SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 6
6 14. nóvember 2010
Flokkurinn Veröld/Fólk á mbl.is virð-
ist njóta mestrar hylli þjóðarinnar,
alltént heyrðu níu af tuttugu mest
lesnu fréttum vikunnar til þeim
flokki. Sjö fréttir voru í flokknum Inn-
lent, þrjár í flokknum Erlent og ein
kom úr heimi íþróttanna.
Fræga fólkið er fyrirferðamikið í
flokknum Veröld/Fólk en mest lesna
fréttin af þeim toga bar fyrirsögnina
„Sló Lady Gaga við í skinkukjól“.
Það var sumsé bandaríska leikkonan
Eva Longoria sem mætti í forláta
spænskum skinkukjól á svið þegar
hún stýrði verðlaunahátíð Evr-
ópuverðlauna MTV.
Ofarlega á lista líka er frétt úr
einkalífi Karls Gústafs Svíakonungs
en þar kemur fram að meint ástkona
hans, söngkonan Camilla Hene-
mark, óttist nú að verða hataðasta
kona Svíþjóðar.
Aðdráttarafl ensku knattspyrn-
unnar er alltaf jafnmikið og fimm af
fimmtíu vinsælustu fréttum vikunnar
komu þaðan. Athygli vekur að hvorki
er um slúður né hneyksli að ræða.
Fréttirnar eru: „Torres með tvö í sigri
Liverpool á Chelsea“ (nr. 19),
„Chelsea aftur á sigurbraut“ (29),
„Liverpool íhugar að losa sig við
Poulsen“ (35), „Markalaust í Man-
chester-slagnum“ (41) og „Park
kom United til bjargar“ (49). Fjórar
af þessum fréttum fengu meiri lestur
en frétt þess efnis að Jón Gnarr borg-
arstjóri væri eftir allt saman ekki
geimvera.
Andlátsfregnir skora iðulega hátt
á mælum, einkum ef um þjóðþekkta
Íslendinga er að ræða. Dæmin sanna
þó að þeir þurfa ekki endilega að
vera þjóðþekktir. Ein andlátsfregn
var í hópi tuttugu mest lesnu
fréttanna á mbl.is í vikunni en þar
átti í hlut erlend kona, bandaríska
leikkonan Jill Clayburgh. Hún lést 66
ára að aldri.
Frægar konur og fótafimir karlar
Eva Longoria í skinkukjólnum góða.
Reuters
Vinsæll: Fernando Torres, miðherji Liverpool.
Reuters
Í
slendingar eru vel menntuð og bókelsk þjóð.
Raunar með afbrigðum. Hér koma út fleiri skáld-
verk á hvern íbúa en annars staðar þekkist á
byggðu bóli og náttborð okkar svigna undan ævi-
sögum og fræðiritum af öllu mögulegu tagi. Íslendingar
eru líka fréttaþyrst þjóð, flest erum við alin upp á
heimilum, þar sem varla mátti draga andann meðan
kvöldfréttirnar stóðu yfir. Og enginn Íslendingur fer að
heiman á morgnana án þess að hafa lesið a.m.k. eitt
dagblað upp til agna – helst fleiri.
Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða um hvað Íslendingar
lesa á hinum ágæta vettvangi netinu. Besti mælikvarð-
inn á það er líklega vinsælasti fréttavefur landsins,
mbl.is, en eins og fram kom á dögunum heimsækja yfir
80% landsmanna vefinn í viku hverri. Fréttalestur hef-
ur um langt skeið verið mældur á mbl.is og sitthvað at-
hyglisvert kemur í ljós þegar blaðað er í þeim gögnum.
Íslendingar virðast upp til hópa vera miklir áhuga-
menn um brjóst og nekt, ef marka má téða mælingu.
Fréttir sem innihalda annað orðanna tveggja í fyrirsögn
eiga merkilega greiða leið inn á lista yfir mest lesnu
fréttirnar. Þannig ber mest lesna fréttin á mbl.is und-
anfarna viku yfirskriftina: „Brjóstin blekktu neytand-
ann“. 40.942 manns höfðu lesið hana þegar Sunnu-
dagsmogginn fór í prentun. Í fréttinni var greint frá því
að bresk kona sem var að kaupa ávexti og grænmeti
hefði greitt allt of mikið fyrir vörurnar því brjóst af-
greiðslukonunnar hvíldu á vigtinni. Óvenjulegt mál.
Að morgni föstudags kom nekt við sögu í mest lesnu
fréttinni á mbl.is: „Fundu nakinn dóna í fataskápnum“
og önnur frétt um nekt (réttara sagt ekki-nekt) kemst
líka inn á lista yfir 25 mest lesnu fréttir vikunnar: „Ekki
nakin heldur kynþokkafull á myndum“. Er þar fjallað
um söngkonuna Katy Perry sem er augljóslega vönd að
virðingu sinni. Enginn perri.
Íslendingar hafa mikinn áhuga á sakamálum. Spyrjið
bara Arnald Indriðason. Um fátt hefur sennilega verið
meira rætt á kaffistofum landsins í vikunni en meint
fjársvikamál Helgu Ingvarsdóttur og Vickrams Bedis í
Bandaríkjunum og frétt um það mál, „Greiddi 18 millj-
ónir á mánuði“, var önnur mest lesna fréttin á mbl.is í
vikunni með ríflega 38 þúsund flettingar. Önnur frétt
um málið, „Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik“
er ekki langt undan. Inn á topp tíu kemst líka frétt um
foreldra í Sádí-Arabíu sem myrtu sautján ára gamlan
son sinn og hentu líki hans í brunn sem er ekki í notkun.
Hremmingar og raunir vekja alltaf áhuga, að ekki sé
talað um lífsháska. Þannig var frétt um frækilega sjálfs-
björgun Jörundar Ragnarssonar leikara og rjúpnaskyttu,
„Fékk einhvern fítonskraft og bjargaði sér“, sú þriðja
mest lesna á mbl.is í vikunni.
Skipti tvisvar um kyn
Furðuleg mál fanga alltaf athygli lesenda í netheimum.
Dæmi um tvö slík á listanum yfir tíu mest lesnu fréttir
vikunnar eru annars vegar ungi maðurinn sem dulbjó
sig sem eldri borgara í flugi frá Hong Kong til Vancouver
og komst alla leið óáreittur og hins vegar breska konan
sem fékk demantshring sinn aftur í hendurnar eftir að
hafa fyrir slysni sturtað honum niður í klósettið fyrir
tveimur árum.
Örlítið neðar á listanum er frétt um Charles nokkurn
Kane sem breytti sér í konu en vildi þegar á hólminn var
komið ekki vera af því kyni svo hann breytti sér aftur í
karlmann. Ætli hann hafi lækkað í launum, blessaður?
Kane er nú á leið upp að altarinu. Þá má á topp tuttugu
finna frétt um flatbökusendil með hálfa fjórðu milljón
króna í tímakaup.
Hitamál í þjóðfélagsumræðunni fá jafnan mikinn lest-
ur. Dæmi um það er uppsögn Þórhalls Jósepssonar
fréttamanns á Ríkisútvarpinu. Um 26 þúsund manns
lásu um það mál á mbl.is í vikunni.
Gjafmildi er Íslendingum greinilega einnig að skapi en
frétt um kanadísk hjón á áttræðisaldri sem unnu stóra
pottinn í lottóinu, vinning sem nam rúmum milljarði ís-
lenskra króna, en gáfu allan peninginn frá sér til góð-
gerðarmála og vinafólks, átti greiða leið inn á topp tíu.
Síðast en ekki síst er aðdráttarafl Móður jarðar alltaf
fyrir hendi, einkum þegar hún byrjar að skjálfa eða
ræskja sig. Um það vitnar sjötta mest lesna frétt vik-
unnar á mbl.is, „Jörð skalf í borginni“.
Myrti nakin
brjóst
Hvað eru Íslendingar
að lesa um á netinu?
Fréttir um nekt eru iðulega snöggar að rjúka upp listann yfir mest lesnu fréttirnar á mbl.is.
Reuters
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Íslendingum þykir afskaplega gaman að lesa um brjóst.
Dæmin sanna að sakamál fá alltaf mikinn lestur.
Morgunblaðið/Júlíus