SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 4

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 4
4 14. nóvember 2010 Mikið vatn hefur runnið til sjávar, og margir lesið Harry Potter-bók spjaldanna á milli síðan sú fyrsta var gefin út í Bretlandi árið 1997. Útgefandinn renndi blint í sjóinn, vildi ekki taka neina áhættu og lét því aðeins prenta 1.000 ein- tök af bókinni í upphafi. Nú hafa verið seld samtals 400 milljón eintök af bókum Rowling. Bækurnar hafa verið þýddar á 69 tungumál, þar á meðal á latínu og seldar í 200 löndum. Um er að ræða sögurnar sjö af Potter og þrjár aukaafurðir; verk sem tengj- ast öll galdraheimunum vinsælu. Aðgöngumiðar að sex fyrstu Potter-kvikmyndunum hafa verið seldir fyrir samtals 5,4 billjónir dollara (5 þúsund og 4 hundruð milljónir) á heimsvísu en það jafn- gildir rúmlega 604 milljörðum króna á núverandi gengi. Til sam- anburðar má geta þess að lands- framleiðsla á Íslandi var 1.500 milljarðar króna í fyrra og heildar- útgjöld hins opinbera til heilbrigð- ismála 125 milljarðar króna. Mest kom í kassann vegna fyrstu kvikmyndarinnar, sem frumsýnd var 2001; þá seldust aðgöngumiðar fyrir nærri milljarð dollara, rúmlega 110 milljarða króna á núvirði. Harry Potter- tölvuleikir eru vinsælir en þeir munu orðnir 17 og fyrsti skemmti- garðurinn byggður á galdraheimi Harrys Potter var opnaður í Or- lando í Flórídaríki í sumar. Aðgöngumiðar seldir fyrir 604 milljarða króna Daniel Radcliffe sem Harry Potter í sjöundu og nýjustu kvikmyndinni. Reuters Ú tvaldir fengu á fimmtudagskvöldið að sjá sjöundu og næstsíðustu kvikmynd- ina um ævintýri galdrastráksins Harrys Potters, vina hans og óvina. Harry Pot- ter og dauðadjásnin - fyrri hluti var sýnd með við- höfn í London, að viðstöddum leikurum og öðrum aðstandendum listaverksins, en opinber frumsýn- ing verður svo víðs vegar um heiminn næsta fimmtudag. Fyrstu viðbrögð heimspressunnar við hinni nýju ræmu benda til þess að hún sé góð en víða er raunar tekið svo til orða að hér sé boðið upp á góðan forrétt en aðalrétturinn sé bersýnilega eftir; síðasta mynd- in (og sú seinni eftir síðustu bókinni) sem frumsýnd verður næsta sumar. Í fyrstu myndunum sex hefur verið fylgst með Harry og vinum hans í Hogwarts galdraskólanum og baráttu þeirra við Voldemort hinn illa; sá drap foreldra Harrys og einlægur vilji hans er sá að koma drengnum líka fyrir kattarnef. Í þessari næstsíðustu mynd seríunnar hafa Voldemort og hans slægu fylgifiskar enn eflst og Harry er í stöðugri lífshættu. Spennan óbærileg Fram að þessu hefur atburðarásin mestmegnis orð- ið innan veggja skólans eða í næsta nágrenni, en nú halda vinirnir þrír í hættuför og koma víða við í Bretlandi. Eins og nærri má geta er leik síðan hætt þá hæst hann stendur, óvissan algjör og spennan óbærileg og heimsbyggðin getur farið að hlakka til sumarsins. Þá er næsta víst að boðið verður upp á kynngimagnað lokauppgjör Potters og Voldemorts. Hverjar lyktir verða er vitaskuld ekki vitað. Þeir sem lesið hafa bókina eru væntanlega nær því en aðrir en enginn veit fyrr en á reynir hvað kvik- myndaleikstjórum getur dottið í hug … Líf aðalleikaranna þriggja hefur verið sannkallað ævintýri síðasta áratug og halda má fram, bæði í gamni og alvöru, að þeir hafi nánast alist upp við bíómyndagerð. Daniel Radcliffe sem leikur Harry er nú 21 árs, Emma Watson (Hermoine) er tvítug og Rupert Grint (Ron) er 22 ára. Öll segjast þau hafa fyllst miklum söknuði þegar tökum á síðustu myndinni lauk fyrr á þessu ári. „Það var sorglegt augnablik; við grétum öll,“ sagði Radcliffe fyrir sýninguna í London á fimmtudaginn. Öll segja þau þó minningarnir um viðburðaríkan áratug dýrmætar en nú sé rétti tíminn til þess að taka næstu skref. Bæði Radcliffe og Grint starfa sem leikarar en Emma er í listnámi við bandarískan háskóla og segir alls ekki víst að hún stígi framar á svið eða að sér bregði fyrir á hvíta tjaldinu. Hún hefur upp á síð- kastið fengist við fyrirsætustörf og hefur m.a. verið „andlit“ tískufyrirtækisins Burberry. Yates hæstánægður Leikstjórinn David Yates kveðst hæstánægður með að gerðar eru tvær kvikmyndir úr síðustu bók J.K. Rowling um Potter og félaga þó vissulega hafi ákvörðunin verið umdeild. „Mér fannst það hár- rétt,“ segir hann og bætir við að einungis listrænar forsendur hafi þar ráðið ferðinni; framleiðandinn, Warner Brothers, hafi ekki farið þessa leið í því skyni að þéna meira. Fjarri því. Fyrri hluti bókarinnar er tiltölulega rólegur en annað er upp á teningnum í þeim síðari. Þá byrjar ballið. Og þar endar það líka – næsta sumar. Fínn forréttur en aðalrétturinn eftir Rétti tíminn til að taka næstu skref, segir Daniel Radcliffe Harry Potter (Radcliffe), Ron (Grint) og Hermoine (Watson) árið 2010. Reuters Börnin Watson, Radcliffe og Grint árið 2000. Reuters Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is J.K. Rowling, höfundur bók- anna um Harry Potter og fé- laga hans, hefur þénað vel á ævintýrinu. Samkvæmt al- þjóðlegum lista sem nýlega var birtur eru auðæfi hennar talin um 1 milljarður banda- ríkjadala. Það samsvarar tæplega 112 milljörðum ís- lenskra króna. Þrír aðalleikararnir eru allir vellauðugir þótt þeir séu enn ungir að árum. Daniel Rad- cliffe, sem farið hefur með hlutverk sjálfs Harrys Potter frá upphafi, hefur þénað um 8 milljarða króna fyrir leikinn síðasta áratug skv. lista The Sunday Times. Radcliffe er 21 árs. Emma Watson (Her- mione), sem er árinu yngri, hefur skv. sama lista þénað tæpa 4 milljarða króna og Ru- per Grint (Ron) samtals 3,6 milljarða. Grint er 22 ára. Á myndinni er Rowling um- kringd aðdáendum í Dan- mörku þegar hún tók nýverið á móti alþjóðlegu barna- bókaverðlaununum sem kennd eru við H.C. Andersen. Rowling þénar á tá og fingri

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.