SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 32
32 14. nóvember 2010 Missir Guðbergur Bergsson (JPV) Athyglisvert er að bera lýsingar á gömlu fólki í eldri bókum Guðbergs, eins og Önnu og Tómasi Jónssyni - metsölubók, saman við myndina af gamla manninum í Missi. Umfjöllunarefnið er í grunninn náskylt, gamli maðurinn hér, gamla konan í Önnu og Tómas sjálfur. Í eldri bókunum er sjónarhornið iðulega afar gróteskt og frásögnin er toguð og teygð af óhaminni frásagnargleði. Vissulega má sjá gróteskar lýsingar í Missi, eins og þegar fitan tekur mesta höggið af sjúkri eiginkonu sögumanns þegar hún fellur í gólfið. Þá eru hinar sérstöku og nákvæmu lýsingar á smáatriðum og viðbrögðum fólks, sem má sjá um allt höfundarverk Guðbergs, hér til staðar: þegar maðurinn vaknaði einn morgun með konuna látna í rúminu við hliðina á sér hafði hann „snert annað brjóstið á henni og klipið í geirvörtuna“. Nálgunin er hinsvegar öll hófstilltari hér en í eldri verkunum, stíllinn meitlaðri, og skilningurinn á persónum og því sem þær glíma við allt annar; hér má finna ákveðna samkennd og skilning á örlögum gamalmennis. Vitaskuld hefur stíllegur og frásagnarlegur þroski höfundar mikið að segja; Guðbergur hefur hér meistaraleg tök á efninu og frásögninni allri. Missir er tvímælalaust eitt af hans áhrifameiri verkum, knappt og meitlað og vekur lesendann til umhugsunar. Einar Falur Ingólfsson Hlustarinn Ingibjörg Hjartardóttir (Salka) Ég var verulega sátt eftir lestur bókarinnar sem hélt mér við efnið frá upphafi til enda. Eina sem ég get fundið að henni varðar útlitið; í bókarkápuna hefði þurft að leggja meiri vinnu, bæði myndskreytinguna og leturgerðina, og titill bókarinnar hefði mátt vera sterkari, hann gefur ekki alveg nógu góða mynd af því hversu áhugaverða sögu hún hefur að geyma. Hlustarinn er raunsæ saga, skrifuð á leikandi lesmáli, áhugaverð og spennandi. Ingveldur Geirsdóttir Ljóð Blóðhófnir Gerður Kristný (Mál og menning) Lítil vitneskja um efni Skírnismála kemur þó ekki í veg fyrir að maður njóti bókarinnar, yrkingar Gerðar Kristnýjar eru nefnilega mjög áhrifamiklar. Hún yrkir í stíl og andrúmslofti hinna fornu Skírnismála án þess að falla í þann pytt að yrkja á þeirra hátt, þetta er á nútímamáli. [...] Síðu eftir síðu við lesturinn undraðist ég hversu fá orð geta haft mikil áhrif. Þetta eru glæsilegar og fallegar yrkingar hjá Gerði Kristnýju. Ljóðabækur gerast ekki betri en Blóðhófnir. Ingveldur Geirsdóttir Vísnafýsn Þórarinn Eldjárn (Vaka-Helgafell) Vísnafýsn er aðgengileg og skemmtileg ljóðabók sem allir ættu að hafa gaman af. Hún virðist einföld við fyrsta lestur en í gegnum hana liggur heill strengur og á bak við hverja stöku er heill heimur. Þetta er bók sem mallar heillengi í manni eftir á. Ingveldur Geirsdótti r Snake Cool and the Cobra Crazies Sigurður Þórir Ámundason (Útg. af höf.) Snake Cool and the Cobra Crazies er óttalegt bull en Sigurður er fyndinn á köflum og það er honum til hróss að hafa komið þessum skáldskap sínum út því fátt er leiðinlegra en skúffuskáldskapur sem fær aldrei að viðra sig. Ingveldur Geirsdóttir Tími hnyttninnar er liðinn Bergur Ebbi Benediktsson (Mál og menning) Titill fyrstu ljóðabókar Bergs Ebba Benediktssonar, Tími hnyttninnar er liðinn, ber óneitanlega með sér ansi stóra yfirlýsingu sem vart er þó hægt að slá fram og má því heldur túlka hann sem ósk ljóðskáldsins eða von. Á bókarkápu stendur að ljóðin séu fyrir okkar tíma, ljóð sem sé ætlað að faðma í stað þess að slá út af laginu, hugga í stað þess að espa og minna á það sem sameinar frekar en það sem sundrar. Og Bergi Ebba tekst það ætlunarverk sitt ágætlega. Helgi Snær Sigurðsson Leyndarmál annarra Þórdís Gísladóttir (Bjartur) Stundum minnir tónninn í ljóðum Þórdísar á röddina í ljóðheimi Einars Más Guðmundssonar; eitthvað í íroníunni og notkun á hversdagsheiminum kallar á þá líkingu. Henni hefur engu að síður tekist að finna sinn eigin tón, tón sem er svalur en þó agaður, bóklegur og kæruleysislegur í senn. Leyndarmál annarra er ekki þykk bók en þetta úrval ljóða myndar góða og áhugaverða heild; það verður því spennandi að sjá hvað Þórdís skrifar næst. Einar Falur Ingólfsson Undir gullfjöllum Bjarni Bernharður (Ego útgáfan) Algengasta yrkisefni Bjarna Bernharðs og það sem hann tekur hvað sterkustum tökum er þó andinn og innra líf, og þar rúmast bæði draumar og sköpun. Í einu ljóði segir að þroskatréð nái ekki að þroskast í skugga og því „skal leitast við / að afmá fngraför fortíðar / af sálinni / svo þau verði ekki hindrun / líðandi stunda.“ Í öðru segir frá veislunni – tíma frjálsra kennda og athafna – sem hefst þegar forsjónin hefur vísað hugarflækjum og sálarkröm á dyr. Tréð verður aftur að mynd í „Lostæti andans“; þar sem sáð var óburðugu fræði svigna nú greinar „undan lostæti andans“ – það eru tímar sígrænnar hamingju. Einar Falur Ingólfsson Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum Elías Knörr (Stella) Sælan er ekki í hættu á ferðalagi bókarinnar og ljóðin varlega snert af súrrealisma en ekki svo fast og fruntalega að þráður ferðalagsins máist út af snertingunni. Myndlíkingarnar eru líka það sterkar að það er engin hætta á því að það viðri vel til gleymsku eftir að lestrinum er lokið. Börkur Gunnarsson Meistarar og lærisveinar Þórbergur Þórðarson (Forlagið) Handritið að þessari bók hefur verið kallað „stóra handritið“ og er talið vera uppkast að þriðja bindi sjálfsævisögu Þórbergs. Hann lauk hins vegar aldrei við handritið og víst er að hann hefði ýmsu breytt hefði það komið til útgáfu. En nú er handritið komið á bók, sem er ekki stór, tæpar 200 síður. Hún er hins vegar einkar fróðleg og yfirleitt bráðskemmtileg aflestrar. Hún bætir ekki miklu við þekkingu okkar á Þórbergi, en þakklætið fyrir að fá áður óbirtan texta meistarans á prent er mikið. Kolbrún Bergþórsdóttir Ævisögur H vort á höfundurinn við brúðirnar eða brúðurnar? „Orðaleikurinn í titlinum er meðvitaður,“ segir Sigurbjörg í samtali við Morgunblaðið. „Hér er fjallað um konur sem gifta sig, en má ekki líka segja að þær fari í nokkurs konar dúkkulísuleik? Þær fara í búning og leika ákveðið hlutverk, að minnsta kosti á brúðkaupsdaginn sjálfan.“ Sigurbjörg segir umfjöllunarefnið dægurtengt, „en þetta er skáldskapur eins og mér finnst hann eiga að vera; alvarlegur að hluta til.“ Textinn er fjölbreyttur en tónninn þó svipaður. Margvísleg brúðkaup koma við sögu. Sérkennileg, æv- intýraleg, falleg og fjarlæg. „Kastljósið er yfirleitt á konuna sjálfa, hvernig henni líður, hvernig hún hefur undirbúið sig, hverju hún kvíðir og hvernig hún elskar í rauninni. Það verður mikið tilstand í kringum konur þegar þær hafa valið það að gifta sig, þannig að það verð- ur mikið umleikis.“ Skáldið hefur ekki gengið upp að altarinu sjálft. „Ég hef alltaf óttast þá tilhugsun svolítið. Þegar ég var sjö ára gekk frændi minn að eiga góða konu, sem hann er enn giftur, og þau vildu hafa mig sem brúðarmey. En ég sagði nei; þorði það ekki, fannst það ekki passa mér og vildi ekki vera í sviðsljósinu. Ég veit ekki hvort ég er enn sömu skoðunar; hvort ég myndi þora ef ég yrði beðin!“ Sigurbjörg veltir fyrir sér inntaki og umbúnaði. „Ég hef hreint ekkert á móti hjónabandi og þaðan af síður á móti ástinni; ég er mikill stuðningsmaður ástarinnar og vil að fólk tjái hana. Ljóðin eru því alls ekki andmæli gegn sambúð eða giftingu eða hjónaböndum heldur fjalla ég um brúðkaupið, að- draganda þess, hámarkið, og jafnvel eftirmál.“ Sigurbjörg hefur verið viðstödd mörg brúðkaup og margvísleg. „Í einu þeirra var blómvöndurinn úr fjólum úr Heiðmörkinni og kjóllinn fjólublár. Það passaði tilefninu. Svo hef ég auðvitað líka farið í rjómatertubrúðkaup – þar sem maður sér lítinn eða engan mun á brúðinni og tertunni!“ Sigurbjörgu finnst fallegra þegar fólk hefur hlut- ina skv. eigin smekk, en ekki eins og þeir „eiga“ að vera. „Ég hef heyrt um brúðir sem eru óþekkj- anlegar þegar þær ganga inn kirkjugólfið; hárið svo stíft, þær svo mikið málaðar og í kjól sem þær myndu aldrei annars klæðast. Hins vegar fór ég í brúðkaup um daginn þar sem presturinn greip gít- ar í miðri athöfn því börn brúðhjónanna sækja sunnudagskóla og stemning var fyrir því að allir syngju saman. Það var mjög kósí. Vinalegt og þar með eftirminnilegt.“ Sigurbjörg slær varnagla við því að vinir hennar og kunningjar þurfi eitthvað að óttast. „Þetta er ekki bók um mig eða mitt líf og ekki um brúð- kaupin sem ég hef farið í; enginn þarf að óttast að ég hafi tekið glósur þar og nýti mér þær hér. Þetta er frekar verk um hugtakið brúðkaup og þann menningarkima sem það er,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir. Sigurbjörg Þrastardóttir leikur sér með brúði og brúður í ljóðabókinni Brúðurrithöfundu Morgunblaðið/Golli Brúðurin, brúðurnar Brúður er sjötta ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur. Sjálf hefur hún ekki gengið upp að altarinu en bauðst það reynd- ar sjö ára; að vera brúðarmær, en neitaði. Þorði ekki, fannst það ekki henta sér og vildi ekki vera í sviðsljósinu Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Jólabækurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.