SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 6
6 14. nóvember 2010 Flokkurinn Veröld/Fólk á mbl.is virð- ist njóta mestrar hylli þjóðarinnar, alltént heyrðu níu af tuttugu mest lesnu fréttum vikunnar til þeim flokki. Sjö fréttir voru í flokknum Inn- lent, þrjár í flokknum Erlent og ein kom úr heimi íþróttanna. Fræga fólkið er fyrirferðamikið í flokknum Veröld/Fólk en mest lesna fréttin af þeim toga bar fyrirsögnina „Sló Lady Gaga við í skinkukjól“. Það var sumsé bandaríska leikkonan Eva Longoria sem mætti í forláta spænskum skinkukjól á svið þegar hún stýrði verðlaunahátíð Evr- ópuverðlauna MTV. Ofarlega á lista líka er frétt úr einkalífi Karls Gústafs Svíakonungs en þar kemur fram að meint ástkona hans, söngkonan Camilla Hene- mark, óttist nú að verða hataðasta kona Svíþjóðar. Aðdráttarafl ensku knattspyrn- unnar er alltaf jafnmikið og fimm af fimmtíu vinsælustu fréttum vikunnar komu þaðan. Athygli vekur að hvorki er um slúður né hneyksli að ræða. Fréttirnar eru: „Torres með tvö í sigri Liverpool á Chelsea“ (nr. 19), „Chelsea aftur á sigurbraut“ (29), „Liverpool íhugar að losa sig við Poulsen“ (35), „Markalaust í Man- chester-slagnum“ (41) og „Park kom United til bjargar“ (49). Fjórar af þessum fréttum fengu meiri lestur en frétt þess efnis að Jón Gnarr borg- arstjóri væri eftir allt saman ekki geimvera. Andlátsfregnir skora iðulega hátt á mælum, einkum ef um þjóðþekkta Íslendinga er að ræða. Dæmin sanna þó að þeir þurfa ekki endilega að vera þjóðþekktir. Ein andlátsfregn var í hópi tuttugu mest lesnu fréttanna á mbl.is í vikunni en þar átti í hlut erlend kona, bandaríska leikkonan Jill Clayburgh. Hún lést 66 ára að aldri. Frægar konur og fótafimir karlar Eva Longoria í skinkukjólnum góða. Reuters Vinsæll: Fernando Torres, miðherji Liverpool. Reuters Í slendingar eru vel menntuð og bókelsk þjóð. Raunar með afbrigðum. Hér koma út fleiri skáld- verk á hvern íbúa en annars staðar þekkist á byggðu bóli og náttborð okkar svigna undan ævi- sögum og fræðiritum af öllu mögulegu tagi. Íslendingar eru líka fréttaþyrst þjóð, flest erum við alin upp á heimilum, þar sem varla mátti draga andann meðan kvöldfréttirnar stóðu yfir. Og enginn Íslendingur fer að heiman á morgnana án þess að hafa lesið a.m.k. eitt dagblað upp til agna – helst fleiri. Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða um hvað Íslendingar lesa á hinum ágæta vettvangi netinu. Besti mælikvarð- inn á það er líklega vinsælasti fréttavefur landsins, mbl.is, en eins og fram kom á dögunum heimsækja yfir 80% landsmanna vefinn í viku hverri. Fréttalestur hef- ur um langt skeið verið mældur á mbl.is og sitthvað at- hyglisvert kemur í ljós þegar blaðað er í þeim gögnum. Íslendingar virðast upp til hópa vera miklir áhuga- menn um brjóst og nekt, ef marka má téða mælingu. Fréttir sem innihalda annað orðanna tveggja í fyrirsögn eiga merkilega greiða leið inn á lista yfir mest lesnu fréttirnar. Þannig ber mest lesna fréttin á mbl.is und- anfarna viku yfirskriftina: „Brjóstin blekktu neytand- ann“. 40.942 manns höfðu lesið hana þegar Sunnu- dagsmogginn fór í prentun. Í fréttinni var greint frá því að bresk kona sem var að kaupa ávexti og grænmeti hefði greitt allt of mikið fyrir vörurnar því brjóst af- greiðslukonunnar hvíldu á vigtinni. Óvenjulegt mál. Að morgni föstudags kom nekt við sögu í mest lesnu fréttinni á mbl.is: „Fundu nakinn dóna í fataskápnum“ og önnur frétt um nekt (réttara sagt ekki-nekt) kemst líka inn á lista yfir 25 mest lesnu fréttir vikunnar: „Ekki nakin heldur kynþokkafull á myndum“. Er þar fjallað um söngkonuna Katy Perry sem er augljóslega vönd að virðingu sinni. Enginn perri. Íslendingar hafa mikinn áhuga á sakamálum. Spyrjið bara Arnald Indriðason. Um fátt hefur sennilega verið meira rætt á kaffistofum landsins í vikunni en meint fjársvikamál Helgu Ingvarsdóttur og Vickrams Bedis í Bandaríkjunum og frétt um það mál, „Greiddi 18 millj- ónir á mánuði“, var önnur mest lesna fréttin á mbl.is í vikunni með ríflega 38 þúsund flettingar. Önnur frétt um málið, „Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik“ er ekki langt undan. Inn á topp tíu kemst líka frétt um foreldra í Sádí-Arabíu sem myrtu sautján ára gamlan son sinn og hentu líki hans í brunn sem er ekki í notkun. Hremmingar og raunir vekja alltaf áhuga, að ekki sé talað um lífsháska. Þannig var frétt um frækilega sjálfs- björgun Jörundar Ragnarssonar leikara og rjúpnaskyttu, „Fékk einhvern fítonskraft og bjargaði sér“, sú þriðja mest lesna á mbl.is í vikunni. Skipti tvisvar um kyn Furðuleg mál fanga alltaf athygli lesenda í netheimum. Dæmi um tvö slík á listanum yfir tíu mest lesnu fréttir vikunnar eru annars vegar ungi maðurinn sem dulbjó sig sem eldri borgara í flugi frá Hong Kong til Vancouver og komst alla leið óáreittur og hins vegar breska konan sem fékk demantshring sinn aftur í hendurnar eftir að hafa fyrir slysni sturtað honum niður í klósettið fyrir tveimur árum. Örlítið neðar á listanum er frétt um Charles nokkurn Kane sem breytti sér í konu en vildi þegar á hólminn var komið ekki vera af því kyni svo hann breytti sér aftur í karlmann. Ætli hann hafi lækkað í launum, blessaður? Kane er nú á leið upp að altarinu. Þá má á topp tuttugu finna frétt um flatbökusendil með hálfa fjórðu milljón króna í tímakaup. Hitamál í þjóðfélagsumræðunni fá jafnan mikinn lest- ur. Dæmi um það er uppsögn Þórhalls Jósepssonar fréttamanns á Ríkisútvarpinu. Um 26 þúsund manns lásu um það mál á mbl.is í vikunni. Gjafmildi er Íslendingum greinilega einnig að skapi en frétt um kanadísk hjón á áttræðisaldri sem unnu stóra pottinn í lottóinu, vinning sem nam rúmum milljarði ís- lenskra króna, en gáfu allan peninginn frá sér til góð- gerðarmála og vinafólks, átti greiða leið inn á topp tíu. Síðast en ekki síst er aðdráttarafl Móður jarðar alltaf fyrir hendi, einkum þegar hún byrjar að skjálfa eða ræskja sig. Um það vitnar sjötta mest lesna frétt vik- unnar á mbl.is, „Jörð skalf í borginni“. Myrti nakin brjóst Hvað eru Íslendingar að lesa um á netinu? Fréttir um nekt eru iðulega snöggar að rjúka upp listann yfir mest lesnu fréttirnar á mbl.is. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Íslendingum þykir afskaplega gaman að lesa um brjóst. Dæmin sanna að sakamál fá alltaf mikinn lestur. Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.