Morgunblaðið - 06.03.2010, Síða 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
✝ Kristín BergljótÖrnólfsdóttir
fæddist á Kaldá í
Önundarfirði 27.
ágúst 1915. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
vík 24. febrúar sl.
Foreldrar hennar
voru Margrét Rey-
naldsdóttir, f. 31.
desember 1894, d.
10. desember 1966,
og Örnólfur Níels
Hálfdánarson, f. 19.
ágúst 1888, d. 11.
september 1960. Alsystkini henn-
ar voru Guðrún, Örnólfur, Oddur,
Halldóra og Jóna. Samfeðra hálf-
bróðir hennar var Hálfdán.
Kristín giftist 24. september
1938 Guðmundi Magnússyni, f. 10.
mars 1912, d. 4. mars 1984, frá
Hóli í Bolungarvík. Börn þeirra
eru: 1) Helga, f. 5. maí 1940, gift-
ist Ragnari Péturssyni, þau
skildu. Börn þeirra eru: a) Guð-
mundur, sambýliskona Helga
Jónsdóttir, börn þeirra eru Ragn-
ar Högni, Ebba Kristín, Jón Egill
og Ólafur Tryggvi. b) Kritstinn,
bogasyni en hann er látinn. Sonur
þeirra er a) Heimir Örn, sambýlis-
kona Þórunn Karólína Péturs-
dóttir, dóttir þeirra er Eldlilja
Kaja. 5) Örnólfur, f. 18. júlí 1947,
núverandi sambýliskona hans er
Svanborg Magnúsdóttir, áður
giftur Málfríði Þ. Sigurðardóttur,
þau skildu. Börn hans og Mál-
fríðar eru: a) Kristín Bergljót,
gift Helga R. Sigmundssyni, börn
þeirra eru Sigmundur Ragnar,
Málfríður Arna og Kjartan Daní-
el. b) Magnús Pálmi, giftur Önnu
Björgu Petersen, börn þeirra eru
Matthías Ævar, Benedikt Ernir,
Kolbeinn Helgi og Sólveig Bríet.
c) Martha Sigríður, gift Steinþóri
Bjarna Kristjánssyni, börn þeirra
eru Sigurður Oddur og Guðrún
Hrafnhildur. Barn hrennar frá
fyrra sambandi er Unnur Eyrún.
Börn Steinþórs frá fyrra hjóna-
bandi eru Arnheiður og Jóhanna
María. d) Örnólfur Þórir, sam-
býliskona Sandra Steinþórsdóttir.
Kristín ólst upp í Skálavík fram
á unglingsár er hún fór til
Reykjavíkur og vann þar fyrir sér
um tíma. Hún giftist 1938 og bjó
hún eftir það á Hóli í Bolungarvík
eða þar til hún varð ekkja. Þá
flutti hún til Reykjavíkur og
dvaldi þar til dauðadags.
Útför Kristínar fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 6.
mars 2010, og hefst athöfnin kl.
14.
núverandi sambýlis-
kona Inga Dóra
Kjartansdóttir, áður
giftur Katrínu
Sveinsdóttur, þau
skildu. Börn hans og
Katrínar eru Ívar
Þór og Telma Dögg.
Barn hans frá fyrra
sambandi er Sig-
urður Freyr, sem á
soninn Þóri Karl. c)
Arnar Þór, giftur
Vilborgu Jónsdóttur.
Eignuðust þau þrjú
börn, Jón Örn sem
lést í fæðingu, Völu Magréti og
Guðmund Örn. 2) Margrét Fann-
ey, f. 17. júlí 1941, gift Karli G.
Smith, börn þeirra eru: a) Auður,
gift Jóhanni Arnarsyni, börn
þeirra eru Oktavía, Karólína og
Arnaldur. b) Soffía Björk, sonur
hennar er Salvar Karl. 3) Bárður,
f. 24. mars 1943, giftur Svölu
Hermannsdóttur, börn þeirra eru:
a) Hermann. b) Birkir, giftur Guð-
laugu Björnsdóttur, börn þeirra
eru Bárður Örn, Björn Hólm og
Freyja. 4) Karitas Magný, f. 15.
ágúst 1945, giftist Hólmari Finn-
Kristín Bergljót Örnólfsdóttir,
Stína á Hóli eða bara amma eins
og ég kallaði hana alltaf, er farin
frá okkur. Loksins fékk hún hvíld-
ina löngu sem hún hefði sjálfsagt
þegið þó nokkru fyrr.
Ég á margar ljúfar og góðar
minningar um ömmu og afa á Hóli
og allar góðu stundirnar með þeim
sem voru nú ekki fáar.
Amma var í þá daga húsfreyjan
á bænum og sá um öll heimilis-
störfin með miklum myndarskap.
Þegar kaffið eða maturinn var
tilbúinn og afi var ekki mættur, þá
fór hún út á hlað og kallaði
„Mummi hú“, skömmu seinna skil-
aði afi sér í eldhúsið og settist á
sinn stað. Eftir matartímana fór
amma með afgangana út að fjósi á
ákveðin stað og kallaði á krumma,
bauð honum að koma að borða og
alltaf hvarf maturinn. Ekki skipti
máli hjá ömmu hvort það væri
ósköp venjulegur kaffitími klukkan
þrjú eða kaffiboð fyrir góða gesti,
alltaf var mikið og gott með
kaffinu. Ég sakna mikið baksturs-
ins hennar ömmu, það getur eng-
inn gert þetta eins, ekki einu sinni
mamma. Amma var fín frú og lét
nú ekki sjá sig ótilhafða. Þegar
hún fór í bæjarferð með afa, þá
var skipt um föt, hárið lagað, vara-
lit og smá-púðri skellt á sig. Svo
var hatturinn settur upp og að lok-
um farið í kápuna, þá var hún
amma mín tilbúin að fara af stað.
Amma var uppalin á Breiðabóli í
Skálavík. Skálavík var ömmu og
afa mjög kær. Þar byggði afi sum-
arbústað fyrir þau sem kallaður er
Hraun. Á sumrin eyddu þau mikl-
um tíma í Hrauni og áttu þarna
góðar stundir. Ég fór mikið með
þeim í Skálavíkina enda fannst
mér gott að vera þar. Á fallegum
sumarkvöldum eftir að ég kom inn
var oft spilaður rakki við ljós frá
gamla steinolíulampanum og rauð-
um sólargeislum frá sólarlaginu
sem skein inn um eldhúsgluggann,
þetta var góður tími sem ég met
mikils.
Amma hélt til Kaupmannahafn-
ar í kringum 1936 og sinnti þar
ýmsum störfum í tvö ár áður en
hún gerðist ráðsett frú á Hóli. Það
var ansi gaman að hlusta á ömmu
þegar hún var að gera eitthvað og
var í sínum heimi, þá talaði hún
við sjálfa sig á dönsku. Þessar
dönskuslettur heyrðust fram á síð-
ustu daga ævi hennar.
Eftir að afi dó fluttist amma til
Reykjavíkur í Efstalandið. Heim-
sóknir til ömmu urðu þá reglulegri
og að sjálfsögðu var bakkelsið á
sínum stað. Amma bjó í Efstaland-
inu í 10 ár en fluttist þá á Hrafn-
istu þar sem hún dvaldi til síðasta
dags. Síðustu árin hjá ömmu urðu
æ erfiðari þar sem hugurinn og
minnið var farið að gefa sig.
Mig langar að enda á smá-frá-
sögn af henni ömmu sem Gréta
frænka mín sagði mér. Einn dag-
inn þegar Gréta kom í heimsókn
til ömmu á Hrafnistu, þá spurði
amma hana hvort hún hafi nokkuð
séð hann Guðmund, hann ætlaði
nefnilega að koma að sækja hana,
þau væru að fara í ferðalag saman.
Þetta sagði amma 3 vikum áður en
hún dó. Nú hefur hann afi loksins
komið og sótt hana ömmu og þau
eru lögð af stað saman í nýtt
ferðalag.
Hvíl í friði, elsku amma, takk
fyrir allt, skilaðu kveðju til afa.
Arnar Þór.
Kristín Bergljót
Örnólfsdóttir
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel
vegna andláts og útfarar systur minnar og frænku
okkar,
ÞÓRUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Tungu,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Kirkjuhvols fyrir
góða og hlýlega umönnun Þórunnar síðustu árin.
Sigurlaug Guðjónsdóttir
og systkinabörnin.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS JÓNSSONAR,
Sogavegi 170,
Reykjavík.
Hulda Svansdóttir,
Ágústa Margrét Þorsteinsdóttir, Gauti Ástþórsson,
Jóhanna Sigurjónsdóttir, Karl G. Kristinsson,
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Hjalti J. Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SVANDÍSAR HARALDSDÓTTUR
frá Stóra-Lambhaga,
Brekkubyggð 7,
Garðabæ.
Einnig þökkum við starfsfólki á deild 11 E
Landspítalans við Hringbraut sem annaðist hana í veikindum hennar.
Sólveig Jónsdóttir, Ólafur Ragnar Jónsson,
Haraldur Jónsson, Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir,
Sigurður Sverrir Jónsson, María Lúísa Kristjánsdóttir,
Arnbjörg Jónsdóttir, Kristján B. Kristinsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGURLÍNU SIGURÐARDÓTTUR,
Kirkjuvegi 7,
Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir til allra á Hornbrekku og annarra
vina sem reyndust henni vel.
Hannes Kristmundsson, Sigurbjörg Gísladóttir,
Elley Kristmundsdóttir, Sigurjón Kristjánsson,
Guðlaug Kristmundsdóttir, Úlf Bergmann,
Birna Sveinbjörnsdóttir
og ömmubörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug í okkar garð
og fyrir margvíslegan virðingarvott sýndan
minningu ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓNU BERGÞÓRU HANNESDÓTTUR
frá Hæli í Vestmannaeyjum,
Reynigrund 81,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi
fyrir kærleiksríka umönnun.
Steinar Vilberg Árnason, Guðrún Norðfjörð,
Þyri Kap Árnadóttir, Trausti Leósson,
Jón Atli Árnason, Salvör Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNU EINARSDÓTTUR
frá Leirulækjarseli,
Arnarkletti 12,
Borgarnesi.
Börn, tengdabörn,
ömmu- og langömmubörn.