Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
ALLT verður gert til að tryggja að
atkvæði berist frá Árneshreppi á
Ströndum í tæka tíð til talningar í
Borgarnesi í kvöld. Björgunarsveit-
inni á Dransgnesi hefur verið falið
það verkefni að sækja atkvæðin,
hvort sem það verður gert á björg-
unarbát sveitarinnar eða á vélsleðum.
Umdæmiskjörstjórnir verða skipaðar
á Ísafirði og Vesturbyggð. Þær munu
sjá um að safna saman atkvæðum og
telja þau á Patreksfirði og Ísafirði.
Ríkarður Másson, sýslumaður á
Sauðárkróki og formaður yfirkjör-
stjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir
að lögum samkvæmt megi ekki skipa
nema tvær umdæmiskjörstjórnir í
hverju kjördæmi. Hann segir erf-
iðleika fyrirsjáanlega vegna veðurs
við að koma kjörgögnum af þremur
svæðum, Vesturbyggð, Ísafirði og
Árneshreppi í Borgarnes. Hann hafi
ákveðið að setja kjörstjórnir í Vest-
urbyggð og á Ísafirði, en þau svæði
eru mun þéttbýlli en Árneshreppur.
„Við náum atkvæðunum úr Árnes-
hreppi eftir öðrum leiðum,“ segir
Ríkarður. „Fyrsta áætlun var að flog-
ið yrði á Gjögur eftir atkvæðum, en
vonlítið er að það verði hægt. Önnur
áætlun var að vegurinn frá Hólmavík
yrði mokaður norður í Árneshrepp,
en það tekur of langan tíma og er of
dýrt. Þannig að ég ætla að reyna
senda björgunarsveitina frá Drangs-
nesi eftir atkvæðum í Norðurfjörð.
Annaðhvort fara þeir á björgunar-
bátnum sem þeir eiga eða á vélsleð-
um. Þetta er eina úrræðið sem ég tel
mögulegt og við gerum allt til að
nálgast atkvæðin.“ Ríkarður segir að
útlit sé fyrir að illfært eða ófært verði
um Klettsháls vegna ofankomu og því
erfitt að koma atkvæðum úr Vest-
urbyggð landleiðina í Borgarnes.
Sama eigi við um atkvæði frá Ísafirði
því snjóþungt sé á Steingrímsfjarð-
arheiði og það fari enginn um heiðina
í ofankomu og 25 metra vindhraða
með tilheyrandi skafrenningi, eins og
sjá megi í veðurkortum. Þá séu ekki
heldur líkur á að flugfært verði frá
þessum stöðum.
Enginn kosningamokstur
Kjörstaður verður opnaður í Ár-
nesi klukkan 9 fyrir hádegi. Rúmlega
40 manns eru á kjörskrá í Árnes-
hreppi. Oddný Þórðardóttir, oddviti í
Árneshreppi, segir að mokað hafi
verið frá Djúpuvík í vikunni, en ekki
hafi verið um sérstakan kosn-
ingamokstur að ræða. Moksturinn
hafi fengist gegn því að hreppurinn
borgaði helming á móti ríkinu.
„Veturinn var einstaklega snjólétt-
ur fram í miðjan febrúar, en eins og
reglurnar eru núna er ekkert mokað í
marga mánuði. Það er nokkuð sem
við getum alls ekki sætt okkur við.“
Oddný sagðist ekki fylgjast grannt
með fréttum af Icesave, væri raunar
búin að fá meira en nóg af þeim. Því
væri þó ekki að neita að á ýmsum
bæjum misstu menn helst ekki af
fréttum þegar þessi mál væru rædd.
„En þetta er náttúrulega skelfilegt,“
sagði Oddný. „Fólkið hér var ekki í
neinum vitleysisgangi, en þessi staða
bitnar rosalega illa á fólki hér eins og
annars staðar. Vörurnar hækka,
skattarnir hækka og að auki eru veg-
irnir lokaðir.“
Atkvæðin sótt í Árneshrepp
á björgunarbát eða vélsleðum
Umdæmiskjörstjórnir í Vesturbyggð og á Ísafirði þar sem atkvæði verða talin
Ljósmynd/Elín Agla
Á flugvellinum á Gjögri Nemendur Finnbogastaðaskóla á þessum vetri:
Kári Ingvarsson, Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir og Júlíana Lind Guðlaugs-
dóttir. Næsta haust bætist einn nemandi í skólann, Þórey, systir Kára. Næst-
ar í röðinni eru svo heimasæturnar í Bæ, Aníta og Magnea. Þá kemur röðin
að Jóhönnu Engilráð úr Finnbogastaðaskóla og yngsti íbúi Árneshrepps er
Arney í Árnesi, aðeins sjö vikna gömul.
Ríkissjónvarpið
verður ekki með
hefðbundið kosn-
ingasjónvarp
vegna þjóð-
aratkvæða-
greiðslunnar um
Icesave-lögin. Á
hinn bóginn
verður auka-
fréttatími í Sjónvarpinu í kvöld
klukkan 22 þegar fyrstu tölur ættu
að liggja fyrir. Í fréttatímanum,
sem verður einnig sendur út á Rás 1
og Rás 2, verður rætt við for-
ystumenn allra stjórnmálaflokka,
að sögn Sigríðar Hagalín Björns-
dóttur, aðstoðarfréttastjóra RÚV.
Annar sjónvarpsfréttatími verður á
milli dagskrárliða og ef þurfa þykir
verður dagskráin rofin.
Enginn aukafréttatími verður á
Stöð 2 vegna kosninganna.
Mbl.is á kosningavaktinni
Fylgst verður með framvindu at-
kvæðagreiðslunnar og talningu at-
kvæða á fréttavef Morgunblaðsins,
www.mbl.is, í allan dag og fram á
kvöld. Þar verða úrslit birt og við-
brögð stjórnmálaforingja.
Aukafréttatímar í
stað kosningavöku
Árneshreppur á Ströndum er
fámennasta sveitarfélag lands-
ins, með um 50 íbúa. Samein-
ing hreppsins við annað sveit-
arfélag hefur oft verið til
umræðu og ekki síst und-
anfarið þegar rætt hefur verið
um sameiningu allra sveitarfé-
laga á Vestfjörðum.
Oddný Þórðardóttir, oddviti í
Árneshreppi, segir sameining-
armál eðlilega vera mikið til
umræðu þar sem sveitarfélög
geti sjálfviljug sameinast á
næstu árum eða orðið skyldug
til þess árið 2014. Hvað varðar
Árneshrepp hafi þeirri spurn-
ingu þó ekki verið svarað hvað
íbúar í Árneshreppi beri úr být-
um við það að sameinast öðr-
um. Nú sé rætt um að sameina
öll sveitarfélög á Vestfjörðum í
eitt. Aðrir telja eðlilegra að
sveitarfélögin verði þrjú;
Strandir, norðanverðir Vestfirð-
ir og suðurfirðir Vestfjarða.
„Okkar leið liggur í raun ekki
vestur í Ísafjarðardjúp þó svo
að við séum í talsverðu sam-
starfi á Vestfjarðavísu. Við eig-
um líka í sýslusamstarfi á
Ströndum. Staðreyndin er hins
vegar sú að okkar leiðir liggja
miklu frekar suður á bóginn. Ef
við eigum ekki að eiga neina
aðra möguleika í samgöngum í
framtíðinni en flug frá Gjögri
til Reykjavíkur þá liggur bein-
ast við að við sameinumst höf-
uðborginni. Ég sé ekki rökin
fyrir því að sameinast Vest-
fjörðum eða Hólmavík við
þessar aðstæður,“ segir Oddný,
oddviti í Krossnesi.
Árneshreppur hluti
af höfuðborginni?
Dagskrá:
1. Kynning á nauðasamningi sem félagið hefur gert við
kröfuhafa sína.
2. Tillaga um að breyta félaginu í einkahlutafélag í samræmi
við ákvæði 132. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og afskrá
félagið í kjölfarið af Nasdaq OMX Iceland.
3. Tillaga um að taka upp nýjar samþykktir fyrir félagið.
Tillagan greinist í eftirfarandi aðal- og varatillögur:
4. Tillaga um starfskjarastefnu.
5. Önnur mál.
Hluthafafundur í Bakkavör Group hf.
Réttindi hluthafa
Hluthafar geta fengið ákveðin mál tekin fyrir á
hluthafafundinum ef þeir gera um það skriflega kröfu til stjórnar
félagsins. Hluthafar skulu koma slíkri kröfu á framfæri til
stjórnar félagsins eigi síðar en átta dögum fyrir
hluthafafundinn.
Aðgangur að upplýsingum og gögnum
Drög að dagskrá, endanlegar tillögur frá stjórn félagsins, þ.m.t.
drög að nýjum samþykktum fyrir félagið, ársreikningar og
upplýsingar um hluti og atkvæðisrétt á dagsetningu þessa
fundarboðs verða aðgengilegar hluthöfum til sýnis 21 degi fyrir
hluthafafundinn.
Lokaútgáfa dagskrár og allar tillögur verða aðgengilegar
hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafundinn.
Allar upplýsingar og gögn verða aðgengileg í höfuðstöðvum
félagsins að Ármúla 3 og á heimasíðu félagsins,
www.bakkavor.is/hluthafafundur
Umboð
Félagið mun taka gild umboð sem eru undirrituð af skráðum
hluthafa. Þegar um er að ræða lögaðila skal umboðið undirritað
af aðila sem heimilt er að skuldbinda félagið. Heimilt er að
senda umboðið til félagsins í viðhengi með tölvupósti og skal
vera afhent félaginu eigi síðar en 22. mars nk.
Atkvæðagreiðsla
Kjörseðlar og önnur gögn verða aðgengileg að Ármúla 3 frá
kl: 15 daginn sem hluthafafundurinn er haldinn.
Hluthöfum er heimilt að óska eftir því að fá að greiða atkvæði
bréflega um þau mál sem eru á dagskrá hluthafafundarins.
Þeim hluthöfum sem þess óska er bent á að fylla út eyðublað
sem nálgast má á vefsíðu félagsins eigi síðar en fimm dögum
fyrir fundinn.
Reykjavík, 4. mars 2010
Stjórn Bakkavarar Group hf.
Hluthafafundur í Bakkavör Group hf., kt. 410886-1629, Ármúla 3, 108 Reykjavík,
verður haldinn að Ármúla 3 þann 26. mars 2010 og hefst kl: 16:00.
a. aðallega tillaga um að taka upp nýjar samþykktir sem
gera ráð fyrir hlutum í þremur hlutaflokkum, flokkum
A, B og C; eða
b. til vara tillaga um að taka upp nýjar samþykktir sem
gera ráð fyrir hlutum í tveimur hlutaflokkum, flokkum
A og B.
Báðar tillögur að nýjum samþykktum gera ráð fyrir að
núverandi hlutum í félaginu verði breytt í A hluti þar sem
hver hlutur er að nafnvirði ein króna.
Báðar tillögur fela einnig í sér heimildir til stjórnar til að
hækka hlutafé félagsins og heimild til að breyta, með
tilvísun íVI. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og í
nauðasamning félagsins, samtölu skulda félagsins, sem
nemur 55% ef teknar verða upp samþykktir þær sem lagðar
eru til undir dagskrárlið 3a að ofan og 100% ef teknar verða
upp samþykktir þær sem lagðar eru til undir dagskrárlið 3b
að ofan (eftir breytingu á um það bil 1% í B hluti) af
heildarútistandandi samningskröfum undir
nauðasamninginum í A hluti í félaginu.
Tillögurnar gera ráð fyrir að forgangsréttur hluthafa eigi
almennt ekki við, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 138/1994 um
einkahlutafélög.
VEÐBANKINN
Betsson.com býð-
ur viðskiptavin-
um sínum að
veðja um nið-
urstöðu þjóð-
aratkvæða-
greiðslunnar um
Icesave. Stuðl-
arnir sýna að
miklar líkur eru taldar á því að Ís-
lendingar segi nei. Betsson setur
stuðulinn 7,00 fyrir já en 1,10 fyrir
nei, að því er fram kom á vefsíðunni
í gærkvöldi. Stuðlarnir voru mun
jafnari þegar veðjað var um það
hvort forsetinn staðfesti lögin.
Veðjað á nei í
veðbanka Betsson