SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 53
14. nóvember 2010 53 E kki kom ég auga á til- efnið til útgáfu bókar, við lestur viðtalsbókar Höllu Gunnarsdóttur við Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi alþingismann, Hjartað ræður för, sem Veröld gefur út. Vissulega spannar ferill Guð- rúnar áhugavert tímabil í nú- tímastjórnmálasögu Íslendinga, ekki síst kvenna, því Guðrún er fædd 1950 og tekur virkan þátt í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Fyrst starfaði Guðrún í Alþýðuflokknum, síðan í Fylk- ingunni, síðan í Rauðsokka- hreyfingunni, sem var augljós- lega hennar helsti vettvangur, þá á vegum Kvennalistans og loks sat hún á þingi fyrir Sam- fylkinguna 1999-2007. Bókin er liðlega 250 blaðsíður og nokkur fjöldi ljósmynda er einnig í henni. Þegar fyrstu hundrað blaðsíðurnar eru að baki, hefur bernska hinnar ætt- leiddu Guðrúnar verið afgreidd, lesandinn veit allt um dúkkur, dúkkuhús, amerískar dúkkulís- ur Guðrúnar, tíða flutninga fjöl- skyldunnar og nokkuð um sam- skipti Guðrúnar við föður sinn, Ögmund, sem henni þótti aug- ljóslega afar vænt um, fallegt samband hennar við ömmu sína og brotið samband hennar við mæður sínar, þ.e. Jóhönnu, eig- inkonu Ögmundar, og líffræði- lega móður sína, Huldu. En því miður vantar alla einlægni og dýpt í þær frásagnir, til þess að þær skilji eitthvað eftir sig. Þá tekur við lýsing á helstu störfum sem Guðrún vann til ársins 1979 þegar hún fluttist til Danmerkur, hóf kommúnu- búskap með íslenskum náms- mönnum og settist á skólabekk og nam félagsráðgjöf. Öll er frásögnin heldur flat- neskjuleg, hversdagsleg og óspennandi. Það er fátt sem kemur á óvart. Frásögnin nær því aldrei að verða spennandi eða rismikil. Persónulýsingar eru yfir- borðskenndar og lesandinn er litlu nær um það um hvaða per- sónur hann er að lesa. Oftast eru þetta nafnarunur, sem skilja lít- ið eftir. Helst var að mér þætti áhugavert að kynnast syni Guð- rúnar, Ögmundi Viðari, sem, ef marka má lýsingar Guðrúnar á syni sínum Ömma, hefur verið einkar skemmtilegt og vel gert barn. Það er ekki fyrr en í síðasta þriðjungi bókarinnar, sem þær Guðrún og Halla ná að fanga at- hygli mína að einhverju marki, því þar greinir Guðrún frá ýmsu í pólitískum samskiptum inni á þingi og í samstarfi stjórnmála- manna og kvenna þvert á flokka, sem mér þótti bara ágætlega hnýsilegt. En ekki var þar um nein stórtíðindi að ræða, að nú ekki sé talað um pólitískar bombur. Titill bókarinnar, Hjartað ræður för, er líklega það besta við bókina, því samkvæmt bók- inni, varpar hann einmitt ágætu ljósi á þá köllun Guðrúnar að láta gott af sér leiða og beita sér fyrir málstað þeirra sem minna mega sín, svo sem málstað fatl- aðra, flóttamanna, fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis, samkyn- hneigðra og þeirra sem úr litlu hafa að spila. Lesandinn velkist aldrei í vafa um það að Guðrún Ögmundsdóttir er kona með stórt hjarta, sem vill þeim sem minna mega sín, allt hið besta. Varla efni í bók Bækur Hugsað með hjartanu nnn Ævisaga Guðrúnar Ögmundsdóttur, Halla Gunnarasdóttir skráði. Veröld gefur út 2010. 257 blaðsíður. Köllun Guðrúnar Ögmundsdóttur er að láta gott af sér leiða. Agnes Bragadóttir Morgunblaðið/ÞÖK Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar SAFNBÚÐ Listasafns Íslands LAGERÚTSALA á listaverkabókum og gjafakortum. Allt að 70% afsláttur. ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. Sýningin Guðmundur og Samarnir. Málverk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal úr ferðum hans um lönd Sama í Finnlandi og munir tengdir menningu þeirra. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar TÓMT – J.B.K.Ransu „Að ramma inn tómt“ Byggðasafn Reykjanesbæjar Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Sýnishorn úr Safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Veiðimenn Norðursins Andlit Aldanna Ljósmyndir Ragnars Axelssonar Sýningin stendur til 28.11.2010 Ókeypis aðgangur Safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdasafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 30.10.–21.11.2010 ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR Samtímis Safnið er opið kl. 13-17 alla daga nema mánudaga Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Klippt og skorið – um skegg og rakstur Forngripasafnið og Árstíðir - myndir Sigrúnar Eldjárn Fjarskiptasafnið við Suðurgötu, opið sunnudaga 11-17 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Þjóðleg fagurfræði 14 listamenn – tvennra tíma Fjölbreytt dagskrá um helgina nánar á heimasíðu OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 30. október – 2. janúar 2011 Gjörningaklúbburinn-TIGHT Eggert Pétursson-Málverk Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.