Morgunblaðið - 06.03.2010, Qupperneq 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
RÖDDIN breytist
með aldrinum af ýms-
um ástæðum. Það get-
ur haft veruleg áhrif á
lífsgæði einstaklinga.
Það er hlutverk tal-
meinafræðinga að
draga úr slæmum
áhrifum raddbreytinga
sem hér verða nefndar
í stuttu máli.
Laugardaginn 6.
mars er Evrópudagur
talmeinafræðinnar og af því tilefni
vekja talmeinafræðingar í Evrópu
sérstaka athygli á röddinni. Það fer
vel á því þar sem röddin er aðaltjá-
skiptatæki okkar flestra út allt lífið
og er oft talin endurspegla hvernig
okkur líður.
Samkvæmt spá Hagstofu Íslands
um fjölda eftirlaunaþega á Íslandi
árið 2050, má búast við að Íslend-
ingar 67 ára og eldri verði orðnir
tæplega 82.000 eða um 19% af heild-
armannfjölda á Íslandi. Í dag eru
þeir rúmlega 10% af heildaríbúa-
fjölda. Búast má við að meðallífaldur
karla verði 84,6 ár og kvenna um 87,1
ár. Með hækkandi lífaldri lifir fólk
jafnframt lengur með ýmsa sjúk-
dóma, m.a. aldurstengda sjúkdóma,
s.s. minnisglöp og taugasjúkdóma
eins og Parkinson. Þessir sjúkdómar
hafa veruleg áhrif á tjáskipti og tján-
ingu. Það sama á við um heilaáföll
sem tengjast hjarta og æða-
sjúkdómum þar sem truflun verður á
blóðflæði til heila. Málstol, þvoglu-
mæli, skert hreyfigeta talfæra, kyng-
ingarörðugleikar og fleiri tengdir
erfiðleikar við að skilja og nota málið,
geta verið bein afleiðing heilaáfalla.
Þá má búast við að ýmsir erfiðleikar
tengdir tjáningu og kyngingartregðu
geti fylgt meinum í hálsi og heila, s.s.
krabbameini. Talmeinafræðingar á
spítölum og endurhæfingastofnunum
veita fyrstu greiningu, ráðgjöf og
þjálfun þessara einstaklinga. Eftir
útskrift af stofnun er hægt að sækja
þjónustu til sjálfstætt starfandi tal-
meinafræðinga á talmeinastofum.
Öryggisnetið, þar sem veitt er sér-
fræðiþjónusta talmeina-
fræðinga á þessu sviði,
er því til staðar.
Raddbreytingar og
hækkandi aldur
Röddin breytist jafn-
framt með aldrinum án
þess að undirliggjandi
sjúkdómar séu til stað-
ar. Breytingarnar eru
mestar á fyrsta aldurs-
ári og á kynþroskaldri
þar sem horm-
ónatengdar breytingar
hafa sérstaklega heyranleg áhrif á
raddir pilta. Hjá þeim verður mjög
mikil breyting á raddböndum og
barkakýli á skömmum tíma. Þá taka
við áratugir þar sem röddin er stöð-
ug og við getum flest notað hana okk-
ur til gagns og ánægju. Upp úr 65
ára aldri er einn af hverjum fimm
einstaklingum farinn að finna fyrir
breytingum á röddinni. Búast má við
að hjá um helmingi þess hóps hafi
raddbreytingarnar töluverð áhrif á
lífsgæði. Skýringanna er að leita í því
að líkamlegar breytingar á barkakýli
og raddböndum hafa áhrif á virkni
þeirra. Í barkakýlinu verða breyt-
ingar í brjóskum, snertiflötum liða-
móta þeirra, í liðböndum og í um-
liggjandi stuðningskerfi barkakýlis.
Brjóskin í barkakýlinu kalka með
aldrinum og eru fullkölkuð um átt-
rætt, en oft gerist það mun fyrr eða
við sextíu ára aldur. Kölkunin dregur
úr sveigjanleika brjóskanna og erf-
iðara er fyrir vöðva og liðbönd að
hreyfa þau. Breytingar í raddbönd-
unum sjálfum eru vegna breytinga í
slímhúð þeirra og vegna rýrnunar
raddbandavöðvanna. Afleiðingarnar
geta verið að röddin verður óstöðug
og rám eða hás og loftkennd. Þá
verður breyting á raddtíðni og radd-
brestir koma fyrir. Við raddmyndun
er spenna og álag oft heyranlegt. All-
ir þessir þættir hafa áhrif á það sem
við greinum sem „eldri“ rödd. Þetta
hefur í för með sér að: rödd karla
hækkar í tíðni, raddir kvenna lækka í
tíðni, m.a. vegna aukinna áhrifa karl-
kynshormóna eftir tíðahvörf, radd-
styrkur og raddsvið minnkar og rödd
er stundum lýst sem mjóradda. Þá
heyrist röddin illa í mannmergð og
raddskjálfti getur verið til staðar.
Ýmsir aðrir þættir geta haft frekari
áhrif á rödd viðkomandi, s.s. reyk-
ingar, ofnæmi, lyfjanotkun, sjúkdóm-
ar s.s. gigt og bakflæði. Þá skiptir
dagleg raddnotkun miklu máli auk
umhverfisaðstæðna.
Þjálfun er mikilvæg
Góð rödd er ekki síður mikilvæg
en gott líkamlegt form og gott minni,
þegar árin færast yfir. Rétt eins og
við þurfum að þjálfa líkamann og
minnið, þurfum við að þjálfa röddina.
Það skiptir máli hvernig það er gert.
Við getum haldið okkur raddlega í
góðu formi með ýmsum hætti. Tal-
meinafræðingar með röddina sem
sérsvið geta veitt mikilsverða ráðgjöf
og liðsinni. Það er þó ýmislegt sem
hægt er að gera sjálfur, s.s. lesa upp-
hátt í 10-15 mínútur í senn, tvisvar til
þrisvar á dag og syngja með útvarp-
inu. Ég hef meira að segja hitt tækni-
vædda eldri borgara sem syngja við
undirleik iPod-tækis síns! Þannig
býður framtíðin nýja spennandi
möguleika fyrir eldri borgara til auk-
inna lífsgæða.
Hefur röddin
þín breyst?
Eftir Bryndísi
Guðmundsdóttur
Bryndís
Guðmundsdóttir
»Upp úr 65 ára aldri
er einn af hverjum
fimm einstaklingum far-
inn að finna fyrir breyt-
ingum á röddinni og
helmingur þeirra upp-
lifir skert lífsgæði.
Bryndís Guðmundsdóttir er
talmeinafræðingur hjá Talþjálfun
Reykjavíkur. Hún hefur haft röddina
sem sérsvið í starfi í 24 á.r
ÞAÐ ER rétt að
byrja á því að segja að
ég hef verið talsmaður
sameiningar sveitarfé-
laga á höfuðborg-
arsvæðinu. Núverandi
stjórnarskipulag er
ófullnægjandi og stend-
ur í vegi fyrir ýmsum
góðum framfaramálum.
Fjárhagsleg hagræðing
yrði án efa ávinningur –
lóð á vogarskálina við
mat á sameiningaráformum fyrir
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu,
en ekki aðalhvati breytinga.
Framangreind skoðun breytir því
ekki að ég tel ótímabært að innlima
samfélagið á Álftanesi í nágranna-
samfélag. Slík ákvörðun lagar ekki
stöðuna í ofangreindu samhengi og
það ætti að vera forgangsatriði að
vinna samkvæmt áætlun um styrk-
ingu tekjustofna, með uppbyggingu
atvinnustarfsemi innan sveitarfé-
lagsins, í stað þess að fela vandann.
Sameining án breytingar sem gerir
samfélagið á Álftanesi að fjárhags-
lega sjálfbærri einingu leiðir aðeins
til þess að Álftnesingar verða háðir
fyrirgreiðslu og fjárstreymi frá ein-
um sveitarsjóði, í stað jöfnunar á að-
stöðumun úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga á landsvísu. Að óbreyttu yrði því
sameining hæpin hagræðing og varla
æskileg fyrir nágrannana sem taka
við rekstrinum og öllu sem út af ber.
Auk þess er óásættanlegt fyrir Álft-
nesinga annað en að fá fyrst rétt-
mæta afgreiðslu á framlagðri kröfu
um leiðréttingu vegna vanmats á
greiðslum úr Jöfnunarsjóðnum á
undangengnum árum. Krafan, sem
var kynnt fyrir hartnær ári síðan, var
vandlega rökstudd eins og sjá má í
skýrslu sem fylgir færslu á http://
alftaneshreyfingin.blog.is/ , dagsettri
26. febrúar s.l.
Fulltrúar Á-listans hafa endur-
tekið vakið athygli á þessu á fundum
bæjarstjórnar og bæjarráðs og í
blaðagreinum, eins og
sjá má á nefndri vef-
síðu. Samkvæmt ofan-
greindri skýrslu má
ætla að reikniregla
Jöfnunarsjóðsins upp-
fylli ekki markmið
sjóðsins, að jafna að-
stöðumun sveitarfélaga
til þjónustu við íbúa
landsins, né heldur að
framfylgja stjórn-
arskábundinni og lög-
varinni skyldu ríkisins
til að jafna aðstöðumun
varðandi lögboðna þjónustu, m.a.
grunnskólamenntun barna í sveit-
arfélögum landsins. Að því loknu geta
Álftnesingar verið með í sameining-
arviðræðum, sem byggja á skynsemi
og bitastæðum rökum.
Skoðanakönnun
Fullyrt hefur verið að ráðherra
hafi lagaheimild, meðan fjárhalds-
stjórn er skipuð yfir sveitarfélaginu,
til að sameina Sveitarfélagið Álftanes
við sveitarfélag sem samþykkir að
taka yfir reksturinn, án undan-
gengins samráðs við íbúa Álftaness. Í
ljósi framansagðs er uggvekjandi að
bæjarstjórnin, sbr. samþykkt á fundi
25. febrúar sl., fól bæjarstjóranum á
Álftanesi að kanna afstöðu Álftnes-
inga til að samfélagið sameinist ná-
grannasveitarfélagi, samfara þjóð-
aratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin.
Skoðanakönnun bæjarstjórans er
áformuð í dag, án þess að málið hafi
verið kynnt íbúum og útskýrt hvaða
tilgangi könnunin á að þjóna. Fulltrú-
ar Á-lista gerðu ýmsar athugasemdir
við áformin, sem vert er að athuga.
Eftir undangengna óhróðursherferð
um rekstur sveitarsjóðs eru tals-
verðar líkur á að Álftnesingar sjái
þann kost vænstan að velja samein-
ingu. Því er vert að benda á að viss
hætta er á að niðurstöður úr ótíma-
bærri könnun verði síðar notaðar til
að réttlæta ákvörðunartöku um sam-
einingu, án frekara samráðs við
íbúana. Eflaust yrðu margir Álftnes-
ingar ósáttir ef svona verður farið að,
en það verður þá því miður of seint.
Stöðumat
Lengi var eins og Álftnesingar
væru lamaðir af öllu því sem á hefur
gengið í vetur eða vildu bara þegjandi
láta aðra taka við okinu. Þögnin í
sveitinni var óhugnanleg, meðan
stanslaust var hamrað á sleggjudóm-
um í fjölmiðlunum og vitnað í ósann-
gjarnar yfirlýsingar margra ráða-
manna. Því varð ég þeirri stundu
fegnastur er upp risu Hagsmuna-
samtök íbúa á Álftanesi sem ætla að
verjast niðurskurði og óverðskuld-
uðum hækkunum gjalda. Framtakið
sannfærir mig á ný um að rödd Álft-
nesinga muni heyrast og sanngjarnar
kröfur eigi eftir að ná til viðeigandi
aðila, svo eftir verði tekið.
Álftnesingar eiga sér fallega
drauma um framtíð samfélagsins á
nesinu og sérstöðu þess. Ef einhvern
tímann er ástæða til að standa vörð
um þá sýn er það nú, meðan umbrota-
tímar eru að ganga yfir. Á ríður að
spilla ekki framtíðardraumunum
meira en orðið er og varast yfirgang.
Minnumst þess að á Álftanesi eru
vannýttir möguleikar, sem felast í
hæfileikaríku og virku fólki og sér-
stöðu hvað varðar fallega náttúru og
spennandi söguminjar, verðmæti sem
bæði Álftnesingar og aðrir íbúar á
höfuðborgarsvæðinu ættu að sjá sér
hag í að vernda. Það er ekki sjálfgefið
að treysta öðrum fyrir þessu fjöreggi,
á það er ég minntur í hverri ferð
minni um Álftanesveginn.
Eftir Kristin
Guðmundsson
» Að óbreyttu yrði því
sameining hæpin
hagræðing og varla
æskileg fyrir nágrann-
ana sem taka við rekstr-
inum og öllu sem út af
ber.
Kristinn
Guðmundsson
Höfundur er fulltrúi Álftaneslista
í skipulags- og byggingarnefnd.
Krafa um sanngirni –
í stað gerræðis og sleggju-
dóma um Álftnesinga
viðhaldið
Allt fyrir
EÐA LÍTIÐ!
ER OF STÓRT
EKKERT VERKEFNI
EX
PO
·w
w
w
.e
xp
o.
is