SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Síða 49

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Síða 49
14. nóvember 2010 49 LÁRÉTT 1. Dönsk mállýska gefur upphaflega frá sér gosefni. (6) 3. Læknir fyrir veikar á sér ímyndanir. (7) 7. Leif Tryggingarstofnunar birtist við að finna ljómað. (8) 8. Vilhjálmur fær verðandi brúðir að fuglum. (10) 11. Vitlaust stykki er ómilt. (7) 12. Strekkt horfði á handfestu í styrjöld. (10) 13. Gunnar og Einar uppgötvi með afhentum (6) 14. Ath! Gretti mig að sögn við eftirtekt. (7) 16. Leitar tuð einhvern veginn í litað. (9) 17. Sjáðu, óþekktur finnur kveðna á bát. (9) 19. Einn DVD raðast einhvern veginn hjá nálægum. (10) 22. Iðkum á stundum. (8) 24. Birta sofi ekki á efni sem tengist útvarpi. (8) 27. Í kuldann kemur að sögn fuglinn. (6) 28. Gáfaðri sneiddi tvö ein. (8) 29. Óráðvandur fær kíló fyrir að vera hirðulaus. (8) 30. Rekald sem selt er sem matur. (4) 31. Kýs pönnu einhvern veginn í nýjung. (8) 32. Dolla sem er rarítet að hluta og kostar því peninga. (8) 33. Með níu ferðir til að ná í lyf. (7) LÓÐRÉTT 1. Maður geldur vegna Ingu eða nálægt því. (9) 2. Skátarnir hitta glaðar. (5) 3. Kreditkort notað fyrir erlendan gjaldmiðil og kveð- skap. (7) 4. Erlend ungfrú verður tígur þegar hún missir fótanna. (9) 5. Tek Beru frá lendingarbraut út af reikningstæki. (10) 6. Tónlistarlegt missir ótal samband skrifa. (9) 9. Rimlahilla lendir í norðaustanstrekkingi. (5) 10. Hátt fyrir ætlanir skordýrs. (8) 11. Sléttið Austrið einhvern veginn. (7) 15. Svengd verndar hrun á kílóum í mótmælum. (14) 18. Alþýða á afrétti. (11) 19. Sjá rúmlegt tré í viðbótinni. (9) 20. Listi yfir boðun fyrir rétt er grunnrit flokks. (10) 21. Heiðra hálf bilaðan og fara að aðstæðum. (6) 23. Slór og innyfli hjá ribböldunum. (9) 25. Óleysandi er á mörkum þess að vera lestrarhæft. (8) 26. Kýs margt og mikið. (8) 28. Ná hárum af með því að ljúga. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 14. nóvember rennur út fimmtudaginn 18. nóvember. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 21. nóvember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 7. nóvember er Jóhann- es Sigmundsson. Hann hlýtur í verðlaun bókina Ind- jáninn – skálduð ævisaga eftir Jón Gnarr. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Haustið 1977 sneri Jón Loftur Árnason frá Cagnes sur mer, Frakklandsmegin við Miðjarð- arhafið, nýkrýndur heims- meistari sveina 16 ára og yngri og engir smákarlar skáksög- unnar sem hann atti kappi við: Garrí Kasparov og Nigel Short. Mér er til efs að nokkur íslensk- ur afreksmaður hafi hlotið því- líka umfjöllun fjölmiðla og fylgdi í kjölfar þessa sigurs. Þetta ár varð hann einnig skákmeistari Íslands 16 ára, sá yngsti í skák- sögunni. Í dag, 13. nóvember, fagnar Jón L. fimmtíu ára afmæli sínu. Ég er ekki viss um að Jón hafi endilega látið sig dreyma um þann heimsmeistaratitil sem Kasparov féll í skaut átta árum síðar en afrek hans á skák- sviðinu á löngum ferli eru ótal mörg: stórmeistari 1986, um tíma í hópi 50 stigahæstu skák- manna heims, Íslandsmeistari 1977, 1982 og 1989, sigurvegari á alþjóðlega Reykjavíkurmótinu 1988 og 1990, meðlimur í sigur- sælustu skáksveit Íslendinga fyrr og síðar o.s.frv. Það er einhver sjaldséður rómantískur þokki yfir bestu skákum Jóns L. Í ótal mótum og flokkakeppnum lágu leiðir okk- ar saman. Ólympíuskákmótin hygg ég að hafi verið í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Þar stóð hann alltaf fyrir sínu og yfirleitt miklu meira en það. Frægum ósigri fyrir Englendingum í Dubai 8́6 svaraði hann með því að launa þeim lambið gráa – tvisvar! 3:1-sigurinn í Manila 9́2 gegn nánast sama liði og í Dubai var alveg sérstaklega sætur. Í Novi Sad tveim árum fyrr lagði John Nunn að velli. Skákin lýsir manni sem nær að „endurnýja“ sig fyrir mikilvæga viðureign. Spurningin var m.a. þessi: hvaða vopn á að velja þegar teflt er við skákmann sem kann allt og tap- ar í hæsta lagi 3-4 skákum á ári og hefur í ofanálag ritað þykka doðranta um allar þær byrjanir sem hann teflir? Fyrir skákina fékk Jón léða bók sem Nunn hafði skrifað um Marshall- árásina. Jón hafði ekki áhuga á að þræða krákustíga þess af- brigðis; miklu frekar vildi hann vita hvað Nunn hefði að segja um ýmsar minna kannaðar leið- ir. Nunn hafði stundum komið með merkilegar uppástungur sem reyndust honum síðar erf- iðar viðfangs. Í sigurskák Jóns er hvert einasta smáskref í byrjun tafls þrungið þekkingu og næmu sálfræðilegu innsæi: Ol – Novi Sad 1990: Jón L. Árnason – John Nunn Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. a4 Hindrar Marshall-árásina sem kemur upp eftir 8. c3 d5. 8. … Bb7 9. d3 d6 10. Rc3 Ra5 11. Ba2 b4 12. Re2 c5 Einnig kom 12. … b3 til greina sem Jón hefði sennilega svarað að hætti Tal með 13. cxb3 c5 14. b4! cxb4 15. Rg3. 13. c3 bxc3 14. bxc3 c4 15. Rg3 Rd7 16. Ba3! He8? Eftir þennan sakleysislega leik á svartur í óyfirstíganlegum erf- iðleikum. Hann varð að leika 16. … g6. 17. Rf5! Dc7 18. Rd2! cxd3 19. Dh5! g6 ( Sjá stöðumynd ) 20. Bxf7+! Kxf7 21. Dxh7+ Kf6 22. He3!? Kemur hróknum í sóknina. „Rybka“ mælir með 22. Dg7+ Ke6 23. Dxg6+ Rf6 24. Rg7+ Kd7 25. Df5+ og 26. Rxe8. En leikur Jóns er erfiðari viðfangs. 22. … Rf8 23. Dh8+ Kf7 Eina vörnin var 23. … Ke6. 24. Hf3! gxf5 25. Dh5+ Rg6 26. Dxf5+ - og Nunn gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 26. … Kg7 27. Df7+ Kh6 28. Hh3+ o.s.frv. Glæsilegur sigur. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Fyrsti heimsmeistari Íslendinga fimmtugur Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.