf stutt í húmorinn og ein- hvern veginn var ekki hægt að vera annað en jákvæður í kringum hann. Hann naut lífsins til síðasta dags og hefur með baráttu sinni kennt okkur sem eftir stöndum svo ótal margt um æðruleysi og hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Vináttan sem Jói og Alda hafa sýnt vinum sona sinna er ómetanleg; við finnum það öll að við erum ekki bara vinir strákanna heldur foreldra þeirra líka. Skemmst er að minnast afmælis Jóns Þórs síðasta sumar þar sem saman voru komin í Borgarfirð- inum vinir, ættingjar og fjölskylda, um hundrað manns á öllum aldri. Þar stóðu Jói og Alda vaktina og sáu til þess að allir skemmtu sér vel og hefðu það gott. Þetta var að sjálf- sögðu ógleymanlegt afmæli! Þakklæti er mér efst í huga. Þakk- læti fyrir að kynnst Jóa og fjölskyldu hans og eiga með þeim svona margar skemmtilegar stundir. Það auðgar lífið að kynnast svo góðu fólki. Elsku Alda, Jón Þór, Ingi Einar og aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og bið Guð og góða vætti um að styrkja ykkur í sorginni. Einn daginn munum við öll dansa saman á ný. The Who mun spila fyrir dansi! Elín Smáradóttir. Jói, vinur minn, er dáinn. Við kynntumst árið 1997 þegar við urð- um nágrannar á Lambastaðabraut á Seltjarnarnesi. Strax tókust með okkur góð kynni, sem urðu fljótt að einlægri vináttu. Hann var góður vin- ur og nágranni, sem var ekki aðeins tilbúinn að skiptast á skoðunum, heldur líka deila verkum og verkfær- um. Best þóttu mér einlæg og hrein- skiptin samskipti okkar. Jói var mik- ill húmoristi og oft hlógum við saman. Hann var líka traustur mað- ur, sjáfum sér samkvæmur og fylginn sér. Við höfðum fyrir venju að faðmast þegar við hittumst og var faðmlag Jóa bæði þétt og traust og það einkenndist af einlægni, vináttu og virðingu. Fyrir ári, þegar æxlið var fjarlægt, gladdist ég í hjarta mínu yfir því að aðgerðin hefði gengið vel og að Jói væri laus við meinið. Mér var því brugðið þegar ljóst var að krabba- meinið hafði tekið sig upp aftur síð- astliðið haust. Veikindin ágerðust hraðar en mig óraði fyrir og síðustu vikurnar sem Jói lifði hitti ég hann oft. Þrátt fyrir að af honum drægi, áttum við góðar samverustundir. Daginn áður en Jói dó sat ég með honum um stund, við föðmuðumst og töluðum um lífið og dauðann. Mér fannst hann gera sér grein fyrir því að örlögin væru ráðin. Um nóttina dó Jói, vinur minn, í friði. Horfinn er á braut góður og einlægur vinur sem ég sakna. Elsku Alda. Við Brynja og börnin óskum þess af einlægni að þið Jón Þór og Ingi Einar finnið styrk í lífinu. Ykkar vinur, Ragnar Sigurðsson. Það sópaði að honum Jóhannesi Bekk, bæði var hann hár á velli og hafði sterka rödd. Á stundum minnti hann á sannan íslenskan víking eins og fornsögurn- ar lýsa þeim, rætur hans voru í þeim fögru fjörðum sem Vestfirðirnir geyma og þar ólst hann upp í faðmi íslenskrar náttúru þar sem hún ger- ist stórbrotnust á Íslandi. Það er ekki að efa að sá uppruni hafði haft mikið að segja um þann karakter sem Jóhannes hafði að geyma. Hann var stórbrotinn eins og fjöllin og innrætið fagurt og blítt eins og vestfirsk náttúra. Það sem prýddi Jóhannes þó mest voru hans einlægu og jákvæðu sam- skipti við okkur, því bæði var hann ljúfur við kynningu og skemmtilegur í viðræðu. Þær voru ófáar samræð- urnar við Jóa bæði á gamansömum nótum og fræðilegar um menn og málefni en Jóhannes var hafsjór fróðleiks á svo mörgum sviðum. Í þau þrjátíu ár sem hann var samferða okkur í lífinu bar aldrei skugga á samskiptin í þeirri ferð sem var allt of stutt. En það er oft að góð ferð endar of skjótt en minningin ljúfa um hana lifir. Við viljum þakka samferðina með Jóa. Öldu, Jóni Þór, Inga Einari, Að- albjörgu, föður, bræðrum og öðrum fjölskyldumeðlimum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín frá Þverá, börn hennar og tengdabörn. Í dag kveðjum við kæran vin okk- ar, hann Jóa hennar Öldu. Jóa verð- ur sárt saknað og það verður mikill missir í því að fá ekki lengur óvænt- ar heimsóknir í Mosfellsbæinn og viðbúið er að teið renni út þegar eng- inn verður til að drekka það. Það verður einnig skrýtið að kveikja varðeld á flötinni við sumarbústað- ina í sumar þar sem „hreppstjórann“ mun vanta en þar stýrði Jói eins og honum einum var lagið. Súpan í töðugjöldunum næsta haust verður ansi þunn en undanfarin ár hefur öll sveitin ásamt öðru samferðafólki þeirra Öldu og Jóa komið í bústaðinn og þegið dýrindis baunasúpu að hætti þeirra hjóna. Öldu, Jóni Þór, Inga, Aðalbjörgu, Inga, Brynjari, Elvari og fjölskyld- um sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Guð geymi þig, kæri vinur, Auðbjörg, Úlfar og Friðgeir. Góðir nágrannar eru gulls ígildi og verða aldrei fullþakkaðir. Þannig ná- grannar voru Alda og Jói, ásamt sín- um litlu skemmtilegu kútum. Alltaf ljúf og elskuleg í samskiptum, en þó algjörlega afskiptalaus um okkar mál, en ég vissi og fékk að reyna að þegar á reyndi voru þau þarna og alltaf til staðar að veita styrk og sýna góðvild. Við fluttum svo í burtu, en alltaf var jafn gott að hitta þau og fá innilegt faðmlag og/eða ljúft bros ásamt fréttum af þeim og þeirra fólki. Alda mín, orð mega sín lítils frammi fyrir þeirri staðreynd að þú ert ekki einungis að missa elskaðan maka nú heldur er þetta í annað sinn sem þú verður ekkja. Það er svo grimm staðreynd. Stundum gerir líf- ið mann orðlausan. Við sendum þér og þinni góðu fjölskyldu allar okkar samúðar- og blessunarbænir og biðj- um þess að minningarnar um þennan góða dreng megi ylja ykkur um ókominn tíma. Rúna og Þóroddur. Ég man Jóa síðskeggjaðan með hár á herðar niður og líktist hann helst víkingi enda nýbúinn að leika í bíómynd þar sem hann var einn af fáum sem ekki var drepinn og hefði því komið til greina í framhalds- myndinni sem aldrei var tekin. Ég man eftir Jóa töffara, hann var stór og stæðilegur, nýi maðurinn hennar Öldu móðu, fósturpabbi Jóns Þórs frænda og seinna pabbi Inga litla. Ég man eftir stríðnispúkanum Jóa. Ég man þegar ég flutti ruslið hans vest- ur á Hellissand, hann hlæjandi. Við munum Birnu okkar og Andreu frænku hennar skíthrædda við Jóa „stóra“ við fyrstu sýn en þær voru fljótar að jafna sig enda var Jói mikil barnagæla en hann var fljótur að átta sig á því að þær lágu vel við stríðni hans! Við munum eftir hjálpseminni þegar við réðumst inn á amtsvæði „hreppstjórans í Öldurdal“ Við mun- um stígvélin sem fylgja djobbinu. Við munum hjálpsemi þína og þolinmæði við okkur þá sérstaklega eftir að pabbi dó og þá gat ég leitað til þín til að fá leiðbeiningar um pípulagnirnar sem ég hef aldrei skilið neitt í! Við munum súpudaginn þar sem þið Alda buðuð heim öllum í sveitinni. Við munum þig, elsku Jói, í köflóttu bux- unum að hræra í nornapottinum í flotta bolnum með áletruninni sem sagði svo margt. Jóhannes, við mun- um geyma góðar minningar í hjarta okkar, minningar um góðan dreng og einstakan vin. Elsku Alda, Jón Þór, Ingi Einar og Aðalbjörg ásamt ástvinum öllum, sorg ykkar er mikil en munið að þið eigið fjölskyldur og vini sem munu styðja ykkur og styrkja. Elsku Jó- hannes, það er okkur heiður að hafa kynnst þér og hafa fengið að vera þér samferða þennan allt of stutta spöl. Þórarinn, Ásdís Hrönn og fjölskylda. Morgunhanarnir í Austurbæjar- skóla mæta til vinnu upp úr klukkan hálfátta, drekka kaffi saman, kíkja í blöðin, segja sögur og ræða lands- málin. Vestfirðingurinn Jóhannes Bekk var einn þeirra. Hann mætti alltaf kl. 7.40. Ef hann sökkti sér ekki niður í blöðin var hann tilbúinn að tjá sig um allt milli himins og jarðar. Hann var orðhagur mjög og sagna- maður góður enda hafði hann frá mörgu skemmtilegu að segja. Hon- um fylgdu ferskir vestfirskir vindar. Hann ávarpaði samstarfskonur sínar ávallt með orðunum „sæl elsk- an“ og var góður vinnufélagi, sam- viskusamur og virkur í félagslífi nemenda og starfsmanna. Hrókur alls fagnaðar á góðri stund og eft- irminnilegur ferðafélagi. Hann var tónelskur og lék á gítar í kennslu- stundum ef sá gállinn var á honum. Honum lét best að kenna unglingum enda virtur af mörgum þeirra. Það vakti athygli þegar hann gaf út bók- ina „Ljóð úr Austurbænum“ ásamt nemendum sínum. Ágóðinn rann í ferðasjóð þeirra. Sem aðstandandi tók Jóhannes virkan þátt í baráttu samkyn- hneigðra á Íslandi. Þegar kennarar og starfsmenn fóru í náms- og kynn- isferð til Montpellier í Suður-Frakk- landi hittist svo vel á að hann gat tek- ið þátt í gaypride-göngu þarlendra. Mikil og einlæg var gleði hans þann dag. Um leið og hann sveiflaði lit- skrúðugum fána hafði hann augun opin fyrir ýmsu skrautlegu sem göngumenn báru um stræti og torg. Lýsti hann því síðar fyrir samstarfs- fólki sínu og lagði til að sumu yrði bætt við gönguna sem jafnan er farin á vorhátíð Austurbæjarskólans. Var tillögum hans vel tekið. Ekki er ólík- legt að það skraut verði hér eftir kennt við Jóhannes. Okkur vinnufélögum hans rann til rifja heilsuleysi hann síðustu vikur og mánuði. Við vissum að hugur hans stefndi suður á bóginn til móts við sumar og sól. Við reyndum að styðja hann örlítið til þeirrar ferðar og glöddumst með honum yfir hugmynd- inni. En dagar hans voru taldir og sú ferð aldrei farin. Fólki var brugðið enda féll hann frá langt um aldur fram. Hugur okkar er hjá eftirlifandi eig- inkonu og fjölskyldu. Fyrir hönd vinnufélaga, Pétur Hafþór Jónsson og Einar Þór Karlsson. Jóhannes Bekk Ingason var um- sjónarkennarinn okkar á tveimur mjög mikilvægum árum í lífi okkar þegar við vorum fjórtán og fimmtán ára. Á þessum árum kenndi hann okkur miklu meira en ætlast var til að hann gerði, þá fyrst og fremst um lífið og tilveruna. Enn erum við honum þakklátar fyrir að hafa ekki gefist upp á þrjátíu krökkum smituðum af ung- lingaveiki. Hann var fyrst og fremst góður kennari og stórkostlegur maður sem vildi allt fyrir alla gera. Hann var til staðar sama hvað bjátaði á og þrátt fyrir að við værum útskrifuð bauðst hann enn til að aðstoða okkur. Þó að sum okkar hafi lent upp á móti honum í skólanum vitum við að hann var ávallt með okkar hag efst í huga. Hann átti hlut í að móta okkur og gera að þeim manneskjum sem við er- um í dag og erum við honum afar þakklátar fyrir það. Alhæfingar okkar nemenda um strætóbílstjóra fundust Jóhannesi ansi skondnar og kenndi hann okkur að dæma ekki fólk út frá staðal- ímyndum. Núna finnum við fyrir sár- um söknuði og sjáum eftir því að hafa ekki heimsótt gamla skólann okkar fyrr. Aldrei hefði manni dottið í hug að umsjónarkennarinn okkar í Aust- urbæjarskóla færi svona fljótt. Við fundum alltaf á okkur að honum þótti vænt um okkur og þykir okkur jafn vænt um hann. Hann mun alltaf eiga stað í huga og hjarta okkar. Nemendur útskrifaðir úr Austur- bæjarskóla 2009 og fyrrum nemend- ur í 8. og 9. JB, Brynja, Hanna Alexandra, Perla, Sólbjört Vera, Vigdís og Viktoría. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ALDA STEFÁNSDÓTTIR, Arnarhvoli, Dalvík, sem lést mánudaginn 25. janúar, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 13.30. Stefán Steinsson, Símon Páll Steinsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Sigurlína Steinsdóttir, Samúel M. Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR GUÐJÓNSSON, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Guðrún J. Guðlaugsdóttir, Gunnar Guðlaugsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, vinur og frændi, FINNBOGI GUNNARSSON, Suðurvíkurvegi 8, Vík, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Magnea, Símon og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir, mágkona og amma, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR sjúkraliði, Amtmannsstíg 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 23. janúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Hilmar Þór, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Óli Örn Tryggvason, Tryggvi Ólason, Hugrún Hansen, Bryndís Óladóttir, Sævar Skaptason, Gunnar Ólason, Bryndís H. Högnadóttir, Pétur W. Hilmarsson, Fannar H. Hilmarsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.