Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 46
46 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
Dýrahald
Am. Cocker Spaniel
Til sölu Am. Cocker Spaniel hvolpar.
Tilbúnir til afhendingar í byrjun mars.
Ættbók frá HRFÍ. Uppl. í síma 845-
6678 eða á www.eldhuga.com
Tómstundir
Markaðslaugardagur
Opið hús
kl. 13.00 - 15.00. Allir velkomnir.
Síðumúla 17, 2. hæð.
Félag frímerkjasafnara
Verslun
Trúlofunarhringar, gamaldags og
nýmóðins. Auk gullhringa eigum við
titanium-, silfur- og tungstenpör á
fínu verði. Sérsmíði, skart, silfur og
vönduð armbandsúr.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Til sölu
Bókhald
Bókhald og Fjármál ehf.
Ársreikningur, skattframtal, bókhald
og fjármálaráðgjöf fyrir fyrirtæki, ein-
staklinga og húsfélög. Sími 568-7400
/ 842-5500, tp.: bfm@simnet.is
Stigamaðurinn
Stigar og handrið úti sem inni. Járn
og tré. Gerum föst verðtilboð. Uppl. í
s. 898 779 og 897 1479.
Bílar óskast
Góður bíll óskast, staðgreitt.
Óska eftir góðum bíl gegn stað-
greiðslu. Verðflokkur frá 250 þús +.
Aðeins skoðaður 2010 kemur til
greina. Uppl. í síma 691-5308.
Bílskúr
Flash 2 Pass fjarstýringar
Fjarstýringar f. bílskúrshurðaopnara.
Virkar með ljósabúnaði bílsins eða
mótorhjólsins. Kynntu þér málið.
www.orkuver.is
Sími 534 3435.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Smíði, múrun, málun, flísalögn...
Iðnaðarmannateymi óskar eftir
verkefnum inni og úti. Baðherbergi,
eldhús, verönd, skjólveggir, allt
kemur til greina. Sjá verkadvinna.is
Upplýsingar í síma 770 5599.
Umönnun og hjúkrun
Sjúkraliði með mikla starfsreynslu
óskar eftir starfi. Hef unnið mikið
með öldruðum og fötluðum. Starf í
heimahúsi kemur vel til greina. Uppl.
í síma: 8207414/5651744
Heilsa
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝ Ragnar ÞráinnGuðmundsson,
bóndi Nýhóli, Hóls-
fjöllum, fæddist 28.
febrúar 1923 á Rafn-
kelsstöðum í Garði.
Hann lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga
á Húsavík 25. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
merkis- og dugn-
aðarhjónin Guðrún
Kristbjörg Jón-
asdóttir, kennari frá
Fagradal á Hóls-
fjöllum, f. 12.8. 1895, d. 3.5. 1975, og
Guðmundur Jónsson, útgerð-
armaður á Rafnkelsstöðum í Garði,
f. 18.7. 1892, d. 10.4. 1984. Systkini
Ragnars voru 1) Jón Garðar, f. 2.4.
1918, d. 4.1. 1960. 2) Kristján Val-
geir, f. 2.4. 1918, d. 26.5. 1963. 3)
Jónas Frímann. f. 3.4. 1919, d. 25.12.
1998. 4) Jörundur, f. 16.10. 1920, d.
15.10. 1927. 5) Karólína Ásthildur, f.
22.9. 1921, d. 8.6. 1988.
6) Jörundur, f. 2.10.
1930, d. 19.7. 1931. 7)
Gunnar, f. 13.4. 1936,
d. 1.4. 2008. Ragnar
fór fjögurra ára gam-
all á Hólsfjöllin til afa
síns, Jónasar Krist-
jánssonar og móð-
ursystkina sinna Kar-
ólínu og Sveins vegna
veikinda móður sinn-
ar. Hann ílengdist þar
og bjó þar alla tíð síð-
an. Hann fór í Héraðs-
skólann á Eiðum í einn
vetur og ennfremur sótti hann
Bændaskólann á Hólum. Vegna
veikinda dvaldi hann á Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga á Húsavík frá
árinu 2004. Ragnar var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Ragnars fer fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag, 6. mars 2010, og
hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður
frá Víðirhóli.
Mig langar að minnast mágs
míns Ragnars Þráins. Ragnar flutti
aðeins fjögurra ára gamall að Ný-
hóli á Hólsfjöllum með móðursystur
sinni Karólínu vegna veikinda móð-
ur sinnar. Ég kynnist ekki Ragnari
fyrr en hann kemur sem ungur
maður í heimsókn suður í Garð, en
þar var æskuheimili hans. Hann
kom í heimsókn til okkar Jónasar
(bróður síns) að Melstað og frá
þeim tíma mynduðust góð vina-
tengsl sem héldust í gegnum bréfa-
skriftir, símtöl og síðar var farið að
keyra norður einu sinni á sumri.
Þessar ferðir eru mér ógleyman-
legar.
Ragnar tók við búinu á Nýhóli og
var einbúi frá árinu 1970. Nokkrum
sinnum hafði hann ráðskonu og
margir unglingar dvöldu hjá honum
yfir sumarið. Ragnar var þekkt-
astur fyrir geitabúskap og nýtti
hann geitamjólkina til drykkjar, í
smjör, osta og skyr. Hann var ein-
staklega laginn við prjónaskap,
hvort sem það voru sokkar eða
peysur og varð ég þess aðnjótandi
að fá sendar peysur frá honum.
Ragnar hætti búskap árið 2003, þá
orðinn 80 ára.
Síðustu árin dvaldi hann í
Hvammi, heimili aldraðra á Húsa-
vík, en hann lést á Heilbrigðisstofn-
un Þingeyinga hinn 25. febrúar og
var rétt að verða 87 ára. Þakkir vil
ég senda öllum þeim sem önnuðust
hann af alúð í veikindum hans á
þessum stöðum.
Ég kveð Ragnar nú með þökk og
virðingu og óska honum góðrar
ferðar í landi hins óþekkta.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Björg Árnadóttir (Lilla).
„Einstakur“ er orð sem notað er
þegar lýsa á því sem engu öðru er
líkt„ faðmlagi eða sólarlagi eða
manni sem veitir ástúð með brosi
eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta og
hefur í huga hjörtu annarra. „Ein-
stakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður
aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem
best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku frændi.
Nú er nýtt/gamalt hlutverk tekið
við hjá þér, nú þarftu að sjá um
dýrin sem hafa beðið eftir þér í
nokkurn tíma. Það var einstakt
þegar ég heimsótti þig sem barn og
unglingur, sjá geitur og íslensk
hænsni í fyrsta skipti og hvað þau
voru hænd að þér. Það var einstakt
þegar við fjölskyldan heimsóttum
þig sumarið 2002 og Thelma María
sem var fjögurra ára sagði við mig
„mamma, Ragnar frændi er svo
mikil dúlla“. Það var einstakt og
ennfremur blendnar tilfinningar
sem komu hjá okkur að heimsækja
þig á Húsavík þar sem þú varst
fjarri þínu sem þér þótt svo vænt
um. Nú var Aron Ingi kominn í
heiminn og fannst frændi sinn
áhugaverður en þá var hann rétt
rúmlega eins árs. Það var einstakt
að bjóða þér á rúntinn um Aðaldal-
inn og bara spjalla. Við eigum ein-
stakar minningar um þig, yndislegi
frændi. Þú skilar kveðju til elsku
pabba.
Kærar kveðjur,
Unnur, Hreiðar, Thelma María
og Aron Ingi.
Frændi minn og vinur, Hóls-
fjallabóndinn ljúfi, Ragnar á Ný-
hóli, er fallinn frá.
Margs er að minnast þegar við
hugsum til baka. Í rúman aldar-
fjórðung höfum við verið í góðu
sambandi við Ragnar og eigum um
það bara ljúfar og góðar minningar.
Þegar við hittum Ragnar fyrst
árið 1983 á túninu á Nýhóli var
hann í miðjum heyflekk að vinna og
tók okkur strax einstaklega vel.
Alla tíð síðan hefur vináttan og
trúnaðartraustið styrkst með árun-
um.
Það var gaman að spjalla við
hann um liðna tíma. Hann sagði
okkur frá því þegar hann var send-
ur á Hólsfjöllin vegna veikinda
móður sinnar, Guðrúnar Jónasdótt-
ur úr Garðinum, með strandferða-
skipi til Vopnafjarðar og þaðan var
farið með hann á hestum heim á
Hólsfjöllin, þá fjögurra ára gamlan
til afa síns Jónasar Kristjánssonar
og móðursystkina Karólínu og
Sveins. Maður getur ímyndað sér
að það hafi verið mikil gleði á heim-
ilinu að fá þangað lítinn dreng.
Skólaganga var ekki mikil á þess-
um árum, en hann var svo heppinn
að fá að fara á Héraðsskólann á
Eiðum í einn vetur og einnig á
Bændaskólann á Hólum.
Hans lífsstarf var að vera bóndi.
Þegar við kynntumst honum var
hann með sauðfé, geitur og hænsni.
Hann var einstaklega laginn og
góður við dýrin, og það var unun að
horfa á hvernig skepnurnar hóp-
uðust í kringum hann þegar hann
var úti við.
Ragnar var vissulega mikill ein-
stæðingur því hann bjó einn eftir að
ættingjar hans létust. Hann var þó
stundum með ráðskonur og sum-
arstráka, eins og hann kallaði þá,
og margir þeirra urðu vinir hans
ævilangt.
Það varð föst venja í mörg ár að
við fórum með hann í sumarferðir
vítt og breitt um Norður- og Aust-
urland og skoðaðir voru ýmsir
merkir staðir. Þá kom vel í ljós
hvað hann var minnugur á menn og
staðhætti og vel lesinn. Nesti var
haft með í för og þess neytt í fal-
legu umhverfi og alltaf vorum við
heppin með veður. Gamlir sveit-
ungar Ragnars voru heimsóttir og
urðu þá fagnaðarfundir. Hann sá
mikið eftir þessum góðu vinum sín-
um þegar þau fluttu af fjöllunum.
Stundum var farið í sund og heitu
pottana, en það fannst honum mjög
gott.
Af Hólsfjöllunum varð ekki aftur
snúið, hann ílengdist í þessu fallega
umhverfi, þar sem Herðubreið
skartaði sínu fegursta í suðri og
víðátta heiðarinnar virtist nánast
endalaus.
Þegar ellin bar hann ofurliði fór
hann á Heilbrigðisstofnun Þingey-
inga á Húsavík, þar dvaldist hann
síðustu árin og átti gott atlæti hjá
því góða starfsfólki sem annaðist
um hann, en þá var hann orðinn
ansi lélegur til heilsu.
Við kveðjum góðan vin og sjáum í
huganum móður hans taka á móti
honum en hennar saknaði hann allt-
af mikið.
Hafðu þökk fyrir allt kæri vinur.
Guðrún og Birgir.
Ragnar á Nýhóli er dáinn. Fetar
sig yfir svellið mikla á gúmmískóm
með tvíþumla belgvettlinga og
prjónahúfu. Geiturnar og kindurnar
birtast honum út úr þokunni.
Ragnar Þráinn Guðmundsson bjó
einn öll sín fullorðinsár á Nýhóli í
gamla Fjallahreppi í Norður-Þing-
eyjarsýslu.
Að mörgu leyti stóð Ragnar föst-
um fótum í fortíðinni, hefði allt eins
getað verið uppi á 18. öld. Það hefði
aðeins þurft að skipta Landróvern-
um og Zetornum út fyrir hross
enda var Ragnar ekki mikill véla-
maður (sléttkeyrði alltaf í fyrsta í
lága í botni). Hann var sjálfum sér
nægur, bakaði og prjónaði til heim-
ilisins á milli þess sem hann sinnti
bústörfum. Ragnar bjó lengi með
geitur sem voru honum afskaplega
kærar auk kindanna sem gegndu
allar nafni. Ragnar var svo ná-
tengdur skepnum sínum að hann
gat ekki lógað þeim sjálfur ef eitt-
hvað kom upp á, heldur fékk hann
Grímsstaðabændur til að koma.
Eins og títt er meðal bænda hafði
Ragnar brennandi áhuga á veðrinu.
Hann skrifaði spá dagsins á lítið
bréfsnifsi og geymdi. Búrið var orð-
ið fullt af þessum miðum undir það
síðasta. Veðurstöðin var, og er, á
Grímsstöðum og hringdi Ragnar
gjarnan eftir veðrið í útvarpinu í
Grímsstaði til að skeggræða spána
og minntist þá ósjaldan á að það
hefði nú verið heldur kaldara – eða
hlýrra – á Nýhóli en Grímsstöðum.
Á hinn bóginn var Ragnar ekki
helgimynd hins íslenska bónda með
þúsund ára þjáningar á bakinu og
meitlaða frasa úr Íslendingasögun-
um á takteinum. Nei, Ragnar var
skrafhreifinn og talaði um ólíkleg-
ustu málefni. Hann fékk sér mynd-
bandstæki löngu áður en þau fóru
almennt að sjást á heimilum. Sem
unglingur á Grímsstöðum fór mað-
ur til Ragnars með sígarettupakka
og kannski bjór sem maður lapti
eftir að hafa drukkið Melroses með
sykri og göróttri geitamjólk. Hjá
Ragnari gat maður verið harla full-
orðinn og ef ske kynni spjallað um
stelpur og jafnvel rekkjubrögð.
Seinna heyrði ég frá pabba að hann
hefði líka hlotið uppfræðslu á hinu
kyninu hjá Ragnari rúmum tuttugu
árum fyrr. En Ragnar var bindind-
ismaður á vín, tóbak og konur alla
tíð.
Ég var nýkominn með bílpróf og
ætlaði að skutla Ragnari inn á Ak-
ureyri á gömlum bíl. Ferðin endaði
þannig að bíllinn valt í Mývatns-
sveitinni með þeim afleiðingum að
Ragnar hálsbrotnaði og þurfti að
sitja uppi á sjúkrahúsinu á Húsavík
með þyrnikórónu í þrjá mánuði.
Þetta var mikið áfall. Ragnar náði
sér býsna vel á strik og mörgum ár-
um seinna áttum við stórkostlegar
stundir á landinu hans þegar ég var
að skrá þar fornleifar. Hann var
nokkuð farinn að gamlast svo við
leiddumst um móana eða höktum
um á langa Landróvernum hans
Braga og hann sagði mér af land-
inu. Honum þótti blágresi fegurst
blóma en hafði skömm á kjóanum
og minknum.
Það var dapurleg stund fyrir
nokkrum árum þegar við pabbi og
Bragi hjálpuðum Ragnari að setja
síðustu rollurnar hans upp á kerru
til að keyra með í sláturhúsið á
Kópaskeri.
Þrátt fyrir söknuð, þá er gott til
þess að vita að Ragnar vinur minn
sé laus úr sjúkrarúminu og sé á leið
í smalamennsku hinum megin.
Uggi Ævarsson.
Mig langar að minnast frænda
míns Ragnars Þ. Guðmundssonar,
bónda á Nýhóli, en við Ragnar vor-
um systkinabörn. Fyrst man ég eft-
ir Ragnari þegar pabbi og öll fjöl-
skyldan ásamt fleiri sveitungum fór
í rútu til að vera viðstödd vígslu á
Jökulsárbrú á Fjöllum 1948. Við
gistum á Nýhóli og var tekið ljóm-
andi vel á móti okkur en þá bjuggu
þar Karólína og Sveinn, móður-
systkini Ragnars, og Ragnar.
Ragnar var tilbúinn að gantast við
okkur krakkana og var alltaf jafn
ljúfur, brosmildur og skemmtilegur.
Eftir að Karólína og Sveinn féllu
frá bjó Ragnar einn á Nýhóli og
gekk hann í öll verk, jafnt úti sem
inni. Það var alltaf sérstaklega hlýtt
og notalegt þegar við komum að
Nýhóli. Ragnar var einstaklega
gestrisinn og alltaf tilbúinn með
ljómandi gott bakkelsi sem hann
bakaði sjálfur.
Á Nýhóli voru geitur, kindur og
hænsni. Geitamjólkin var nýtt í stað
kúamjólkur en þar voru ekki kýr.
Geiturnar voru léttar á sér, létu
ekki ókunnuga plata sig en komu
hlaupandi til Ragnars. Hænurnar
hans voru íslenskar og einstaklega
skrautlegar og í hópnum var hani
sem vakti á morgnana. Kindurnar
sem Ragnar var með voru sérstak-
ar, líklega allt forystuær. Þær voru
í öllum litum, mögóttar, flekkóttar
og mórauðar en styggar.
Ragnar hafði gott lag á skepnum
og hafði mikið yndi af því að sinna
bústofni sínum. Á árum áður réð
hann á sumrin til sín ráðskonu og
vinnustráka til aðstoðar við hey-
skapinn en annars var hann einbúi í
mörg ár og sjálfum sér nógur.
Við frænkurnar fórum í áttræð-
isafmæli Ragnars sem var haldið að
Nýhóli hinn 28. febrúar 2003 og það
var ógleymanlegt. Það var yndis-
legt veður um hávetur og hann var
glaður og reifur og bauð upp á
kaffi, kakó, brauð og tertur með að-
stoða vina sinna. Við gistum í tvær
nætur og mikið var talað og haft
gaman. Í minningunni eru þetta
ómetanlegar stundir.
Síðustu árin sem Ragnar lifði var
hann lélegur til heilsunnar. Hann
fór frá Nýhóli á Öldrunarheimilið á
Húsavík og naut þar góðrar að-
hlynningar þar til yfir lauk.
Ragnar var sérstaklega nærgæt-
inn maður, umburðarlyndur en hlé-
drægur. Við minnumst þess að
aldrei talaði Ragnar illa um nokk-
urn mann. Hann sýndi hverjum
manni hlýju og góðvild.
Blessuð sé minning Ragnars.
Þorbjörg og Þórólfur.
Ragnar Þ. Guðmundsson
Fleiri minningargreinar um Ragn-
ar Þ. Guðmundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.