Morgunblaðið - 06.03.2010, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
Í FYRRADAG voru Stjórn-
endaverðlaun Stjórnvísi veitt í
fyrsta sinn að viðstöddum forseta
Íslands. Stjórnendaverðlaunin
hljóta þeir stjórnendur sem þykja
hafa skarað fram úr á sínu sviði.
Verðlaunin voru veitt í fjórum
flokkum: Fjármála-, mannauðs- og
þjónustustjórnun ásamt hvatning-
arverðlaunum.
Hjörleifur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Öss-
urar, hlaut verðlaunin í fjár-
málastjórnun, Gunnhildur
Arnardóttir, framkvæmdastjóri
mannauðssviðs Securitas, hlaut
mannauðsverðlaunin, Einar S. Ein-
arsson, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs ÁTVR, hlaut verð-
laun fyrir þjónustustjórnun, og
hvatningarverðlaunin hlaut Unnur
Ágústsdóttir, sviðsstjóri rekstr-
arsviðs Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra í Reykjavík.
Stjórnendaverð-
laun Stjórnvísi
VERKEFNISSTJÓRN rammaáætl-
unar um mögulega virkjanakosti
mun standa fyrir opnu kynningar-
og umsagnarferli um niðurstöður
faghópa um 2. áfanga rammaáætl-
unar dagana 8. mars–19. apríl nk.
Fyrsti opni kynningarfundurinn
verður í húsnæði Kennaraháskól-
ans á þriðjudag nk. kl. 14. Þá verða
líka fundir á Kirkjubæjarklaustri
og Selfossi hinn 13. mars nk. Aðrir
fundir verða auglýstir síðar.
Öllum er frjálst að senda inn um-
sögn um niðurstöður faghópanna
og geta gert það í gegnum heima-
síðuna www.rammaáætlun.is þar
sem einnig er að finna ítarefni um
rammaáætlunina.
Rammaáætlun í
kynningarferli
Á NÆSTU vikum mun SFR –
stéttarfélag standa fyrir ráð-
stefnuröð um jafnrétti og verður
ráðstefna haldin í öllum lands-
fjórðungum. Fyrsta ráðstefnan
verður á Akureyri hinn 8. mars
nk. á alþjóðlegum baráttudegi
kvenna. Síðan verður haldið til
Egilsstaða 14. apríl, til Ísafjarðar
20. apríl og endað í Reykjavík
hinn 28. apríl.
Markmiðið með ráðstefnuröðinni
er að vekja umræður og spurn-
ingar um jafna stöðu kynjanna.
Fyrirkomulag ráðstefnanna verður
með nýstárlegum hætti en á hverri
ráðstefnu verða tveir fyrirlesarar
sem fjalla um ólík efni. Ráðstefnan
er öllum opin.
Fjallað um jafnrétti
Í dag, laugardag,
kl. 14:00 standa
Hagsmunasam-
tök heimilanna
ásamt öðrum
grasrótarsam-
tökum fyrir
kröfugöngu nið-
ur Laugarveg frá
Hlemmi. Gangan
endar á Austurvelli þar sem „Al-
þingi götunnar“ verður formlega
stofnað. Fólk er hvatt til að mæta
með kröfuspjöld og segja meiningu
sína.
„Gefum lýðræðishugsjónum byr
undir báða vængi. Gefum skýr
skilaboð til umheimsins, lýðræði er
númer eitt, valdið er fólksins,“ seg-
ir í tilkynningu.
Kröfuganga niður
Laugaveg í dag
STUTT
FIMLEIKADEILD Keflavíkur fékk
í gær afhent nýtt æfingahúsnæði í
Íþróttaakademíunni í Krossmóa.
Árni Sigfússon bæjarstjóri afhenti
Helgu Hildi Snorradóttur formanni
lyklavöldin og gestir fylgdust með
opinni æfingu hóps eldri iðkenda í
nýju aðstöðunni.
Reykjanesbær ætlaði að byggja
fimleikahús en vegna efnahags-
kreppunnar var hætt við það og
ákveðið að breyta íþróttahúsi
Íþróttaakademíunnar. Þar hefur
fimleikafólkið gryfju og öll sín tæki
og þarf ekki að bera tækin fyrir og
eftir æfingar. helgi@mbl.is
Fimleikahús
í notkun
Ljósmynd/Hilmar Bragi
- njóttu lífsinsNánari upplýsingar í síma 420 3408 og á www.nesvellir.is
Láttu drauminn rætast
Með búsetu í íbúð eða raðhúsi á Nesvöllum
losnar þú undan áhyggjum og fyrirhöfn við lóð og
viðhald á eigin húsi. Byggðakjarninn er innan
seilingar frá höfuðborgarsvæðinu og
Keflavíkurflugvelli.
Íbúðir í lifandi samfélagi
.
Kynning á Nesvöllum á sunnudag
Íbúðir með þjónustu fyrir eldra fólk
Sýning á sunnudag kl. 13-17, kaffi og meðlæti í boði
Framúrskarandi búsetukostur í Reykjanesbæ fyrir
eldra fólk sem vill búa við bestu skilyrði
Lifandi samfélag
fyrir fólk á besta aldri
Öryggi - þægindi - lífsgæði
Tilboð í þína fasteign
Við létum drauminn rætast!
Eigirðu fasteign sem þú vilt selja, gerum
við tilboð í eignina ef áhugi er fyrir leigu-
og búseturéttarsamningi við Nesvelli.
Íbúðirnar eru til leigu með búseturétti. Þær eru hannaðar
með þarfir og þægindi eldri borgara í huga. Innangengt er
frá íbúðum í glæsilega þjónustumiðstöð, þar sem í boði er
félags- og tómstundarstarf, veitingaþjónusta, hárgreiðslu-
stofa, snyrtistofa, heilsurækt, verslun, sjúkraþjálfun,
skipulagðir viðburðir og afþreying af ýmsu tagi.
Við bjóðum ykkur að skoða fullbúna sýningaríbúð og raðhús
á sunnudag frá kl. 13-17. Að auki bjóðum við öllum sem
koma að þiggja kaffi og meðlæti í þjónustumiðstöðinni.
Kynnið ykkur málið betur á heimsíðunni
www.nesvellir.is, en þar er að finna
leiðarlýsingu að Nesvöllum í
Reykjanesbæ.
Hafið samband í
síma 420-3408