Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 9

Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 TUTTUGU og þriggja ára gamall karlmaður af íslenskum ættum situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grun- aður um morð á rúmlega fertugri konu. Konan var skotin til bana við hús sitt sem staðsett er vestur af bænum Horsens sl. þriðjudag. Maðurinn var handtekinn daginn eftir, ákærður fyrir morðið og úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Annar karlmaður, tæplega þrítugur Dani, var í dag handtekinn vegna málsins. Frá þessu var greint á vef danska dagblaðsins Ekstra bladet. Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, sagði Jakob Rohde-Brøndum, blaða- maður Ekstra bladet, að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni væri maðurinn íslenskur í aðra ættina og hefði búið í Horsens stóran hluta æv- innar. Komið hefur fram að Íslendingur- inn og hin látna þekktust og talið er að þau tengsl liggi í gegnum undir- heima Horsens. Dóttir konunnar segist sjálf sann- færð um að tilefni morðsins sé að leita í því að ungi maðurinn hafi skuldað móður hennar sem samsvar- ar tæplega hálfri milljón íslenskra króna. Eftir því sem fram kemur í um- fjöllun Ekstra Bladet hafði hin látna komið við sögu lögreglunnar. Hún mun hafa verið viðriðin fíkniefnamál án þess að hafa verið sakfelld vegna þess, en systir hennar, mágur og eig- inmaður fengu öll dóm í því máli. silja@mbl.is Tengdust í undirheimum  Karlmaður af íslenskum ættum í haldi lögreglu grunaður um morð á rúmlega fertugri konu í danska bænum Horsens AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Ný sending frá • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Eddufelli 2, opið 10-14 sími 557 1730 Bæjarlind 6, opið 10-16 sími 554 7030 www.rita.is FERMING Kjólar og skokkar Reykjavík Við Gömlu höfnina í Reykjavík er 2.036 m2 lóð við Ægisgarð. Hún er samkvæmt deiliskipulagi ætluð fyrir atvinnuhúsnæði sem yrði opið almenningi á jarðhæð. Lóðin er að hluta til ófrágengin en hana má gera byggingarhæfa á nokkrum mánuðum eftir nánara samkomulagi, auk þess sem aðlaga má lóðina áhugaverðri starfsemi sem m.a. fellur að niðurstöðum hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina. Byggingarréttarverð er háð samkomulagi og gjaldskrá Reykjavíkurborgar um gatnagerðargjöld. Við Fiskislóð nr. 41 er laus til umsóknar 5.127 m2 lóð sem ætluð er undir hafnsækna starfsemi, svo sem útgerð, fiskvinnslu, þjónustu við sjávarútveg og tengda starfsemi. Byggingarréttarverð er samkvæmt gjaldskrá Faxaflóahafna sf. og gjaldskrá Reykjavíkurborgar um gatnagerðargjöld. Í Sundahöfn er 35.000 m2 lóð nr. 1-3 við Korngarða laus til umsóknar. Lóðin er ætluð undir hafnsækna starfsemi, svo sem farmstöðvar, gámavelli, vörugeymslur og vörudreifingu. Henni má mögulega skipta upp í fleiri lóðir ef álitlegar umsóknir berast. Byggingarréttarverð er samkvæmt gjaldskrá Faxaflóahafna sf. og gjaldskrá Reykjavíkurborgar um gatnagerðargjöld. Grundartangi Við Klafastaðaveg eru þrjár lausar iðnaðarlóðir til umsóknar, allar byggingarhæfar nú þegar. Skipt hefur verið um jarðveg í lóðunum og að þeim lagður malbikaður vegur. Klafastaðavegur 3 er 7.935 m2 Klafastaðavegur 4 er 3.469 m2 Klafastaðavegur 6 er 3.109 m2 Byggingarréttarverð er samkvæmt gjaldskrá Faxaflóahafna sf. Á Grundartanga liggur fyrir deiliskipulag 49 iðnaðarlóða sem unnt er að gera byggingarhæfar með skömmum fyrirvara samkvæmt samkomulagi. Akranes Á Akranesi er lóð nr. 3 við Faxabraut laus til umsóknar fyrir hafntengda starfsemi. Gatnagerðargjöld eru samkvæmt gjaldskrá Akraneskaupstaðar. Umsóknum skal skilað til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. ásamt greinargóðri lýsingu á þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðunum. Berist ekki umsóknir í auglýstar lóðir munu Faxaflóahafnir sf. ganga til samninga við áhugasama aðila sem síðar kunna að hafa áhuga á úthlutun lóðanna. Nánari upplýsingar um staðsetningu lóða, nýtingarhlutfall, hæðir bygginga og fleira veita hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. eða skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna sf. í síma 525 8900. Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Lausar lóðir hjá Faxaflóahöfnum sf. Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með eftir umsækjendum um lausar lóðir í Reykjavík, á Grundartanga og Akranesi. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 29. mars 2010. A T H Y G L I Laugavegi 63 • S: 551 4422 LÉTTAR STUTTKÁPUR STREYMA INN www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 42-58 Yfirhafnirnar eru komnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.