SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 45
14. nóvember 2010 45 H vers vegna falla konur fyrir flögurum? Hvernig stendur á að þær vilja ólmar vera eitt af þeim ótal blómum sem þeir fella í svörðinn, vitandi að þeir hafa ekki fyrr lagt þær að velli en þeir snúa sér ákafir að leit að nýju blómi til að sigra? Trúir hver þeirra að hún sé sú eina rétta sem muni lækna hann af brókarsóttinni? Eða getur verið að margar þessara kvenna séu kannski bara að notfæra sér hversu auðvelt er að leggja flagara flatan? Bráðin er kannski stundum að leika sér að kettinum, án þess að hann átti sig á því. Skiptir kannski ekki öllu máli á meðan báðir aðilar njóta. En ósjaldan liggja fórnarlömb flagara eftir í tárum og sárum. Með blæðandi hjarta. Því flagarar kunna þá list öðr- um betur að bræða hjörtu kvenna, eins og smér. Þeir vita rétt eins og Casanova í Feneyjum forðum að leiðin upp í konurúm liggur í gegnum hjartað. Áratuga svefnherbergjaleikir ítalska kvennabósans leiddu hann að þeirri niðurstöðu að árangursríkast væri að herja á konur sem væru á einhvern hátt veikar fyrir, vansælar í hjónabandi sínu eða einfaldlega hundleiddist af einhverjum ástæðum. Þá greip hann óðara til fagurgalans og ekki var verra ef hann gat sýnt af sér hjálpsemi, jafnvel bjargað þeim á einhvern hátt. En tæplega hafa allir hljómsveitarmeðlimir sögunnar beitt slíkum brögðum til að fá konur til fylgilags við sig, en af ein- hverjum ástæðum vaða slíkir menn í meyjum upp fyrir haus. Sumir vilja meina að þar ráði löngun kvenna til að öðlast hlutdeild í frægð þeirra. Kannski eru það töfrar tónlistarinnar sem hafa þessi áhrif. Hvað sem veldur, þá áttu meðlimir Rolling Stones að hafa rúllað á milli kvenna á slíkum ógnarhraða þegar þeir voru upp á sitt besta, að það má teljast til hámarks afkastagetu. Eiginlega stórundarlegt hvernig þeir höfðu tíma til að semja, æfa og flytja tónlist, mennirnir hafa nánast verið í fullri vinnu og rúmlega það við að fleka flögð sem soguðust að þeim eins og mý á mykjuskán. Þeir sænguðu ekki hjá hundruðum kvenna, heldur þúsundum. Karlagreyin hljóta að hafa verið í lyfjaáskrift hjá kyn- sjúkdómalæknum, hvernig má annað vera, á þeim tímum sem smokkar voru ekki svo mjög í heiðri hafðir. Og hjörtun þeirra trúi ég að hafi stundum fyllst óbærilegri tómleikatilfinningu við það eitt að geta fengið nánast hvaða konu sem var án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því. Flaðrandi flagarar Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is ’ Mennirnir hafa nánast verið í fullri vinnu og rúmlega það við að fleka flögð. Fáar konur gátu staðist þessa glottandi flagðaflekara. Gatan mín É g er fædd í þessu húsi og vona að þær að- stæður komi ekki upp að ég þurfi að flytja mig neitt. Er afskaplega helg þessum slóðum,“ segir Sigrún Kjartansdóttir sem býr við Skálabrekku á Húsavík. Gatan er ein af þeim efstu í bænum og var á sínum tíma nánast úti í sveit. Þegar kyngdi niður snjó á veturna var alltaf rutt síðast þangað upp eftir. Núna er gatan nánast í hjarta bæjarins. Hins vegar var það svo að þegar Þórður Friðbjarnarson afi Sigrúnar reisti húsið þar sem hún býr, það er árið 1932, var Skálabrekka sem götuheiti ekki komið til. Að sið síns tíma var því farið að tala um Þórðarstaði og hefur heitið fylgt húsinu alveg fram á þennan dag. „Það er húsvísk hefð og kannski er hún víðar á landinu við lýði, að fólk hér er einfaldlega kennt við húsið sitt. Ég heyri að stundum er nefnd hún Sig- rún á Þórðarstöðum. Annar siður sem er áberandi hér í bænum er að konur eru kenndar við mennina sína. Einhverjir tala víst um Sigrúnu hans Hauks,“ segir Sigrún sem er gift Hauki Tryggvasyni sem lengi hefur starfað sem kirkju- og kirkjugarðs- vörður Húsvíkinga. Eiga þau þrjú börn sem tvö búa á Akureyri en eitt á heimaslóð. Húsavík má að sönnu nefna elsta bæ landsins. Sænski landneminn Garðar Svavarsson fór, að því er sögur herma, í könnunarleiðangur til Íslands og hafði þá vetursetu á Íslandi og var það var löngu áður en Ingólfur og Hallgerður settu sig niður í Reykjavík. Þegar bændur í Þingeyjarsýslum stofn- uðu fyrsta kaupfélag landsins voru höfuðstöðvar þess settar niður á Húsavík og upp frá því fór að myndast þéttbýli. Mjór varð mikils vísir. Við Skálabrekku þar sem Þórðarstaðir standa hefur löngum búið fólk í hennar ættboga sem skýrir með öðru hve bönd bönd hennar við þennan bæj- arhluta eru sterk. „Þegar ég lít til baka er mér minnisstætt hvað mikið var af krökkunum hérna; stór hópur í nánast hverju húsi. Sjálf er ég ein níu systkina, amma átti tíu börn og systir hennar ellefu stráka. Svipaða sögu má að segja víðar frá hér í grenndinni og fyrir vikið voru krakkahóparnir stórir. Og leikirnir fjör- ugir; á sumrin var oft farið í slagbolta og á veturna á skíði í brekkurnar hér fyrir ofan þaðan sem mátti renna sér af hæsta hjalla og alveg heim í hús að leik loknum. Önnur skemmtileg æskuminning er sú að þegar ná þurfti í einhvern í síma hér í grenndinni var alltaf hringt á Þórðarstaði og við krakkarnir sóttum fólk. Þetta var snúningasamt en einhvern- tíma man ég eftir því að sjómaður sem bjó hér í grenndinni launaði mömmu þetta með soðningu.“ Ein helstu hlunnindi þess að búa við Skálabrekk- una er friðsældin. „Við erum mátulega út úr. Það eru engin hús hér fyrir ofan okkur en hér hefur á undanförnum árum sprottið upp fallegur skóg- arlundur sem er paradís. Og héðan úr efstu götu er ekki lengi farið á þær slóðir sem talist geta mið- punktur bæjarins. Ég er bara tvær mínútur að labba niður í safnahús,“ segir Sigrún sem lengi hefur starfað á bókasafni bæjarins. „Ég er ein af þeim sem hafa dálæti á bókum og þarf alltaf að hafa bækur í kringum mig. Les glæpa- sögur Arnaldar og sveitarómantík Guðrúnar frá Lundi og Ingibjargar Sigurðardóttur,“ segir Sigrún á Þórðarstöðum sem nú fylgist með því þegar jóla- bækurnar berast í hús – ein af annarri og allar spennandi. sbs@mbl.is Er helg þessum slóðum 1. Skógarkjarrið hér fyrir ofan húsið er ljúfur lundur. Trén hafa dafnað vel á undarförnum árum og það er gaman að fara þarna um. Þá hefur verið gert heil- mikið fyrir staðinn, til dæmis þar sem hafa verið lagðir viðarkurlaðir stígar og komið upp eldstó enda kemur fólk oft þarna á sumrin og grillar pylsur með krökkunum sínum. Þessum skógarlundi hefur ekki verið gefið neitt nafn það ég best veit, en Skála- brekkuskógur er líklega ágætt nafn. 2. Sendin fjaran hér undir Bökkunum, eins og sagt er á Húsavík, er skemmtilegur staður. Barnabörn- unum mínum finnst gaman að fara þangað með skóflur og mál og leika sér í sandinum og sama finnst mér sjálfri. Og í fjörunni er gaman að fylgjast með ferðum skipa og báta, til dæmis á sumrin þeg- ar litlu eikarbátarnir sem notaðir eru við hvalaskoð- unarferðir skríða hér um Skjálfandaflóann. Uppáhaldsstaðir Húsavík Skálabrekka Ásgarðsvegur M ar ar br au t Garðarsbraut Héðinsbraut Hafnarstétt Stórg arður Fossvellir Stórgarður Sk óa la ga rð ur M ið ga rð ur Au ðb re kk a Vallh oltsv egur 1 2 Húsvísk hefð sem kannski er víðar við lýði að kenna fólk við húsið sitt, segir Sigrún Kjartansdóttir. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.