Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÞAÐ er lýðræðislegur réttur
hvers og eins að ákveða hvort hann
fer á kjörstað, segir já, nei eða skil-
ar auðu. Ég ætla hvorki að hvetja
né letja fólk til að fara á kjörstað,“
segir Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra, en hún ætlar ekki
að taka þátt í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Icesave-lögin. Fjár-
málaráðherra er sama sinnis.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagðist hafa velt
gildi þjóðaratkvæðagreiðslunnar
talsvert fyrir sér. „Minn hugur er
svipaður og forsætisráðherra. Ég
sé takmarkaðan tilgang í því að
taka þátt í þessari kosningu. Til
þess að svona kosning þjóni ein-
hverjum tilgangi þarf hún að mínu
mati að uppfylla tvennt, það þurfa
að vera í boði einhverjir skýrir val-
kostir og það þarf að vera í mögu-
legri útkomu kosningarinnar ein-
hver lausn á einhverju
viðfangsefni. Hvorugt er í boði í
þessu tilviki eins og nú er málum
háttað.“
Samninganefnd Íslands er á leið
heim og standa vonir til þess að
viðræður hefjist að nýju í næstu
viku. Steingrímur sagðist hafa lagt
áherslu á það við Breta og Hol-
lendinga að Ísland væri tilbúið til
að halda áfram viðræðum. Í gær-
kvöldi fékk hann staðfestingu á því
að þeir væru tilbúnir til að halda
áfram viðræðum.
„Það er orðið ljóst að við munum
ekki ná niðurstöðu í samningaum-
leitunum okkar við Breta og Hol-
lendinga fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ég held þó tvímælalaust
að bilið hafi minnkað verulega milli
aðila. Það er óumdeilt, að þó að við
höfum ekki náð samningi höfum við
náð verulegum árangri. Þó að það
verði gert hlé á viðræðum núna
meðan þjóðaratkvæðagreiðslan fer
fram þá legg ég mikla áherslu á að
aðilar komi saman eftir helgi og
taki upp viðræður þar sem frá var
horfið. Við verðum auðvitað að
vona að staðan verði ekki þyngri
eftir helgina og við náum niður-
stöðu sem er orðið mjög brýnt. Við
höfum orðið mjög lítinn tíma því að
áhrifin af þessu eru mjög mikil á
efnahags- og atvinnulífið,“ sagði
Jóhanna.
Steingrímur og Jóhanna sögðu
að atkvæðagreiðslan myndi ekki
hafa nein áhrif á stjórnarsamstarf-
ið. Jóhanna var spurð hvaða umboð
ríkisstjórnin hefði frá þjóðinni til
að leysa málið í ljósi þess að nú
væri verið að gera þriðju tilraun til
að leysa það. „Hún hefur alveg um-
boð til að leysa þetta mál að mínu
viti, en hún hefur ekki langan tíma
til þess.“
Steingrímur sagði að það yrði Ís-
landi mjög dýrt ef þetta mál myndi
dragast lengi enn. „Við höfum ekki
efni á því. Við höfum ekki stöðu til
þess að láta þetta dragast mjög
lengi með öllum skaðlegu áhrifun-
um sem það hefur í efnahagslegu
tilliti.“
Steingrímur sagði að enn bæri
talsvert á milli í deilunni. Nokkur
lagaleg atriði væru óklár, auk
hinna efnahagslegu þátta sem vægi
þyngst í málinu.
Þau ætla ekki að kjósa í dag
Jóhanna segir að ríkisstjórnin hafi
ekki langan tíma til að klára málið
Morgunblaðið/Ernir
Ráðherrar Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla ekki að kjósa í dag.
SÉRSTÖKUM heilsudögum, með ávaxtabörum,
leikfimi, hópefli og fyrirlestrum, fyrir starfs-
menn Hrafnistu lauk í gær og af því tilefni var
efnt til svonefnds fatadags. Forstjórinn, Pétur
Magnússon, og fleira starfsfólk klæddust þá bún-
ingum sem umönnunarfólk notaði fyrir mörgum
árum. Hrafnista rekur nú fjögur heimili fyrir
aldraða. Auk þess stærsta, sem er í Laugar-
ásnum í Reykjavík, eru það heimilið í Hafn-
arfirði, gamli Vífilstaðaspítalinn og Víðines milli
Kjalarness og Mosfellsbæjar. Fljótlega verður
síðan tekið í notkun nýtt heimili í Boðaþingi í
Kópavogi. Alls vinna um 900 manns hjá Hrafn-
istu og verður haldin árshátíð í kvöld; um 100
manns verða þó að standa vaktina í kvöld.
HEILSUVIKA Á HRAFNISTU
Morgunblaðið/Ernir
ÍSLENSKAR kartöflur eru enn fáanlegar í verslunum
og birgðirnar endast að öllum líkindum fram á vorið.
Fram kom í fréttum síðastliðið haust að kartöflu-
uppskeran myndi duga fram í febrúar vegna upp-
skerubrests síðasta sumar í kartöflurækt í Þykkvabæ,
helsta kartöfluræktarhéraði landsins. Eftir það var talið
að einungis innfluttar kartöflur yrðu á boðstólum.
Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Eyjafirði og for-
maður Landssambands kartöflubænda, álítur að ein
helsta skýringin á þessu sé breytt neyslumynstur Íslend-
inga. Minna sé keypt af kartöflum en áður. Hann segir
sölu á kartöflum m.a. hafa minnkað eftir að stór-
iðjuframkvæmdum á Kárahnjúkum lauk og flest verk-
takafyrirtæki hafi hætt eða dregið verulega úr fram-
kvæmdum eftir hrunið. Fá fyrirtæki kaupi kartöflur í
miklum mæli í dag. Líkt og í öðru virðist fólk halda aftur
að sér þegar neysla á kartöflum er annars vegar, sem
verði að teljast einkennilegt þar sem kartöflur séu ódýr
matur, sem gefi mikla fyllingu.
Kartöfluuppskeran í Þykkvabæ er öll komin á markað
að því er Morgunblaðið kemst næst. Það hefur þó ekki
skilað sér í söluaukningu hjá öðrum kartöflubændum
eins og við var að búast. Þess má geta að uppskeran á
Hornafirði var óvenju góð síðasta sumar en í Eyjafirði
dróst hún saman um 10% miðað við tvö undanfarin ár.
Innflutningur á kartöflum hefur lítið breyst á milli ára og
ætti því ekki að hafa áhrif á söluna.
Kartöflurnar í boði til vors
Morgunblaðið/Golli
Jarðeplin Dregið hefur úr sölu þótt kartöflur séu taldar
ódýr og hollur matur. Þær munu duga fram á vorið.
Dregið hefur talsvert úr
sölu á kartöflum eftir hrunið
„ÉG afþakka það
að Helgi Magn-
ússon taki að sér
að túlka stefnu
Vinstri grænna.
Hann getur bara
túlkað stefnu
Samtaka iðnaðar-
ins sem mér
finnst á köflum
vera vandræða-
lega gamaldags,“
sagði Svandís Svavarsdóttir um-
hverfisráðherra þegar hún var spurð
út í ummæli Helga Magnússonar, for-
manns Samtaka iðnaðarins, sem
sagði á Iðnþingi að áhrifamikil öfl í
ríkisstjórninni virtust vera á móti
hagvexti. Hann vísaði þar sér-
staklega til VG.
Svandís sagði að hún hefði engar
athugasemdir gert við Búðarháls-
virkjun sem Landsvirkjun væri að
undirbúa. Hún minnti líka á að þegar
hún átti sæti í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur hefði hún greitt atkvæði
með Hverahlíðarvirkjun. Þessar
virkjanir væru næstar á dagskrá.
Hún sagði að það væri eitthvað annað
sem kæmi í veg fyrir að þær færu af
stað en andstaða VG. egol@mbl.is
Best að
Helgi tali
fyrir sig
Svandís
Svavarsdóttir
Svandís segist styðja
tvær nýjar virkjanir
„ÞESSUM aðgerðum er ekki beint
að einum né neinum,“ segir Ottó Ei-
ríksson, formaður Félags íslenskra
flugumferðarstjóra, spurður út í
gagnrýni Birkis Hólm Guðnasonar,
framkvæmdastjóra Icelandair.
Birkir sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að tímasetningu boð-
aðra verkfallsaðgerða flugumferðar-
stjóra 10., 12., 15., 17. og 19. mars
næstkomandi væri fyrst og fremst
beitt gegn Icelandair, enda lentu
nær allar vélar félagsins til Evrópu í
seinkun. Aðgerðirnar eiga að standa
yfir í fjóra tíma í senn, frá kl. 7 að
morgni til kl. 11, og Birkir sagði það
til þess eins að trufla farþegaflugið.
Ottó bendir á að Icelandair sé
stærsti flugrek-
andinn hér á landi
og því mest hætta
á að aðgerðirnar
hafi áhrif á félag-
ið. „Það getur vel
verið að það líti
þannig út, og það
hefur verið bent á
þetta áður í verk-
föllum, en það er
ekki raunin. Þess-
um aðgerðum er ekki beitt gegn
neinum og það eru einnig fleiri flug-
félög að fljúga þarna.“ Hann bætir
því við að hann vonist að sjálfsögðu
til að búið verði að semja fyrir mið-
vikudag. andri@mbl.is
„Ekki beint að ein-
um né neinum“
Aðgerðir bitna ekki bara á Icelandair
Ottó
Eiríksson