Morgunblaðið - 06.03.2010, Qupperneq 24
24 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þetta verður stærsta net-bókaverslun sinnar teg-undar á Íslandi, með sexþúsund titla notaðra bóka.
Auk þess verða tvö þúsund titlar
nýrra bóka,“ segir Bjarni Harðarson
bóksali í Sunnlenska bókakaffinu á
Selfossi en í næstu viku ætlar hann
að opna bókabúðina sína í net-
heimum. „Vissulega eru nokkrir að-
ilar hér á landi að selja notaðar bæk-
ur á netinu en í flestum tilvikum eru
það lítil söfn. Fornbókabúðin hjá
Braga er til dæmis aðeins með brot
af þeim mikla fjölda bóka á netinu
sem finna má í þeirri búð.“
Kaupir bækur í kassavís
Sunnlenska bókakaffið hefur ein-
beitt sér að því sem á ensku kallast
second hand books eða notaðar bæk-
ur, sem margir hér á landi tengja við
fornbækur. „Þessar bækur eru ekk-
ert endilega mjög gamlar, þær geta
verið frá öllum tímum.
Þarna er hægt að finna einhverja
ákveðna skáldsögu eftir íslenskan
höfund sem kom út fyrir örfáum ár-
um, nú eða fræðirit sem kom út fyrir
fimmtíu árum. Flestar bækur sem
komu út fyrir meira en fimm árum
eru uppseldar hjá forlögunum og því
finnst mér mjög ánægjulegt að geta
boðið upp á þennan stóra bóka-
grunn,“ segir Bjarni og bætir við að
megnið af bókunum sé íslenskt en
eitthvert slangur erlendra bóka sé
þar líka að finna.
Bjarni viðar að sér bókum með
ýmsum hætti, hann kaupir til dæmis
bækur af dánarbúum. „Þá eru þetta
oft eitt til tvö þúsund bækur sem ég
fer í gegnum og hendi auðvitað alltaf
heilmiklu, sumar bækur eru al-
gjörlega óseljanlegar eða hreinlega
ekki þess verðar að fórna undir þær
hilluplássi. Ég tek líka við bókum
sem fólk vill losna við og fólk er dug-
legt að koma til mín með bækur.“
Að njóta bókar lengi og vel
Það er metnaðarmál fyrir Bjarna
að hafa bækurnar á viðráðanlegu
verði og hann segir meðalverð bóka í
gagnagrunni Bókakaffisins vera
undir þúsund krónum. „Inn á milli
eru vissulega dýrar og sjaldgæfar
bækur frá nítjándu öld, jafnvel þeirri
átjándu. En mikið af bókunum er á
þrjú til fimm hundruð krónur,“ segir
Bjarni sem finnur greinilega fyrir
auknum áhuga á bókum.
„Þó margt slæmt sé hægt að segja
um kreppuna þá hefur hún komið
vitinu fyrir þessa þjóð sem taldi að
einhverju leyti að ekki væri hægt að
gera sér glaðan dag nema eyða
stórum upphæðum til þess. Núna
lyftir fólk sér upp með því að kaupa
sér eina fallega bók og nýtur hennar
í marga daga. Mér finnst mjög
ánægjulegt að sjá fólk sem hefur
ekkert verið að stunda það að skoða
gamlar bækur, koma hingað í bóka-
kaffið og læra á þennan heim. Gamla
bókasöfnunin sem byggðist á því að
fjárfesta í bókum, hún er aftur á móti
hverfandi. En það að fólk kunni að
meta góðar bækur, fer greinilega
vaxandi. Þó svo að krónan hafi fallið í
verði þá hefur vit þjóðarinnar ekki
gert það.“
Nýkominn heim af
þvælingi um Eþíópíu
Bjarni er mikill ævintýramaður og
víðförull eins og algengt er með slíka
menn. Hann er nýkominn heim úr
þriggja vikna ferðalagi um Eþíópíu.
„Ég fór að heimsækja Egil son minn
sem hefur verið á flakki um Afríku
undanfarna fjóra mánuði. Afríka er
gríðarlega heillandi heimsálfa og ég
hef komið þangað nokkrum sinnum
áður. Þó þeir séu á eftir okkur Vest-
urlandabúum í ýmsum málum þá er
ég sannfærður um að margar þess-
ara þjóða eiga eftir að rísa hratt. Þau
voru til dæmis óskaplega frjósöm
landbúnaðarsvæðin þar sem við
feðgarnir ferðuðumst um vest-
urhluta Eþíópíu. Þetta svæði vest-
urfjallanna er ólíkt öllu öðru og við
rákumst ekki á einn einasta vestræn-
an ferðamann. Við gistum á sömu
gististöðum og innlendir, sem var
mjög ævintýralegt og skemmtilegt,
svo ekki sé meira sagt.“
Að bana kominn af mæði
Þeir Bjarni og Egill skelltu sér
meðal annars í reiðhjólaferð þegar
þeir voru í henni Eþíópíu og hann
segir hana hafa verið mjög eftir-
minnilega. „Við leigðum reiðhjól og
ætluðum að hjóla út í sveit, en lent-
um fljótlega í því að bæði hjólin
biluðu. Og það voru engir vegir. Við
þurftum því að bera hjólin og vorum
orðnir mjög móðir þegar leið á dag-
inn, ég raunar að bana kominn af
mæði. Þá hittum við bændur sem
voru við bústörf og vildum fá hjá
þeim te eða eitthvað að drekka því
við vorum orðnir vatnslausir, sem er
mjög vont á þessu svæði. Þeir áttu
engan drykk handa okkur annan en
heimabrugg, sem við gátum ekki
þegið því við drekkum hvorugur
áfenga drykki. Við þurftum því að
halda áfram göngu okkar með hjólin,
enn þyrstari en áður,“ segir Bjarni
og bætir við að heimabrugg í Eþíópíu
sé vægast sagt varasamur drykkur.
„Það er ákveðin hætta á að í því sé
tréspíri og þá geta menn nú orðið
snarlega blindir. Maður veit í raun
ekkert hvað er í þessum görótta
drykk og þess vegna fannst okkur
svolítið merkilegt að á kaffihúsum
drakk fullorðna fólkið kaffi en krakk-
arnir sátu og sötruðu heimabrugg.“
Ljósmynd/Egill Bjarnason
Ævintýr Bjarni umvafinn heimamönnum í litlu þorpi á fjallasvæði í Eþíópíu þar sem hann var nýlega.
Yfirvertinn Bjarni er gríðarlega einbeittur þegar hann bakar pönnukökur
ofaní gesti sína og það er alltaf tími til að spjalla og spekúlera.
Bók fram yfir hjóm
Hann fullyrðir að þó svo að krónan hafi fallið í verði þá hafi vit þjóðarinnar ekki
gert það. Fólk sæki nú meira í bækur en áður. Bjarni Harðarson bóksali opnar í
næstu viku stærstu vefverslun hér á landi með notaðar bækur.
Kennir margra grasa Margt gersemið má finna ef gramsað er í bókunum á
bókakaffinu. Hér eru það För Gullivers til Putalands og Kvenhatarinn.
Grúsk Andrúmsloftið er notalegt á Sunnlenska bókakaffinu.
Sungið Kórskóli Elínar eiginkonu Bjarna er starfræktur í bókakaffinu og
hefur útskrifað tvo hópa forskólabarna á þessum vetri.
„Við leigðum reiðhjól og
ætluðum að hjóla út í
sveit, en lentum fljótleg í
því að bæði hjólin biluðu.
Og það voru engir vegir.“
Slóð nýju vefverslunarinnar er:
www.bokakaffid.is