Morgunblaðið - 06.03.2010, Síða 43
og silfurbláan Eyjafjallatind.
Gullrauðum loga glæsti seint af degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd.
Ég vil þakka Ingvari fyrir hans
frábæru vináttu í rúm 33 ár. Helgu
Fjólu og öllum þeirra fjölskyldum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur. Minning um góðan mann lif-
ir.
Einar Jónsson.
Einstakt samband var á milli fjöl-
skyldunnar í Neðra-Dal undir Eyja-
fjöllum og foreldra minna og okkar
systkinanna á Hvolsvelli. Upphaf
þessa sterka sambands má rekja til
þess að faðir minn, Pálmi Eyjólfsson,
ólst upp frá 10 ára aldri hjá Guð-
björgu og Ingvari í Neðra-Dal og
þannig myndaðist þessi sterki,
ósýnilegi strengur. Strengur og vin-
arþel sem tengist a.m.k. þremur ætt-
liðum þessara ætta. Yngsti streng-
urinn er vinátta skólafélaganna og
frændanna Guðna Ingvarssonar og
Kolbeins Ísólfssonar.
Ingvar Ingólfsson frá Neðra-Dal,
sem við kveðjum í dag, var elsta barn
foreldra sinna, Ingólfs og Þorbjarg-
ar. Ingvar ólst upp við hefðbundin
bústörf í sveitinni. Hann varð
snemma áhugasamur um vélar og
tæki og lærði vélvirkjun í Iðnskól-
anum á Selfossi og var á samningi í
Vélsmiðju Kaupfélags Rangæinga
hjá völundinum Bjarna Helgasyni.
Vann hann þar lengi við iðn sína. Þar
voru framleidd ýmis tæki til þess að
létta bændum störfin. Ég man eftir
Ingvari þegar ég var ungur drengur
og horfði á hann miklum aðdáunar-
augum þar sem hann sté upp í rauða
International-ýtuna og mér þótti
mikið til koma bæði hvað tækið varð-
aði svo ekki sé talað um leikni ýtu-
mannsins sjálfs. Ingvar tók einnig
meirapróf og vinnuvélapróf en þessi
menntun Ingvars nýttist honum
einkar vel. Hann vann lengi hjá
æskufélaga sínum, Dofra Eysteins-
syni hjá Suðurverki, og starfaði þar
til dauðadags. Ingvar var lagtækur
og duglegur. Hann var alltaf áhuga-
samur um þau verk sem hann vann
við hverju sinni. Hann var skemmti-
legur sagnamaður, hláturmilt nátt-
úrubarn sem lagði á minnið örnefni,
staðhætti og sagði gjarnan frá fólki
sem hann kynntist þegar hann vann
víðsvegar um landið. Þannig hafði
hann gaman af að rifja upp kynni sín
af Hrunamönnum þegar við hittumst
síðast og fengum okkur neftóbaks-
korn okkur til hressingar. Ingvar var
spaugsamur og gat verið stríðinn.
Hann átti ekki langt að sækja húm-
orinn, því faðir hans, Ingólfur, var
einstaklega notalega spaugsamur og
sá glettnar hliðar á flestum málum.
Lífið er undarlegt og óútreiknan-
legt ferðalag. Það hefur mikið reynt
á fjölskylduna frá Neðra-Dal á und-
anförnum árum. Ferðalagi Ingvars
Ingólfssonar í þessari jarðvist er lok-
ið. Hvað tekur við er okkur dulið. Ég,
móðir mín, systur mínar og eigin-
kona mín, Steinunn Ósk, vottum
Helgu Fjólu og fjölskyldunni og öll-
um vandamönnum okkar dýpstu
samúð. Ég lýk þessum minningar-
brotum með hluta úr ljóði eftir föður
minn, en ljóðið tengist kirkjunni í
Stóra-Dal sem var sóknarkirkja fjöl-
skyldunnar í Neðra-Dal.
Allt skal enda taka
ómar rótt frá klukkum
glitrar snjór frá grund.
Yfir Ás og Felli
andar hljóður blærinn,
kyrrð á kveðjustund.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Í dag kveð ég Ingvar Ingólfsson
frá Neðradal, kæran vin og sam-
starfsfélaga í áratugi. Andlát hans
bar brátt að og er okkur öllum áfall.
Ég hef þekkt Ingvar og fjölskyldu
hans frá því að ég man eftir mér,
enda var í æsku minni austur undir
Eyjafjöllum mikill samgangur milli
fjölskyldna okkar. Ég geymi margar
minningar um þessa góðu fjölskyldu.
Fyrsta minning mín af Ingvari er
þegar ég var fjögurra ára gamall og
faðir minn fékk að heyja í hestana
sína í Neðradalsengjum, þar sem
Ingvar og foreldrar hans voru einnig
við heyskap. Þar lét Ingvar, þá á
unglingsaldri, til sín taka í hey-
skapnum og rakaði saman hey með
rakstrarvél sem dregin var af hest-
um. Líkast til er minningin af þess-
um degi svo sterk, ekki hvað síst fyr-
ir þær sakir að Þorbjörg, móðir
Ingvars, bjargaði mér úr dýi þennan
dag og er það mat manna að þar hafi
hún bjargað lífi mínu.
Mér er sömuleiðis minnisstætt
það tímabil þar sem ég á unglings-
árum mínum lagði mikið kapp á að
komast til hans að loknum skóladegi
þar sem hann vann á jarðýtu við
byggingu fyrirhleðslugarðs við
Markarfljót. Ástæðan var sú að
Ingvar lét mér eftir jarðýtuna í
kaffitímum sínum og ætla má að þar
hafi áhugi minn á jarðvinnu og verk-
legum framkvæmdum kviknað.
Ingvar var gæfumaður, átti stóra
fjölskyldu og var heilsuhraustur alla
tíð. Ingvar var góður félagi, glettinn
og gamansamur. Hann gat sömu-
leiðis verið stríðinn og beittur á
stundum og fór undiritaður sjálfur
ekki varhluta af skopskyni hans.
Ingvar hafði gott lag á að segja sög-
ur af mönnum og málefnum, enda
komst hann vel að orði og var stál-
minnugur.
Ingvar var alla tíð ósérhlífinn til
vinnu. Á sínum yngri árum vann
hann við vegagerð á sumrin og
stundaði sjómennsku á veturna.
Hann var sömuleiðis um árabil mik-
ilvirkur í starfi björgunarsveitarinn-
ar Dagrenningar á Hvolsvelli. Ingv-
ar var menntaður vélvirki hjá
Kaupfélagi Rangæinga og vann þar
um árabil sem slíkur.
Árið 1970 hóf hann störf hjá Suð-
urverki og vann þar allar götur síðan
sem vélamaður, vélvirki og verk-
stjóri í stórum og smáum fram-
kvæmdum, jafnt í vegagerð, hafnar-
gerð og virkjunarframkvæmdum.
Samstarf okkar nær því yfir fjóra
áratugi og á það bar aldrei skugga
öll þessi ár. Ingvar var vinnusamur
maður og kaus til að mynda að vinna
þrátt fyrir að vera kominn á þann
aldur þegar fólk hættir jafnan á
vinnumarkaði. Hann var ráðagóður
og útsjónasamur starfsmaður og
vann verk sín af alúð og öryggi. Um
leið og ég kveð þennan starfsglaða
mann, sem tileinkaði stærstum hluta
starfsævi sinnar stórum og smáum
verklegum framkvæmdum með
stritandi vélum, þakka ég honum
samstarfið og einstaka tryggð.
Við Matthildur þökkum Ingvari
samfylgdina í gegnum árin og send-
um Helgu Fjólu og fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ingvars Ingólfs-
sonar.
Dofri Eysteinsson.
Mikill sómamaður er fallinn frá of
fljótt. Ingvar var mikill hæglætis- og
rólyndismaður. Mikill drifkraftur í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur.
Þegar hann var búinn að vinna sína
vinnu alla vikuna þá var hann ekki
fyrr kominn upp að Skarði en hann
var kominn í öll verkin þar. Að gera
við vélar þegar þess þurfti með eða
þá í búverkin. Hann gat aldrei setið
auðum höndum, hann þurfti alltaf að
hafa nóg fyrir stafni. Hann kom
miklu í verk þó ekki færi mikið fyrir
honum.
Ingvar var bráðskemmtilegur
maður og mikill fjölskyldumaður
sem hugsaði vel um sína. Hann tók
oft þátt í ærslum yngra fólksins. Þá
var oft fjör og gaman. Ingvar átti
yndislega konu, hana Helgu Fjólu.
Þau voru mjög samhent hjón og
hörkudugleg bæði tvö, algjörir orku-
boltar og góðar manneskjur. Þau
voru búin að koma sér svo vel fyrir í
húsinu sínu í Skarði. Þau voru höfð-
ingjar heim að sækja, svo gestrisin
og miklar hjálparhellur og vildu allt
fyrir alla gera, því hef ég kynnst að
eigin raun. Þau hjón Ingvar og
Helga Fjóla eignuðust tvo syni sam-
an, Erlend og Guðna og hafa þeir
erft mannkosti foreldra sinna. Fyrir
átti hann 3 börn.
Elsku Ingvar minn, ég þakka þér
fyrir góð kynni, minningin og gleði-
stundirnar lifa. Elsku Helga Fjóla
mín, þið hafið mikið misst.
Ég votta fjölskyldu Ingvars alla
mína samúð.
Bjarney G. Björgvinsdóttir.
Minningar 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
✝ Jónas P. Gunn-laugsson, bílstjóri
á Bakkafirði, fæddist
29. ágúst 1946 í
Grímstungu á Hóls-
fjöllum. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri
laugardaginn 27.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Gunn-
laugur Antonsson, f.
á Ferjubakka í Öx-
arfirði 22. apríl 1908,
d. 15. júlí 1976 og
Sigríður Sigurðardóttir, f. á Grund
á Langanesi 22. apríl 1917, d. 9.
desember 2008.
Jónas var elstur átta systkina:
Hólmfríður, f. 9.11. 1947, Kristinn
B., f. 23.12. 1948, Helgi S., f. 20.4.
1950, Aldís E., f. 23.11. 1951, Matt-
hildur G., f. 17.7. 1953, Unnur E.,
f. 22.3. 1955 og Sigrún B., f. 21.10.
1958. Jónas ólst upp
á Melavöllum í
Skeggjastaðahreppi
og bjó þar til 1981 en
þá flutti hann á
Bakkafjörð. Jónas
var á vertíðum í
Sandgerði og Horna-
firði vetrarmánuðina
frá 1968 til 1974,
hann tók meirapróf
1973 og eftir það
varð hans aðalstarf
að sjá um skóla-
akstur í Skeggja-
staðahreppi og vöru-
flutninga frá Þórshöfn til
Bakkafjarðar og síðan einnig
mjólkurflutninga frá Vopnafirði til
Þórshafnar. Síðasta áratuginn
starfaði hann hjá Skeggjastaða-
hreppi og síðan Langanesbyggð.
Útför Jónasar fer fram í
Skeggjastaðakirkju í dag, laug-
ardaginn 6. mars, kl. 14.
Mig langar að minnast Jónasar,
bróður míns, með nokkrum orðum.
Hann var ákaflega dulur og hæglátur
maður, barngóður og traustur. Hann
undi best hag sínum á heimaslóðum,
sérstaklega á Melavöllum þar sem
hann gat varið heilu dögunum í bíl-
skúrnum þar sem handlagni hans og
greiðvirkni fékk að njóta sín. Svo
mikil var viðvera Jónasar á Melavöll-
um að hann fékk heiðursnafnbótina
„Staðarhaldarinn“ og var sú nafnbót
iðulega nefnd til sögunnar þegar fjöl-
skyldan safnaðist saman á „ættar-
óðalinu“. Hjálpsemi hans átti sér
engin takmörk. Oft var hann búinn
að moka snjónum frá útidyrunum
mínum þegar ég kom heim í hádeg-
inu, án þess að hann hafi verið nokk-
urn tímann beðinn um það. Á hverj-
um degi mætti hann með
Fréttablaðið heim til mín og stund-
vísi hans var slík að það mátti vel
stilla klukku eftir honum. Hann taldi
það ekki eftir sér að keyra lengri eða
skemmri leið með fólk ef á þurfti að
halda, þó ekki væri alltaf hratt farið
að sumra áliti. En það var alltaf hægt
að treysta á það að maður kæmist
öruggur á áfangastað. Ef eitthvað
bilaði í bílnum þá þurfti bara eitt lítið
símtal til Jónasar og þar með var
vandamálið leyst og ef gera þurfti við
dekk þá var því bjargað.
Mig langar að þakka þér, Jónas,
fyrir alla hjálpina og greiðasemi í
gegnum árin. Hvert svo sem vanda-
málið var, var alltaf unnt að treysta á
þig og handlagni þína. Höggvið hefur
verið stórt skarð í systkinahópinn og
Melavellir verða ekki samir án þín.
Hvíl í friði kæri bróðir.
Aldís Emilía.
Við Jónas vorum alltaf ágætis-
félagar og það er ótrúlega skrýtið til
þess að hugsa að hann sé farinn frá
okkur.
Frá því að ég man eftir mér var það
föst regla að Jónas kom í kaffi heim í
sveitina, og alltaf á nákvæmlega sama
tíma, klukkan rétt rúmlega 20 mín-
útur yfir fjögur. Við spjölluðum oft
margt og mikið við eldhúsborðið á
Nesi. Til dæmis var það lengi brand-
ari hjá okkur á hverju ári rétt fyrir
þorrablót að nú yrði Jónas að fara að
finna sér þorrablótskjól. Þá leituðum
við gjarnan í allskyns pöntunarlistum
að einhverjum fallegum kjól og hlóg-
um oft býsna mikið að tilhugsuninni
um Jónas í kjólnum.
Jónas kom alltaf með pakkana til
okkar í sveitina á aðfangadagsmorg-
un. Þá sögðum við alltaf að jóla-
sveinninn væri kominn og alltaf hafði
hann jafn gaman af þessum ferðum,
sem og við auðvitað. Síðustu jól voru
þau fyrstu síðan ég man eftir mér
sem hann gat ekki komið þessa ferð
og það er ekki laust við að okkur hafi
fundist mikið vanta í jólaundirbún-
inginn.
Í mörg ár keyrði Jónas mig í skól-
ann á Bakkafirði. Oft var þungt loft í
bílnum og mér fannst hann stundum
keyra óþarflega hægt. Þá stytti hann
mér gjarnan stundirnar með því að
benda á hin ýmsu kennileiti í lands-
laginu og spyrja mig hvað þau hétu.
Þrátt fyrir að aldrei hafi farið mikið
fyrir Jónasi var hann alltaf stór part-
ur af lífi okkar í fjölskyldunni. Það á
eftir að vera skrýtið að hafa hann ekki
lengur á Bakkafirði. Að mæta honum
ekki lengur þegar hann var að fara til
eða frá Melavöllum og sjá hann veifa
til manns með því að lyfta einum
putta upp af stýri, að fara ekki í heim-
sókn til hans þegar maður er á
Bakkafirði og geta ekki sagt honum
frá færðinni og öllu sem því tengist.
Jónas var góður maður sem gerði
aldrei flugu mein. Hann sýndi ótrú-
legan styrk í veikindum sínum og við
getum öll lært margt af því hversu vel
hann stóð sig í gegnum þetta allt sam-
an og af hversu miklu æðruleysi hann
tók öllu sem að höndum bar. Það er
erfitt að fá botn í hvers vegna þetta
var lagt á mann eins og Jónas, hann
átti þetta svo sannarlega ekki skilið.
Jónas, við eigum öll eftir að sakna
þín.
Hvíldu í friði, elsku frændi.
Þín frænka,
Sigurlaug Indriðadóttir.
Kæri Jónas.
Það er erfitt að sætta sig við að þú
sért farinn frá okkur allt of fljótt.
Þessi tími síðan þú veiktist hefur ver-
ið bæði erfiður og lærdómsríkur í
senn. Það var ótrúlegt að fylgjast
með því hvernig þú tókst á við veik-
indi þín af æðruleysi og styrk. Þú
varst alltaf þakklátur fyrir allt sem
við og aðrir gerðum til að hjálpa þér
og þér datt aldrei í hug að láta
styggðaryrði falla í okkar garð.
Þar sem þú varst aldrei maður
margra orða þykir okkur viðeigandi
að hafa þessi kveðjuorð ekki lengri,
en láta hér fylgja kvæði sem segir allt
sem segja þarf:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með kærri kveðju og þökk fyrir
allt,
Unnur og Indriði.
Jónas P. Gunnlaugsson
! ""
!" #
„Sýnum drenglyndi
og verum einlægar í
vináttu.“ Þessi orð
eru ein af hvatning-
arorðum soroptimista
og Stella lifði svo sannarlega með
þau að leiðarljósi. Hún var góð vin-
kona og alltaf var stutt í brosið og
glettnin bjó í augum hennar. Það
var alltaf stutt í grínið hjá Stellu.
Hún leysti mál með jákvæðni og
var alltaf tilbúin að sjá björtu hlið-
arnar á tilverunni.
Minnisstætt er þegar klúbbur-
inn fékk í heimsókn konu frá Gana
og þurfti að hýsa hana í nokkra
daga. Það var ekkert mál því
Stella hafði bæði húsrými og
hjartarúm.
Verkefnin uxu henni ekki í aug-
um heldur var unnið af kappi að
lausn þeirra. Stella var ósérhlífin
og hvatti aðra til dáða á jákvæðan
hátt. Hún var sannur soroptimisti.
Stella var mjög félagslynd og tók
Stella Olsen
✝ Stella Olsen fædd-ist í Keflavík 21.
febrúar 1946. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 9. febrúar 2010.
Stella var jarð-
sungin frá Keflavík-
urkirkju 18. febrúar
sl.
þátt í öllu því sem við
soroptimistasystur í
Keflavík gerðum okk-
ur til gamans. Minn-
ingarnar streyma að.
Í einni ferðinni sváf-
um við Stella saman í
hjónarúmi, lítið var
sofið en mikið talað
og hlegið.
Við fórum ótal
ferðir út á land á
fundi hjá Landssam-
bandinu, þá má ekki
gleyma mörgum
haustferðum í Mun-
aðarnes þar sem við vorum allar í
einum bústað næstum því sama
hve margar við vorum. Seinasta
ferð okkar systra var til Akureyr-
ar í apríl 2008, yndisleg ferð þar
sem Stella naut sín vel. Hún var
glæsileg að vanda. Þannig var
Stella. Einnig koma upp í hugann
árlegar vorferðir til að huga að
trjárækt okkar við Reykjanes-
brautina þar sem við tökum með
okkur áburð og kaffibrúsa og sitj-
um og spjöllum eftir að hafa hlúð
að gróðrinum í Bjartsýnislundi og
Systrabrekkum. Stella okkar var
einn af stofnendum Soroptimista-
klúbbsins í Keflavík fyrir 35 árum
og gegndi mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir klúbbinn og einnig fyrir
Samband íslenskra soroptimista.
Stella var Keflvíkingur í besta
skilningi þess orðs. Henni þótti
vænt um bæinn sinn og fólkið þar.
Hún bjó í Keflavík mestan hluta
ævi sinnar. Við sendum fjölskyldu
Stellu innilegar samúðarkveðjur.
Klúbbsystur þakka fyrir hlýja
samfylgd og geyma minningu um
elskulega bjartsýnissystur. Margt
ég vildi þakka þér og þess er gott
að minnast að þú ert ein af þeim
sem mér þótti gott að kynnast.
Kveðja frá Soroptimistaklúbbi
Keflavíkur,
Guðrún Jónsdóttir.