Morgunblaðið - 06.03.2010, Qupperneq 45
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
að stíga ekki á leiðin. Að sunnan var
svo Jónstúnið, þar renndum við okk-
ur á skíðum þegar við urðum eldri. Að
neðan var síðan Lindargatan, en
steinsnar neðan hennar tóku höfnin
og síldarplönin við, og þangað mátt-
um við alls ekki fara. En auðvitað
stóðumst við það ekki til lengdar og
fyrr en varði var allur innfjörðurinn
orðinn okkar leiksvæði og maður lif-
andi, þvílík undraveröld.
Löngu síðar rifjuðum við frændi
oft upp þennan dýrðlega tíma
bernskuáranna, öll uppátækin og æv-
intýrin. Eins og þegar við fórum und-
ir síldarplönin við slippinn á fjöru, og
þræddum svo fjöruborðið undir plön-
unum alla leið út að Ríkisbryggju,
skuggalegt, hált og óþrifalegt ferða-
lag en hrikalega spennandi. Eða þeg-
ar við fórum á tófuveiðar, vopnaðir
gömlu herðatré með teygju fyrir
bogastreng og rakettuprik fyrir ör,
þrömmuðum upp í Hafnarfjall með
Elvar litla bróður Óskars grenjandi á
eftir okkur, því auðvitað vildi hann
fara með. Við vorum komnir langt
upp fyrir Gimbrakletta þegar Inga,
mamma þeirra bræðra náði okkur og
rak heim, „hvort við værum alveg
búnir að tapa glórunni“.
Ekki má gleyma kajaksmíðinni í
fjörunni sunnan öskuhauganna. Þar
smíðuðum við kajaka úr gömlum
bárujárnsplötum, ásamt fjölda ann-
arra stráka, og svo var farið í hópsigl-
ingu þvert yfir fjörðinn og til baka
aftur. Það var eins gott að mæður
okkar vissu ekki alltaf hvað við vorum
að bardúsa. Svo skildu leiðir, þegar
foreldrar mínir fluttu suður, og við
frændi sáumst vart í 24 ár, eða þar til
ég fluttist í Fljótin. Mitt fyrsta verk
var að heimsækja frænda. Hann tók
brosandi á móti mér í dyrunum með
orðunum: „Nei! Frændi!“ (Við ávörp-
uðum hvor annan aldrei öðruvísi) þétt
og hlýtt faðmlag fylgdi á eftir, ekkert
hafði breyst nema háraliturinn í
vöngum okkar. Loksins gátum við
haldið áfram þar sem frá var horfið,
við veiðiferðir á sjó og landi, fjall-
göngur eða bara spjall. Fleiri verða
ferðirnar ekki að sinni, hvað sem síð-
ar kann að gerast.
Elsku Helga og fjölskylda, megi
minningin um þennan heilsteypta,
trausta og góða dreng, lífsgleði hans
og þrautseigju í erfiðum veikindum,
verða ykkur öllum hvatning og styrk-
ur til að takast á við ykkar erfiða hlut-
skipti og missi.
Blessuð sé minning hans.
Þórður Axel Ragnarsson.
Okkur langar að minnast vinnu-
félaga okkar og góðs vinar með
nokkrum orðum.
Óskar lést á gjörgæsludeild Land-
spítalans hinn 23. febrúar sl. eftir erf-
ið veikindi. Hann var alltaf bjartsýnn
og ákveðinn í að vinna bug á veikind-
unum eða eins og hann orðaði það
sjálfur: „Ég lít á þetta sem verkefni
sem þarf að leysa.“
Við fráfall Óskars er höggvið stórt
skarð í hóp okkar starfsmanna hjá
SR á Siglufirði og verður hans sárt
saknað. Óskar var mikill drifkraftur,
duglegur og fylginn sér. Ef hann fékk
einhverja góða hugmynd var ekkert
verið að staldra við hana lengi heldur
voru ermarnar brettar upp og hafist
handa við að koma henni af stað. Það
var alveg sama hvar hann bar niður
hann var alltaf sá sem var í forustu
hvort sem það var hjá fyrirtækinu
eða hjá félagasamtökum og sá aldrei
eftir tíma sínum eða kröftum þegar á
þurfti að halda. Fyrirtækið átti hug
hans allan og átti hann stóran þátt í
uppbyggingu þess.
Minningin um góðan félaga og vin
mun lifa áfram. Guð geymi þig.
Við þökkum Óskari fyrir samfylgd-
ina og sendum ykkur, elsku Helga og
börn, innilegar samúðarkveðjur.
F.h. samstarfsmanna hjá SR Véla-
verkstæði og SR Byggingavörum.
Pálína Pálsdóttir.
Ég kynntist Óskari Berg Elefsen
fyrir 12 árum. Mér fannst hann í
fyrstu vera frekar hrjúfur og lokaður
en það tók þó ekki langan tíma að
komast að því að rétt undir yfirborð-
inu leyndist glaðvær maður og
traustur vinur. Traust er einmitt eitt
af því sem fyrst kemur í hugann, því
það var ætíð gott að leita til Óskars
með hvað sem manni datt í hug, sér-
staklega ef um var að ræða tækni-
legar lausnir, þar sem hann var á
heimavelli.
Hann var mikið náttúrubarn í
margvíslegum skilningi. Hann hafði
unun af tónlist og söng og útivist
hvers konar. Hann var mikill Siglfirð-
ingur og enga staði elskaði hann
meira en fjöllin umhverfis fjörðinn.
Hann var óþreytandi við að ganga
þau og finna nýjar leiðir til þess.
Hann sagði mér þegar ég hitti hann
síðast að hann hefði margar áætlanir
um ferðir á fjöllin á næsta sumri. Þær
verða þó aldrei farnar.
Óskar var á margan hátt einn af
þeim mönnum sem eru fæddir til for-
ystu. Hann var með stórt skap og
sterkar skoðanir og var sjaldan að
laumast mikið með þær. Bekkjar-
bróðir Óskars úr barnaskóla sagði
mér eitt sinn frá kennara sem hefði
verið mjög harður í horn að taka og
lýsti því svo að harkan hefði verið svo
mikil að meira að segja Óskar hefði
verið hræddur. Þessi orð þóttu mér
lýsa Óskari afar vel. Hann óttaðist
fátt og réðist hiklaust í allt það sem
honum fannst rétt að gera. Hann var
líka gæddur sjaldgæfum krafti til að
hrinda í framkvæmd því sem skipti
hann máli og ljúka þeim verkum sem
fyrir lágu. Elja hans og þrautseigja
smitaði líka auðveldlega frá sér bæði í
starfi og leik. Hann gerði oft ríkar
kröfur til annarra manna, en mestar
kröfur gerði hann þó til sjálfs sín og
var jafnan fremstur í flokki þegar
mikið lá við. Hann vann hlutina líka af
ótrúlegri nákvæmni og vandvirkni og
lagði mjög upp úr því að verk hans
sköruðu framúr.
Þess er ekki að vænta að menn eins
og Óskar Berg gangi lífsgötuna hljóð-
lega og sporin sem hann steig á henni
voru heldur ekki alltaf öllum að skapi.
Hann mætti mótlæti af festu en þó
líka sanngirni. Festa hans og hug-
rekki komu vel fram í veikindunum
sem hann mætti af ótrúlegri ákveðni.
Það reyndist þó við ofurefli að etja að
lokum.
Óskar varð gæfusamur í lífinu.
Hann átti fallegt heimili og góða og
fallega fjölskyldu. Hann hverfur héð-
an sem auðugur maður því hann skil-
ur eftir sig glæsilegan hóp afkom-
enda. Börn hans af fyrra hjónabandi
urðu þrjú en í síðara hjónabandi átti
hann fjórar dætur. Tvær þeirra voru
stjúpdætur hans en hann ól þær upp
sem sínar eigin. Aldrei varð ég var við
nokkurn mun þar á. Þegar snjóa leys-
ir í vor og siglfirsku fjöllin koma und-
an hvíta feldinum sem nú liggur yfir
þeim og taka á sig þennan græna
hjúp sem nær svo óvenjulega hátt til
fjallstindanna í þessum þrönga firði,
verða þau falleg og lokkandi sem
fyrr. Margir ferðalangar munu leggja
leið sína á fjöllin og fætur þeirra
marka slóðir í hlíðar þeirra. Fjöllin
verða þó ekki alveg söm í mínum
huga því eina slóðina mun vanta.
Sporin sem Óskar skildi eftir sig
munu þó aldrei gleymast. Hvíldu í
friði, vinur minn.
Halldór Þormar Halldórsson.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi takk fyrir allar góðu
stundirnar okkar og sérstaklega fyrir
tímann sem ég var hjá þér síðasta
sumar. Það verður tómlegt án þín
þegar ég kem í heimsókn næst á
Sigló.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Ég elska þig og mun ávallt sakna
þín. Knús og kossar.
Þín,
Bjarney Lind.
Elsku afi takk fyrir afmælisgjöf-
ina. Sakna þín svo mikið stórt knús og
koss á kinnina.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín,
Emelía Björk.
Ég vil minnast frænda míns, Ólafs
Tryggvasonar frá Raufarfelli, sem
dó laugardaginn 20. febrúar sl. Hann
hafði verið veikur í nokkurn tíma en
ég hélt að seigla hans myndi sigra
krankleikann. Svo reyndist ekki
vera, veikindi hans voru alvarlegri.
Eftir sit ég og finn að lífið er fátæk-
legra. Fyrstu kynni mín af Óla og
fjölskyldu voru þegar foreldrar hans,
Tryggvi og Mára, gáfu mér kærkom-
ið tækifæri að koma til sumardvalar.
Frá þeirri stundu auðgaðist líf mitt
er ég kynntist yndislegu fólki og
sveitungum þeirra. Í tíu sumur
mætti ég í sveitina auk nokkurra
páskaferða. Það eru góðar minning-
ar. Óli var þeim kostum gæddur að
hann hafði létt lundarfar og fann
jafnan hið gleðilega sem lífið gaf. Bó-
el (Lilla) var happ hans í lífinu. Þau
eignuðust 8 börn. Því miður voru
samvistir þeirra allt of stuttar en
Lilla féll frá fyrir aldur fram, 54 ára
gömul. Óli saknaði konu sinnar til
hinstu stundar. Eftir að börn Óla
tóku við búrekstri á Raufarfelli fór
hann á síðari árum með vinum sínum
í utanlandsferðir, svokallaðar
bændaferðir. Þessar ferðir gáfu hon-
um mikið. Hann hafði einnig gaman
af því að ferðast innanlands og kom í
heimsókn til Húsavíkur nokkrum
sinnum. Stundum einn en einnig í
fylgd bróður síns, Finns. Í þessum
heimsóknum brölluðum við frændur
ýmislegt. Við fórum í laxveiðar í
Skjálfandafljót, tjaldvagnaferð á
Fiskidaga á Dalvík og skoðunarferð
til Raufarhafnar ásamt mörgu öðru.
Það var alltaf var mikið hlegið í heim-
sóknum frænda. Sár söknuður fylgir
fráfalli Óla, en sárastur er hann
börnum hans og afkomendum. Við
sendum samúðarkveðjur til þeirra
við fráfall þessa mæta manns.
Guðmundur B. Guðjónsson
og fjölskylda á Húsavík.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Með söknuði kveðjum við mág
okkar og vin, Óla á Raufarfelli. Minn-
ingarnar streyma fram í hugann á
slíkri stund sem þessari. Fyrir um 50
árum kynntumst við Óla er hann og
systir okkar, kölluð Lilla, heitbund-
ust. Árið 1961 hófu þau búskap á
Rauðafelli í A-Eyjafjallahreppi. Þau
voru samhent við búverkin og stund-
uðu þau af áhuga og dugnaði og
hugsuðu vel um bú sitt. Mikil upp-
bygging var á þessum tíma í sveitum
landsins og það þurfti að taka til
hendinni á Rauðafelli. Þar byggðu
þau fjós, hlöðu og fjárhús og ræktuðu
land.
Árið 1969 lést Tryggvi, faðir Óla,
og fluttu þau ásamt fimm börnum
Ólafur Guðjón
Tryggvason
✝ Ólafur GuðjónTryggvason,
Raufarfelli, Austur-
Eyjafjöllum, Rang-
árvallasýslu, fæddist
á Raufarfelli 5. júní
1940. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi að morgni
20. febrúar sl. eftir
stutt en erfið veik-
indi.
Útför Ólafs fór
fram frá Eyvind-
arhólakirkju, Austur-
Eyjafjöllum 27. febrúar 2010.
sínum að Raufarfelli,
æskuheimili Óla. Móð-
ir Óla, María, bjó hjá
þeim til dauðadags en
hún lést 1986. Það var
einnig kominn tími á
endurnýjun húsakosts
á Raufarfelli. Þau
byggðu íbúðarhús
1971 og öll útihús á
næstu árum, ræktuðu
jörðina og juku við bú-
stofn. Mestan áhuga
höfðu þau á nautgripa-
rækt og áttu afbragðs-
góðar kýr og á sínum
tíma eitt af afurðahæstu kúabúum
landsins. Vinnudagurinn var langur
enda þurftu þau að framfleyta stórri
fjölskyldu. Börnin þeirra átta eru
dugnaðarfólk og bera foreldrum sín-
um glöggt merki.
Óli og Lilla áttu þó tíma fyrir fé-
lagsmál. Hún starfaði í kvenfélaginu
og söng í kirkjukór sveitarinnar en
hann sat m.a. í hreppsnefnd og var
oddviti sveitar sinnar um tíma. Óli
fylgdi Sjálfstæðisflokknum alla tíð að
málum. Hann fylgdist vel með þjóð-
málum og hafðir sterkar og ákveðnar
skoðanir. Hann var skemmtilegur og
góður maður sem gaman var að eiga
samleið með og koma margar
skemmtilegar setningar í hugann,
frá honum komnar.
Á seinni árum fór Óli nokkrum
sinnum til útlanda og kynntist hann á
ferðum sínum fjölmörgu fólki sem
hann ræktaði sín kynni við. Fyrstu
utanlandsferð sína fór Óli ásamt
Lillu haustið 1995 og var þessi ferð
þeim ómetanleg. Þá var Lilla langt
leidd af þeim sjúkdómi er hún lést úr
í janúar 1996. Síðustu árin bjó Óli hjá
dóttur sinni og tengdasyni á Rauf-
arfelli.
Við kveðjum þig Óli með söknuði
og trega og þökkum þér samfylgd-
ina. Með tímanum hverfur sársauk-
inn en minningin um þig mun vara í
huga okkar. Kæri Óli, nú ert þú laus
úr fjötrum veikinda og við sjáum þig
fyrir okkur ganga glaðan með Lillu
þér við hlið.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við börnum Óla og fjölskyldum
þeirra.
Jón, Guðrún, Sjöfn, Erlendur,
Jarþrúður og Björgvin.
Kær vinur okkar, Ólafur Tryggva-
on, er látinn. Í áratug hefur hann
verið tengdafaðir sonar okkar og góð
vinátta skapast okkar á milli. Hann
hefur ætíð verið góður heim að sækja
að Raufarfelli, ræðinn, glettinn og
mikið rætt um landsins gagn og
nauðsynjar. Jafnframt var hann dug-
legur að heimsækja Suðurnesin og
dvaldi þá hjá dóttur sinni og tengda-
syni og lagði sig þá fram við að rækta
vináttu sína við okkar fjölskyldu.
Margs er að minnast, allar Ljós-
anæturnar, leikhúsferðirnar eða
bara setið yfir kaffibolla.
En Óli var fyrst og fremst bóndi og
Eyfellingur, hann bjó ætíð á Rauf-
arfelli, á einhverjum fallegasta stað á
landinu og var hugur hans ætíð við
Eyjafjöllin og bústörfin. Þar höfðu
hann og Bóel heitin kona hans komið
átta börnum til manns og byggt mik-
ið myndarbú.
Óli var vel liðinn af öllum er hann
þekktu og maður sátta, þótt hann
hefði ákveðnar skoðanir t.d. í stjórn-
málum og var vinur vina sinna.
Undanfarin ár hefur heilsu hans
heldur verið að hraka, en alltaf
fannst okkur hann bera sig vel. Við
vorum vongóð um að hann myndi ná
heilsu að nýju, eftir að hafa heimsótt
hann á sjúkrahúsið, um viku áður en
kallið kom.
Góðs vinar er sárt saknað. Hvíl í
friði.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til allra ættingja.
Guðmundur Þórir og Alma.
Hægfara fækkar í þeirri fylkingu
bænda og bændasona undir Austur-
Eyjafjöllum sem þar stóð í ströngu
starfi árið 1959 er ég flutti að Skóg-
um. Nú hefur Ólafur Tryggvason
bóndi á Raufarfelli kvatt hinstu
kveðju, maður sem skilur eftir sig
góðar minningar og farsælt og gott
ævistarf. Fyrst minnist ég hans í for-
eldrahúsum hjá Tryggva Þorbjörns-
syni og Maríu Guðjónsdóttur á Rauf-
arfelli sem tóku safnaranum af
velvild og skilningi.
Minnisstæð er mér gamla hús-
freyjan, Þorbjörg Jónsdóttir frá
Rauðsbakka, móðir Maríu. Hún var
flestum fremur mannfróð og ættfróð
og saman gátum við rakið í eitt ættir
okkar til Önnu og Hjalta á Stóru-
Borg. Ólafur ólst upp í fjölbýli þar
sem öllu var sniðinn þröngur stakk-
ur. Með dug og fyrirhyggju gerðu
þau hjón, hann og Bóel, jörðina að
höfuðbóli, vel hýsta, með víðlendum
túnum, góðum vélakosti og arðsöm-
um búfénaði. Því starfi hafa svo hald-
ið áfram Kristinn Stefánsson tengda-
sonur Ólafs og kona hans, Anna.
Ólafur gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum í sveit sinni, var hrepps-
nefndaroddviti um nokkur ár og vann
þar öll verk af mikilli trúmennsku og
sér í öllu til sóma.
Ég á margs góðs að minnast frá
kynnum mínum við fjölskylduna á
Raufarfelli. Bóel söng hjá mér í
kirkjukór Eyvindarhóla um mörg ár,
komin af mikilli söngætt frá Hlíðar-
enda í Fljótshlíð. Ólafur studdi mig af
alúð í safnstarfi í Skógum og alltaf
var gott að blanda við hann geði á
samfundum. Af fundi hans fór maður
alltaf léttari í lund. Við ylinn þann er
gott að una nú þegar leiðir skilja.
Börnum hans og ástvinum öllum
sendi ég hlýjar samúðarkveðjur.
Þórður Tómasson.
Kveðja frá sjálfstæðisfélaginu
Kára, Rangárþingi eystra
Í dag kveðjum við góðan félaga og
vin, Ólaf Guðjón Tryggvason bónda á
Raufarfelli, A-Eyjafjöllum, Óla á
Raufarfelli eins og hann var oftast
kallaður. Það var ánægjulegt að fá að
kynnast honum. Óli var virkur félagi í
sjálfstæðisfélaginu Kára og var einn
af máttarstólpum Kára. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á öllum málefnum.
Það tók viðmælendur Óla ekki langa
stund að átta sig á því hvar hann stóð
í pólitík. Harður sjálfstæðismaður
sem var staðfastur í skoðunum sínum
og dró ekki úr þeim. Það er margt að
minnast frá þeim pólitísku fundum
sem Óli var á þar naut hann virðing-
ar, óhræddur við að láta skoðanir sín-
ar í ljós hvort sem hann ræddi við fé-
lagsmenn, þingmenn eða ráðherra.
Óli gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir
sjálfstæðisfélagið Kára, m.a. var
hann fulltrúi félagsins á landsfundum
sjálfstæðisflokksins, átti sæti í kjör-
dæmisráði, fulltrúaráði og ýmis önn-
ur trúnaðarstörf vann hann. Það sem
einkenndi Óla var hans góða geð,
létta lund og hafði hann gaman af því
að gantast. Ósjaldan kom hann við í
Björkinni hjá mér, tókum við þá létta
umræðu um pólitík og góðan snúning
á umræðunni bæði í sveitarfélaginu
og hvað mætti betur fara í landsmál-
unum. Hann var alltaf til staðar og
maður reiknaði með Óla um aldur og
ævi. Sjálfstæðisfélagið Kári hefur
misst einn af sínum tryggu og virtu
félögum. Við erum stolt af því að hafa
haft hann í okkar röðum. Við þökkum
fyrir gott starf í sjálfstæðisfélaginu
og mikilvægt framlag hans til sam-
félagsins. Börnum Ólafs og þeirra
fjölskyldum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Við minnumst Ólafs í djúpri þökk
og virðingu.
Fyrir hönd sjálfstæðisfélagsins
Kára, Rangarþingi eystra.
Guðfinnur Guðmannsson
formaður.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Guðjón Tryggvason bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.