Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞETTA er mjög óvenjulegt tilvik. Áhugi okkar þýðir ekki að við séum hætt að horfa til meginhlutverks okkar, sem varðar þróunarríkin og fátækt í heim- inum, heldur er ástæðan sú að á Íslandi sjáum við gott dæmi sem breskur almenn- ingur getur vel samsamað sig við […]. Þetta er táknrænt dæmi um hvers vegna við þurfum á að halda sanngjarnara kerfi til að meðhöndla skuldir,“ segir Nick Dearden, formaður Jubilee, breskra baráttusamtaka sem beita sér fyrir niðurfellingu skulda. „Málið er okkur skylt því bresk stjórnvöld eru því nátengd. Vegna líkra lífsskilyrða eru líkur á að Bret- ar geti gert sér í hugarlund hvernig það væri ef þeim væri réttur slíkur risareikningur vegna hruns sem þeir bæru ekki persónulega ábyrgð á.“ Fjöldi samtaka með í för Aðspurður um viðbrögðin við bar- áttu samtakanna í Icesave-málinu fram að þessu segir Dearden deiluna hafa verið á dagskrá á fundi um 30 samtaka í Brussel fyrr í mánuðinum, þar með talið samtaka sem berjist fyrir niðurfellingu skulda. Hann lýsir stofnun Jubilee svo: „Samtökin voru stofnuð af hjálpar- stofnunum, þróunarsamtökum og verkalýðs- og trúfélögum seint á ní- unda áratugnum til að berjast á móti skuldaklafa þriðja heimsins, einkum fátækustu ríkjanna sem vörðu gífur- legu fé í afborganir af lánum frá al- þjóðlegum stofnunum […] í stað þess að verja því til samfélagsmála.“ Dearden segir Jubilee jafnframt berjast fyrir kerfislægum breyt- ingum þannig að samband lánveit- enda og lántaka einkennist ekki af því að ábyrgðin liggi nær eingöngu hjá lántakanda. „Við teljum að slík breyting myndi gera fjármálakerfið síður viðkvæmt fyrir niðursveiflum.“ Staðan minnir á eldri tilvik – Hvað dró athygli ykkar hjá Jubi- lee að Icesave-deilunni? „Við litum svo á að staðan sem komin væri upp á Íslandi væri mjög svipuð og í málum sem við höfum unnið að og barist fyrir í þróunar- ríkjum, þar sem fólki sem ber ekki ábyrgð á lántökum og áhættutöku er gert að borga fyrir óábyrga fjármála- starfsemi. Annað atriði er að Íslend- ingum var gert að gera þetta, ella yrði skorið á samband þeirra við al- þjóðasamfélagið […]. Þróunarríki hafa í gegnum tíðina gengið í gegn- um það sama […]. Lánveitendur kúguðu ríki til að fara að kröfum sín- um.“ Stjórnvöld valda vonbrigðum – Hvaða skoðun hafið þið á stefnu breskra stjórnvalda í málinu? „Við erum mjög vonsvikin í ljósi þess að það orðspor fer af breskum stjórnvöldum að þau hafi skilning á mikilvægi skuldaniðurfellingar […] og nauðsyn þess að fara sanngjarnari leið þegar þörf krefur […]. Beiting hryðjuverkalaga var algerlega úti í hött og sýndi hversu langt stjórnin væri tilbúin að ganga til að þvinga fram greiðslu,“ segir Dearden og bætir við að Bretar hafi vikist undan ábyrgð á því alþjóðlega fjármálakerfi sem þeir hafi mótað ásamt öðrum ríkjum. „Við erum afar vonsvikin með að ríkin sem voru í forsvari einkavæð- ingar og beittu sér fyrir því að dregið skyldi úr regluverkinu um fjár- málamarkaði skuli ekki sýna meiri ábyrgð eftir fjármálahrunið.“ Bresk baráttusamtök taka málstað Íslands í Icesave  Jubilee-samtökin undirbúa herferð gegn samningnum  Fleiri samtök með í för Barátta Úr einni af mörgum kröfugöngum Jubilee-samtakanna. Ljósmynd/Jubilee Nick Dearden Ýmis þekkt andlit, þar með talið úr skemmtanabransanum, hafa tekið þátt í herferðum Jubilee. Þeirra þekktust eru líklega Bono, öðru nafni Paul Hewson, söngvari írsku rokkhljómsveitar- innar U2, og Bob Geldof, söngvari The Boomtown Rats, en báðir voru í forsvari fyrir herferð samtakanna fyrir niðurfellingu skulda í Afríku. Aðspurður hvort tvímenning- arnir komi til greina í fyrirhugaðri herferð vegna Icesave-samningsins segir Dearden þá ekki henta að þessu sinni. Þess í stað séu samtökin að leita að þekktum menntamanni, jafnvel rithöfundi, til að verða andlit herferðar- innar. Harmleikurinn á Haítí hafi sett strik í reikninginn og seinkað und- irbúningnum. Leitin að hentugum talsmanni sé því nýhafin. Inntur eftir því hvenær herferðin fari í fullan gang segir Dearden miðað við að hún hefjist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars en hann kveðst jafnframt líta svo á að verði útkoman nei muni Bretar verða undir miklum þrýstingi um að semja á ný, meðal annars fyrir tilstuðlan herferðarinnar. Bono kemur ekki til greina Bob GeldofBono STJÓRN Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, LSS, hef- ur samþykkt ályktun þar sem segir að öryggi allra sem fara um flugvelli og nágrenni þeirra sé best tryggt með því að löggiltir slökkviliðsmenn sinni þar slökkvistörfum. Ályktunin kemur í kjölfar sameiginlegs fund- ar LSS, slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins og deildar LSS á Kefla- víkurflugvelli. Á þeim fundi var tekið undir túlkun brunamálastjóra um lágmarksviðbúnað á flugvöllum landsins en deilur hafa verið uppi um viðbúnað slökkviliðsmanna á Reykjavíkurflugvelli. Samningur SHS og Flugstoða um sólarhringsvakt slökkviliðsmanna á Reykjavíkurflugvelli rennur út 1. mars nk. Flugstoðir munu þá taka við viðbúnaðarþjónustu á vellinum. Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Flugstoða og Keflavíkurflugvallar ohf. hafa fyrirtækin gert með sér samning vegna þjónustu á Reykja- víkurflugvelli. Í því samkomulagi felst að tveir slökkviliðsmenn frá Keflavíkurflugvelli munu sinna við- búnaðarþjónustu á flugvellinum, undir stjórn Flugstoða, en slökkvi- liðsmenn gera kröfu um minnst fjóra menn á vakt hverju sinni. Slökkviliðsmenn taka undir með brunamálastjóra NICK Dearde segist aðspurður um hvaða samtök hyggist leggja her- ferð Jubilee lið að á þessu stigi geti hann aðeins staðfest að baráttu- samtökin BothENDS muni slást í lið með þeim. Hins vegar hafi fulltrúar um 30 samtaka sem hittust á fundi Eurodad (European Network on Debt and Development) í Brussel nýverið sýnt málinu áhuga. Því megi reikna með að mörg þeirra gangi til liðs við herferðina. „Ég bind vonir við að á næstu tveimur vikum muni listinn verða tekinn að skýrast. Samtökin sem ég vísa til sýndu þessu áhuga en hafa ekki formlega skráð sig til þátttöku í herferðinni framundan.“ – Hvernig brugðust fundarmenn við umræðum um málið? „Þeir voru mjög áhugasamir um þann möguleika sem þetta mál fær- ir okkur á að draga athyglina að því ójafnræði sem ríkir í skulda- málum í alþjóðahagkerfinu.“ Berjast gegn fátækt Samtökin BothEnds sem Dear- den vísar til hafa aðsetur í Amster- dam en þau beita sér gegn fátækt í þróunarríkjum og fyrir sjálfbærni í umhverfismálum, baráttumál sem endurspeglast í síðari hluta nafns- ins en ENDS stendur fyrir „Envi- ronment and Development Ser- vice“. Fram kemur á vef samtakanna að þau hafi stutt hundruð umhverfisverndar- samtaka frá stofnun 1986. Hollensk samtök beita sér Hreyfingar úr ýmsum áttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.