SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 40
40 14. nóvember 2010 V innuheitið var Tvær hendur og svo sá ég að það væri betra og fallegra að bæta einni við og hafa hendurnar þrjár. Enda veitir ekki af á þessum tímum,“ segir Óskar Árni Óskarsson, ljóðskáld, þar sem við sitjum heima hjá honum vestur í bæ og ræðum um splunkunýja bók hans, Þrjár hendur. Í bókinni er þetta ljóð: Ég er með tvær hendur önnur heldur að hún sé sautján ára hin er fimmtíu og níu sú eldri teygir sig í magatöflurnar hin dregur kveikjara upp úr vasanum þrátt fyrir aldursmuninn er samband þeirra oftast fremur gott „Sú sem er 59 í ljóðinu er nú orðin sextug; tíminn hef- ur sinn gang, hlífir engu,“ segir skáldið og glottir. „Þá eru hendurnar orðnar þrjár, 17 ára, 59 og sextug – en ég sá það ekki fyrir …“ - Tíminn hefur sinn gang segirðu, enda fjölgar ljóð- unum smám saman hjá þér. Þetta er orðið talsvert safn af bókum sem þú hefur sent frá þér. „Já, á þessum rúmlega tuttugu árum sem ég hef verið að skrifa eru þetta orðnir margir titlar, þó þetta séu ekki miklar bækur að vöxtum – ytra byrðið að minnsta kosti,“ segir hann hugsi. - Síðasta bók þín, Skuggamyndir - úr ferðalagi, naut mikillar hylli, var tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna og er að koma út í Þýskalandi. Hún var nokkuð frá- brugðin öðrum verkum þínum, sem hafa einkum verið ljóð og smáprósar auk þýðinga. „Eitt verk tekur við af öðru hjá mér. Ég er oftast byrj- aður á nýrri bók þegar sú næsta á undan kemur út. Ég var byrjaður á Þremur höndum áður en Skuggamyndir komu út. Á síðasta ári dvaldi ég í sex mánuði sem gesta- höfundur í Vatnasafni í Stykkishólmi og þá var ég kom- inn af stað með þessa bók og varð vel úr verki þar. Ég lauk verkinu eiginlega þar.“ - Er mikil yfirlega að baki þessum tæru ljóðum þínum, ertu búinn að vinna þau upp aftur og aftur? „Sum þeirra. Aðrir textar hafa komið nánast óbreytt- ir. Stundum vinn ég mest í því sem er allra einfaldast. Einfaldleikinn er yfirleitt ekki svo einfaldur …“ Dreymir alltaf borgir Óskar Árni er oft sagður borgarskáld, enda leiðir hann lesendur sína iðulega um borgina og alls ekki alltaf um kunnustu hverfin, eða staði sem áður hafa verið mærðir í ljóð. Hvernig tekur hann þessum titli, borgarskáld? „Það er ekki verra en hvað annað en ég kæri mig svo sem ekki um að vera settur á einhvern ákveðinn bás – ætli ég sé ekki fyrst og fremst bakhúsaskáld. Í þeim hópi líður mér vel,“ segir hann brosandi. „Ég var aldrei sendur í sveit í æsku en hins vegar er ég mikill dreifbýlismaður í mér, ferðast mikið um landið og nýt þess að vera úti í íslenskri náttúru en er samt alltaf gestur úr borginni. Mig dreymir alltaf borgir. Það er mér eiginlegt að yrkja um borgina, það er um- hverfið sem ég þekki langbest. Frá minni fyrstu bók, Handklæði í gluggakistunni, hefur borgin verið þungamiðjan í mínum bókum.“ Óskar Árni samþykkir þá athugasemd að ekkert virð- ist of smátt eða hversdagslegt í borginni til að geta orðið honum að yrskisefni. „Hinir hversdagslegustu hlutir verða mér að ljóði. Við höfum átt mörg Reykjavíkurskáld, og ólík. Þegar maður skoðar borgarskáldin sér maður hvað sýn þeirra er ólík og þá verður ljóðheimur borgarinnar marglaga og fær á sig ýmsar víddir og gegnum skáldin fáum við nú augu til að lesa og upplifa hana. Getum gert það með augum Tómasar, Steins, Dags, Sigurðar Pálssonar eða Vilborgar Dagbjarts, eða Braga Ólafssonar. Einn aðall skáldskaparins er að við fáum fyllri sýn á hlutina, hvort sem það er fólk, tilfinningar, hús eða stræti. Við verðum ríkari.“ Á leið til Damaskus Í ljóðabókunum hefur Óskar Árni unnið með hæku- flokka, lengri ljóð eða smáprósabálka; stundum innan sömu bókar. Alltaf er samt ákveðið formrænt samhengi innan hverrar bókar og eins er það með Þrjár hendur. Flest ljóðanna eru fimm til tíu línur og dregnar upp skír- ar myndir þar sem hreyfing eða athugasemd getur breytt stemningu eða staðfest. Inn á milli eru svo önnur styttri og hækulegri ljóð, eins og þetta: Ef þú horfir nógu lengi á stjörnurnar kemstu til Damaskus „Formið á bókinni kom eiginlega til mín strax með fyrstu ljóðunum í henni, ég vildi halda í það og sá fyrir mér að þetta yrði mjög laustengdur ljóðaflokkur,“ segir Óskar Árni. „Þetta byrjaði með því að ég ætlaði að skrifa eitt ljóð á dag, hversdagslegar stemningar en gafst fljótlega upp á því. Þetta varð miklu skrykkjóttara, sem var líka eðli- legra en að vera að þvinga sig til að skrifa eitt á dag. En formið hélt sér. Oft punkta ég eitthvað hjá mér í litla vasakompu og vinn stundum úr því, ekki endilega nákvæmlega það sem ég hef upplifað heldur er fyrri reynsla, aðrar upplif- anir líka á bakvið. En mörg þessara ljóða verða þannig til að ég byrja á einhverri línu sem vindur sig svo áfram. Áður en ég veit af er ljóð klárað – eða komið í ruslakörf- una …“ Á veggnum fyrir ofan skrifborðið hangir gömul ljósmynd frá Highgate kirkjugarðinum í London hún minnir mig á að hvert orð sem ég skrifa dregur mig hægt og hægt nær endalokunum Óskar Árni segist hafa byrjað nokkuð seint að senda frá sér bækur, hann var 36 ára þegar sú fyrsta kom út. Hvað hefur breyst í ljóðheiminum síðan? „Væntanlega hefur orðið einhver framför,“ segir hann hugsi. „En jafnframt held ég að megi finna margt í þessari bók sem er skylt því sem er í fyrstu bókinni minni.“ Harmþrungnar og gróteskar Á næstunni kemur út þýðing Óskars Árna á The Ballad of the Sad Café eftir bandarísku skáldkonuna Carson McCullers, sögu sem fyrst kom út árið 1943. Þýðingin kemur út í Neon-klúbbi Bjarts, fyrsta Neon-antík bók- in. Óskar hefur gert talsvert af því að þýða, ljóð og prósa. „Ég greip þessa bók, Kaffihús tregans, af búðarborði í Máli og menningu fyrir einhverjum árum. Ég kannaðist við titilinn og höfundinn en hafði ekki lesið bókina. Hún lá ólesin hjá mér í nokkur ár en svo þegar ég loksins kláraði að lesa hana ákvað ég að þessa bók þyrfti ég að þýða. Af hverju? Strax í fyrstu setningunni var sleginn tónn sem ég féll fyrir. Það er tregafullur og einmanalegur tónn eins og titill bókarinnar ber með sér.“ Þetta er upphafið: Yfir bænum hvílir einhver drungi, þar er eiginlega ekkert nema baðmullarverksmiðjan, tveggja herbergja kofarnir þar sem verkafólkið býr, nokkur ferskjutré, kirkja með tveimur lituðum glugg- um og nöturleg aðalgata, rétt um hundrað metra löng. „Carson var bara 25 eða 26 ára gömul þegar bókin kom út. Hún var frá Georgíu í suðurríkjum Bandaríkj- anna, varð snemma mjög þekktur höfundur. Sögur hennar eru í senn harmþrungnar og gróteskar, og fáir höfundar hafa túlkað einmanaleika og leitina að ástinni betur en hún. Ég vann þessa þýðingu samhliða ljóðabókinni; vann yfirleitt í ljóðunum fyrir hádegi og í þýðingunni eftir há- degi. Það fer ágætlega saman. Þannig hef ég oft unnið, verið í eigin texta fyrri hluta dags og í þýðingu eftir há- degi. Og ég held að þýðingarnar hafi vissulega haft áhrif á minn eigin skáldskap, það má sjá þess merki,“ segir Óskar Árni. Fyrst og fremst bakhúsa- skáld „Hinir hversdagslegustu hlutir verða mér að ljóði,“ segir Óskar Árni Óskarsson. Nýjasta bók hans, Þrjár hendur, staðfestir að Óskar er eitt athyglisverð- asta skáld okkar, ljóðskáld með afar sérstakan tón og persónu- lega sýn á heiminn. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Einfaldleikinn er yfirleitt ekki svo einfaldur,“ segir Óskar Árni Óskarsson ljóðskáld og þýðandi. Morgunblaðið/Einar Falur ’ Ég var aldrei sendur í sveit í æsku en hins vegar er ég mikill dreifbýlismaður í mér, ferðast mikið um landið og nýt þess að vera úti í íslenskri náttúru en er samt allt- af gestur úr borginni. Mig dreymir alltaf borgir. Það er mér eiginlegt að yrkja um borgina, það er umhverfið sem ég þekki langbest. Jólabækurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.