Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 48

Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 48
48 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Í dag er kjördagur og Víkverji ætl-ar að sjálfsögðu að mæta á kjör- stað. Hann íhugaði eitt einasta augnablik hvort kosningin væri þess eðlis að rétt væri að sleppa því, en fann strax að það myndi hann aldrei geta gert. Sú tilfinning er sterk í brjósti Vík- verja að honum beri skylda til að nýta kosningarétt sinn og líklegt er að það sama eigi við um aðra Íslend- inga, miðað við hversu góð kjörsókn er almennt hér á landi. Það kemur einfaldlega einhver hnútur í magann við tilhugsunina um að skrópa í kjör- klefanum, en engu að síður hvarflar það að manni þegar kosningin sjálf er orðin svona óskiljanleg. x x x Eitt af mörgu sem er öðruvísi viðþessa kosningu er tíminn sem hún er haldin á. Eins og svo mörgum finnst Víkverja nefnilega kjördagar alltaf vera svolitlir hátíðisdagar og hefur hann gaman af því að sjá hversu margir mæta prúðbúnir til að greiða atkvæði (Víkverji þar á meðal) og oftar en ekki í blíðskaparvorveðri. Slabbið og rokið sem búast má við þennan vetrarkjördag gerir þeim spariklæddu erfitt fyrir en það er kannski einkennandi fyrir það hvers eðlis kosningin er, því sennilega er enginn kjósandi í hátíðarskapi í dag. x x x Næsta óþarft er um niðurstöðusjálfrar atkvæðagreiðslunnar að spá, enda auðséð að fáir vilja sam- þykkja samning sem er verri en okk- ur býðst í dag. Þrátt fyrir það eru aðrir þættir sem Víkverji bíður spenntur eftir, s.s. hver kjörsókn verður í fyrstu þjóðaratkvæða- greiðslunni á lýðveldistíma Íslands og ekki síður hvernig erlendir fjöl- miðlar fjalla um niðurstöðuna. Á undanförnum dögum hefur Vík- verja virst sem heimspressan sé spenntari fyrir atkvæðagreiðslunni en heimamenn. Hugsanlega er það vegna þess að hún er útlendingum ill- skiljanleg eða kannski sjá þeir í henni meiri áhrifamátt en við Íslendingar. Hvað sem því líður er ekki úr vegi að hvetja alla til að mæta á kjörstað. vík- verji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 þreklítill, 8 hluti lands, 9 stækja, 10 veiðarfæri, 11 skyld- mennið, 13 peningar, 15 lífs, 18 smáaldan, 21 of lítið, 22 hugaða, 23 ræf- ils, 24 hjálpar. Lóðrétt | 2 þor, 3 þreytt- ur, 4 kaka, 5 ber, 6 fjall, 7 skordýr, 12 þegar, 14 ótta, 15 í fjósi, 16 tíðari, 17 fugls, 18 ilmur, 19 vegg, 20 þefa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 flaga, 4 sekks, 7 lygar, 8 ósmár, 9 sær, 11 nára, 13 eiri, 14 nakin, 15 forn, 17 naum, 20 arf, 22 orðan, 23 eimur, 24 tunna, 25 tæran. Lóðrétt: 1 falin, 2 argar, 3 aurs, 4 stór, 5 kamri, 6 syrgi, 10 æskir, 12 ann, 13 enn, 15 frost, 16 ræðin, 18 armur, 19 merin, 20 ansa, 21 feit. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði. Eftir á skaltu leyfa sjálfsgagnrýninni að koma upp, hún er eðlileg. (20. apríl - 20. maí)  Naut Að hugsa of mikið um aðstæður sín- ar skilar venjulega árangri í öfugu hlut- falli. Kannski er tími til kominn að sinna starfsmenntun sem kemur að notum á vinnustað. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ólokin verk öskra á þig að hefj- ast handa. Nýttu tímann vel og vertu um leið opin/n fyrir nýjum tækifærum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ef þú ert alltaf úti við hliðarlínu gæti fólk haldið að þú værir ekki þátttak- andi í leiknum. Vegna yfirvegaðs styrks þíns dregst fólk að þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Lagið hljómar nokkurn veginn svona; þegar upp er staðið er ástin sem þú færð jöfn þeirri sem þú gefur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú skynjar hvernig öðrum líður og veltir fyrir þér hvernig sé best að nálgast þá. Félagslega ertu í góðum málum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú er þín stund komin því eftir því er beðið að þú segir hug þinn. Gleymdu gömlum deilumálum og skelltu þér í upp- byggjandi störf. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Mundu bara að svo tekur alvaran við aftur bæði hjá þér og öðrum. Góðir hlutir gerast þegar þú slakar á. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ekki einblína á það sem þú heldur að þú getir ekki breytt. Búðu þig undir að bíllinn bili, að þú missir af strætó, týnir kvittunum og lyklum, missir af fundum og svo framvegis. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. Lífið heldur áfram þó að þú tapir stundum, það gerir sigrana bara sætari. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú nýtur óvenjumikillar at- hygli og ættir því að leggja þig fram um að líta sem best út. Ástvinur kemur á óvart. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Gerðu ráðstafanir varðandi páskafríið. Njóttu þess að vera í faðmi fjölskyldunnar og byrjaðu svo á nýju verkefni. Stjörnuspá 6. mars 1830 Eldgos hófst í sjó nærri Eld- eyjarboða út af Reykjanesi og stóð það í tvo mánuði. „Rak mikið af vikri að næstu strönd- um,“ sagði í ritinu Land- skjálftar á Íslandi. 6. mars 1873 Ofsaveður gerði við suðaust- urströndina og er talið að fimmtán franskar fiskiskútur hafi farist. Fjörutíu lík rak á land og voru þau jarðsett á Stafafelli í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu. 6. mars 1905 Coot, fyrsti togari í eigu Ís- lendinga, kom til Hafnarfjarð- ar. 6. mars 1964 Kvikmyndaleikarinn Gregory Peck hafði viðdvöl á Keflavík- urflugvelli, á leið frá Bret- landi til Bandaríkjanna. „Ýms- ir leituðu til leikarans og báðu um eiginhandarskrift er í ljós kom hver hann var,“ sagði Morgunblaðið. 6. mars 1999 Jón Arnar Magnússon, þá 29 ára, setti Íslandsmet og Norð- urlandamet í sjöþraut á heims- meistaramóti innanhúss í Mae- bashi í Japan, hlaut 6.293 stig. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … HAUKUR Hjaltason, forstjóri heildverslunarinnar Dreifingar ehf., er 70 ára í dag. Hann ætlar að eyða deginum með nærfjölskyldunni, fara síðan um páskana til þess hluta fjölskyldunnar sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum og stefnir svo að því að halda fjölmenna veislu í nýju húsnæði fyrir- tækja sinna síðar á árinu. Hann segir að nei í þjóð- aratkvæðagreiðslunni í dag endurspegli hug al- mennings í frönsku byltingunni 1789 og það sé góð afmælisgjöf. „Þó ég eigi von á góðri afmæl- isgjöf, neii við Icesave-lögunum, er ekki tilefni til þess að halda upp á afmælið eins og sakir standa,“ segir hann. „Ég er enn veisluglaður, en þó tækifærið sé til staðar þarf líka að leita lags og það lag er ekki til staðar í augnablikinu, en ef við berum gæfu til þess að fella Icesave-lögin með 75 til 80% greiddra at- kvæða eru það helstu skilaboð alþýðunnar í 221 ár eða síðan Frans- menn marseruðu frá Marseille til Parísar til þess að fella kónginn.“ Dreifing flytur meðal annars inn frosnar franskar kartöflur frá McCain í Kanada og þangað horfir Haukur helst. „Ég hef átt viðskipti við Kanada í rúm 40 ár og ég sé ekkert betra í stöðunni fyrir Ísland og alþjóðleg viðskipti heldur en Kanada,“ segir hann. steinthor@mbl.is Haukur Hjaltason forstjóri Dreifingar 70 ára Nei við Icesave góð gjöf Sudoku Frumstig 3 6 8 1 4 7 6 4 5 7 4 9 7 5 8 8 1 3 9 1 1 3 5 9 8 6 4 5 8 7 1 7 6 4 9 2 6 2 4 7 8 5 9 7 5 8 1 4 5 9 2 3 4 8 5 4 7 3 5 4 6 8 1 4 5 8 1 4 5 3 3 1 7 2 3 5 7 1 4 2 8 9 6 4 2 6 9 3 8 5 7 1 9 8 1 7 6 5 2 4 3 7 1 8 2 9 6 4 3 5 5 9 2 3 8 4 6 1 7 6 4 3 5 7 1 9 8 2 2 3 9 8 5 7 1 6 4 8 6 5 4 1 3 7 2 9 1 7 4 6 2 9 3 5 8 1 4 3 2 9 5 7 6 8 2 5 9 8 7 6 4 3 1 6 7 8 3 1 4 2 5 9 3 8 4 1 5 2 6 9 7 7 6 5 9 8 3 1 2 4 9 2 1 6 4 7 3 8 5 5 9 2 7 3 1 8 4 6 8 1 6 4 2 9 5 7 3 4 3 7 5 6 8 9 1 2 6 5 3 2 7 4 9 8 1 7 8 2 6 1 9 5 3 4 1 4 9 5 8 3 7 6 2 4 7 8 1 3 2 6 9 5 2 6 5 4 9 7 8 1 3 3 9 1 8 5 6 4 2 7 9 1 4 3 6 5 2 7 8 5 3 6 7 2 8 1 4 9 8 2 7 9 4 1 3 5 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 6. mars, 65. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Rc3 c6 6. Bg5 Be7 7. Dc2 0-0 8. e3 Rbd7 9. Bd3 h6 10. Bh4 He8 11. Bg3 Rh5 12. 0-0 Rxg3 13. hxg3 Bd6 14. Hab1 Rf6 15. Hfe1 Bd7 16. b4 a6 17. Ra4 b5 18. Rc5 Bxc5 19. Dxc5 a5 20. Re5 Hc8 21. a4 axb4 22. axb5 cxb5 23. Dxb4 Hb8 24. Hec1 He6 25. Rxd7 Rxd7 26. Bf5 Hf6 27. Bd3 Ha6 28. Db3 Dg5 29. Hc7 Rf6 30. Hc5 Dh5 31. Hxb5 Hd8 Staðan kom upp á MP Reykjavík- urskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þorsteinn Þor- steinsson (2.278) hafði hvítt gegn þýska skákmanninum Wolfgang Scholzen (2.040). 32. Hxd5! Rxd5 33. Bxa6 Rf6 34. Db5 Hd5 35. Db8+ Kh7 36. Bd3+ g6 37. Df4 Kg7 38. Dh4 og hvítur innbyrti vinninginn skömmu síðar. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Úttektardobl. Norður ♠ÁK ♥1084 ♦KG54 ♣ÁD72 Vestur Austur ♠72 ♠DG1095 ♥ÁKDG732 ♥965 ♦1083 ♦97 ♣6 ♣KG3 Suður ♠8643 ♥– ♦ÁD62 ♣109854 Suður spilar 4♠. „Dobl,“ sagði norður, djúpri röddu. Gegn betri vitund hafði Ábótinn opnað á 4♥ með sjölitinn í vestur, þrátt fyrir óhagstæðar hættur. Ábótinn þekkti vel regluna um 500-niður, en stjórn- unarstörfin í Klaustrinu höfðu kennt honum raunsæi. Hann vissi sem var að bróðir Xavier myndi aldrei lyfta 3♥ í fjögur með réttu spilin. „Þetta er úttektardobl,“ upplýsti suður í óspurðum fréttum og tók út í 4♠. Bróðir Xavier sá ekki ástæðu til að rugga bátnum með dobli og Ábótinn lagði af stað með ♥Á. Sagnhafi tromp- aði, fór inn í borð á ♠Á og trompaði aft- ur hjarta. Spilaði tígli á gosann og stakk síðasta hjartað. Fór inn á blind- an á ♦K, tók ♠K og spilaði tígli. Smátt og smátt rann það upp fyrir Xavier að það var sama hvað hann gerði, hann myndi bara fá þrjá slagi á tromp. Kristborg Sæ- unn Helgadóttir færði Rauða krossi Íslands 528 kr. sem hún hefði safnað með því að halda tom- bólu fyrir utan Nóatún í Aust- urveri. Pening- arnir fara til Haítís. Hlutavelta Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.